Morgunblaðið - 12.07.1988, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 12.07.1988, Qupperneq 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ 1988 félk f fréttum Michael Jackson keyrir um í brynvörðum bíl ásamt lífvörðum sinum en er dauðhræddur samt sem áður. Katie Jackson hefur lifað i ótta siðan ókunnugum manni tókst að brjótast inn á heimili hennar. Hann fór í gegnum öflugt öryggi- skerfi og skildi eftir ástarbréf til hennar. HOLLYWOOD Stjörnurnar óttast um líf sitt F rægir leikarar í Holly- wood hafa flestir komið upp svo öflugu öryggiskerfi í kringum heimili sín að þeir eru nánast orðnir fangar á eigin heimilum. Glæpir eru nú orðnir svo tíðir í Los Angeles að erfitt getur reynst að horfa framhjá þeim. Glæpagengi úr suður- hluta Los Angeles hafa fært starfsemi sína í miklum mæli yfír í fínni hverfín í vesturhluta borgarinnar þar sem margir frægir leikarar búa. Þegar eiturlyfjasala er annars vegar, eru mannslíf ekki hátt metin. Stundum verða saklausir vegfarendur fyrir barðinu á eiturlyfj- aklíkum sem eiga það til að hefja skotbardaga um- svifalaust á götum úti. Ný- lega lést ung kona í einum slíkum bardaga. Fyrirtæki sem sérhæfa sig í öryggismálum eru í miklum uppgangi. Frægir leikarar og aðrir fjársterkir aðilar eru helstu viðskipta- vinirnir. Sylvester Stallone er t.d. mjög var um sig eftir að hann varð heimsfrægur fyr- ir leik sinn í Rocky- og Rambomyndunum. Hann þarf að hafa marga lífverði í kringum sig hvert sem hann fer til að verja sig fyrir bijálæðingum sem þætti ægilega flott að geta skotið á þessa frægu kvik- myndahetju. Síðan glæpagengin fóru að flytja sig yfir í vestur- hluta borgarinnar hefur ástandið versnað. Leikkonan Kate Jackson sem lék í þáttunum „Charli- es Angels“ hefur lifað í ótta síðan ókunnugum manni tókst að komast inn á heim- ili hennar. Hann komst í gegnum öflugt öryggiskerfi og skildi eftir ástarbréf til hennar. Hún býr ein og finnur til öryggisleysis. Hugsunin um að glæpaklíkurnar hafa flust inn í hverfið gerir hana enn hræddari og hún eyðir sem minnstum tíma heima hjá sér. Eddie Murphie er einnig mjög lífhræddur. Hann ótt- ast að verða fórnarlamb kynþáttahatara og fer aldr- ei út fyrir hússins dyr án þess að hafa hóp af stórum og sterkum lífvörðum í för með sér. Reyndin er sú að því meiri harðjaxla sem menn leika á hvíta tjaldinu, því meiri peningum eyða þeir í öryggismál. Victoria Principal er nú hætt að leika í „Dallasþáttunum" en hún er svo hrædd við glæpageng- in að hún hefur eytt svimandi háum upphæðum í að gera heim- ili sitt sem rammgerðast. Eddie Murphie óttast að verða fórnarlamb kynþáttahatara. Sylvester Stallone og fyrrverandi eiginkona hans, Birgitte, um- kringd fjölda lífvarða. Audrey Land- ers gekk ný- lega í hjóna- band með millj- ónamæringn- um Donald Berkowitz. AUDREY LANDERS Nýgift Dallasstjarna Leikkonan Audrey Landers, sem er þekktust fyrir leik sinn í „Dallasþáttunum", gekk nýlega í hjónaband með milljónamær- ingnum Donald Berkovitz. Audrey og Donald hittust fyrst fyrir fímm árum í samkvæmi og það var ást við fyrstu sýn. Don- ald segir: „Um leið og ég sá Au- drey, vissi ég að hún var sú eina rétta fyrir mig.“ í þijú ár voru þau saman en síðan tók samband þeirra skyndi- lega endi. Astæðan var sú að þau unnu bæði svo mikið að þau gátu hist alltof sjaldan. Donald er með stórt fyrirtæki í New York sem selur pappír til ijölda dagblaða í Bandaríkjunum. Audrey bjó hinsvegar í Hollywood og einbeitti sér að frama sínum. Þegar sambandinu lauk sagði Audrey að þau hefðu hist alltof sjaldan og sambandið hefði ekki þolað það. Ekki leið þó á löngu áður en þau voru farin að hittast á ný og fljótlega upp úr því trúlofuðu þau sig. Þau ætluðu að gifta sig við fyrsta tækifæri en þá var Audrey boðið hlutverk í kvikmynd sem hún gat ekki hafnað. Það var ekki fyrr en fyrir nokkrum vikum sem þau höfðu tækifæri til að gifta sig. Brúð- kaupið var haldið í New York og síðan drifu hjónakomin sig í brúð- kaupsferð til Italíu og Þýskalands.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.