Morgunblaðið - 12.07.1988, Side 4

Morgunblaðið - 12.07.1988, Side 4
4 MORGUNBLÁÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ 1988 4 Borgarstjóri staddur í Grimsby: Heimsækir fiskmark- að við fyrsta hanagal Borgarstjórahjónin fara í heimsókn til Dyflinnar á f östudag „VIÐ förum á stjá við fyrsta hanagal í fyrramálið og fylgj- umst með sölu úr tólf íslenskum g'ámum á fiskmarkaði hér í Grimsby. Þá taka við skoðunar- ferðir um borgina og þriðju- deginum lýkur með veislu í ráð- húsinu,“ sagði borgarstjórinn í Reykjavík, Davíð Oddsson, í samtali við Morgunblaðið í gær. Opinber heimsókn borgar- stjórahjónanna og tíu manna fylgdarliðs þeirra til Grimsby og Hull í boði borgaryfirvalda ytra hófst formlega í gærmorgun með skoðunarferð um ráðhúsið í Grimsby. Síðdegis á mánudag kynnti hópurinn sér framtak til styrktar nýiðnaði í borginni, nýbyggingar við höfnina, grasagarð og íbúðir aldraðra svo eitthvað sé nefnt. Þá sátu íslendingamir tónleika i St.James kirkjunni í miðborg Grimsby og þegar Morgunblaðið hafði samband við Davíð Oddsson var hann á leið til óformlegs kvöld- verðar í Grainthorpe. Hann sagði mikið lagt í dagskrána og veðrið spillti ekki fyrir, sól og blíða hefði verið í gær. Borgarstjórinn snæðir morgun- verð í dag með fiskkaupmönnum og skoðar fískverksmiðjur síðdeg- is. Haldið verður til Hull á morg- un, miðvikudag, en annað kvöld bjóða íslensk físksölufyrirtæki, Flugleiðir og SÍS til mikillar veislu íslensku gestunum heilsað í ráðhúsinu í Grimsby. F.v.: Ástríður Thorarensen og Davíð Oddsson, Sarah Woodliff, borgastjóri í Grimsby og Len Woodliff, Ragna Ragnars og Ólafur Egilsson, sendiherra íslands í Lundúnum. þar í borg. Borgarstjórahjónin halda frá Hull til Dyflinnar næstkomandi föstudag í þúsund ára afmælis- fagnað borgarinnar, en írar hafa boðið nokkrum borgarstjórum af Norðurlöndum tii afmælisins. Davíð Oddsson kemur til íslands í lok næstu viku. VEÐURHORFUR í DAG, 12. JÚLÍ 1988 YFIRLIT í GÆR: Milli íslands og Skotlands er 989 mb lægð sem hreyfist noröaust- ur. Um 600 km suðaustur af Hvarfi er 995 mb lægð, sem hreyfist austur. Yfir Grænlandi er 1017 mb. hæð. Hiti breytist fremur lítið. SPÁ: Norðan- og norðaustan gola eða kaldi um mest allt land. Þokusúld verður við norðurströndina, en skúrir suður með Aust- fjörðum. Annars staðar verður þurrt. Léttskýjað verður allvíða um sunnanvert landið. Hiti á bilinu 7 til 17 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á MIÐVIKUDAG OG FIMMTUDAG: Hæg norðanátt og fremur svalt um mest allt land. Sums staðar þokusúld við norður- og austurströndina, en annars þurrt. Víða léttskýjað á Suöur- og Vesturlandi. TAKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað y, Norðan, 4 vindstig: * Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. r r / r r r / Rigning r r r * r * r * r * Slydda r * r * * * * * * * Snjókoma 1 o Hitastig: 10 gráður á Celsius ý Skúrir * V El — Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld CO Mistur —[» Skafrenningur Þrumuveður VEÐURVÍÐA UMHEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hitl veöur Akureyrf 11 súld Reykjavík 10 skýjað Bergen 12 skýjað Helslnki 11 skýjað Kaupmannah. 17 skýjað Narssarssuaq 8 hálfskýjað Nuuk 8 skýjað Osló 16 rigning Stokkhólmur 14 skýjað Þórshöfn 9 súld Algarvs 20 léttskýjað Amsterdam 15 rígning Aþena vantar Barcelona 17 heíðskírt Chicago 18 heiðskfrt Feneyjar 20 þokumóða Frankfurt 12 léttskýjað Glasgow 11 skúr Hamborg 16 alskýjaö Las Palmas vantar London 12 léttskýjað Los Angeles 16 alskýjað Lúxemborg 14 léttskýjað Madrfd 17 helðskírt Malaga 23 alskýjað Mallorca 18helftsk(rt Montreal 21 alskýjað New York 23 mistur París 14 skýjað Róm 19 þokumóða San Diego 17 alskýjað Winnipeg 10 heiðskfrt Fjármálaráðherra: Sturlumálinu áfrýj- að til Hæstaréttar JÓN Baldvin Hannibalsson fjár- málaráðherra hefur ákveðið að áfrýja hinu svokallaða Sturlu- máli til Hæstaréttar. Sturla Kristjánsson, fyrrum fræðslu- stjóri í Norðurlandsumdæmi vestra, höfðaði á sínum tíma mál gegn fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs, þar sem hann taldi að sér hefði verið vikið úr embætti með ólöglegum hætti af Sverri Hermannssyni, fyrrver- andi menntamálaráðherra. Dómur gekk í málinu fyrir hér- aðsdómi í apríl sl. og voru Sturlu þá dæmdar 900.000 krónur í skaða- bætur vegna málsins auk máls- kostnaðar. Upphaflega hafði Sturla farið fram á 6 milljónir króna í skaðabætur. Gunnlaugur Claessen ríkislög- maður segir að ástæður áfrýjunar- innar séu þær sömu og í öðrum slíkum tilfellum. Annar málsaðila, þ.e. fjármálaráðherra, unir ekki nið- urstöðu héraðsdóms í málinu. Hreinsað til við Tjarnarbakkana síðdegis í gær. Tjörnin hreinsuð í gær: Morgunblaðið/Sverrir V atnsyfirborðið lækkað um 20 sm VATNSYFIRBORÐ Tjarnarinn- ar var lækkað um 20 sentimetra á meðan gert var við bakkann við Fríkirkjuveg og eftir að vinna hófst við grunn ráðhússins en eðlileg vatnshæð er 2 m og 20 sm, að sögn Jóhanns Pálsson- ar garðyrkjustjóra. „Það verður reynt að ná vatns- borðinu upp aftur með því að breyta útfallinu við Lækjargötu. Þar var tekinn úr planki, sem heldur eðli- legri hæð, þegar byrjað var að dæla úr grunni ráðhússins," sagði Jóhann. „Nú erum við að hreinsa slýið í þeim homum ’ljarnarinnar, þar sem það er verst en við verðum að fara varlega og sjá til þess að ekki verði tekið of mikið því þetta eru næringarefni sem eru undir- staða fuglalífsins við Ijömina. í hlýindunum að undanförnu hef- ur þörungagróðurinn vaxið ört og fallið út á leirunum og rotnað. Þetta er því rotnunarlykt en ekki skolp- lykt sem leggur af Tjörninni en hún ætti að hverfa þegar búið er að moka því versta í burtu og vatns- borðið verður hækkað á ný,“ sagði Jóhann.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.