Morgunblaðið - 12.07.1988, Page 59

Morgunblaðið - 12.07.1988, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ 1988 ORETTMÆTUR BROTTREKSTUR Ágæti Velvakandi. Öldum saman hafa kristnir menn verið ofsóttir og lagðir í einelti. Meira að segja á íslandi, hjá ham- ingjusömustu þjóð heims, sem þar að auki er mjög trúuð, skýtur þessi ofóknartilhneigin upp kollinum öðru hveiju. Nú er í annað sinn á þrem árum búið að segja Fríkirkjupresti, sr. Gunnari Bjömssyni upp störfum, þrátt fyrir að hann hafi hvergi brot- ið af sér í starfi að bestu manna yfirsýn. Sami fámenni kjarni stend- ur á bak við bæði þessi mál, að þessu sinni eftir að nýja stjórnin hefur setið í aðeins fáeinar vikur. Er það höfuðmarkmið þessarar stjórnar að reka prestinn okkar? Er þessi stjórn verð þess að vera í forsvari fýrir kristilegan söfnuð? Ég skrifa þetta bréf til að lýsa yfir ánægju minni og fjölskyldu minnar með sr. Gunnar og konu hans Ágústu, en hún tekur gjldan þátt í starfinu með honum. Við hófum að sækja barnamessur fyrir þrem árum. Þessar messur eru mjög vel sóttar þrátt fyrir samkeppni við m.a. bamaefni í sjónvarpi. Það er mikið sungið, kirkjugestum líður vel og hver og einn skiptir máli. Bömin bera mikla virðingu fyrir prestinum og vilja ekki missa úr eitt einasta skipti. Sá Gunnar sem við kynntumst er allt annar en sá sem stjómin lýsir. Það sannast kannski einu sinni enn að margur heldur mig sig. Dóttir okkar valdi að láta ferma sig hjá sr. Gunnari og þegar ég spurði hana um fermingarundirbún- Týndur köttur Hafnfirski fresskötturinn Gosi tapaðist frá Breiðvangi 16, Hafnarfirði. Hann er grábrön- dóttur með gulan kvið. Þeir sem hafa orðið hans varir eru beðn- ir að hringja í síma 53057 eftir kl. 17.30. inginn, sagði hún að hann hefði verið mjög skemmtilegur og góður. Hún hefði getað hugsað sér að fermast aftur hans vegna. Við gengum í söfnuðinn að fermingunni lokinni. 6 ára sonur okkar var á heimleið eftir hjartaaðgerð í London í vor. Rétt áður en við lentum í Keflavík fór hann að hafa miklar áhyggju af því að hann hefði örugglega misst af barnamessu á meðan hann var í burtu. Við sögðum honum að það yrðu fleiri bamamessur síðar hjá prestinum okkar. Vonandi reyn- ist það rétt vera. Öll samskipti manna við aðra em undir hveijum og einum komin. Gangi fólki að jafnaði illa að um- gangast aðra í daglega lífinu, verða þeir annað hvort að endurskoða framkomu sína eða finna sér nýjan vettvang. Ef menn standa í stöðug- um illdeilum í kristilegum söfnuði, væri ráðtegra fyrir þá að finna sér önnur svið að kljást á og nota kraft- ana þar. Veiði- hugurí sljórmnála- mönnum Til Velvakanda. Það má telja hyggilegt, þegar einhver fiskitegund er talin í útrým- ingarhættu vegna ofveiði, að hætta veiðum í bili og freista þess að láta stofninn vaxa svo veiðar geti hafist á ný síðar meir. Því kemur mér þetta í hug að um langt skeið var sparifé lands- manna yfirleitt óverðtryggt og verð- bólga mikil. Þá var sú útgerð arð- söm að taka lán sem verðbólgan skrifaði niður. Við þessar aðstæður ólst upp heil kynslóð. Sparifé brann í verðbólgunni og innlendur spam- aður hrundi. Loks var þó komið verðtryggingu á útlán og innlán. Þá óx sparnaður eins og fiskistofn sem friðaður er og er nú orðinn álit- legur veiðistofn. Framsóknarmenn sýna hins veg- ar veiðihug sinn í því að leggja fram tillögu um að afnema verðtryggingu af almennum lánum og sparnaði (Mbl. 19/5 1988, viðtal við Jóhann- es Nordal seðlabankastjóra). Marg- ar blaðagreinar hafa jafnframt birst, þar sem þess er krafist að taka lánskjaravísitöluna úr sam- bandi. Allt ber þetta að sama brunni: Afnema verðtryggingu og látið verðbólguna afskrifa skuldir og brenna sparifé. En hvers vegna er ekki aðalá- hersla lögð á að leggja verðbólguna að velli? Þá dettur lánskjaravísitalan út. Er stór hluti þjóðarinnar ennþá með verðbólguhugsunarhátt liðins tíma, þegar engin verðtrygging var? Ég hygg að sparifé verði fljótlega tekið út ef á að brenna það í verð- bólgu. Einhver varningur verður svo keyptur fyrir það, þá vex eftirspurn eftir vömm sem kallar á meiri inn- flutning og erlenda skuldasöfnun. Hún vex svo enn við minnkandi inn- lent lánsfé. Vextir umfram verðbólgu af sparnaði þurfa að sjálfsögðu að vera sanngjamir en ekki neikvæðir. En fyrst og síðast: Komið verð- bólgunni alveg niður. Heidi Kristiansen M. K. Þessir hringdu . Ekið á brott Vigdís hringdi: „Mánudaginn fjórða júlí var keyrt á mig fyrir utan Borgar- bókasafnið. Bílstjórinn ók sam- stundis á brott og langar mig til að lýsa eftir fólki sem gæti hafa orðið vitni að þessu atviki. Bifreiðin hans var af Daihatsu Charade-gerð, árgerð ’88, blá að lit. Ég er í síma 92-11068.“ Tjúllírúllírei E. J. hringdi: „í kjölfar lags Gylfa Ægis- sonar, „Sjúddírarírei" langar mig til að grennslast fyrir um hvort einhver kann ekki kvæði sem hefst svo: „Gekk ég út á götu seint á degi, glæsilegt varð fljóð á mínum vegi, leit hún til mín litfríð eins og sólin, lifna tók þá hugur minn og... tjúllfrúllírei." Þetta kvæði er væntanlega komið til ára sinna og væri gam- an að vita hvort einhver kann ekki fleiri vísur.“ Myndavél Myndavél af Olympusgerð fannst á Þingvöllum 3. júlí. Eig- andi getur fengið nánari upplýs- ingar í síma 656446. Samtök um jafnrétti á milli landshluta: Utvörður kominn út ÚTVÖRÐUR, rit samtaka um jafnrétti á milli landshluta, er kominn út. Þess má geta að sam- tökin hafa nú einnig verið nefnd Útvörður. Meðal efnis í blaðinu eru greinar um byggða- og sveitastjórnarmál, innflutningsverslun, samruna sveitarfélaga og átthagaijötra. Auk þess svara nokkrir þingmenn spurningum Útvarðar um byggða- mál. Útvörður, samtök um jafn- rétti á milli landshluta, gefur blað- ið út. Forsíða nýjasta tölublaðs Útvarðar Símar 35408 og 83033 AUSTURBÆR Austurbrún Skipholt 52-70 o.fl. Þórsgata Kambsvegur KOPAVOGUR Þverbrekka VESTURBÆR Hjarðarhagi 11-42 Ægisíða 80-98 FOSSVOGUR Goðaland

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.