Morgunblaðið - 12.07.1988, Page 25

Morgunblaðið - 12.07.1988, Page 25
MÖRGUNBLÁÐIÐ, Þ'RÍÖJÚDAGUR 12. JÖLÍ 1988 25 mynda samfélag eða þjóðfélag skapa samfélagsþróun, eða breyt- ingar á samfélaginu. Átök milli hópa innan samfélaganna eru nefnd pólitík, eða stjómmál. Stjómmála- stefnur geta því breytt samfélags- háttum manna. Þjóðfélagsþróun er breyting á samfélaginu af pólitísk- um orsökum, einnig kemur hér til tækniþróun, verslun og framleiðsla. Stefnur í atvinnumálum, markaðs- hyggja, sósíalismi o.fl. koma hér til greina. Starfsfræðslan miðast við samfélag, pólitískt samfélag og er því takmörkuð sem fræðsla, er mið- ast við þarfir einstaklingsins sem samfélagsvem og samfélagsþegn. En einstaklingurinn hefur löngum verið talinn meira en hluti sam- félagsins, hann er einstaklingur, með honum búa þarfir einstaklings- ins sem samfélagsveru og samfé- lagsþegns. En einstaklingurinnn hefur löngum verið talinn meira en hluti samfélagsins, hann er ein- staklingur, með honum búa þarfir sem em ekki af samfélagslegum toga. Vissar stjómmálastefnur álíta að allt sé frá samfélaginu mnnið, aðrir telja að svo sé ekki. Og hug- takið samfélag getur þýtt sáttmála hópa og stétta þar sem leitast er við að taka tillit til allra, það getur einnig verið einstefnu samfélag, þar sem ákveðin stefna er mörkuð og hún talin sú eina rétta. Sáttmála samfélagið getur verið mismun- andi, þröngt eða vítt, en það er mjög erfitt að tala um þjóðfélag- þróun sem nærri því sjálfstætt fyrir- brigði. Manni dettur stundum í hug eitthvert gott ef ekki kynjadýr, þeg- ar höfundar skólastefnunnar tala um „þjóðfélagsþróunina“. Sam- kvæmt kenningum höfundanna er skylt að skólinn fylgi þessari skepnu gegnu þykkt og þunnt. Skóli á því í rauninni ekki að hafa neina stefnu nema þá sem kynjaskepnan „þjóð- félagsþróunin“ ákveður. Skólinn er að þeirra mati angi af samfélaginu; hann skapar ekki; mótar ekki; hefur enga skoðun nema þá sem skepnan segir að hann eigi að hafa. Skóli og menntun Skóli þýddi í grísku, staður þar sem mönnum gafst tóm til andlegr- ar iðju, frístundir, sem voru til þess notaðar. Síðar kom inn merkingin staður, þar sem fræðsla fór fram, og á fræðsla um að sem talið var til andlegrar spektar. Snorri Sturluson skrifar svo: „En alla hluti skildu þeir jarðligri skilningu, því að þeim var eigi gefin andleg spektin. Svo skildu þeir að allir hlutir væru smíðaðir af nokkru efni“ (Snorra- Edda. Prologus. Rv. 1975). Skólastefnan var því talin vera stofnun, þar sem andleg og einnig efnisleg efni voru rannsökuð og kynnt. Skólinn var ætlaður til menntunar í húmanískri merkingu orðsins, og sú menntun var einnig starfsmenntun í vissum greinum. Kirkjan mótaði skólana og frá þeim skólum mótaðist þegar á aldir leið „vestræn menning" Menntunar- hugtakið, menntun ein-staklingsins varð stefnan, þótt framkvæmdir gætu hamlast af ýmsum ástæðum. Þetta var skólastefna og er skóla- stefna til menntunar, sem er alls ekki rígbundin viðkomandi sam- félagi eða þjóðfélagi. Skólinn er samkvæmt þeirri stefnu sjálfstæð stofnun sem er mótaður af vestræn- um menningararfi og menningar- arfi viðkomandi þjóðar. Menntunin er menntunarinnar vegna og ein- staklingsins vegna en ekki til þess að aðlaga einstaklinginn tíma- bundnum pólitískum þörfum sam- félagsins. Klassísk skólastefna mót- aði samfélagið. Þetta voru og eru uppeldisstofnanir með menntun sem tilgang. Hrein nytsemi var ekki tilgangurinn, eða samfélagsleg nytsemi, námið var og er alls ekki fjárfesting. Enda á menntun í sam- kvæmt húmanískum skilningi ekk- ert skylt við nytsemishyggju þá sem afmennir einstaklinga nútímans allt Gleðjið erlenda vini og vandamenn með íslenskri gjöf! HOFÐABAKKA9 REYKJAVÍK SÍMI 685411 of víða. Þessi tegund menntunar gat við- gengist í ýmsum formum, grund- völlurinn var málkennd og meðvit- und um málið „sem heim manns- ins“ (Arnór Hannibalsson: Skóla- stefna). Það var t.d. þessi magnaða málmeðvitund, sem einkenndi menningu íslendinga fýrrum, hér koðnaði málið aldrei niður í sér- fræði og lágmál. Og þar hafa skól- amir brugðist eftir að Grunnskóla- lögin komu til framkvæmda með forráðshyggju „skólamannaskar- ans“, sem hefur mótað skólastefn- una síðan og tekst nú á hendur að móta hana ákveðnar með Skóla- stefnu skólamálaráðs. Starfsfræðsla í stað menntunar Einkenni stefnunnar er starfs- fræðslan miðað við þrengstu þarfir samfélagsins. Lægsta tégund nyt- semishyggju einkennir þessa stefnu, menntun og menningararf- ur þjóðarinnar má fara veg allrar veraldar, því að hann rekst á sam- félagslega nytsemishyggju. Meðan skólastefnan einkennist af svo tak- markaðri vitund um manninn sem einstakling og þeirri fullvissu að hann sé aðeins til vegna samfélags- ins hrekst þessi skólapólitík í blind- götur og því mun svo fara að það mun aldrei takast að blása lífi í þá eimyiju „sem nú liggur í Skóla- stefnu Kennarasambands íslands". Skólastefnuhöfundar leggja mikla áherslu á réttinn til náms, en hvaða náms? Svo virðist sem sá réttur sé bundinn rétti aðeins til undirbúnings einskorðaðs starfs- náms, þar sem leitast er við að loka einstaklinginn inn í nytsemishyggju og temja honum hugsunarhátt þursanna í Pétri Gaut: „Þursi ver sjálfum þér nægur“. Réttur allra til þess náms, sem eflir sjálfsvitund- ina og gefur öllum tækifæri til að kynnast menningarverðmætum eig- in þjóðar og alls heimsins, sem sagt menntun, er ekki í boði skólamála- ráðs þ.e. kennara-sovéttsins, sama r///#/j Hraövirk uppþvottavél Þvottatími adeins 2-4 minútur. Innbyggð gljávökvadæla. Hagkvæm lausn fyrir minni veitingastaði og mötuneyti. Gæöi, Þekking, Þjónusta A. KARLSSON HF. HEILDVERSLUN, BRAUTARHOLTI28 SÍMI: 91 -27444 r/////j Graeöum Graeöum ÁTAKILANDGRÆÐSLU LAUGAVLG1120,105REVKJAVÍK SÍMI: (91) 29711 Hlauparelknlngur 261200 BúnaAarfoanklnn Hellu ! - ra «o V) ftj E ™ «o «= V. </> o — hvaða starf þeir stunda eða ætla að stunda. „Þjóðfélagsþróun" er ein klisjan, og önnur sem hugmyndafræðingum skólastefnunnar er mjög töm, er „nútímaskóli" og síðan runan: „nútíma aðstæður, nútímakennari og nútímabörn" Samkvæmt skiln- ingj þeirra eru vorir tímar algjör- lega frábrugðnir allri fortíð, fortíð þeirra nær lengst aftur til ársins 1945 eða jafnvel aðeins til 1968. Vegna hinnar algjöru sérstöðu tímanna að þéirra áliti um tækni- væðingu, fjölmiðlun, vísindalegar starfsaðferðir og stóraukið þekk- ingarmagu á sviðum raunvísinda, þá er menningararfleifð fortíðarinn- ar og framhald þeirrar menningar, þar á meðal ekki síst vestrænnar menningar, þýðingarlaus og trafali á framvinduna til sameignarsam- félags framtíðarinnar og þvælist því fyrir hinni sögulegu þróun, sem ákveðin .er fyrirfram. Því ber að aðlaga tungumálið þörfum nútíma samfélags og þessvegna er bók- menntum fortíðarinnar hafnað, þær gilda ekki lengur, „nútíma" bók- menntir eru einar hlutgengar í sam- félaginu. Semínaristar og tötramarxistar álíta, að nútímamaðurinn sé hinn fyrsti maður, sem standi undir nafni, (svipuð hugsun kom upp meðal hugmyndafræðinga frönsku byltingarinnar). Þessar skoðanir þrengja mjög að allri hugsun og eru menningar-fjandsamlegar Arfur allra tíma Kenningar hugmyndafræðing- anna ná ennþá til takmarkaðs hóps, sem hefur þó tekist að hreiðra um sig innan ýmissa stofnana skóla- kerfísins og innan menntamála- ráðuneytisins, en meðal þeirra fer fram stöðug hópvinna, gott ef ekki hópefli, nútímalegum aðferðum til framdráttar. Einn er samt mestu vankantur á þessu fyrirbrigði, sem er sá, að sjaldan hafa öllu ónútímalegri ein- staklingar hampað hugmyndinni um sinn tíma af meiri vanþekkingu. Þeir virðast lokaðir inni. Þeir vita ekki að nútíminn er arfur allra tíma og að sú þrönga meðvitund, sem þeir hrærast í er ekki meðvitund nútímamannsins. í Skólastefnu stendur: „Skólinn á einnig í harðri samkeppni við dulin og ódulin öfl, sem bams- hugurinn verður auðveldlega fyrir áhrifum af. Þar má nefna marga þætti svo sem fjölmiðla, fíkniefni, ofbeldi, hemað og klám“. Skólastefnumenn hafa á sinn hátt reynt að „koma til móts við“ eða „höfða til“ nemenda með þeim aðferðum freistarans, sem hin duldu og óduldu öfl nota, t.d. með því að gera allt nám að gutli eða leik, sem því miður endar í álappa- legu þykjustu námi sem er þýðing- arlaust og oft verra en ekkert. Það er erfið „samkeppnin um skilningarvit nemenda“, eins og einn skólastefnumanna skrifar í tímaritsgrein. Þegar skólinn hefur ekkert skylduboð (kategorískt imp- erativ, þýð Jóh. Hannessonar) til að miða við í uppeldishlutverki sínu og boðorð kristninnar þykja fráleit að skoðun tötramarxískra semínar- ista þá verður „Skólastefnan" fúsk og mottó hennar „mennt er máttur" holhljómandi glamuryrði. í slíkri skólastefnu býr hvorki mennt né máttur og hennar er hvorki máttur- inn og þaðan af siður dýrðin. Þrátt fyrir máttleysislegar yfirlýsingar „skólamanna“ um að hamla gegn „áhrifum dulinna og ódulinna afla og gegn fjölmiðlum, fíkniefnum, ofbeldi, hernaði og klámi“, þá hafa þeir sjálfír brotið niður allar varnir gegn sömu öflum, með því að elt- ast við hugmyndafræðileg pólitísk mýraljós, firrtir öllu raunskyni og ■skilningi á þeim gildum, sem bera í sér þau ófrávíkjanlegu „skyldu- boð“ sem eru grundvöllur vestrænn- ar og þjóðlegrar menningar. Höfundur er fræðimaður og ritar m.a. um erlendar bækur íMorgun- blaðið. VEISLA í jeppa á fjalli eða í sumarhúsinu. Ekkert mál ef þú hefur G-þeytirjómann meðferðis. Skál og gaífall duga til að þeyt'ann. Hvort þú snarar svo fram heilli rjómatertu eða írsku kaffi fer eftir tilefninu. IF geymsluþolinn beytirromi " - ■ WM G-ÞE YTIRJÓMI! dulbúin ferðaveisla

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.