Morgunblaðið - 12.07.1988, Side 33

Morgunblaðið - 12.07.1988, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ 1988 33 ðveita þjóða ívæmdastjóri Evrópuráðsins, sem ídi. skyldu að stuðla að aukinni og bættri menntun ungs fólks í öllum aðildarríkjunum. Stefnt verður að því að gera þetta að forgangsverk- efni ríkisstjórna allra aðildarríkj- anna.“ Viðhald og trygging mannrétt- inda eru í öndvegi hjá Evrópuráð- inu. Hveijar eru áherslumar í framtíðinni í þeim efnum? „Mannréttindasáttmáli Evrópu- ráðsins er mjög mikilvægur áfangi í þessum efnum. í framtíðinni hljót- um við að leggja áherslu á að bæta starfsemi þeirra tveggja stofnana sem mestu skipta í þessu sam- bandi, mannréttindadómstólsins og mannréttindanefndarinnar í því augnamiði að flýta málsmeðferð og færa út lögsögu dómsins yfir á fleiri svið s.s. efnahagslegra, félags- legra og menningarlegra réttinda. Síðustu mánuði hafa verið stigin stór skref í þessa átt. Öll aðildarrík- in viðurkenna kærufrest einstakl- inga og sömuleiðis hafa þau undir- ritað sáttmála sem bannar pynting- ar og niðurlægjandi meðferð á fólki.“ Hver eru helstu viðfangsefni Evrópuráðsins í framtíðinni? „A sviði mannréttinda er sátt- málinn gegn pyntingum mjög mikil- vægur, hann hefur þegar verið und- irritaður af öllum aðildarríkjunum. Enn sem komið er hafa einungis fjórar ríkisstjórnir staðfest hann, við þörfnumst þriggja enn til þess að geta sett upp nefnd sem fylgist með framkvæmd sáttmálans. Menntun er eitt af forgangsverk- efnum Evrópuráðsins í framtíðinni og sömuleiðis að færa út gildissvið þeirra sáttmála sem þegar eru í gildi s.s mannréttindasáttmálans.“ Eftir inngöngu Finnlands og San Marinó eru öll Vestur-Evrópuríkin aðilar að Evrópuráðinu, en líklegt að Austur-Evrópuríki sæki um aðild í framtíðinni? „Auðvitað hafa orðið breytingar í Austur-Evrópu, annars er vafa- samt að tala um Austur-Evrópu sem eina heild. Þar eru margar ólík- ar þjóðir. Það er hins vegar Ijóst að enn sem komið er hefur engin þeirra náð að uppfylla þau skilyrði sem Evrópuráðið setur um lýðræði og mannréttindi. Þetta kemur auð- vitað ekki í veg fyrir að við höfum samstarf við þessi lönd. Þannig eru Júgóslavar aðilar að menningar- sáttmála Evrópuráðsins og sömu- leiðis að þróunarsjóðnum. Það eru augjóslega mörg svið sem eru ákjósanleg til samvinnu við þessi ríki en af aðild þeirra getur ekki orðið fyrr en þau viðurkenna sömu leikreglur og við.“ Hvemig leggst heimsóknin til Islands í framkvæmdastjórann? „Ég hlakka til að koma til ís- lands m.a. til að heimsækja aðsetur elsta löggjafarþings í veröldinni. Hitta ráðherra og þingmenn og ræða við þá um málefri Evrópu og Evrópuráðsins. Aðild ríkja á borð við Island er Evrópuráðinu mjög mikilvæg. “ tinig fundarstaður þings Evrópubandalagsins. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir ÁSGEIR SVERRISSON „Glasnost“ og hörm- ungar fortíðarinnar Enn er þagað um þjóðarmorðið 1 Úkraínu 1932-33 I lokaályktun hinnar sögulegu ráðstefnu sovéska kommúnista- flokksins sem haldin var á dögunum í Moskvu er lagt til að komið verði á fót sérstakri stofnun til að fylgjast með málefnum hinna ýmsu þjóða og þjóðarbrota sem búa í Sovétríkjunum. Hvatt er til þess að landsvæði þessi fái „aukið sjálfstæði" einkum á sviði menn- ingarmála en jafnframt lögð áhersla á að aðskilnaður eða einhvers konar sjálfstjórn sé óhugsandi. „Við verðum að gera skýran greinar- mun á hagsmunum einstakra þjóða og afbrigðilegum þjóðernisremb- ingfi,“ segir í skjalinu. Því hefur verið haldið fram að mótmæli og sjálfstæðiskröfur þjóða og þjóðarbrota, t.a.m. Armena og Krím- tatara, séu alvarlegasta vandamálið sem Míkhaíl S. Gorbatsjov Sovét- leiðtogi á við að glíma. Það er ef til vill af þessum sökum sem ráðamenn sovéskir eru enn ekki tilbúnir að ræða viðurstyggileg- asta þjóðarmorð þessarar aldar; hungursneyðina sem Jósef Stalín leiddi yfir íbúa Ukraínu 1932-33 og kostaði rúmar sjö milljónir manna lífið. RRáðamenn í Sovétríkjunum hafa fram til þessa neitað þvi að atburðir þessir hafi átt sér stað og þeirra hefur vitaskuld ekki ver- ið getið í sovéskum kennslubókum. Þótt sovéskir fjölmiðlar fjalli nú um „mistök“ fyrri ráðamanna í anda „glasnost“-stefnu Gorb- atsjovs hefur lítið sem ekkert verið látið uppi um hungursneyðina í Úkraínu. Samt skortir ekki upplýs- ingar um hugmyndafræði stalínis- mans og sjálfur hefur Gorbatsjov oftlega sagt að harðstjórinn hafi gerst sekur um „hryllileg mistök" er hann var við völd. Rannsóknarnefnd neitað um upplýsingar Sjö manna alþjóðleg nefnd virtra fræðimanna vinnur nú að rannsóknum á þjóðarmorðinu í Úkraínu, að því er segir í frétt breska dagblaðsins The Independ- ent nú nýverið. Stjórnvöld í Sov- étríkjunum hafa reynst ófáanleg til að veita rannsóknarnefndinni upplýsingar um þennan óhugnan- lega atburð, sem kostaði fleiri mannslíf en helför nasista gegn gyðingum í valdatið Adolfs Hitl- ers. Ótrúlegar frásagnir Nýverið svaraði þekktur bresk- ur blaðamaður, Malcolm Mugg- eridge, spurningum nefndar- manna en hann ritaði fjölda greina frá Úkraínu í dagblaðið Manch- ester Guardian. í greinum sínum skýrði hann frá hræðilegum örlög- um smábænda í Úkraínu er Stalín ákvað að innleiða þar samyrkju- búskap. Mótmæli íbúanna voru barin niður af miskunnarlausri hörku og í kjölfarið sigldi hung- ursneyð. Malcolm Muggeridge, sem nú er 85 ára að aldri, segir í viðtali við The Independent að hann sjái enn fyrir sér bændurna sem fluttir voru með járnbrautar- lestum í fangabúðir. Muggeridge var á ferð um Úkraínu vorið 1933 og hvar sem hann kom mátti sjá fórnarlömb harðstjórnarinnar; lát- ið fólk og dauðar skepnur. í einni greininni sagði hann að undir stjórn Stalíns væru Sovétríkin „að þróast í átt til þrælaríkis, lög- regluríkis. Styijaldarástand ríkir í sveitunum og þær eru hersetn- ar. Akrarnir eru vanræktir og þar vex aðeins illgresi; búfénað er hvergi að sjá; hermennirnir og öryggislögreglan eiga nógan mat, íbúarnir líða greinilega skort og eru augljóslega beittir ógnunum og ofbeldi". Þegar greinar Muggeridge birt- ust neituðu menn að trúa honum og starfsbræður hans úthrópuðu hann sem lygara. Erlendir blaða- menn í Sovétríkjunum bjuggu flestir í Moskvu og í fréttum þeirra Sagði að uppskeran væri góð og að fullyrðingar um hungursneyð í Úkraínu væru aðeins áróður runninn undan rifjum þjóðernis- sinna þar. Ættingjar Muggeridge neituðu einnig margir hveijir að leggja trúnað á frásagnir hans. Sumir efuðust um geðheilsu hans. Hörmungarnar þagaðar íhel En leyndarhyggjan og siðblind- an náði út fyrir landamæri Sov- étríkjanna. Rannsóknir sagnfræð- inga hafa leitt í ljós að stjórn- völdum í Bandaríkjunum og Bret- landi var kunnugt um hryllinginn í Úkraínu en samkvæmt fyrirskip- unum „að ofan“ var allt gert til að þaga hann í hel. Því hefur verið haldið fram að stjórnvöld.á Bretlandi hafi ekki viljað „rnóðga" - Sovétmenn þar eð Hitler var að bijótast til valda í Þýskalandi á þessum tíma. í bók sem kom út á Bretlandi nú nýverið og nefnist „Utanríkisráðuneytið og hungurs- neyðin“ (The Foreign Office and the Famine) kemur fram að starfsmenn breska sendiráðsins í Moskvu sendu breska utanríkis- ráðuneytinu rúmlega 80 skeyti um hörmungarnar í Úkraínu. Þessar upplýsingar voru ekki gerðar opinberar þar sem Bretar óttuðust að slíkt gæti skaðað sam- skipti þeirra og Sovétmanna. Aukinheldur keyptu Bretar kom af Sovétmönnum sem Stalín seldi til útlanda til að afla gjaldeyris- tekna á meðan milljónir Úkraí- nubúa sultu í hel. Það var ekki síst af þessum sökum sem Úkraí- nubúar fögnuðu í fyrstu hernámi nasista á árum síðari heimsstyij- aldarinnar en sú gleði breyttist fljótt í martröð því harðræðið var miskunnarlaust. Sagan þvættingur og lygi Þótt Míkhaíl S. Gorbatsjov hafi ekki verið lengi við völd í Sov- étríkjunum hefur „glasnost"- stefna hans, sem kveður á um aukið upplýsingafrelsi og opinská- ar umræður, þegar haft mikil áhrif. Stjórnvöld viðurkenna að sagnfræðibækur geymi eintóman þvætting og lygi og því þarf að umskrifa sögu föðurlandsins. Hugsjónamenn fyrri tíma hafa margir hveijir verið „endurreistir“ á þeim forsendum að þeir hafi verið sannir fylgismenn lenínism- ans og síðast en ekki síst hefur verið ákveðið að reisa minnis- merki í Moskvu um fórnarlömb harðstjórnar Stalíns. Þjóðernishyggja og „glasnost“ Þetta eru sögulegar umbreyt- ingar í ljósi þeirrar hugmynda- fræðilegu stöðnunar sem einkennt hefur Ráðstjórnarríkin og raunar flest öll ríkin austan Járntjaldsins. Þrátt fyrir þetta hafa ráðmenn enn sem komið er ekki treyst sér til að skýra frá þjóðarmorðinu í Úkraínu í anda „glasnost". Líkast til er þetta einn hroðalegasti glæpur sem framinn hefur verið í nafni kommúnismans og vafa- laust ættu margir Sovétborgarar erfitt með að trúa því að slíkir atburðir hefðu í raun gerst þótt þeir séu á síðustu árum orðnir ýmsu vanir. Stjórnvöld virðast hins vegar óttast að umfjöllun um glæpaverkin í Úkraínu gaéti kynt undir þjóðernishyggju íbúa þar og hugsanlega í fleiri lýðveldum Sov- étríkjanna með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Erfiðlega hefur gengið að bijóta á bak aftur þjóð- ernisvakningu í Armeníu og hafa stjórnvöld neyðst til að beita her- valdL Hungursneyðin sem reið yfir Úkraínu var einmitt afleiðing þess að hervaldi var beitt án nokk- urrar miskunnar til að uppræta þjóðernisvitund íbúanna. Það er ef til vill af þessum sök- um sem stjórnvöld eystra hafa neitað að veita rannsóknarnefnd- inni upplýsingar um harmleikinn. Engu að síður hyggjast nefndar- menn halda áfram störfum sínum og verða niðurstöður rannsóknar- innar að líkindum gerðar opin- berar á næsta ári. Sveltandi börn í Úkraínu er hungursneyðin heijaði þar 1932-1933.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.