Morgunblaðið - 12.07.1988, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 12.07.1988, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ 1988 RAÐSTEFNA UM JARÐGONG A AUSTURLANDI „Byrjum að bora“ var yfirskriftin Seyðisfirði. RÁÐSTEFNA um jarðgangagerð var haldin á Seyðisfirði fyrir nokkru undir yfirskriftinni „Byrjum að bora“. Menn töldu að nú síðustu árin hefði átt sér stað mesta byggðaröskun íslandssögunnar. Til þess að samgöngur haldist greiðari milli byggðarlaga á Austurlandi telja menn það skilyrði að bora göng í gegnum fjöllin. Synt var fram á að arðsemi slíkra framkvæmda er ekki minni en ýmissa fram- kvæmda á þéttbýlissvæðinu á suðvesturhorni landsins. Jarðgöng í Ólafsjarðarmúla kosta ekki meira en áætlanir um menningarhús á Oskjuhlíðinni og löngu göngin á Vestfjörðum kosta álíka og ráðhús við Tjörnina sögðu menn. Út frá þessum og ýmsum öðrum forsendum fannst mönnum ekki eftir neinu að bíða með að byija að bora. Það var Seyðisfjarðarbær og stjórn Sambands sveitarfélaga á Austurl- andi sem stóðu sameiginlega að þessari ráðstefnu og sóttu hana 70 manns víðsvegar af Austurlandi. Bjöm Hafþór Guðmundsson, formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi, setti ráðstefnuna og sagði meðal annars í setningarræðu sinni: „Afskipti SSA af þessum þætti samgöngumála eru engan vegin ný af nálinni. Á aðalfundum þess hefur oft verið Qallað um þau og samband- ið tók einnig þátt í kynnisferð um jarðgöng að frumkvæði Fjórðungs- sambands Vestfjarðar til Færeyja haustið 1986. í framhaldi af henni varð veruleg umíjöllun um gerð jarð- ganga og telja margir að þá hafi orðið viss stefnubreyting á þessu stærsta hagsmunamáli margra byggðarlaga og margir ráðamenn hafa sannfærst um að hér sé ekki um að ræða draumóra eina, heldur vel framkvæmanleg áform og hent- uga lausn. Það er þó fyllilega tíma- bært að flytja þá umræðu, sem síðan hefur farið fram, inn á vettvang þennan og reyna að þrýsta frekar á um framgang þessa máls málanna. Umræða um jarðgöng á íslandi á sér nokkuð langa sögu, en mörgum þykir þó að hörmulega lítið hafí miðað í þá aft að treysta samgöngur með tryggum göngum við þá staði sem verst eru settir. Þykir hinum sömu þó sýnu verst að engin hald- bær áform eða áætlanir hafí verið uppi um langtímaáætlun í þessum efnum og að samgönguyfirvöld vilji kenna miklum kostnaði og litlu fyrir- sjáanlegu framkvæmdafjármagni. Hinsvegar má benda á að margir þeirra staða hérlendis, sem mesta þörf hafa fyrir jarðgöng, leggja langt umfram meðaltal til þjóðarbúsins. Nægir þar að benda á Seyðisfjörð og Neskaupstað. Og ég fullyrði að í raun eru verslunarmiðstöðin Kringlan og Flugstöðin í Keflavík ekkert annað en'ákveðin útfærsla á jarðgöngum. Bæði mannvirkin eru beint eða óbeint byggð fyrir al- mannafé og þá virtist vera nóg af því “, sagði Bjöm Hafþór. Framsögumenn á þessari ráð- stefnu voru þeir Jónas Hallgrímsson forseti bæjarstjómar og fram- kvæmdastjóri á Seyðisfírði, Bjami Einarsson, aðstoðarforstjóri Byggðastofnunar, Helgi Hallgríms- son, forstjóri tæknideildar Vega- gerðar ríkisins, og Björn Jóhann Bjömsson, verk- og jarðfræðingur, Hafnarfírði. Eftir framsöguerindi voru almennar umræður og fram- sögumenn svömðu fyrirspumum. í umræðum tóku þátt Ólaftir Steinar Valdimarsson, ráðuneytisstjóri, Jó- hann T. Bjamason, framkvæmda- stjóri Fjórðungssambands Vest- fjarða, Hjórleifur Guttormsson, al- þingismaður, Jón Kristjánsson, al- þingismaður, Ásgeir Magnússon, bæjarstjóri, Neskaupstað, Guðni Nikulásson, framkvæmdastjóri Vegagerðarinnar á Egilsstöðum, Þorvaldur Jóhannsson, bæjarstjóri Seyðisfirði, Egill Jónsson, alþingis- maður, Sveinn Guðmundsson, sveit- arstjóri, Vopnafirði, Kristinn Péturs- Hluti ráðstefnugesta. son, alþingismaður og framkvæmda- stjóri, Bakkafírði, Jón Guðmunds- son, framkvæmdastjóri, Reyðarfirði, Bragi Guðmundsson, bóndi, Set- bergi, Theódór Blöndal, fram- kvæmdastjóri, Seyðisfírði, Ambjörg Sveinsdóttir, bæjarfulltrúi og skrif- stofumaður, Seyðisfirði, Mikael Vegaframkvæmdir örva hagvöxt og bæta lífskjör - segir Bjarni Einarsson hjá Byggðastofnun Seyðisfirði. Á RÁÐSTEFNU um jarðgöng og jarðgangagerð var Bjarni Einars- son, aðstoðarforstjóri Byggðastofnunar, einn af framsögumönnum og kom fram í máli hans að á Austurlandi hindra há fjöll samgöngur á landi, hindra samskipti nálægra staða og samskipti fólks og fyrir- tækja almennt í fjórðungnum. A Austurlandi, eins og á Vestfjörðum, veldur einangrun vegna slæmra vega því að markaðir eru margir og smáir. Því getur þjónustuiðnaður og önnur þjónustustarfsemi ekki þróast eins og í öðrum landshlutum þar sem samgöngur eru greiðari að ekki sé talað um allsherjarþjónustumiðstöð landsins, höf- uðborgarsvæðið. Bjami sagði meðal annars: „Höf- uðborgarbúar hafa mikinn áhuga á arðsemi framkvæmda á landsbyggð- inni. Oft heyrast kenningar um að úti á landi sé jafnvel öll fjárfesting arðlaus. Þá er ólíku saman að jafna þegar íjárfest er í þjónustukerfí höf- uðborgarsvæðisins, svo sem Kringl- unni og Menningarhúsi á Öskjuhlí- ðinni. Þaðan höfum við víst hagvöxt- inn! Gaman væri að bera saman þjóð- hagslega arðsemi þessara tveggja framkvæmda við jarðgangagerð í Múlanum, á Vestfjörðum eða á Aust- flörðum. En það er talsvert verk ef faglega skal unnið." Vegagerðin notar ákveðið kerfí til að bera saman arðsemi vegafram- kvæmda. Arður verksins er annars vegar reiknuð fjárhæð sem vegfar- endur spara í minni bens- íneyðslu, minna sliti ökutækja o.s.frv., en hins vegar spamaður Vegagerðarinnar sjálfrar. Úm þetta kerfí sagði Bjami: „Þetta er út af fyrir sig ágætt kerfí svo langt sem það nær, en flestum fagmönnum á sviði samgöngumála, ekki síst mörg- um starfsmönnum Vegagerðarinnar, er ljóst að þetta kerfí mælir ekki nema hluta af arðsemi vegafram- kvæmda. Væri svo ekki væri aldrei arðsamt að leggja veg þar sem veg- ur hefur ekki verið áður og fyrsti vegurinn á íslandi hefði enga arð- semi haft því þá var engin vegaum- ferð. Vegagerð hefur nefnilega ekki tilgang í sjálfri sér. Tilgangur henn- ar er að tengja saman staði og lands- hluta, bæði nálæga og fjarlæga, til þess að bæta stöðu atvinnufyrir- tækja, til þess að auka þjónustu- starfsemi með því að stækka mark- aðsheildir og til þess að gera þjón- ustuna ódýrari, til þess að fullnægja samgönguþörfum nútímans. Þótt spamaður umferðarinnar og Vegagerðarinnar sé mikilvægur hlýtur meginhluti arðsemi að vera fólginn í hinum þáttunum, annars væri ekkert vit í að leggja vegi. Þessa þætti er hinsvegar erfíðara að meta og því eru þeir ekki komn- ir inn í formúlu Vegagerðarinnar. Nú er arðsemi margra vega mikil þótt einungis sé miðað við þessa formúlu Vegagerðarinnar. Ef við gætum náð öllum hinum þáttunum inn í hana er ég viss um að í ljós kæmi að vegaframkvæmdir eru það arðbærasta sem hægt er að gera hér á landi nú, þær örva hagvöxt mest og bæta mest lífskjör þjóðar- innar. Eg er viss um að forgangsröð framkvæmda mundi breytast tölu- vert ef þættir eins og arður atvinn- ulífsins af bættum samgöngum, lækkun tilkostnaðar í þjónustu og spamaður ýmissa annarra aðila kæmust inn í arðsemisformúluna. Austfirðingar eru vel kunnugir í Færeyjum og vita hver breyting hefur orðið á samfélagi þessara vina okkar með uppbyggingu fyrsta flokks vegakerfís með jarðgöngum þar sem þeirra er þörf. Sjálfír eru Færeyingar ekki í vafa um að sam- göngubyltingin er ein af grundvall- arforsendum þess hagvaxtar og þeirra almennu framfara sem í Fær- eyum hafa orðið. En svona dæmi er líka að fínna á íslandi, þar sem einna auðveldast er að skoða eru Suðumesin. Áður fyrr óku menn til og frá Suðumesjum og á milli staða þar eftir hraungjótum, þ.e.a.s. á vegum sem varla voru færir. Þá vom sam- skipti sveitarfélaga, fyrirtækja og einstaklinga á Suðumesjum lítil mið- að við það sem nú er. En svo var á tiltölulega fáum árum byggt upp það, sem á íslenskan mælikvarða er fullkomið vegakerfí á milli þéttbýlis- staðanna þar. Þá hófst þar ör þróun í öllum samskiptum. Núna reka sveitarfélögin sameiginlega sorpeyð- ingu, heilsugæslu, elliþjónustu, fjöl- brautaskóla, rafveitu, hitaveitu o.s.frv. Gæði þjónustunnar hafa stóraukist og hagkvæmnin líka. Ef Grindvíkingur tekur sér starf í Keflavík er ekki nauðsynlegt fyrir hann að flytja þangað. Þá tók at- vinnuþróun í stærsta staðnum, Keflavík, nýja stefnu. Nú er Keflavík Morgunblaðið/Bjöm Sveinsson Jónsson, forstjóri, Seyðisfírði, Emil Emilsson, kennari, Seyðisfírði, og Magnús Guðmundsson, bæjarfulltrúi og skrifstofumaður, Seyðisfírði. Bjarni Einarsson aðstoðarfor- stjóri Byggðastofnunar. fyrst og fremst vaxandi þjónustu- miðstöð en ekki útgerðarbær, þjón- ustustarfsemin hefur að verulegu leyti verið byggð upp á kostnað höf- uðborgarsvæðisins. Suðumesjamenn geta nú sótt þjónustu til Keflavíkur sem þeir áður sóttu til Reykjavíkur og þetta hefur treyst mjög byggð á Suðurnesjum. Nú er samruni sveit- arfélaganna þama í eina efnahags- lega og félagslega heild svo langt kominn að til umræðu er að sameina þau öll í eitt sveitarfélag. Þessi þró- un varð vegna hins góða vegakerfis, samfélagslegar framfarir hafa í kjöl- far hinna góðu vega verið gífurleg- ar. Aukna arðsemi atvinnufyrir- tækja og sparnað og gæðaaukningu þjónustunnar má færa í bækur sem arðsemi vegaframkvæmda. Ekki er vafí á að arðsemi þessara vega er ævintýraleg," sagði Bjami Einars- son. t Sumartilboð Svínakótelettur 799. "kr. Kryddlegnar svínakótelettur899.m kr. Kryddlegnar kambsteikur989.mkr. Gott á grillið - Allt kjöt afnýslátruðu - Gott á grillið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.