Morgunblaðið - 12.07.1988, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ 1988
19
Sigfús Magnússon formaður björgnnarsveitarinnar Ægis hefir að öðrum
ólöstuðum unnið kappsamlega að uppbyggingnnni út á Skaga.
Hinn nýi söluskáli björgunarsveitarinnar. Gamli vitinn í baksýn.
Morgunblaðið/Amór
Vísir að ferðamannaiðnaði í Garðinum:
Söluturn og gamli vitinn
opnaðir útí á Garðskaga
Garði.
ÞAÐ hefir löngum verið haft á orði að þegar höfuðborgarbúar
aki út úr bænum um helgar liggi leið þeirra oftast austur fyrir
Fjall og síðan sé ekinn svokallaður Þingvallahringur. Þetta er
þó ekki einleikið því allan ársins hring, þó einkum. sé það yfir
sumartimann, kemur stór hópur ferðalanga suður í Garð og skoð-
ar Garðskagavita og nágrenni hans.
Úti á Skaga — eins og heima-
menn kalla það jafnan standa tveir
vitar, gamli vitinn, sem byggður
var 1897 og svo nýi vitinn sem
tekinn var í gagnið 1944. Fýrir.
nokkrum árum fóru félagar í
björgunarsveitinni Ægi að velta
því fyrir sér hvað hægt væri að
gera við gamla vitann sem þá var
orðinn slysagildra. Einhverjir mæt-
ir menn í Reykjavík töldu best að
sprengja hann í loft upp en björg-
unarsveitarmenn voru á öðru máli.
Það var svo fyrir tveimur árum
að félagar í björgunarsveitinni
tóku sig til og máluðu vitann að
utan. í vor var svo hafist handa á
ný og er nú svo komið að búið er
að gera við vitann, laga alla stiga
innandyra, ganga frá handriði inn-
andyra og ofan á vitanum og mála
hann allan að innan. Þá hefir gang-
vegurinn út að vitanum verið
steyptur og girt meðfram honum
þannig að nú er orðið mjög auð-
velt fyrir þá sem skoða viíja þenn-
an gamla vita að komast út að
honum og upp í hann.
Sl. laugardag opnuðu svo björg-
unarsvoitarmenn sölutum þar sem
hægt er að fá kaffi eða kakó og
vöfflur auk gosdrykkja og slik-
kerís. Söluturn þessi á sína sögu.
Hann var keyptur af Björgunar-
sveitinni Eldey í Höfnum sem fékk
hann gefíns til fjáröflunar en hús-
ið hafði áður verið varðstöð við
svokallað Grænáshlíð upp á
Keflavíkurflugvöll. Mjög góð að-
staða er fyrir ferðalanga að fá sér
kaffísopa þegar vel viðrar því
byggð hefir verið stór verönd utan
við sölutuminn með bekkjum og
langborðum. Þá má og geta þess
að mjög gott útsýni er yfir Út-
Garðinn og yfir til Sandgerðis úr
gamla vitanum sem er tæplega 20
metra hár.
Alla vinnu sem þama hefir verið
framkvæmd hafa félagar í björg-
unarsveitinni Ægi unnið í sjálf-
boðavinnu. Þá hafa nokkur fyrir-
tæki í bænum liðsinnt þeim félög-
um endurgjaldslaust eins og Húsa-
bygging hf., Tiyggvi Einarsson og
fleiri. Einnig fluttu íslenzkir aðal-
verktakar húsið fyrir þá endur-
gjaldslaust. Formaður félagsins,
Sigfús Magnússon, gat þess einnig
að menn hjá Vita- og hafnamála-
stofnun hefðu verið mjög jákvæðir
í þeirra garð og hefðu t.d. greitt
viðgerð á vitanum.
Ráðgert er að hafa vitann og
söluturninn opinn á kvöldin og um
helgar allan daginn. Þá verður
einnig opið á góðviðrisdögum í
sumar.
Arnór
Gott útsýni er til allra átta úr gamla vitanum sem nú hefir verið
opnaður almenningi.
Athuga-
semd
Ég harma tilskrif þau, sem góð
kunningjakona mín, Svala Nielsen,
lét frá sér fara í Morgunblaðinu 2.
júlí síðastliðinn. Mér fínnst með
ólíkindum, að slík óvild skuli spretta
af slíku tilefni. Ég hef sjálf orðið
fyrir áþekkri reynslu og Svala lýs-
ir, ótal sinnum. Ég ætla ekki að
svara fyrir brot okkar hjónanna í
þessu tilviki. Mér vitanlega gerðist
ekkert ámælisvert. Ég hefí aldrei
vitað til þess að maður minn hafi
nokkum tíma þurft að troða söng
mínum upp á nokkum mann. Að
öðru leyti óska ég Svölu Nielsen
alls góðs. Ég hugsa, eins og ávallt,
hlýlega til hennar, og breyta þessi
skrif hennar engu þar um. Hefi ég
ekkert nema gott um samstarf mitt
við hana að segja, allt frá því við
kynntumst er hún söng einsöng
með Selkómum, er ég stjórnaði
honum, og til þessa dags. Hún er
hrein og bein og stundum fljót að
hugsa. Með bestu kveðjum til henn-
ar og þakklæti fyrir margt, sem
hún hefur fyrir mig gert.
Agústa Agustsdóttir
BMW 3-LÍNAN
ÓTRÚLEGA
HAGSTÆTT VERÐ
Vegna hagstæðrar gengis-
skráningar þýska marksins get-
um við nú boðið BMW 3-línuna
á ótrúlega góðu verði.
Frá aðeins kr: 780.000.-
Þetta er tækifæri sem BMW
aðdáendur ættu ekki að láta
fram hjá sér fara.
Útborgun 25%. Eftirstöðvar:
lán í allt að 2Vi ár.
Kristinn Guðnason hf,
SU00RLANDS8RAUT20 SlMI 686633
Aðeinsflug
erbetra