Morgunblaðið - 12.07.1988, Qupperneq 63

Morgunblaðið - 12.07.1988, Qupperneq 63
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ 1988 6ár Hvammstangahreppur 50 ára Það var fjölmennt I árgilinu þar sem skemmtidagskráin fór fram. Velheppnuð hátíðarhöld sem stóðu í þrjá daga Krakkarnir af barnaheimilinu géngu um í bandi, máluð í andliti. Eftir guðsþjónustu var gengið í fylkingu að hátíðarsvæði. Fyrir göngunni fóru f.v.: Séra Gísli H. Kolbeins, sem var prestur á Hvamm- stanga(Melstað) i 25 ár en þjónar nú í Stykkishólmi, Guðni Þór Ólafs- son sóknarprestur, séra Pálmi Matthíasson og séra Róbert Jack sem er prestur á Tjörn í Vatnsnesi. Hægt var að gera góð kaup á útimarkaðnum. HVAMMSTANGAHREPPUR varð 50 ára 11. júlí siðastliðinn og héldu bæjarbúar upp á það með fjölbreyttri dagskrá sem stóð í þtjá daga. Bærinn hefur tekið stakkaskiptum að undan- förnu því í tilefni afmælisins var staðið fyrir fegrunarátaki með- al bæjarbúa. Brottfluttir Hvammstangabúar settu svip sinn á hátíðina auk bæjarbúa sem nú eru 675 talsins. Hátt á tólf hundruð manns voru við- staddir þessi merku tímamót í sögu Hvammstangahrepps. Undirbúningur hátíðarhaldanna hófst nokkru áður því heimamenn tóku til höndum og fegruðu um- hverfí sitt. Hus voru máluð og lóð- ir teknar í gegn og yfír árgilið í hjarta bæjarins var byggð göngu- brú sem mikil bæjarprýði er af. Útvarp á Hvammstanga tók til starfa 6. júlí og að sögn Karl Sigur- geirssonar í afmælisnefndinni, sköpuðu útsendingamar mikla stemningu hjá bæjarbúum. Um- sjónarmaður Hvammstangaút- varpsins og skipuleggjandi skemmtidagskrárinnar var Örn Ingj Gíslason myndlistarmaður frá Akureyri, sem vann myrkranna á milli svo hátíðin mætti fara sem best fram. Varð oddvita staðarins, Matthíasi Halldórssyni, það að orði, að Öm Ingi fengi íbúana til að gera hiuti sem engan hefði órað fyrir að óreyndu að þeir myndu gera. Utimarkaður Á föstudegi opnaði útimarkaður fyrir framan félagsheimilið í blíðskaparveðri og sveif suðræn stemning yfír vötnum. Þar mátti kaupa ávexti, fatnað, listmuni og þarna var Megas kominn að selja hljómplötur sínar. Harmonikku- leikari lék gömul íslensk lög meðan kaupahéðnar stunduðu iðju sína. Um kvöldið hélt Megas tónleika á Vertshúsinu á hóteli staðarins og lék við góðar undirtektir langt fram á nótt. Árrisulir hátíðargestir vom komnir niður á Hvammstangahöfn í morgunsárið til að taka á móti varðskipinu Tý sem ræsti svefn- ugri bæjarbúa með hávæmm þokulúðri. Það var við hæfi því um nóttina hafði þoka læðst inn fjörð- inn og hafði hún sig ekki á brott fyrr en á sunnudegi. Síðan var tekið stím um innanverðan Mið- Ú'örð meðan áhugasamir gestir skoðuðu tækjabúnað skipsins og þeir yngstu reyndu sig við stýrið. Syndandi þjónar Hvammstangabúar eiga glæsi- lega útisundlaug og þar var slegið upp veislu til að ná hrolli úr mönn- um eftir siglinguna. Slökkvilið staðarins var þó ekki á því að þar yrði stundað hóglífi því þeir gerðu ítrekaðar atlögur að sundlaugar- gestum með bmnaslöngu. Skömmu síðar létu þeir af þessum hrekkjúm og hófu að leika ættjarð- arlög á harmonikkur. Sundlaugar- gestir létu sér það vel líka og þáðu veitingar af syndum þjónum í kjól og hvítu. Þama brá fyrir ýmsum kynjavemm eins og veiðimanni nokkmm sem, að eigin sögn renndi fyrir konur. Eitthvað áttu heima- menn sökótt við forkólfa hátíðar- innar því þeir máttu þola þá hneisu að verða fleygt í alklæðnaði út í sundlaugina. Skemmtidagskrá við árgilið Við félagsheimilið var afhjúpað listaverk eftir Marinó Bjömsson sem er myndlistarkennari að Laug- arbakka, skammt sunnan við Hvammstanga. Sigríður Karls- dóttir, formaður afmælisnefndar, afhjúpaði verkið og hófst síðan skemmtidagskrá á palli í árgilinu. Þar vom flutt ávörp og látbragðs- dans. Þá fóm hestamenn í hópreið um svæðið og matvælakynning fór fram í tjaldi. í félagsheimilinu var opnuð sýning á myndvefnaði brott- flutts Hvammstangabúa, Elísabet- ar H. Harðardóttur og í Verts- húsinu stóð yfír sýning á verkum myndlistarmannsins Hjálmars Þor- steinssonar. Um kvöldið var fjöl- skyldudansleikur í félagsheimilinu sem stóð til klukkan tvö um nótt- ina. Bænum berast gjafir Á sunnudegi, eftir guðsþjónustu þar sem Ragnar Björnsson orgel- leikari flutti fmmsamið verk, Sjö tilbrigði fyrir orgel, sem hann til- einkaði Hvammstanga, var gengið í fylkingu að hátíðarsvæði. Þar vom flutt ávörp og bænum færðar gjafir. Ragnar Bjömsson, sem er fæddur á Hvammstanga, gaf hreppnum, í samráði við ættingja og móður sína, húsið Reykhplt sem stendur við Brekkugötu. í gjaf- bréfínu er tekið fram að afnot af húsinu hafi listamenn sem leggja í FÉLAGSHEIMILINU á Hvammstanga, sem liggur við árgilið þar sem hátiðin fór fram, hefur sveitarstjórinn á Hvamm- stanga, Þórður Skúlason, skrif- stofu. Hvammstangahreppur átti 50 ára afmæli 11. júli og Morgun- blaðið tók Þórð tali í tilefni þess- ara tímamóta. -Hvemig hefur hátíðin tekist að þínu mati? „Hún hefur gengið framar von- um. Við áttum von á því að hátíðin yrði fjölsótt og það er gaman að vita til þess hve margir af fyrrver- andi íbúum staðarins hafa komið á hátíðina. Raunar var það eitt af markmiðunum með þessu hátíðar- haldi að efla tengsl milli íbúa stað- arins og þeirra sem hafa átt heima hér áður og það virðist hafa tekist vel. Svo hefur verið gert umhverf- isátak í bænum sem sveitarfélagið gekkst fyrir og bæjarbúar hafa leið sína til Hvammstanga. Auk þess voru hreppnum færðar ýmsar gjafír frá velunnurum og ná- grannabyggðum. Þá voru fjórir Hvammstangabúar heiðraðir af hreppnum. Það voru þau Ingibjörg Pálsdóttir og Sigurður Eiríksson, sem léðu hreppnum gróðurreit sinn undir grillveislu sem hreppstjórnin efndi til, Brynjólfur Sveinbergsson og Ásdís Pálsdóttir. Þá var flutt revían Hvalir í Hvömmum sem var létt ádrepa og grín á menn og fylgt eftir með miklum dugnaði. í þriðja lagi er hátíðin haldin til að efla samhug bæjarbúa og það hefst með því að stór hluti íbúanna vinn- ur við að skipuleggja hátíðina. Um 200 manna. unnu að undirbúningi hennar. -Hvemig hefur atvinnuuppbygg- ingu verið háttað? „Staðurinn byggðist upp sem verslunarstaður fyrir vestanverða Húnavatnssýslu í kringum síðustu aldamót. I framhaldi af því kemur hér önnur þjónusta eins og símstöð og sparisjóður. Hér sest að fólk sem hefur atvinnu af þessari þjónustu. í kjölfarið er farið að gera hér út. Mesta breytingin verður héma upp úr 1970 og þá fjölgar ibúum mjög ört. Til nokkurra ára var hér hlut- fallslega mest fjölgun á milli ára sem þekktist í landinu. Hún fólst í fyrsta lagi í því að hér fundust góð rækjumið í innanverðum Hunaflóa og við veiðamar og vinnsluna fékk málefni á Hvammstanga. Matthías Halldórsson, oddviti, sleit síðan hátiðinni síðla sunnudags. Það var álit þeirra er blaðamað- ur Morgunblaðsins hafði tal af, að hátíðin hefði heppnast með af- brigðum vel og þetta væri þarf?*- átak til að auka samskipti og sam- hug bæjarbúa. Myndir og texti: Guðjón Guð- mundsson fyöldi manns atvinnu. Þá var hita- veita lögð hér árið 1972 sem var mikil lyftistöng fyrir staðinn og stuðlaði einnig að þessari miklu fólksfjölgun. í þriðja lagi var tekin upp margvísleg þjónusta hér sem ekki var fyrir hendi áður. Raf- magnsveitur ríkisins komu hér upp sinni þjónustumiðstöð svo og Póstur og sími. Heilbrigðisþjónustan hefur verið efld og síðast en ekki síst hefur þjónusta sveitarfélagsins ver- ið sjtórefld. -Á staðurinn möguleika til að dafna enn frekar? „Já, ég hef mikla trú á því. Stað- urinn liggur landfræðilega mjög vel við samgöngum. Hann er mitt á milli Akureyrar og höfuðborgarinn- ar. Hafnarskilyrði er mjög góð ffá náttúrunnar hendi og héraðið vel til landbúnaðar fallið. Ég hygg því að góður grundvöllur sé fyrir því að staðurinn þróist með jákvæðum hætti." „Hátíðin haldin til að efla samhug bæjarbúa
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.