Morgunblaðið - 12.07.1988, Síða 2

Morgunblaðið - 12.07.1988, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ 1988 Rækjutogarinn Hafþór, tekinn á föstudag 66°30'N .28°00'V Kulusuk Deildarfundur félagsvísindadeildar: Hannes kennir ekki skyldunámskeið A DEILDARFUNDI félagsvís- indadeildar Háskóla íslands, sem haldinn var í gær, var samþykkt einróma tillaga fulltrúa nemenda um að Hannes Hólmsteinn Giss- urarson, nýskipaður lektor í stjórnmálafræði við deildina, kenni ekki skyldunámskeið á vetri komanda. Deildarfundurinn gerði einróma samþykkt, þar sem ályktun deildar- innar frá 7. jólí er ítrekuð og einnig vísað til ályktunar háskólaráðs, þar sem ráðið segist munu athuga laga- lega stöðu háskólans í málinu í því skyni að hnekkja stöðuveitingu ráð- herra. Morgunblaðið að það yrði að ráðast hvaða námskeið Hannes yrði látinn kenna, þegar og ef hann kæmi til starfa við deildina. Þórólfur sagði bæði koma til greina að Hannes tæki að sér einhver þeirra valnám- skeiða, sem þegar hefðu verið ákveð- in í námsskrá, og að búin yrðu til ný valnámskeið. Þórólfur sagði að þótt væntanlega yrði að fá stunda- kennara til þess að annast kennslu skyldunámskeiðanna væri þó mögu- leiki að halda kostnaði deildarinnar vegna kennslunnar óbreyttum. hí Látragrunn 64°19 N 38°05'V Hafþori sleppt eftir 335 sjómílna siglingu 400 Morgunblaöið/ GÓI Á þessu korti sést siglingaleið inu var sleppt aftur. Hafþórs og Vædderen frá því að Hafþór var tekinn og þar til skip- Vædderen sleppti Hafþóri; Þetta voru kurteisir menn og vildu allt fyrir okkur gera - segir Gunnlaugur Gunnlaugsson skipstjóri Hafþórs „Félagsvísindadeild minnir á að hún ákveður sjálf kennsluskrá sína, þ. á m. hvaða námskeið eru kennd og hver kennir hvert námskeið. Það má ljóst vera að deildin felur engum að kenna neitt það námskeið sem hún telur hann ekki hæfan til að kenna," segir í samþykkt fundarins. „Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson hefír ekki hlotið fullgildan hæfnis- dóm til þess að gegna stöðu lektors í stjómmálafræði og mun hann ekki kenna nein skyldunámskeið í grein- inni á vegum félagsvísindadeildar háskólaárið 1988-89,“ segja deildar- menn. Þórólfur Þórlindsson, forseti fé- lagsvísindadeildar, sagði í samtali við SAFNAÐARSTJÓRN Fríkirkj- unnar í Reykjavík hefur auglýst stöðu prests við kirkjuna lausa til umsóknar og er umsóknar- frestur til 15. september. Sr. Gunnar Björnsson, sem sagt var upp stöðunni um mánaðamót, hyggst sækja um hana á ný fái stuðningsmenn hans uppsögnina ekki ógilta. „Ég tel mig réttkjörinn prest Fríkirkjunnar, en ef ég neyðist til að sækja um starfíð á ný mun ég gera það,“ sagði sr. Gunnar í sam- tali við blaðið. Hann sagði að sam- kvæmt lögum Fríkirkjunnar væri það síðan safnaðarins að velja eða hafna, þar sem söfnuðurinn kýs sér prest. Síðastliðinn fimmtudag héldu stuðningsmenn sr. Gunnars fund með settum biskupi, sr. Sigurði Guðmundssyni, og formanni safn- aðarstjómar Fríkirkjunnar. Að sögn sr. Gunnars voru 'á þessum fundi gerð drög að samkomulagi, sem meðal annars fól það í sér að upp- sögnin gengi til baka, presturinn hefði ekki afskipti af störfum safn- aðarstjórnar eða kjöri hennar, og að kæmu upp ágreiningsmál milli prests og stjómar, skyldi vísa þeim til þriggja óvilhallra manna. Sam- kvæmt samkomulagsdrögunum átti einn þeirra að vera skipaður af presti, annar af safnaðarstjóm og þriðji af borgardómara. „Formaður- inn sagðist myndu bera þetta sam- komulag undir sfjómina og svara okkur svo nú eftir helgina, en á laugardag var staðan hins vegar auglýst," sagði sr. Gunnar. Að sögn sr. Gunnars hafa stuðn- ingsmenn hans í safnaðarstjóm, sem sögðu sig munnlega úr henni er uppsögnin var ákveðin, ítrekað tilkynnt stjóminni að þeir taki úr- sögnina til baka. Þeir hafí hins veg- ar ekki verið boðaðir á fundi safnað- arstjómarinnar. Stuðningsmenn sr. Gunnars safna nú undirskriftum undir áskor- un tfl safnaðarstjómarinnar um að draga uppsögn prestsins til baka. DANSKA varðskipið Vædderen sleppti rækjutogaranum Hafþóri ÍS úr haldi snemma á sunnudags- morguninn eftir að skipin höfðu siglt í 335 sjómílur suðvestur af Dohrnbanka í átt að suðurodda Að sögn Guðnýjar Helgadóttur, eins stuðningsmanna sr. Gunnars, hafa þegar safnast á annað þúsund und- irskriftir. „Söfnunin gengur hægt, þar sem við erum að þessu í frítímanum, en við erum ekki nema rétt hálfnuð," sagði Guðný. í Grænlands. Á sunnudagsmorg- uninn hafði útgerð skipsins tek- ist að fá bankaábyrgð í Lands- bankanum á ísafirði fyrir þeim tæpu 3 milljónum króna sem krafist var í tryggingarfé. Fríkirkjusöfnuðinum eru 4.000- 5.000 manns. í gær og gærkvöldi reyndi Morg- unblaðið ítrekað að ná í Þorstein Eggertsson, formann safnaðar- stjómar Fríkirkjunnar, en árang- urslaust. „Ég get ekki annað sagt en að þetta hafí verið mjög kurteisir menn, sjóliðsforinginn og undir- menn hans sem komu um borð. Þeir vildu raunar allt fyrir okkur gera og leyfðu okkur að klára togið áður en haldið var til Grænlands," sagði Gunnlaugur Gunnlaugsson skipstjóri á Hafþóri í samtali við Morgunblaðið. Sem kunnugt er af fréttum blaðsins fór foringinn við fímmta mann um borð í Hafþór á föstudag og seint þá um kvöldið var Hafþóri skipað að sigla til Grænlands í fylgd Vædderen. Samkvæmt upplýsingum Gunn- laugs var skipið statt á 66,30° norð- ur og 28,00° vestur er V'ædderen tók það en er Hafþór var sleppt vom skipin stödd á 64,19° norður og 38,05° vestur. „Þetta er minn fyrsti túr sem skipstjóri á Hafþóri, ég hef verið 1. stýrimaður þess en var að leysa Jón Steingrímsson af. Það er óhætt að segja að þessi fyrsti túr líði mér aldrei úr rninni," sagði Gunnlaugur. Hann vissi ekki hver endanlegur áfangastaður Hafþórs átti að vera á siglingunni til Grænlands, um það höfðu aldrei fengist neinar upplýs- ingar frá Vædderen. Er Morgunblaðið náði sambandi við Hafþór í gærdag var skipið á leið frá Dohmbanka og norður fyr- ir land, á svokallaðan Norðurkant. Að sögn skipstjórans var þessi ákvörðun tekin vegna lélegra afla- bragða á Dohmbanka. Hann átti ekki von á að skipið kæmi í land fyrr en í kringum 20. júlí. Trygging eða sekt? Grænlensk yfírvöld í Nuuk hafa gefíð þá yfírlýsingu að tryggingarfé það sem útgerðin setti sé sektar- greiðsla og því verði ekki réttað frekar í málinu. Birgir Valdimars- son útgerðarmaður Hafþórs segir að sinn skilningur á þessum tæpum 3 milljónum sem um er að ræða sé, að það sé tryggingaefé, greitt þar til réttað hefur verið í málinu. „Það var gerður samningur um borð í Hafþóri við yfírmenn Vædd- eren skömmu áður en Hafþóri var sleppt og samkvæmt honum er fyrr- greind upphæð tryggingarfé," sagði Birgir. „Eg á að visu eftir að sjá þann samning en er ég ræddi við skipstjórann í talstöðina fór þetta ekkert á milli mála.“. Aðspurður um áætlað tjón út- gerðarinnar vegna þessa máls segir Birgir að erfítt sé að meta slíkt en hann slái á töluna 4 milljónir króna. Hvað eftirmál varðar sagði Birgir að hann muni bíða þar til Hafþór kemur til hafnar með ákvarðanir í þeim efnum. Helgi Ágústsson sendiherra hjá utanríkisráðuneytinu segir að ráðu- neytið hafi ekki verið beðið um að beita sér í þessu máli og að það muni ekki hafa frumkvæði að slíku enda álitið að málið heyri ekki und- ir ráðuneytið. Nauðgun kærð um helgina STÚLKA á tvítugsaldri kærði erlendan ríkisborgara fyrir nauðgun um helgina. Rannsókn- arlögreglan hefur nú mál þetta til meðferðar. Atburðinn átti sér stað aðfara- nótt sunnudagsins. Stúlkan hitti manninn á skemmtistað í Reykjavík og bauð hann henni heim til sín að loknu balli. Er þangað kom segir stúlkan að hann hafi átt við hana samfarir gegn vilja hennar. Páll Sveinsson: Hreyfill bilaði eft- ir flugtak BILUN varð á sunnudag i hreyfli flugvélar Landgræðslu rikisins, Páli Sveinssyni, skömmu eftir flugtak frá Húsavíkurflugvelli. I flugvél- inni sem er tveggja hreyfla af gerðinni Douglas DC3 voru 4 tonn af áburði, og var honum dreift yfir hraunið i Aðaldal áðnr en vélinni var lent aftur á öðrum hreyflinum. Að sögn Stefáns Sigfússonar, sem stjómar áburðarflugi á veg- um Landgræðslu ríkisins skapaðist aldrei nein veruleg hætta þegar óhappið varð. Sagði hann að bilunin hefði orðið rétt eftir flugtak vélarinnar og hefði mikill hávaði myndast, þannig að fólk á jörðu niðri hafi orðið ótta- slegið. Taldi hann allar líkur vera á að lega í sveifarás hafí eyði- lagst, en von væri á öðrum hreyfli frá Reykjavík og yrði skipt um hann á Húsavíkurflugvelli. Mögulegt er að losa allan farm úr Páli Sveinssyni á aðeins 4 sek- úndum ef þörf krefur, en flug- mennimir völdu þann kostinn að dreifa áburðinum yfir hraunið í Aðaldal, og að því loknu lentu þeir flugvélinni á öðrum hreyflin- um. Flugmenn voru þeir Haf- steinn Heiðarsson, flugmaður hjá Landgræðslunni og Frosti Bjama- son, flugmaður hjá Flugleiðum, en hann var sjálfboðaliði í þessari ferð. Stefán sagði að bilunin hefði sennilega fimm daga töf á áburð- ardreifingu í för með sér, en und- anfarið hefur verið unnið við dreif- ingu í landgræðslugirðingar í Þingeyjarsýslum. Ætlunin væri að dreifa 250 tonnum af áburði á þessu svæði, en búið var að dreifa 192 tonnum þegar óhappið varð. Staða Fríkirkjuprests auglýst: Sr. Gunnar hyggst sækja um starfið ef annað þrýtur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.