Morgunblaðið - 12.07.1988, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.07.1988, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ 1988 17 „Gleymist oft að vel- ferðin kostar peninga“ Rætt við dr. Leif A. Heloe, fyrrum félagsmálaráðherra Noregs Á ÞINGI Norræna tannlæknafélagsíns í Reykjavík, 4. og 5. júlí, hélt dr. Leif A. Heloe, fyrrum félagsmálaráðherra Noregs fyrirlest- ur um framtíð tannlækninga á Norðurlöndum, með hliðsjón af kreppu velferðarríkisins. Ræddi hann meðal annars um möguleika á aukinni einkavæðingu í þvi sambandi. I samtali við Morgunblaðið sagði Heloe, að á Norðurlöndum og reyndar í allri Vestur-Evrópu færu fram alvarlegar umræður um heil- brigðiskerfið og aukna einkavæð- ingu þar. „í þessum löndum er blandað hagkerfí. Þar er rík hefð fyrir því, að heilbrigðisþjónustan sé að mestu leyti kostuð af almanna- fé. Á Norðurlöndum koma að með- altali 80—90% heilbrigðisútgjalda úr opinberum sjóðum. Til dæmis er kostnaður vegna tannlækninga greiddur að mestu eða öllu leyti af ríkinu." Helee telur, að gífurlegur vöxtur í heilbrigðiskerfínu muni gera breytingar á þessu fyrirkomulagi óhjákvæmilegar. „Bætt lífskjör, framfarir og úrbætur í heilbrigðis- málum leiða til þess að fólk gerir auknar kröfur. Hugtakið þörf hefur breytt um merkingu. Segja má að nýjar þarfír verði til, og kröfumar um að þær verði uppfylltar verða sífellt háværari. Það leiðir svo til þess, að þenslan í heilbrigðiskerfínu verður meiri en svo, að framlög hins opinbera geti staðið undir því.“ „Aukinni þjónustu fylgja líka nýir þrýstihópar sjúklinga og starfsfólks,“ bætti Heloe við. „Þess- ir þrýstihópar munu sífellt reyna að ná til sín hærri upphæðum úr opinberum sjóðum. Ef stjómmála- menn eru ekki staðfastir og vilja- sterkir, er mikil hætta á að þeir láti undan hávæmstu þrýstihópun- um, án tillits til þess hvar hin opin- beru útgjöld koma að mestu gagni." „Af þessu leiðir, að draga verður skýra markalínu milli heilsugæslu og velferðar. Hvað tannlækning- amar varðar, tel ég að reglubundin tannlæknisþjónusta fyrir böm og ungmenni sé sjálfsagður hluti heilsugæslunnar, og beri því að greiða fyrir hana úr sameiginlegum sjóðum okkar. Hins vegar er ég þeirrar skoðunnar, að hver fullorð- Morgunblaðið/Einar Falur Dr. Leif A. Helae, fyrrverandi félagsmálaráðherra Noregs. inn maður eigi sjálfur að bera ábyrgð á tannheilsu sinni og greiða fyrir þá þjónustu er hann nýtur. Endurgreiðslur á kostnaði vegna tannlæknisþjonustu fyrir þetta fólk er misnotkun á almannafé. Þó und- anskil ég fatlaða og aldraða, sem eiga að mínu mati að fá styrki til þessa, til dæmis í gegnum trygg- ingakerfíð." „Það gleymist oft,“ hélt Heloe áfram, „að velferðin kostar pen- inga. Segja má, að barist sé um fjármagnið á tvennum vígstöðvum. Ánnars vegar krefst fólk lægri skatta, en vill á sama tíma njóta meiri félagslegrar þjónustu. Það er meira að segja algengt, að sömu einstaklingarnir beijist fyrir hvom tveggja. Við verðum að átta okkur á því, hvað velferðin kostar. Við höfum vissulega skyldum að gegna, bæði gagnvart sjálfum okkur og öðrum. En við getum ekki varpað öllum byrðunum yfir á herðar sam- félagsins, við verðum sjálf að axla einhverjar þeirra," sagði Heloe að lokum. TVILUM veggsamstæðan er úr beyki og er mjög vönduð og falleg. Og það sem máli skiptir er að hún er ódýr ! Norrænt tannlæknaþing í Reykjavík: „Tannlæknar geta oft unnið bug á langvarandi höfuðverk“ - segir dr. Eigild Moller, prófessor NORRÆNA tannlæknafélagið hélt 41. þing sitt í íslensku óperunni í Reykjavík dagana 4. og 5. júlí. Fjallað var um hlutverk tannlæknis- ins í framtíðinni og voru fyrirlestrar haldnir um það efni. Magnús Kristinsson og Peter Holbrook kynntu niðurstöður sínar á tann- heilsu fjögurra ára barna í Reykjavík og Stefán Yngvi Finnbogason sagði frá rannsóknum sínum á áhrifum flúortannkrems á tannátutí- ðni hjá íslenskum skólabörnum. Meðal erlendra fyrirlesara á þinginu var dr. Eigild Maller, pró- fessor við Tannlæknaháskólann í Kaupmannahöfn. Fjallaði hann um höfuðverk, verki í andliti, tygging- arvöðvum og kjálkaliðum, og með hvaða hætti tannlæknar geta oft áttþátt í að lækna slíka sjúkdóma. I samtali við Morgunblaðið sagði Moller, að skýringamar á höfuðverk væm margvíslegar. Ein gæti verið álag á vöðvum, þar á meðal tygg- ingarvöðvum. „Vöðvarnir vinna fyr- ir okkur," sagði hann. „Vinnuskil- yrði tyggingarvöðvanna eru tenn- umar og bitið. Óöruggt bit veldur höfuðverk, því það leiðir til of mik- ils álags á vöðvunum." Dr. Eigild Moller sagði enn frem- ur, að þar sem tannlæknirinn einn fengist við tennumar og bitið, væri eðlilegt að leita til hans vegna höf- uðverkja. „Tannlæknirinn getur Morgunbiaðið/EinarFaiur með einföldum hætti fundið, hvort Dr. Eigild Meller heldur fyrir- verkimir stafa af tönnunum. Sé lestur á sviði Islensku óperunnar. svo, getur hann létt ofurspennu af vöðvunum með tæki, sem kallast bitskinna. Með því er hægt að dreifa álaginu og vinna bug á höf- uðverknum." í máli Mollers kom fram, áð al- gengt væri að fólk áttaði sig ekki á, að höfuðverkur gæti átt sér þess- ar skýringar. „Þegar fólk er rann- sakað á sjúkrahúsum vegna höfuð- kvala, þá er kannað, hvort um vef- ræna taugasjúkdóma sé að ræða. Ef þeir greinast ekki, er reynt að hjálpa sjúklingnum með verkjalyfl- um. Tannlæknirinn getur aftur á móti greint, hvenær orsakanna er að leita í óöruggu biti eða liðasjúk- dómum í kjálkum. Hann getur þá, ýmist einn eða með hjálp annarra lækna, unnið bug á höfuðverknum." Að lokum beindi dr. Eigild Moller orðum sínum til lesenda: „Ef þú hefur lengi þjáðst af höfuðverk, en orsakir hans ekki verið greindar, þá skaltu leita til tannlæknisins þíns.“ BNFALT TVILUM veggsamstæðan er það sem þu þarft! húsgagna höllin REYKJAVlK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.