Morgunblaðið - 12.07.1988, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 12.07.1988, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ 1988 Arnarflug: Mikil aukning í áætlunarflugi VERULEG aukning hefur orðið í áætlunarflugi á vegum Arnar- flugs á þessu ári, og er aukning- in um fimmtíu prósent á milli ára. Að sögn Magnúsar Oddssonar markaðsstjóra Arnarflugs hefur aukning orðið á öllum flugleiðum félagsins, en Arnarflug flýgur nú til fjögurra staða. Þann 24. júní síðastliðinn hófst áætlunarflug á vegum félagsins til Mílanó og hef- ur það gengið samkvæmt áætlun að sögn Magnúsar, en það stendur til 26. ágúst. Þangað er flogið einu sinni í viku og hefur sætanýting verið góð. INNLENT Bæjarráð Siglufjarðar: Kvartað undan ástandi Sig'lufj arðarvegar „MENN hafa skemmt bíla sína í Strákagöngum að undanförnu, fyrir utan slysahættuna sem hlýst af núverandi ástandi,“ sagði ísak Ólafsson, bæjarstjóri á Siglufirði, en bæjarráð sendi Vegagerð ríkisins nýlega álykt- un þar sem kvartað er undan ástandi Siglufjarðarvegar. í ályktun bæjarráðsins er skor- að á Vegagerðina að gera Siglu- fjarðarveg akfæran á leiðinni frá Siglufirði að bundna slitlaginu við Lambanes. _ Að sögn ísaks snýst málið fyrst og fremst um ástand vegarins í Strákagöngum sem sé illa farinn og götóttur. Skorur séu komnar í steypuna þannig að lága bíla taki niður auk þess sem holræsin í göngunum séu stífluð. Ekki kvað ísak þó með ályktun- inni verið að fara fram á fullnaðar- viðgerð á Strákagöngum enda þyrfti þá að rífa veginn algjörlega upp og leggja nýjan. Slík viðgerð liggur fyrir hjá Vegargerðinni, að sögn ísaks, þó varla verði lagt út í hana á næstunni þar sem um margra milljóna verkefni sé að ræða. Jónas Snæbjörnsson, umdæmis- verkfræðingur Vegagerðarinnar, sagði bráðbirgðaviðgerðir gerðar á veginum í Strákagöngum öðru hvoru, en endanleg viðgerð væri ekki fyrirhuguð á þessu ári. Gengii í fjóra sólarhring á hjólaskíðum LANDSLIÐIÐ í skíðagöngu lauk á hádegi í gær maraþongöngu á Seltjarnarnesi. Göngumenn lögðu 1650 km að baki á tæpum fjórum sólarhringum, búnir hjólaskíðum sem notuð eru til æfinga á sumr- in. Tilgangur þeirra var að safna peningum fyrir æfingaferðir liðs- ins sem. framundan eru um ísland og til útlanda. Talið eru að um 400.000 krónur hafi safnast, þriðjungur þess fjár sem þátttak- endur þurfa sjálfir að leggja af mörkum samkvæmt æfingaáætl- un landsliðsins. Landsliðið skipa fjórir íþrótta- menn en tveir til viðbótar taka þátt í æfingum undir stjóm landsliðs- þjálfarans Mats Westerlund frá Svíþjóð. Næstu mánuði munu sex- menningamir verða í tólf vikur í æfíngabúðum, þar af níu vikur er- lendis við æfingar og keppni. Kostn- aður hvers landsliðsmanns er áætl- aður um 150.000 krónur og leggur Skíðasamband íslands fram sömu upphæð á móti, að sögn Rögnvaldar Ingþórssonar eins liðsmanna. Tvímenningamir sem ekki eru form- lega í liðinu verða á hinn bóginn að standa straum af öllum kostnaði sjálfir. Boðgangan hófst á fimmtudag klukkan þijú á bæjarmörkum Sel- tjamamess og Reykjavíkur. Aðeins einn skíðamaður var á gangi í einu og lagði að baki tvo hringi um nesið átta kílómetra að lengd. Þá tók við rúmra íjögurra tíma hvíld þar til næsta lota hófst. „Skíðaganga er ekki mikið kynnt hér á Reykjavíkursvæðinu og við erum allir utan af landi. Við völdum þann kostinn að koma hingað suður til þess að kynna íþróttina betur því hér eru allir helstu fjölmiðlar. Ékki sakar síðan að gangan er mikil þjálf- un fyrir okkur," sagði Rögnvaldur Ingþórsson. Morgunblaðið/Sverrir Skíðagarparnir koma í mark á mánudag eftir að hafa lagt 1650 km að baki. í boðgöngunni tóku þátt Haukur Eiríksson, Baldur Hermannsson, Ólafur Valsson, Rögnvaldur Ingþórsson, Ólafur Björnsson og Sigurgeir Svavarsson. Kartölfurækt: Slæmt útlit í Eyjafirði FREKAR slaklega horfir með kartöfluuppskeru i Eyjafirði á þessu ári vegna langvarandi þurrka sem verið hafa lengst af frá því sett var niður í vor. Að sögn Ólafs Vagnssonar ráðunautar hafa svo til samfelldir þurrkar verið í Eyjafirði frá því sett var niður og hefur það haft veruleg áhrif á sprettu, þó mis- munandi sé eftir því á hvers konar landi garðarnir eru. Suðvestan rok sem voru um tíma skemmdu veru- lega í görðum að sögn Ólafs, en þá fauk ofan af, og grös sem voru komin upp skemmdust í stórum stíl og hefur það veruleg áhrif á uppskeruna í haust. „Á þessari stundu er útlitið frekar slakt heilt yfir, en haustið skiptir þó sköpum. Ef allt er seint á ferðinni þarf að bíða lengur eft- ir uppskerunni, og þá eykst hættan á næturfrostum. Óll seinkun hefur þannig í för með sér aukna hættu á lélegri uppskeru,“sagði Ólafur Vagnsson. „Sný aftur til þess að sjá Marmara“ -segir Sibil Kamban Biberman HÉR á landi er stödd Sibil Kam- ban Biberman ásamt syni sínum Thor Kamban Biberman. Sibil er dóttir Guðmundar heitins Kamban rithöfundar. Hún hef- ur ekki komið til íslands í rúma fjóra áratugi. „Mig hefur lengi langað að koma aftur til íslands en það er ekki fyrr en nú, eftir rúmlega fjög- urra áratuga fjarveru, að draum- urinn rætist," segir Sibil, ánægð með að hafa loks látið eftir sér að leggja land undir fót. „Ég var hér síðast árið 1945 og hér hefur svo sannarlega margt breyst á þeim tíma sem síðan er liðinn. Sonur minn og ég höfum notið hverrar einustu mínútu af ferða- lagi okkar um Reykjavík og ná- grenni." Sibil talar ensku og seg- ist því miður vera búin að týna niður íslenskunni. „Um tíma bjó ég í Washington þar sem margir íslendingar voru búsettir og að sjálfsögðu gafst þá tækifæri til að tala íslensku, en síðan eru liðin mörg ár. Nú er ég búsett í San Diego í Kalifomíu, en þar hef ég verið í fimmtán ár. Áður bjó ég og starfaði í Los Angeles." Eiginmaður Sibil, Abner Biber- man, féll frá árið 1977. „Abner var leikari og leikstjóri. Sjálf starfaði ég við að klippa kvik- myndir og fræðsluþætti. Satt að segja var ég aðstoðarmanneskja Abners í fyrstu kvikmyndinni hans, en það var áður en við geng- um að eiga hvort annað,“ segir Sibil og brosir. „Mig langaði alltaf að leikstýra, en í þá daga urðu konur ekki leikstjórar. Því valdi ég næstbesta kostinn og giftist einum slíkum. Hann hafði greiðan aðgang að hugmyndum mínum sem sumar voru alls ekki sem verstar," segir Sibil og er auðsýni- lega skemmt. Svo illa vildi til að Sibil og Thor voru ekki komin til landsins þegar Marmari Guðmundar Kam7 bans var sýndur á Listahátíð í leikgerð Helgu Bachmann. „Við munum snúa aftur í lok nóvember Morgunblaðið/Bjami Sibil og Thor á gangi á Austurvelli. til þess að sjá uppfærsluna í Þjóð- leikhúsinu," segir Sibil. „Við höf- um notið gestrisni Helgu Bach- mann og Helga Skúlasonar hér og hlökkum mikið til að sjá leikri- tið. Þegar ég hitti Helga sá ég strax að þar fór hinn eini sanni Róbert Belford dómari." Thor er blaðamaður við dag- blaðið San Diego Daily Transcript í San Diego. Hann á vart orð til þess að lýsa hrifningu sinni á ís- landi. „Þegar við flugum inn til lendingar," segir hann,„og ég leit landið fyrsta skipti greip mig skrýtin tilfinning. Hið hrikalega landslag sem við blasti er engu líkt.“ Thor kvaðst halda dagþók um ferðina, því að vel komi til greina að hann skrifi um íslands- förina þegar heim komi. „Við fór- um að gröf afa míns og mér fannst ég finna til nálægðar við þennan mann, sem ég hef aldrei þekkt sjálfur, svo furðulegt sem það kann að virðast. Það hafði verið dumbungur þegar við geng- um að gröfinni en þegar við sner- um til baka skein sól í heiði,“ sagði Thor að lokum. ÞSv
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.