Morgunblaðið - 12.07.1988, Page 28

Morgunblaðið - 12.07.1988, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ 1988 Ítalía: Engir skiptimiðar Rputer Nýlega var opnuð óvenjuleg bjórkrá í borg- inni Osaka i Japan. Tveggja hæða strætisvagn frá London var keyptur af japönsku bygginga- fyrirtæki, fluttur til Japans og honum breytt i bjórkrá með nafninu „Piccadilly Circus." Innan- stokks mun allt minna á dæmigerða, breska krá. Hryðjuverka- menn dæmdír Bologna á ftalíu. Reuter. ÍTALSKUR dómstóll dæmdi í gær 13 manns i fangelsi fyrir aðild að sprengjutilræði á járn- brautarstöð i Bologna árið 1980. Alls misstu 85 lífið i tilræðinu og 200 særðust. Þyngstu dómamir voru lífstíðar- fangelsi en átta af 21 sakborningi voru sýknaðir. Ákæru um samsæri gegn ríkinu, sem borin var fram á hendur 11 mönnum, var vísað frá vegna skorts á sönnunum. Sam- kvæmt ítölskum lögum jafngildir þetta þó ekki fullkominni sýknun. I hópi ellefu-menninganna vom fyrrum leiðtogi frímúrarareglunnar P-2, Licio Gelli, og tveir háttsettir foringjar í leyniþjónustu hersins Lögbækumar umskrifaðar Montreal. Reuter. I Sovétríkjunum er nú unnið að því að gerbreyta gildandi lögum og rétti og er þessi bylting ekki þýðingarminni en sú, sem að er stefnt í stjórn- og efnahagsmál- um. Var þetta haft um helgina eftir kanadískum lögfræðingi, sem átt hefur fundi með frammá- mönnum í sovéska dómsmála- kerfinu. „Breytingunum verður best lýst með orðinu bylting," sagði Irwin Cotler, en hann hefur verið lög- fræðilegur ráðunautur ýmissa sov- éskra andófsmanna, til dæmis Nat- ans Sharanskis. Sagði hann, að sovésk lög bönnuðu nú allt, sem ekki væri beinlínis leyft, en að breytingunum loknum yrði allt leyft, sem ekki væri beinlínis bann- að. Skilgreiningin „andsovéskur áróður" verður þurrkuð út úr laga- bókum og starfsemi andófsmanna leyfð nema þeir hvetji til valdbeit- ingar. ásamt nokkrum leiðtogum ítalskra nýfasista. Saksóknarar ríkisins voru sex ár að semja ákærumar. Þeir gerðu ráð fyrir því að nýfasistar hefðu staðið á bak við tilræðið, með stuðningi leyniþjónustumannanna og Gellis, og hefði markmiðið verið að valda upplausn í landinu og auðvelda þannig öfgasinnuðum hægrimönn- um að ræna völdum. Eftir réttar- höld, er staðið hafa í hálft annað, eru allir málsaðilar sammála um að ekki séu öll kurl komin til grafar. Gelli, herforingjarnir og fasista- leiðtogarnir hlutu allir sjö ára fang- elsi fyrir að reyna að leiða rann- sóknaryfirvöld afvega með því að búa til vísbendingar um þátt er- lendra öfgasinna í tilræðinu. Gelli er nú í stofufangelsi þar sem hann bíður þess að réttarhöld hefjist vegna ákæru um fjársvik í sam- bandi við gjaldþrot Ambrosiano- bankans 1982, stærsta einkabanka Italíu. Afganistan: Skæruliðar herða sókn- ina gegn innrásarhemum SJÓVÁ FerÖa tryggingar Setið um sovéskar hersveitir í Kandahar Islamabad og Lundúnum, Reuter. SKÆRULIÐAR í Afganistan hafa hert mjög sókn sína gegn sovéska innrásarhernum og leppstjórn Kremlveija í Kabúl. Að sögn tals- manna skæruliða hefa árásir þeirra einkum beinst gegn hersveitum Rauða hersins í austurhéruðum landsins við landamæri Afganistans og Pakistans, í grennd við Kabúl og umhverfis borgina Kandahar í suðurhluta Iandsins. Að sögn bresku sjónvarpsstöðvarinnar ITN sitja skæruliðar nú um Kandahar og eru svæði þau sem Sovétmenn ráða yfir sem „eyjar í hafi skæruliða." „Það hefur verið mikil aukning [á hernaðinum],“ sagði Ikram Khan, talsmaður skæruliða. „Og hann á að líkindum eftir að færast enn í aukana í næsta mánuði." Vestrænn stjórnarerindreki í Isl- amabad, höfuðborg Pakistans, sagðist telja að afganskir skærulið- ar hygðust auka þrýstinginn á Rauða herinn eftir þvi sem hersveit- ir hans hefðu sig á brott úr landinu. „Okkur virðist sem skæruliðarnir hafi á undanfömum vikum reynt að heija á innrásarherinn á eins mörgum stöðum og hægt er,“ sagði hann. „Og það á eftir magnast frek- ar.“ Breska sjónvarpsstöðin ITN sýndi á mánudag fyrstu myndirnar frá Kandahar í sex ár, að því að talið er. Á þeim mátti sjá hvar her- sveitir innrásarhersins og Kabúl- stjómarinnar voru umsetnar af Sov- étmönnum. Sagði fréttamaður ITN að skæruliðar hefðu yfirburðavíg- stöðu og að Sovétmenn og hersveit- ir leppstjómarinnar gætu lítið ann- að gert en að halda því sem því sem hefðu. Samkvæmt samningum um brottflutning innrásarhersins verð- ur helmingum hetja Sovétmanna á brott úr landinu hinn 15. ágúst. Allur sovéskur herafli skal vera farinn úr landinu fyrir 15. febrúar á næsta ári. Sovéskar hersveitir eru að mestu farnar úr austur- og suðaustur- héruðum landsins að því er Borís Gromov, hershöfðingi og yfirmaður Rauða hersins í Afganistan, sagði í viðtali við dagblað Rauða hersins á sunnudag. Bandaríkin: Byrjað að rigna í miðvesturríkjunum Chicago.Reuter. Á SUNNUDAG tók að rigna í miðvesturríkjum Bandaríkjanna eftir mestu þurrka sem þar hafa verið í 50 ár. Rigningin hefur viðast mælst um 2.5 cm. Dale Mohler, talsmaður Accu veðurstofunnar, sagði í gær að rign- ingin væri meiri en búist hefði ver- ið við. Samkvæmt fréttum frá veð- urstofunni á að rigna fram til dags- ins í dag en enn er ekki vitað hvort þurrkunum er þar með lokið. Matvælastofnun Sþ, FAO, telur líklegt að þurrkarnir, sem raktir hafa verið til úrgangsefna í and- rúmsloftinu, eigi eftir að valda kornskorti og ef til vill matarskorti í þriðja heims ríkjum. Kornuppskera utan Norður-Ameríku er víðast hvar góð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.