Morgunblaðið - 12.07.1988, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.07.1988, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ 1988 Ítalía: Engir skiptimiðar Rputer Nýlega var opnuð óvenjuleg bjórkrá í borg- inni Osaka i Japan. Tveggja hæða strætisvagn frá London var keyptur af japönsku bygginga- fyrirtæki, fluttur til Japans og honum breytt i bjórkrá með nafninu „Piccadilly Circus." Innan- stokks mun allt minna á dæmigerða, breska krá. Hryðjuverka- menn dæmdír Bologna á ftalíu. Reuter. ÍTALSKUR dómstóll dæmdi í gær 13 manns i fangelsi fyrir aðild að sprengjutilræði á járn- brautarstöð i Bologna árið 1980. Alls misstu 85 lífið i tilræðinu og 200 særðust. Þyngstu dómamir voru lífstíðar- fangelsi en átta af 21 sakborningi voru sýknaðir. Ákæru um samsæri gegn ríkinu, sem borin var fram á hendur 11 mönnum, var vísað frá vegna skorts á sönnunum. Sam- kvæmt ítölskum lögum jafngildir þetta þó ekki fullkominni sýknun. I hópi ellefu-menninganna vom fyrrum leiðtogi frímúrarareglunnar P-2, Licio Gelli, og tveir háttsettir foringjar í leyniþjónustu hersins Lögbækumar umskrifaðar Montreal. Reuter. I Sovétríkjunum er nú unnið að því að gerbreyta gildandi lögum og rétti og er þessi bylting ekki þýðingarminni en sú, sem að er stefnt í stjórn- og efnahagsmál- um. Var þetta haft um helgina eftir kanadískum lögfræðingi, sem átt hefur fundi með frammá- mönnum í sovéska dómsmála- kerfinu. „Breytingunum verður best lýst með orðinu bylting," sagði Irwin Cotler, en hann hefur verið lög- fræðilegur ráðunautur ýmissa sov- éskra andófsmanna, til dæmis Nat- ans Sharanskis. Sagði hann, að sovésk lög bönnuðu nú allt, sem ekki væri beinlínis leyft, en að breytingunum loknum yrði allt leyft, sem ekki væri beinlínis bann- að. Skilgreiningin „andsovéskur áróður" verður þurrkuð út úr laga- bókum og starfsemi andófsmanna leyfð nema þeir hvetji til valdbeit- ingar. ásamt nokkrum leiðtogum ítalskra nýfasista. Saksóknarar ríkisins voru sex ár að semja ákærumar. Þeir gerðu ráð fyrir því að nýfasistar hefðu staðið á bak við tilræðið, með stuðningi leyniþjónustumannanna og Gellis, og hefði markmiðið verið að valda upplausn í landinu og auðvelda þannig öfgasinnuðum hægrimönn- um að ræna völdum. Eftir réttar- höld, er staðið hafa í hálft annað, eru allir málsaðilar sammála um að ekki séu öll kurl komin til grafar. Gelli, herforingjarnir og fasista- leiðtogarnir hlutu allir sjö ára fang- elsi fyrir að reyna að leiða rann- sóknaryfirvöld afvega með því að búa til vísbendingar um þátt er- lendra öfgasinna í tilræðinu. Gelli er nú í stofufangelsi þar sem hann bíður þess að réttarhöld hefjist vegna ákæru um fjársvik í sam- bandi við gjaldþrot Ambrosiano- bankans 1982, stærsta einkabanka Italíu. Afganistan: Skæruliðar herða sókn- ina gegn innrásarhemum SJÓVÁ FerÖa tryggingar Setið um sovéskar hersveitir í Kandahar Islamabad og Lundúnum, Reuter. SKÆRULIÐAR í Afganistan hafa hert mjög sókn sína gegn sovéska innrásarhernum og leppstjórn Kremlveija í Kabúl. Að sögn tals- manna skæruliða hefa árásir þeirra einkum beinst gegn hersveitum Rauða hersins í austurhéruðum landsins við landamæri Afganistans og Pakistans, í grennd við Kabúl og umhverfis borgina Kandahar í suðurhluta Iandsins. Að sögn bresku sjónvarpsstöðvarinnar ITN sitja skæruliðar nú um Kandahar og eru svæði þau sem Sovétmenn ráða yfir sem „eyjar í hafi skæruliða." „Það hefur verið mikil aukning [á hernaðinum],“ sagði Ikram Khan, talsmaður skæruliða. „Og hann á að líkindum eftir að færast enn í aukana í næsta mánuði." Vestrænn stjórnarerindreki í Isl- amabad, höfuðborg Pakistans, sagðist telja að afganskir skærulið- ar hygðust auka þrýstinginn á Rauða herinn eftir þvi sem hersveit- ir hans hefðu sig á brott úr landinu. „Okkur virðist sem skæruliðarnir hafi á undanfömum vikum reynt að heija á innrásarherinn á eins mörgum stöðum og hægt er,“ sagði hann. „Og það á eftir magnast frek- ar.“ Breska sjónvarpsstöðin ITN sýndi á mánudag fyrstu myndirnar frá Kandahar í sex ár, að því að talið er. Á þeim mátti sjá hvar her- sveitir innrásarhersins og Kabúl- stjómarinnar voru umsetnar af Sov- étmönnum. Sagði fréttamaður ITN að skæruliðar hefðu yfirburðavíg- stöðu og að Sovétmenn og hersveit- ir leppstjómarinnar gætu lítið ann- að gert en að halda því sem því sem hefðu. Samkvæmt samningum um brottflutning innrásarhersins verð- ur helmingum hetja Sovétmanna á brott úr landinu hinn 15. ágúst. Allur sovéskur herafli skal vera farinn úr landinu fyrir 15. febrúar á næsta ári. Sovéskar hersveitir eru að mestu farnar úr austur- og suðaustur- héruðum landsins að því er Borís Gromov, hershöfðingi og yfirmaður Rauða hersins í Afganistan, sagði í viðtali við dagblað Rauða hersins á sunnudag. Bandaríkin: Byrjað að rigna í miðvesturríkjunum Chicago.Reuter. Á SUNNUDAG tók að rigna í miðvesturríkjum Bandaríkjanna eftir mestu þurrka sem þar hafa verið í 50 ár. Rigningin hefur viðast mælst um 2.5 cm. Dale Mohler, talsmaður Accu veðurstofunnar, sagði í gær að rign- ingin væri meiri en búist hefði ver- ið við. Samkvæmt fréttum frá veð- urstofunni á að rigna fram til dags- ins í dag en enn er ekki vitað hvort þurrkunum er þar með lokið. Matvælastofnun Sþ, FAO, telur líklegt að þurrkarnir, sem raktir hafa verið til úrgangsefna í and- rúmsloftinu, eigi eftir að valda kornskorti og ef til vill matarskorti í þriðja heims ríkjum. Kornuppskera utan Norður-Ameríku er víðast hvar góð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.