Morgunblaðið - 12.07.1988, Síða 39

Morgunblaðið - 12.07.1988, Síða 39
Bolungarvík MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ 1988 Grillað að loknu góðu verki unglinga Bolungarvlk Frá því um miðjan maí og til júníloka hafa um 60 ungmenni, flest á aldrinum 12-13 ára, starf- að við unglingavinnu á vegum Bolungarvíkurkaupstaðar. A þessum tíma hafa þau skilað góðu verki í fegrun og snyrtingu opinna svæða i bænum, sem þau hafa og gert á hveiju sumri. Aðalverkefni unglinganna nú á þessu sumri var að tyrfa og ganga frá svæðinu við íþróttamiðstöðina Árbæ, en þar hefur einmitt verið komið fyrir tjaldstæði fyrir ferða- fólk. Tjaldstæði þetta eru á ákaf- lega hentugum stað við bakka Hóls- ár með sundaðstöðu og saunabað í íþróttamiðstöðinni við hendina. Auk þess hefur verið unnið við önnur svæði eins og til dæmis við íbuðir aldraðra, við leikstólann Glaðheima, bókasafnið og önnur minni svæði. Láta mun nærri að alls hafi þessi fríski hópur ungmenna tyrft um 8.000 fermetra á þessum sex vik- um. Unglingavinnunni lauk nú um mánaðamótin eins og áður sagði og var af því tilefni haldin grill- veisla mikil um leið og vígt var skemmtilegt útigrill sem sett hefur verið upp við tjaldsvæðið. Öllum íbúum staðarins og gestum hans eru heimil afnot af þessu útigrilli. Gunnar Morgunblaðið/Gunnar Hallsson Að unglingavinnunni í Bolungarvík lokinni voru grillaðar pylsur á útigrilli við tjaldstæði bæjarins og kunnu unglingarnir vel að meta þá umbun. Morgunblaðið/Björn Blöndal Bandarísku nemendurnir og kennarar þeirra, sem komu alla leið frá Tallahassee í Flórída til að skoða Reykjavík, höfuðborg íslands. Bandarískir nemar á ferð: Frá stórborgnm Evrópu til íslands Keflavfk. HÓPUR nemenda og kennara frá Tallahassee í Flórída í Banda- ríkjunum kom til íslands á laugardaginn og á sunnudag héldu þau heim á leið eftir stuttan stans. Þau notuðu sunnudaginn til að skoða sig um í Reykjavík og nágrenni og meðal þess sem hópur- inn skoðaði voru Þjóðminjasafnið, Arbæjarsafn, Sundlaugarnar í Laugardalnum og Listasafn íslands. Nemendurnir eru frá skólunum einn fararstjórinn, sagði að í hópn- Leon High School og Lincoln High School í Tallahassee og voru þau að koma úr þriggja vikna ferða- lagi um Evrópu. Connie Walberg, um væru 64 nemendur og 15 kennarar og ferðalagið væri einn liður í námi nemendanna. Þau hefðu heimsótt nokkrar af fræg- ustu borgum Evropu og hefði ferð- in verið ákaflega ánægjuleg og í alla staði tekist með miklum ágæt- um. Til Islands komu bandarísku nemarnir frá Skotlandi þar sem Edinborg var skoðuð og fyrr í ferð- inni höfðu þau meðal annars heim- sótt London, Brussel, París, Sviss, Róm og Fórens. - BB Björgrinarsveitin Víkveiji: Nýr torfærubíll í Vík NÝLEGA keyptí björgnnar- sveitin Víkveiji í Vík í Mýrdal torfærubil til landsins. Leiðrétting í FRÉTT í Morgunblaðinu á laug- ardaginn var sagt að Sambandið hefði nýlega fengið 30 milljón króna skreiðarskuld greidda, en það munu hafa verið Sameinaðir framleiðendur sem fengu skuld- ina borgaða. Bjarni Magnússon hjá íslensku umboðssölunni hafði samband við blaðið vegna þessa og sagði hann að með þessarri greiðslu hefðu Sameinaðir framleiðendur fengið allar skuldir fram til ársins 1986 greiddar. Bíllinn, sem er af MAN-gerð, var áður í eigu þýska hersins. Björgunarsveitarmenn hyggjast setja á hann hús, þar sem þeir geta geymt útbúnað sinn. Húsið á þó að vera laust, svo hægt verði að nýta bílinn til flutninga. Bíllinn kostaði 1.700.000 kr. og að sögn Jóns Einarssonar hjá Víkveija er erfitt fyrir sveitina að ijármagna kaupin. Meðal þeirra Ú’áröflunarleiða sem hann nefndi er fjölskylduhátíðin Vík ’88, sem Víkveiji mun halda um verslunar- mannahelgina í samstarfi við ung- mennafélagið í Vík. Askrifiamhnimt er 83033 GARÐASTÁL Lausn á steypuskemmdum = HÉÐINN = STÓRÁSI 2, GARÐABÆ, SÍMI 52000 kynningarafsláttur fyriralla með Viðtökurnar í afsláttarvikunni á SuperGlandin húðnæring- unni fóru langt fram úr okkar björtustu vonum og seldust fyrirliggjandi birgðir upp á tveimur dögum, svo að margir urðu frá að hverfa. Þess vegna framlengjum við tilboðið út þessa viku fram til 16. júlí. Garðabaejarapótek, Hrismóum 2, Garðsapótek, Sogavegi 100, Hafnarfjarðarapótek, Strandgötu 34, Ingólfsapótek, Kringlunni 8-12, Vesturbæjarapótek, Melhaga 20-22, Laugarnesapótek, Kirkjuteigi 21, Lyfjaberg, Drafnarfelli 16, Snyrtivöruverslunin Brá, Laugavegi 74, Útsölustaðir: Snyrtivöruverslunin Libia, Laugavegi 35, Snyrtivöruverslunin Nana, Völvufelli 15, Snyrtivöruverslunin Sara, Bankastræti 8, Snyrtistofan Krista, Kringlunni 8-12, Snyrtistofa Fjólu Gunnlaugsdóttur, Hótel §ögu, Hagatorgi, Snyrtistofan Ársól, Grímsbæ - Efstalandi 20, --------I---- Snyrtistofan Rós, Engihjalla 8, Heilsuhúsið, Kringlunni 8-12, Heilsuhúsið, Skólavörðustíg 1a, Sólbaðsstofan Afró, Sogavegi 216, Heilsubúðin, Reykjavíkurvegi 62, Sólbaðsstofan Sóley, Hafnargötu 54, Keflavík, Hressingarskálinn, Vestmannabraut, Vestmannaeyjum, Stykkishólmsapótek, Hafnargötu 1, Stykkishólmi, Ferska, Aðalgötu 21, Sauðárkróki, ísafjarðarapótek, Hafnarstræti 18, ísafirði, Egilsstaðaapótek, Lagarhálsi, Egilsstöðum, Hafnarapótek, Hafnarbraut 29, Höfn í Hornafirði, Heilsuhornið, Skipagötu 6, Akureyri. T-'

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.