Morgunblaðið - 12.07.1988, Síða 7

Morgunblaðið - 12.07.1988, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ 1988 7 Verðið hækkaði um 30% á sex mánuðum Verðkönnun a brauði og kökum: VERÐ í brauðgerðarhúsum hefur hækkað að meðaltali um 25-30% undanfarna sex mánuði. Ráðstafanir stjórnvalda um síðustu áramót gáfu tilefni til 10,3% verðhækkunar og hafa brauðgerðarhús þvi hækkað verð að meðaltali um 14-18% til viðbótar. Á sama tíma hef- ur framfærsluvísitalan hækkað um 13%. Þetta kemur fram i verð- könnun, sem Verðlagsstofnun gerði í flestum brauðgerðarhúsum landsins síðari hluta júnímánaðar. Þá kom einnig í ljós að verðmun- ur á brauðum er mestur á höfuðborgarsvæðinu. Meðalverð reyndist lægst á Vestfjörðum, en hæst á Vesturlandi. Innkaupakarfa af sneiddu brauði var 44% dýrari í því brauðgerðar- húsi á höfuðborgarsvæðinu sem seldi hana við hæsta verði en þar sem hún var ódýrust. Enn meiri munur var á ósneiddu brauði, eða 56%, á smábrauðum munaði mest 94% og. á kökum 34%. í frétt frá Verðlagsstofnun segir, að hinn mikli verðmunur á bra.uðum á höf- Framkvæmdastjóri Evrópur- áðsins, hr. Marcelino Oreja og frú komu hingað til lands á sunnudag í opinbera heimsókn í boði utanríkisráðherra. í gærmorgun átti Marcelino Oreja viðræður við Steingrím Hermannsson utanríkisráðherra og Þorstein Pálsson forsætisráðherra, en síðdegis í gær hitti hann að máli Birgi Isleif Gunnarsson menntamálaráðherra og Jón Sig- urðsson dómsmálaráðherra. Jafn- framt heimsótti Oreja Alþingi í boði Þorvalds Garðars Kristjánssonar forseta Sameinaðs þings og ræddi hann þar meðal annars við fulltrúa íslands á ráðgjafarþingi Evrópu- ráðsins. Síðdegis í gær átti svo framkvæmdastjórinn viðræður við Vigdísi Finnbogadóttur forseta ís- lands. í dag mun Marcelino Oreja og kona hans heimsækja Vestmanna- uðborgarsvæðinu veki athygli, þar sem þar séu nær helmingur brauð- gerðarhúsa landsins. Sá Qöldi ætti að leiða til verðsamkeppni, en niður- stöður könnunarinnar bendi til að henni sé ekki til að dreifa. Þá valdi ónóg verðmerking á brauðum því að erfítt sé um vik fyrir neytendur að gera verðsamanburð og þess vegna m.a. verði verðsamkeppni Morgunblaðið/Sverrir Marcelino Oreja framkvæmda- stjóri Evrópuráðsins. eyjar og Þingvelli, en þau munu halda af landi brott á morgun. Sjá viðtal við Oreja á miðopnu. lítil. Meðalverð í brauðgerðarhúsum á Vesturlandi, þar sem það er hæst á landinu, er rúmlega 13% hærra en á Vestfjörðum og kemur fram að ástæða þess sé m.a. hátt verð á brauðum í Borgamesi. Ódýrustu brauðin í brauðgerðarhúsum lands- ins reyndust vera óskorin normal- brauð, maltbrauð og seytt rúgbrauð og af hvítum brauðum er fransk- brauðið ódýrast, en snittubrauðið dýrast. Fjögur brauðgerðarhús selja skorin og óskorin brauð við sama verði, en hæsta verð á brauðskurði er 18 krónur. Mikill verðmunur var á einstök- um vörutegundum. Á hæsta og lægsta verði munaði mestu á tvíbökum og rúnnstykkjum, eða um 400% og á grófum brauðum og samlokubrauði munaði allt að 245%. í frétt Verðlagsstofnunar segir, að í framhaldi af verðkönnun þessari muni stofnunin ganga hart eftir því að reglur um verð- og þyngdarmerkingar á brauðum verði virtar. Niðurstöður könnunarinnar eru birtar á bls. 50 Flatey á Breiðafirði: SímaMefinn í samt lag FERÐAMENN jafnt og fasta- gestir í Flatey á Breiðafirði eru nú loksins komnir í traust símasamband við meginlandið eftir að kortasjálfsali var sett- ur upp í símaklefanum á eyj- unni nú um síðustu helgi. Hægt er að festa kaup á síma- kortum í Flatey, þannig að allir ættu að geta notið góðs af þess- ari þjónustu. Fyrir var í síma- klefanum myntsjálfsali, en sá var dyntóttur og yfirleitt bilaður og átti það til að gleypa skipti- mynt fólks án þess að láta í té þá þjónustu sem greitt var fyrir. Evrópuráðið: Framkvæmdastj ór- inn í heimsókn Morgunblaðid/Guðjón Guðmundsson. Eins og sjá má urðu töluverðar skemmdir á bílunum við áreksturinn á Holtavörðuheiðinni. Atta bíla árekstur á Holtavörðuheiði: Framúrakstur í niðaþoku olli slysinu ÁTTA bílar skullu saman i árekstri á Holtavörðuheiðinni á sunnudaginn. Niðaþoka var er þetta slys átti sér stað. Árekstur- inn varð með þeim hætti að bíll ætlaði framúr öðrum. Við fram- úraksturinn rakst hann á bil sem kom úr gagnstæðri átt og kast- aðist við það á bilinn sem hann ætlaði framúr. í sömu andrá og þessir þrír bílar lentu saman kom sá Qórði að. Bílstjóri þess btls reyndi að forðast árekstur en án árangurs. Næstu fjórir bílar lentu einnig í hrúgunni. Slys á fólki urðu minni en áhorfð- ist. Aðeins tveir voru fluttir á slysa- deild og meiðsli þeirra ekki alvar- leg. Sem fyrr segir var niðaþoka er þetta óhapp gerðist og að sögn lögreglunnar í Borgamesi sýndu þessir ökumenn ekki nægilega að- gát í akstri miðað við þær aðstæð- ur er voru á heiðinni. Töluverðar skemmdir urðu á bílnum átta. Frumathuganir vegna jarðgangna undir Hvalfjörð Grundartangi ■ Ytri-Galtarvík. Innri-Hólmur Útskála- hamar . Kiðafell 1000 m i MorgunblatiW GOI Athuganir beinast einkum Saurbær þessum stöðum Hvalfjörður: Rannsaka möguleika á gerð jarðgangna A næstunm verður byrjað á rann- sóknum í Hvalfirði með tilliti til hugsanlegrar gerðar jarðgangna undir fjörðinn. Svæðið sem rann- sakað verður nær frá Hvaleyri og út fyrir Saurbæ, en sérstök áhersla verður lögð á þijá ákveðna staði á þessu svæði. Rannsóknirnar sem byijað verð- ur á eru fólgnar í bergmálsmæl- ingum á þykkt og dreifingu jarð- Iaga og dýpi á klöpp. Jón Rögnvaldsson forstöðumaður áætlanadeildar Vegagerðar ríkisins sagði í samtali við Morgunblaðið að hér væri um að ræða algjörar frumrannsóknir á þessu svæði, og þær væru einungis einn liður í því að afla vitneskju um hvort jarðgöng undir fjörðinn væru hugsanlegur valkostur, en ennþá hefðu ekki ver- ið teknar neinar ákvarðanir varð- andi gerð jarðgangna. Jón sagði að nú væri verið að kanna ýmsar hug- myndir varðandi vegalagningu um Hvalfjörð, og yrðu niðurstöður set- lagarannsóknanna bornar saman við þann möguleika að fara með veginn inn fyrir Hvalfjörðinn og þá hugsanlega yfir Botnsvog. Það er Hafrannsóknastofnun sem vinnur að setlagarannsóknun- um fýrir Vegagerð ríkisins með þeim tækjabúnaði sem stofnunin hefur yfir að ráða til mælinga af þessu tagi. Kísilmálmvinnslan kostaðiríkið 185 milljónir á núvirði ALLS voru greiddar tæplega 133 milljónir króna úr ríkissjóði, á verðlagi í desember 1986, vegna undirbúningsvinnu við kísil- málmverksmiðju á Reyðarfirði sem aldrei var reist. Upphæðin jafngildir 185,5 milljónum á nú- virði. / Eins og greint hefur verið frá í blaðinu var hlutafélagi um rekstur verksmiðjunnar, Kísilmálmvinnsl- unni hf., formlega slitið í lok júní þar sem arðsemi hennar hefði reynst ófullnægjandi. Að sögn Guð- rúnar Zoéga, aðstoðarmanns iðnað- arráðherra, var kostnaður ríkisins vegna forvinnu frá árinu 1982 til ársloka 1986 132,8 milljónir króna á verðlagi í desember 1986, en 185,5 milljónir á núvirði. Guðrún segir kostnaðinn hafa verið greidd- an jafn óðum. Upphæðin skiptist í eftirtalda þætti eins og fram kemur í skýrslu iðnaðarráðherra til Alþingis er lögð var fram síðastliðið ár: Rekstur 41,4 milljónir, um er að ræða laun og launatengd gjöld auk húsnæðis- kostnaðar. Hönnun verksmiðju, út- boð, samningar o.fl. 37,2 milljónir. Eignaraðild 13,6 milljónir, átt er við allan kostnað vegna leitar að erlendum eignaraðilum. Greiðslur til erlends fyrirtækis fyrir forhönn- un 13,8 milljónir. Stjómarkostnað- ur hlutafélagsins 8,1 milljón. Rann- sóknir á Reyðarfirði 9,6 milljónir. Arðsemis- og markaðskönnun 7,8 milljónir. Opinber gjöld 1,3 milljón- ir. Samtals 132,8 milljónir króna. Próflaus sextán ára ökuníðingur LÖGREGLAN handtók á laugar- dagsmorguninn ökuníðing þann á vélhjóli sem stakk lögregluna tvi- svar af á hjólinu á Vesturlandsvegi fyrir helgina. Reyndist hann vera 16 ára gamall próflaus unglingur og hafði fengið hjólið að láni hjá föður sínum. í frétt Morgunblaðsins af eltingar- leik lögreglunnar á föstudag sagði að unglingurinn hefði ekið hjólinu á 134 km hraðaeftir Vesturlandsvegin- um. Lögreglan elti hann í tvígang en í báðum tilvikunum tókst honum að sleppa. Skráningamúmer hjólsins náðist og tók lögreglan unglinginn til yfirheyrslu á laugardagsmorgun- inn. Þar viðurkenndi hann verknað- inn. Þetta mun ekki vera í fyrsta skipti sem unglingurinn fær hjólið lánað hjá föður sínum og telur lögreglan það mikið ábyrgðarleysi af hendi föð- urins að hafa lánað syninum hjól sitt þar sem hann hefur ekki próf á það.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.