Morgunblaðið - 12.07.1988, Page 58

Morgunblaðið - 12.07.1988, Page 58
10-13 „ fcg Pékk vinnu sem nöe.turvðn5ur i ddjruvertómiSju Ast er__ ... guðlegur innblástur. TM Reg. U.S. Pat Ofl.—aU nghts rsswved ® 1987 Los AngaUs Timas Syndicsts Reglur rustamenna sem kalla á okkur eins og kall- að er á hunda gilda ekki hér, maður minn! HÖGNI HREKKVlSI SKO/ pAÐ ER. K0/Vlie> FROST/" Er frelsið okkur hættulegt? Til Velvakanda. Stundum getur venjulegur maður tekið að efast um að það frelsi til orðs og æðis, sem við á Islandi búum við sé okkur hollt þegar á allt er litið. Tökum fáein dæmi, aðeins til að bijóta heilann um þau og íhuga hvort við séum í raun á réttri leið. 1971 voru alþingiskosningar og voru „gömlu flokkarnir" í kjön ásamt samtökum sem þá geystust um héruð, þau kölluðust „Samtök fijálslyndra og vinstri manna“ með kappann kunna, Hannibal Valdi- marsson í broddi fylkingar, og fóru mikinn í ætlan sinni að „laga allt í okkar þjóðfélagi". Hvernig fór? Jú, fólkið í landinu virtist orðið leitt á þeirri velgengni, sem fylgdi í kjölfar stöðugleika í stjómun og þýddi að kaupmáttur hækkaði vegna eðlilegra hluta, en ekki vegna falskra lífskjara, fengnum að láni erlendis. Sem sagt, það reyndist auðvelt að blekkja þjóðina til fylgis við algjöra glundroðastefnu sem ekki hefur fært okkur neitt annað en óðaverð- bólgu og ýmsa nýja „spámenn" sem koma annað veiflð og reyna að sann- færa alla þjóðina um að þeir kunni sko tökin á þessu öllu og ekkert sé því að vanbúnaði að kippa þessu öllu í liðinn, bara að fólk kjósi þá. Það er vissulega áhyggjuefni ef við erum svona ósjálfstæð að sjá ekki gegnum hveija blekkinguna af annarri í leit okkar að betra lífi, til ómælds tjóns fyrir þjóðina. Við ætt- um að vera þakklát fyrir allt það sem okkur er gefið að njóta í þessu landi. Auðvitað er því aldrei lokið sem við viljum gera, alltaf spretta fram nýjar þarfír, en við verðum að kunna kröfum til annarra hóf og gera til okkar sjálfra þær kröfur að takast á við lífið af atorku, dugnaði og heiðarleika. Þá munum við upp- skera ríkulega. Það eru engir „efiia- hagsgaldramenn" á sveimi nú á meðal vor en við skulum reyna að koma auga á þá menn sem eru þó öðrum hæfari til forustustarfa og fela þeim stjómunarstörfin. Við þurfum nefnilega að varast „falsspá- mennina" ekki síður nú en áður. Minni okkar verðum við jafnframt að efla og láta ekki endalaust fóðra okkur á rugli sem gerist þó oft. í öllu því tækniflóði sem nú stendur yfir er vandalaust að fá sér „mini- segulbönd“_ sem hægt er að hafa í vasanum. A þau væri hægt að taka upp ræður ýmissa framámanna, t.d. á vinnustaðafundum, fundum þeirra á ýmsum veitinga- og matstofúm og á fleiri stöðum. Það er oft fróð- legt að rifja upp efndir þessara sjálf- skipuðu dýrlinga, svona einu ári eft- ir að þeir hafa komist í gott emb- ætti og bera orðalag þeirra saman fyrir og eftir umskiptin. Sumir þeirra virðast að minnsta kosti álíta að minni almennings sé í svona aumk- unarverðu ástandi, að það sé óhætt að byija að þvæla málum og breyta þvert á fyrri orð og gerðir. Þetta er því miður algengt og hægt að sanna. Við höfúm nú haft nokkrar „vinstri hrærur" við stjómvölinn eft- ir kosningar liðinna ára og spyiji sig hver sem vill: Hvenær hafa þær lá- tið gott af sér leiða? Einn góður vinur minn, eldri mað- ur sem ég og margir fleiri hafa mik- ið álit á, sagði eitt sinn eftir úrslit kosninga sem leiddu af sér nánast vonlausa stöðu til myndunar starf- hæfrar stjómar: „Það er svo að sjá sem að við íslendingar séum sammála um það eitt að vera ósammála um allt og að við álítum kosningar einhveija „helgarskemmtun" með vökunótt. Við virðumst bara ekki gera okkur ljósa alvöru ábyrgðarinnar sem frels- inu fylgir". Svo mörg voru þau orð og hef ég oft orðið vitni að umtalsverðum vísdómi þessa manns og ályktunar- hæfni hans. Fyrir stuttu sagði hann: „Það er vel hugsanlegt að næsta stjómmálaslys okkar íslendinga gæti orðið að veita Kvennalistanum umtalsvert brautargengi í kosning- um og yrði það til þess, að rétt enn ein óhæfu samtökin gengju milli bols og höfuðs á efnahag þessarar þjóðar með ófyrirsjánlegum afleið- ingum fyrir land og þjóð. Þessi sam- tök eru séríslenskt fyrirbæri, tíma- skekkja sem hvergi gæti skotið upp kollinum nema hér.“ Þegar maður hugsar um það hvað Kvennalistanum bauðst í síðustu kosningum þegar þær böðuðu sig í sviðsljósinu um sinn, nutu fjölmiðla- viðtala, töluðu eins og þeir „sem völdin hafa“. En hvað gerðu þær í raun? Ekkert, alls ekkert nema að taka enga ábyrgð. Það er víst tryggara að vera fyrir utan slíkt, því það er svo auðvelt að gagnrýna aðra og annarra verk. Auðvitað, því meira sem einhver gerir því auðveld- ara er að finna höggstað á honum, ekki satt? Margra álit er að Kvenna- listinn sé ekkert annað en kvenna- deild Alþýðubandalagsins og ætti það að verða þeim auðtrúa sálum sem virkilega halda að enn einn flokkurinn í viðbót við flokkasúpuna sem hér er fyrir sé einhver lausn, víti til vamaðar. Þeir hinir sömu ættu að hafna með öllu þessum glundroðaöflum. Það er löngu ljóst að það er ekki hægt að stjóma landinu með þriggja flokka stjóm og tæpast skiljanlegt hví er verið að reyna það. Almenn- ingur er í raun orðinn dauðþreyttur á stöðugum deilum flokka á milli eins og um krakkarifrildi sé að ræða. Þessu verður að linna. Ég styð eindregið að valinn verði sterkur stjómmálaflokkur til ábyrgðar í þessu landi. Ég treysti Sjálfstæðis- flokknum einum til þeirra verka, því hann einn hefur á að skipa hæfum mönnum og konum. Háttvirtur kjósandi. Morgunblaðsskortur í Kaupmannahöfn Til Velvakanda. Eitt af því sem ég reyni alltaf að gera þegar ég dvelst í Kaupmanna- höfn, er að kaupa Morgunblaðið. Fer ég þá oftast á jámbrautarstöðina. Nú er ég nýkominn úr ferð, með viðkomu í Kaupmannahöfn og ákvað að skrifa þér, Velvakandi góður til að kvarta yfir því, sem mér finnst ekki nógu góð þjónusta. í fyrsta lagi kemur blaðið aldrei á sölustað fyrr en daginn eftir út- komu, þrátt fyrir daglegar flugferðir til Kaupmannahafnar og reyndar margar stundum. A jámbrautarstöð- inni er hægt að kaupa blöð víða að úr veröldinni, sama dag og þau koma út og auðvitað á það sama að gilda um Morgunblaðið. í öðm lagi selst blaðið oftast upp mjög fljótt og er í raun hrein heppni ef blaðið fæst. Þetta á a.m.k. við um sumartímann. Oft má sjá ergi- lega íslendinga við sölulúgumar. Það er svo sem engin lífsnauðsyn að fá Moggann á hveijum degi en samt verður maður hálfergilegur þegar blaðið fæst ekki. Er ekki hægt að bæta þama úr? Kær kveðja, fréttaþyrstur. Yíkverji skrifar að er ástæða til að vekja at- hygli á frétt í Stöð 2 í fyrra- kvöld, þar sem fjallað var um óhreinindi í Tjöminni og ólykt af þeim sökum. Vegfarendur taka kannski betur eftir þessu nú, þegar skemmtilegur göngustígur hefur verið lagður meðfram Tjöminpi, þar sem margir fara um. Vel má vera, að það verði erfítt viðureignar að hreinsa þá botnleðju, sem virðist vera í Tjörninni en einhveijar ráð- stafanir þarf að gera. Margt bendir til þess, að Tjörnin verði enn meira aðdráttarafl á næstu árum en hún hefur verið til þessa. Ef vel tekst til um ráðhús- bygginguna og aðrar framkvæmdir í kringum Tjörnina á fólk eftir að sækja þangað í auknum mæli. Þá væri heldur óskemmtilegt, ef ólykt yrði til þess að draga úr ánægju fólks að njóta þessa fallega um- hverfis. I þessu sambandi er ekki úr vegi að benda á, að svo virðist sem að- gerðir til þess að hreinsa sjóinn í kringum höfuðborgarsvæðið hafi þegar borið nokkurn árangur. Fjör- ur, sem Víkveiji gengur stundum um, eru hreinni nú en þær voru fyrir nokkmm ámm. XXX Sú var tíðin, að unglingar fóm í sveit á sumrin. Þeir lærðu að vinna og umgangast skepnur. Þetta er liðin tíð að langmestu leyti - því miður. Það starf, sem unnið er á vegum sveitarfélaga og félagasam- taka til þess að sjá bömum og ungl- ingum fyrir viðfangsefni á sumrin er hins vegar til fyrirmyndar. Sveit- arfélögin halda uppi unglingavinnu, sem tryggir þessu unga fólki vinnu og nokkrar tekjur og mörg félaga- samtök standa fyrir námskeiðum og margvíslegri annarri starfsemi á sumrin fyrir böm og unglinga. Allt er þetta af hinu góða en líklega er það svo, að velflestir ungl- ingar hafa sjaldan eða aldrei komið á sveitabæ, í fjós eða fjárhús eða í réttir. Er ekki hægt að fella ein- hveija kynningu á sveitastarfinu inn í verkefni sumarsins hjá þessum aldursflokkum? XXX A Otrúlega margir viðmælendur Víkveija hafa orð á því, að þeir séu hættir að mestu að horfa á sjónvarp utan fréttatíma sjón- varpsstöðvanna. Þetta fólk heldur því fram, að efni sjónvatpsstöðv- anna sé lélegra en það var. Getur þetta verið rétt? Er hugsanlegt, að samkeppni sjónvarpsstöðvanna hafi leitt til spamaðar í rekstri, sem hafi orðið til þess, að efnið, sem boðið er upp á er lélegra? X X X Víkveiji hafði orð á því fyrir nokkm, að ein göngubrúin í Fossvogsdal væri að falli komin. Þessu var skömmu síðar kippt í lag. Svo skjót viðbrögð og fram- takssemi ber að þakka.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.