Morgunblaðið - 12.07.1988, Page 30

Morgunblaðið - 12.07.1988, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ 1988 Vopnasalan til arabaríkja: Kaupa Kuwaitar líka breskan vopnabúnað? Blöð í ísrael segja, að ísraelar geti sjálfum sér um kennt við Kuwait. Á sama tíma eiga Kuwaitar í viðræðum við Breta og var George Younger varnarmála- ráðherra væntanlegur til Kuwaits í gær til að ræða um hugsanleg kaup Kuwaita á Tomado-flugvélum og öðrum vopnabúnaði. í síðustu viku gerðu Bretar og Saudi-Arabar með sér vopnakaupasamning upp á tíu milljarða sterlingspunda eða meira. Á laugardag var gengið frá samningi milli Kuwaita og Sovét- manna um vopnakaup en ekki er talið, að um stóran samning sé að ræða. Er fremur litið svo á, að með samningnum vilji Kuwaitar sýna, að þeir geti fengið þau vopn, sem þá vantar, annars staðar en í Bandaríkjunum . Yossi Ben-Aharon, háttsettur embættismaður í ísraelska forsætis- ráðuneytinu, sagði í gær, að vopna- sala Breta til Saudi-Araba væri ógnun við ísrael og græfí undan tilraunum til að koma á friði í Mið- austurlöndum. Sum ísraelsku blað- Bandaríkjaheimsókn Akhromejevs lokið; Sameiginleg’ nefnd til að girða fyrir árekstra Sögulegri Bandaríkjaferð Sergeis Akhromejevs marskálks, forseta sovéska herráðsins, lauk i gær. Myndin var tekin þegar hann og gestgjafi hans, William Crowe aðmíráll og forseti bandaríska herr- áðsins (t.v.), höfðu skoðað sig um í Pentagon, bandaríska varnarmála- ráðuneytinu. Kuwait, Tel Aviv. Reuter. EKKI er talið ólíklegt, að Kuwa- it fari að dæmi Saudi-Arabíu og kaupi Tornado-orrustuþotur af Bretum setji Bandaríkjaþing ein- hveijar takmarkanir við kaupum þeirra á bandarískum þotum. Síðastliðinn laugardag gengu þeir frá samningi um vopnakaup frá Sovétríkjunum. ísraelskir embættismenn hafa ráðist harka- lega á Breta fyrir mikla vopna- sölu þeirra til Saudi-Araba en sum blöð í Israel segja, að ísrael- ar geti sjálfum sér um kennt. Saad al-Abdullah fursti og for- sætisráðherra Kuwaits hóf í gær viðræður í Washington um kaup á F-A/18-orrustuþotum og flug- skeytum en sl. fímmtudag sam- þykkti bandaríska öldungadeildin að Maverick-flugskeytin yrðu und- anskilin í hugsanlegum samningum Washington. Reuter. ÆÐSTU menn bandaríska og so- véska hersins skýrðu frá því í gær, að fyrirhugað væri að stofna sameiginlega nefnd, sem ætti að kanna hvernig komist yrði hjá hættulegum átökum milli stór- veldanna. Sergei Akhromejev marskálkur og forseti sovéska herráðsins lauk í gær við sögulega ferð Um Banda- ríkin en þar skoðaði hann herstöðvar og hitti marga að máli, jafnt óbreytt alþýðufólk sem embættismenn í Hvíta húsinu. Átti hann meðal ann- ars fund með Ronald Reagan Banda- ríkjaforseta og sagði á fréttamanna- fundi að honum loknum, að nú skildi hann Bandaríkjamenn betur en fyrr. Akhromejev og William Crowe aðmíráll og forseti bandaríska her- ráðsins sögðu, að stofnuð yrði nefnd, sem myndi kanna þau atvik, sem upp hefðu komið í samskiptum ríkjanna, t.d. árekstur bandarísks og sovésks herskips í Svartahafi og þann atburð þegar sovéskir hermenn skutu til bana í Austur-Þýskalandi bandaríska majórinn Arthur Nic- holson. Yrði lögð áhersla á, að ríkin hefðu meira samband sín í milli þeg- ar hætta væri á einhvers konar árekstri. Akhromejev sagði, að fyrir sig hefði líklega mesti ávinningurinn verið að fá að tala við venjulega Bandaríkjamenn á ótal fundum og grillveislum víða um landið. „Ég hef rætt við hundruð Bandaríkja- manna," sagði hann um ferð sína um Norður-Karólínu, Virginíu, Tex- as, Oklahoma og Suður-Dakóta, „og ég verð að viðurkenna, að ég hef verið dálítið ófróður um sögu Banda- ríkjanna og þróun fram á þennan dag.“ Bætti hann því síðan við bros- andi, að „ég sagði Reagan, að engin mannréttindabrot hefðu verið framin í ferðinni því að öllum mínum spurn- ingum var svarað“. Crowe fer á næsta sumri til Sov- étríkjanna í boði Akhromejevs og í næsta mánuði fer Frank Carlucci, vamarmálaráðherra Bandaríkjanna, þangað í boði síns sovéska starfs- bróður, Dmítríj Jazovs. í Bandaríkjaferðinni varð Ak- hromejev hrifínn af fleiru en alúð- legu viðmóti, sveitavegirnir urðu Mexikóborg. Reuter. CARLOS Salinas de Gortari, for- setaframbjóðandi Byltingar- flokksins, stjórnarflokksins i Mexikó, virtist í gær öruggur um að hafa sigrað í kosningunum, sem fram fóru á miðvikudag í síðustu viku. Þegar talin höfðu verið 74% atkvæða var hann með 52,4% atkvæða, en aðrir fram- bjóðendur sagðir vera með veru- honum ekki síður undrunarefni. „Ég hef farið víða um lönd og álfur en hvergi séð betri vegi til sveita en hér,“ sagði hann og bætti við, að eitt af vandamálunum í sovéskum landbúnaði væri lélegt vegakerfi á landsbyggðinni. lega minna atkvæðahlutfall. I tilkynningu yfírkjörstjómar sagði, að Cuauhtomec Cardenas kæmi næstur Salinas með 29,1% og Manuel Clouthier þriðji með 16,7%. Báðir stjórnarandstöðu- flokkamir hafa sakað Byltingar- flokkinn um víðtækt kosningasvindl og Cardenas hélt því raunar fram anna, t.d. Haaretz og Jerusalem Post, segja hins vegar, að ísraelum sé sjálfum um að kenna hvemig komið er. Þeim hefði gengið svo vel við að koma í veg fyrir og tak- marka vopnasölu Bandaríkjamanna til Saudi-Araba, að nú neyddust þeir til að snúa sér annað. um helgina, að hann væri eiginleg- ur sigurvegari. í kosningum til þingsins hafði Byltingarflokkurinn, PRI, fengið 170 menn, hægriflokkur Manuels Clouthiers 12 og vinstriflokkur Cardenas tvo. Búist er við, að stjómarandstaðan hafi ýmislegt að athuga við þessar tölur. v Forsetakosningar í Mexikó: Salinas með vænt f orskot Gorbatsjov í Póllandi Samstaða hvetur Gorbatsjov til að afneita sögnfölsunum Varsjá. Reuter. SAMSTAÐA, hin bönnuðu verka- Dollar hækk- ar í verði London. Reuter. BANDARÍKJADOLLAR hækk- aði í verði á fjármálamörkuðum í gær þrátt fyrir viðleitni seðla- banka i Bandaríkjunum og Evr- ópu til að stemma stigu við þeirri þróun. Dollar tók að hækka í verði i síðasta mánuði eftir að stjórnvöld í Bandaríkjunum höfðu tilkynnt að tekist hefði að draga úr gífurlegum viðskipta- halla Bandaríkjamanna. Nýjar tölur um viðskiptahallann eru væntanlegar næsta föstudag og sögðu margir fjármálasérfræð- ingar í gær að búast mætti við áframhaldandi hækkun dollars ef þær sýndu að hallinn hefði minnkað enn frekar. Hækkun dollars í gær var skýrð með tilvísun til hagtalna frá því í síðustu viku en samkvæmt þeim hefur atvinnuleysi ekki verið minna í Bandaríkjunum í 14 ár. Telja sér- fræðingar þetta geta leitt til launa- hækkana sem aftur er talin geta haft vaxandi verðbólgu í för með sér. Aukin verðbólga er sögð kalla á vaxtahækkun og aukin innlán. Gengi Bandaríkjadollars gagn- vart vestur-þýsku marki hækkaði um 1,25 pfenning í gær og fengust fyrir hann 1,8460 mörk. Gjaldmið- illinn hækkaði einnig gagnvart bresku pundi en stóð í stað gagn- vart japönsku jeni og fengust 132,95 jen fyrir hvem dollar. lýðssamtök Póllands, hvöttu um helgina Gorbatsjov Sovétleiðtoga til að létta hulunni af þeim ákvæðum griðasáttmála Sovét- manna og Þjóðverja árið 1939 er vörðuðu skiptingu Póllands milli ríkjanna. Einnig var hann hvattur til að draga fram í dags- ljósið sannleikann umm fjölda- morð á pólskum liðsforingjum í Katyn-skógi en lengi hefur verið umdeilt hverjir þar hafi verið að verki. í yfírlýsingu samtakanna segir að það myndi stórbæta samskipti Sovétmanna og Pólveija ef sann- leikurinn um þessi mál yrði leiddur í ljós. Enn fremur var sagt að Sov- étríkin ættu að „endurreisa sjálfs- forræði" ríkja Austur-Evrópu sem verið hefðu á sovésku áhrifasvæði síðan 1945. Hópur pólskra og tékkneskra andófsmanna, er vinnur að auknum skilningi milli Tékka og Pólverja og nefnir sig „Pólsk-tékkneska samstöðu“, hefur hvatt Varsjár- bandalagið til að tryggja sjálfstæði allra þátttökuríkjanna á fundi leið- toga bandalagsins í Varsjá í lok næstu viku. Einnig var krafíst skýr- inga á valdbeitingu í nafni banda- lagsins í Austur-Þýskalandi 1953, Ungveijalandi 1956 og Tékkósló- vakíu 1968. Umbótamenn í Sovétríkjunum hafa krafíst þess að að griðasátt- máli Stalíns og Hitlers frá 1939 yrði birtur í heild. Samningurinn tryggði Hitler næði til að hefja stríð gegn Pólveijum án þess að þurfa að óttast afskipti Sovétmanna. Skömmu eftir að innrás Þjóðveija hófst hertóku Sovétmenn austur- héruð Póllands og er talið fullvíst að leynileg ákvæði hafí verið um þann hemað Sovétmanna í griða- sáttmálanum. Kommúnistastjómin í Póllandi hefur frá upphafi kennt Þjóðveijum um fjöldamorðin á rúmlega 4000 pólskum liðsforingjum í Katyn- skógi á stríðsárunum. Margir PÓl- veijar hafa rökstuddan grun um að Sovétmenn hafí myrt herforingj- ana og á síðasta ári var morðmálið á sameiginlegum lista Gorbatsjovs og Wojciechs Jaruzelskis, leiðtoga Póllands, yfir svonefndar „auðar sfður" í sögu samskipta Sovét- manna og Pólveija er bæri að end- urskoða. Nefnd sagnfræðinga frá báðum löndunum ransakr nú öll gögn sem tengjast Katyn-morðun- um og hefur hún fengið að kanna áður óbirt skjöl í Sovétríkjunum. Sovéskur embættismaður hefur sagt að ólíklegt sé að Gorbatsjov segi nokkuð um málið í Póllands- heimsókn sinni núna. „Ég tel ólík- Iegt að nokkuð verði gert sem geti orðið til að móta niðurstöður nefnd- arinnar fyrir fram,“ sagði embætt- ismaðurinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.