Morgunblaðið - 12.07.1988, Síða 55

Morgunblaðið - 12.07.1988, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ 1988 55 COSPER Þetta er svindl, hundurinn talar alls ekki, páfagaukurinn er búktalari JAYARAMAN GANESAN I heimsreisu á hjóli Jayaraman Ganesan er 24 ára gamall Indverji. Hann kom til íslands þann 7. júlí og ætlar að hjóla hringveginn á hálfum mán- uði. Jayaraman lagði af stað í heimsreisu frá heimabæ sínum, Pondicherry í Indlandi, þann 28. mars 1986 og hefur ferðast vítt og breitt um heiminn síðan. ísland er 23. landið sem hann kemur til. Tilgangurinn með ferðinni er að boða frið og kjarnorkuvopna- lausa veröld. Jayaraman er mikill friðarsinni og hefur haldið fyrir- lestra í skólum og á vinnustöðum víða um heim til að vekja athygli á málstað sínum. Hann hefur meðferðis bænaskjal til Samein- uðu þjóðanna sem hann hefur þegar safnað 17.000 undirskrift- um á, en hann ætlar að safna 50.000 undirskriftum áður en ferðinni lýkur. Jayaraman segir að hann hafi fengið heilmikla hjálp á ferðum sínum. Mörg flugfélög hafa boðið honum fríar ferðir og hann fékk m.a. ókeypis ferð til íslands. Ýmis félagasamtök hafa einnig boðið honum fría gistingu og fæði á ferðum hans. Þrátt fyrir að Jayaraman hafi þegar heimsótt 23 lönd er hann ekki farinn að þreytast. Hann er ákveðinn í að fara til 34 landa í viðbót til að vekja athygli á friðar- málstaðnum og ætlar að enda ferðina í Moskvu árið 1990. Jayaraman hefui' hitt forsætis- ráðherra í nokkrum löndum til að biðja þá að leggja blessun sína yfír ferðalag sitt og vill endilega hitta forsætisráðherra Íslands áð- ur en hann yfirgefur landið. Nú hefur Jayaraman verið á ferðinni í rúm 2 ár. Hann segist hafa valið að ferðast á hjóli því að þannig gefst honum tækifæri til að hitta fleira fólk. Honum fínnst íslendingar vera vingjam- legir og hlakkar til að ferðast um landið. Jayaraman Ganesan ætlar að hjóla um allan heim og boða frið og kjarnorkuvopnalausa veröld. •'*«*<«* Wtot Halldóra Sigurð- ardóttir er sjúkra- liði að mennt en hóf nýlega inn- f lutning á gervi- plöntum. HALLDÓRA SIGURÐARDÓTTIR Frá sjúkraliðastörfum yfír í blómasölu H alldóra Sigurðardóttir er sjókraliði að mennt og hefur starfað á sjúkrahúsum í mörg ár. Hún er tveggja barna móðir og hefur þurft að taka sér frí frá störfum í átta ár til að sinna börnum og búi en nú hefur hún hafið störf að nýju. Halldóra ákvað að hvíla sig á sjúkraliða- starfinu og fór á námskeið í tölvufræði, bókfærslu og vélritun. Að því loknu ákvað hún að hefja eigin atvinnurekstur og setti á stofn fyrirtækið „Blóm og postulín". Halldóra fór til Þýskalands á sölusýning- ar en þar fann hún allsérstæða tegund af gerviblómum sem hún ákvað að flytja inn. Hún er með allt frá smáplöntum upp í þriggja metra háar plöntur. Þær líta mjög eðlilega út og marg- ar þeirra eru með náttúrulegum viðar- stönglum sem gera þær enn eðlilegri. Plönturnar eru litekta og þola trekk og breytingar á hita, raka og Ijósi. Þær henta því vel þar sem lifandi plöntur myndu fljót- lega visna og deyja. Halldóra hefur þegar sett blómin sín upp á nokkrum hótelum og fleiri stöðum og atvinnureksturinn gengur framar öllum vonum. Auglýsingar í Daglegt líf þurfa að hafa borist fyrir kl. 12.00. á föstudögum og íblaðiðÁdagskráfyrirkl. 12.00 á miðvikudögum. 0/ v - bl^é allra landsmanna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.