Morgunblaðið - 12.07.1988, Síða 38

Morgunblaðið - 12.07.1988, Síða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ 1988 Sýningarsalnum Glugganum lokað: Okkur skortir ekki áhugann heldur aðeins peninga - segir Helgi Vilberg skóla- sljóri Myndlistarskólans Morgunblaðið/Rúnar Þór Verðlaunahafar á siglingamótinu á Akureyri sem fram fór um helgina. Aftari röð frá vinstri: Benedikt H. Guðmundsson, Ými, Hólmfríður Kristjánsdóttir, Ými, Guðmundur I. Skúlason, Ými, Sigríður Ólafs- dóttir, Ými og Bjarki Arnaldsson, Ými. Fremri röð frá vinstri: Ágúst Kristjánsson, Nökkva, Ólafur Benediktsson, Vogi, Bjarki Gústafsson, Ými, Ragnar Steinsen, Ými, Helgi Pétursson, Siglunesi og Ingi- björg Böðvarsdóttir, Ými. Pepsi-Fiðlaramót á Pollinum: Siglingamenn úr Ými fengu flest verðlaun Nökkvi, félag siglingamanna á Akureyri, hélt sitt árlega Pepsi- Fiðlaramót á Pollinum um helg- ina. Þetta er stærsta og viðamesta sigiingamótið, sem haldið hefur verið til þessa hérlendis, að sögn félagsmanna, og voru þátttakend- ur um 50 talsins frá höfuðborgar- svæðinu, Egilsstöðum og Akur- eyri á aldrinum 8-17 ára. Þess má geta að í fyrra voru aðeins fimm keppendur svo áhugi fyrir siglingum virðist mjög vaxandi. Hart var barist á Pollinum og voru Ýmis-menn úr Kópavoginum sigurstranglegastir. Keppt var í fjór- um flokkum og fóru fýrstu verðlaun til Ýmis-manna í þremur þeirra. Keppt var á Optimist-bátum og Top- per-bátum, sem eru lengri, stærri og hraðskreiðari og eru það eldri krakkamir sem keppa á þeim. Op- timist-bátamir em hinsvegar fyrir 8-15 ára böm. í Topper-flokki sigraði Guðmund- ur I. Skúlason úr Ymi. Annar varð Bjarki Arnaldsson og þriðji Benedikt H. Guðmundsson, báðir úr Ými. I Optimist B-flokki sigraði Hólmfríður Kristjánsdóttir, Bjarki Gústafsson varð annar og Ragnar Steinsen þriðji, öll úr Ými. I Optimist C- flokki vann Agúst Kristjánsson úr Nökkva. Annar varð Ólafur Bene- diktsson úr Vogi og Helgi Pétursson úr Siglunesi hafnaði í þriðja sæti. Þá var keppt í Optimist- kvenna- flokki og sigraði Hólmfríður Kristj- ánsdóttir úr Ými þar. Önnur varð Ingibjörg Böðvarsdóttir og í þriðja sæti hafnaði Sigríður Ólafsdóttir, báðar úr Ými frá Kópavogi. Veitingastaðurinn Fiðlarinn og Sanitas styrktu mótið veglega og greiddu fyrirtækin flutning á fólki og bátum og kostuðu gistingu og fæði ofan í mannskapinn. Einnig gáfu þau verðlaun, bikara og pen- inga til keppninnar. Verðlaun voru afhent seinnipart sunnudags í loka- hófí á Svartfugli. Brautin, sem fley- in fóm, kallast ólympíuþríhymingur- inn. Siglingamennimir sigla hann fjórum sinnum og fást úrslitin eftir samanlagðan árangur allra þeirra ferða. Að sögn Amars Daníelssonar, starfsmanns Nökkva, á íþróttin sívaxandi vinsældum að fagna og sýnir fjölgun þátttakenda það ber- lega. Amar sagði að yflrleitt sæktu strákar meira í sportið heldur en stelpur, en siglingar ættu alveg eins við bæði kynin. Sjö stelpur tóku þátt í mótinu nú og taldi Amar það mikla framför. Félag siglingamanna á Akureyri, Nökkvi, var stofnað árið 1979 upp úr Sjóferðafélagi Akureyrar og em félagsmenn nú rúmlega 160 talsins. Starfsemi Nökkva fer nær eingöngu fram á sumrin, eins og gefur að skilja, og em þá haldin fjölmenn sigl- inganámskeið. A vetuma fer tími þeirra Nökkva-félaga að mestu í við- hald og nýsmíði Optimist-báta. Top- peramir em hinsvegar verksmiðju- framleiddir erlendis. Sextán bátar em nú í eigu Nökkva. Amar sér alfarið um siglingakennslu Nökkva á Pollinum. Hann sagði Pepsi-Fiðl- aramótið stærsta mót sumarsins, en tvö mót önnur væm á döflnni í sum- ar. Seglbrettamót færi fram eftir hálfan mánuð og Akureyrarmeist- aramót á seglskútum og brettum færi fram í næsta mánuði. Þá fer Islandsmótið í siglingum fram í Fossvoginum í Kópavogi nk. helgi og fara sex Optimistbátar og einn Topper á mótið frá Akureyri. Amar sagði Pollinn mjög góðan fyrir siglingar, en ýmsar endurbætur þyrfti að gera hvað varðar aðstöðu og klóakrennsli. Skolpið rynni bók- staflega atlt í kringum siglinga- mennina og væri mikill óþrifnaður af þessu. „Þetta stendur þó vonandi til bóta þar sem gert er ráð fyrir uppbyggingu Höfner-svæðisins strax með haustinu. Byggð verður upp smábátahöfn, þar sem við fáum aðstöðu. Einnig þurfum við að huga að nýbyggingu þar sem til stendur að rífa núverandi húsnæði okkar vegna aðalskipulags bæjarins," sagði Amar. ALLT útlit er fyrir að sýningar- sal Gluggans við Glerárgötu 34 verði lokað þann 10. júlí nk. Keramik- og textílsýning Rósu Kristínar og Margrétar Jónsdótt- ur stendur nú þar yfir og er þetta fimmtánda sýning Gluggans frá byijun, en salurinn var opnaður í október á síðasta ári. Að sögn Helga Vilberg skólastjóra Mynd- listarskólans á Akureyri og eins af stofnendum Gluggans er hug- myndin að leita eftir öðrum minni og ódýrari sal. „Tekjur hafa ekki dugað fyrir útgjöldum og því er ekkert hægt að gera annað en að draga saman segl- in. Leigukostnaðurinn, sem er 60.000 krónur á mánuði, hefur fyrst og fremst staðið okkur fyrir þrifum auk þess sem við höfum haft starfs- menn í vinnu. Við teljum að eitt ár dugi ekki sem reynslutími og því teljum við að tilrauninni verði að halda áfram. Við viljum óneitanlega fá að vera í alfaraleið, nálægt mið- bænum, en heldur gengur illa að fá inni fyrir minni pening," sagði Helgi. Hátt á flmmta þúsund gestir hafa sótt sýningar Gluggans. Atvinnu- málanefnd hefur styrkt sýningarsal- inn um 100.000 krónur og hafa 200.000 krónur komið frá menning- armáladeild. Helgi sagði að skiptar skoðanir væru á því hvort bæjarfé- laginu bæri að styrkja menningar- starfsemi, en á meðan íþróttafélög og ýmis önnur starfsemi nyti opin- berra styrkja fyndist honum ekkert óeðlilegt við að Glugginn sæti við sama borð. „Það er ekki hægt að reka hér sýningarsal í 14.000 manna bæ nema með samstilltu átaki ein- staklinga, fyrirtækja og Akureyrar- bæjar enda þarf ekki mikinn reikni- meistara til að sjá að svona fyrir- tæki getur engan veginn staðið und- ir sér með svo lítinn markað á bak við sig,“ sagði Helgi. Hann sagði að sú hugmynd hefði skotið víða upp kollinum hvort svokallað styrktar- mannakerfí gæti ekki gefíð Glugga- num lífsvon og litist honum ágæt- lega á hugmyndina. Jafnframt hefðu ýmsir bæjarbúar látið í sér heyra og verið mjög jákvæðir í garð henn- ar. „Það vantar hvorki áhuga né vilja, aðeins peningana.“ Sigfús Jónsson bæjarstjóri sagði það afleitt ef ekki væri hægt að reka sýningarsal í bænum, en menn yrðu einfaldlega að sníða sér stakk eftir vexti. „Það er mikill menning- arauki að hafa gallerí í bænum og því fyndist mér það mjög miður ef starfsemin legðist niður. Hinsvegar er ekki hægt að reka alla hluti á kostnað bæjarsjóðs. Bæjarstjórn verður að taka pólitíska ákvörðun um hvemig hún útdeilir þeim tak- mörkuðu aurum, sem hún hefur, og kem ég þar hvergi nærri. Þó svo að ég hafl hvorki vit á myndlist né fari á myndlistarsýningar, geri ég mér grein fyrir því að Akureyri, sem mennta- og ferðamannabær, þarf að hafa gallerí á sama hátt og ég tel kirkju nauðsynlega í bænum þó ég sæki hana lítið sem ekkert," sagði bæjarstjóri. Gunnar Ragnars forseti bæjar- stjómar og formaður menningar- málanefndar sagði að framlag menningarsjóðs til Gluggans hefði verið langhæsta framlagið til ein- staks verkefnis eða aðila á árinu. „Nokkrir einstaklingar fóru af stað með fyrirtækið Gluggann á síðasta ári og leituðu til bæjarins um að- stoð, sem þeir og fengu. Hinsvegar má alltaf deila um það hvort aðstoð- in er of lítil eða of mikið. Ef til vill er fjármagnið, sem menningarsjóður lét af hendi, lítið í augum einhverra, en upphæðin er stór miðað við það fjármagn sem menningarsjóður hef- ur yfír að ráða. Ég tel því að menn- ingarsjóður hafl gert verkefninu mjög góð skil,“ sagði Gunnar. Akureyrarlögreglan: Róleg helgi Helgin var róleg hjá lögreglunni á Akureyri miðað við árstíma, að sögn Matthíasar Einarssonar, varðstjóra. Sex menn gistu fanga- geymslur lögreglunnar, einn var tekinn fyrir ölvun við akstur, tólf voru teknir fyrir of hraðan akstur og nokkrir voru gómaðir fyrir að aka yfir á rauðu ljósi. Matthías sagði lögreglunafylgjast alltaf með notkun götuljósa á vissum tímum dagsins, en hann vildi ekkert gefa upp um hvenær sú athugun færi fram. Matthías sagðist ekki álíta að mikil brögð væru að því að aka yfír á rauðu ljósi og það síst ásetningur manna. Hins vegar vildi það oft á tíðum gerast ef ökumenn færu yfir á ansi „bleiku" og oft gerð- ist það að þeir kæmu of geyst að ljósunum og færu yfir þegar of seint væri að bremsa. Skuldabréf Akureyr- arbæjar uppseld STEFAMIA 96-26366 AKUREYRI 96-26366 SKULDABRÉF Akureyrarbæjar eru nú uppseld einum mánuði fyrr en áætlað hafði verið. Það var Landsbanki íslands sem sá um skuldabréfaútboðið fyrir hönd bæjarins, og að sögn Hauks Þórs Haraldssonar, forstöðu- manns verðbréfaviðskipta Lands- banka Islands, er greinilegt á móttökunum að Akureyrarbær hefur mikið og gott lánstraust. Skuldabréfaútboðið nam 100 milljónum króna og var áætlað að sölu þeirra yrði lokið á um þremur mánuðum. Aðeins eni þó tveir nián- uðir liðnir frá því bréfín komu fyrst á markaðinn. Þetta er fyrsta sjálf- stæða skuldabréfaútboð Akureyrar- bæjar, en fyrir rúmu ári síðan var bærinn með bankabréfaútboð. Haukur Þór sagði kaupendur bréf- anna hafa verið mjög blandaða og bæði einstaklingar og sjóðir hefðu fjárfest í skuldabréfunum. Raun- ávöxtun bréfanna er frá 10,5% til 11% og eru þau ýmist til fjögurra, fímm eða sex ára. Haukur Þór sagði skuldabréfaútboð aðeins einn val- kost í öflun §ár fyrir sveitarfélög og væri ávöxtun mjög eðlileg. Að- eins eru liðin um tvö ár síðan bera fór á slíkum útboðum á vegum bæj- arfélaga og síðan þá hefðu um sex bæjar- og sveitarfélög farið þessa leið. Að sögn Sigfúsar Jónssonar, bæj- arstjóra á Akureyri, er ætlunin að veija peningunum í þágu bæjarbúa enda vantar bæjarsjóð fjármagn til ýmissa brýnna framkvæmda.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.