Morgunblaðið - 12.07.1988, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 12.07.1988, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ 1988 Svar við leiðaraskrifum Morgunblaðsins undir fyrirsögninni „Glæsilegt endurlgor“ 28. iúní sl. eftirHelgu . Gísladóttur í leiðaranum lýsir höfundur kjöri Vigdísar Finnbogadóttur sem giæsi- legum sigri og telur að Sigrún Þor- steinsdóttir hafi ekki haft erindi sem erfiði. Einnig lætur ritstjórinn að því liggja að málefni kosninganna hafi verið að efna til óvinafagnaðar milli löggjafar-, framkvæmda- og for- setavalds með því að vísa málinu einlægt til þjóðarinnar. Leiðarhöfundur viðurkennir að brotinn hafí verið ísinn með fram- boði Sigrúnar Þorsteinsdóttur og það sé upphaf þess að fá alvöru keppina- ut um embættið þótt forseti sitji þar. Einnig lætur hann að því liggja að hækka þurfi tölu meðmælenda með þeim sem bjóða sig fram til forsetakjörs. Ritstjórinn telur að kosningnamar muni blása nýju lífi í umræðurnar um stjómarskrármálið og kemur síðan enn og aftur fram með þann undarlega tilbúning að þeir sem sóttu fram gegn Vigdísi Finnboga- dóttur þessu sinni hafa viljað auka vald forseta íslands. Andstæðingar lýðræðisins Með þessum leiðara Morgunblaðs- ins hefur valdastéttin sýnt sitt rétta andlit. Talsmenn þessarrar valda- stéttar vilja ekki lýðræði þ.e. að „lýð- urinn" fólkið ráði eins og 26. grein stjómarskrárinnar gerir ráð fyrir. En skv. 26. greininni hefur forsetinn heimild til þess að synja lögum stað- festingar og vísa þeim til þjóðarat- kvæðagreiðslu. Morgnnblaðsritstjór- ar vilja einungis viðhalda því þing- ræði sem við þegar höfðum fyrir lýðveldistökuna. Það þýðir að valdið er einungjs í höndum þingmanna og stjómmálaflokkanna en á bak við þá standi peningamennirnir, hinfr raunverulegu valdamenn, og kippa í spottana. Þessir sömu peninga- menn standa á bak við Morgun- blaðið og stýra pennum ritstjóranna. Morgunblaðsmenn vilja ekki fyrir nokkra muni að lýðræði komist á, því þá mun fólkið en ekki stjórn- málaflokkamir og peningamennimir að baki þeirra hafa síðasta orðið. Málefni Sigrúnar Stjómarskráin gerir ráð fyrir því að forsetinn, æðsti embættismaður landsins, geti vísað málum til þjóðar- innar. Þetta kallar ritstjórinn að efna til óvinafagnaðar við löggjafar- og framkvæmdavaldið. Gerir hann þá ráð fyrir að fólkið í landinu séu óvin- imir þegar það er spurt álits um vafasama lagasetningu? Leiðarahöf- undur gerir því einnig skóna að Sigr- ún Þorsteinsdóttir hafi ætlað að senda lög sífellt til þjóðaratkvæða- greiðslu. Sigrún skýrði hins vegar vel út í hvaða tilfellum slíkt yrði gert. Hún hefði vísað málum til þjóð- arinnar sem skertu hag almennings og þjóðin hefði ekki verið látin vita um fyrir kosningar og sem vitað væri að almenningur væri á móti. Matarskatturinn er gott dæmi um slík mál. Einnig sagðist hun aldrei myndi hafa samþykkt lög um mann- réttindabrot á við afnám samnings- réttar. Auk þess hefði hún vísað hita- máium eins og bjórmálinu til þjóðar- atkvæðagreiðslu. Þjóðaratkvæða- „Morgnnblaðsritstjórar vilja einungis viðhalda því þingræði sem við þegar höfðum fyrir lýð- veldistökuna. Það þýðir að valdið er einungis í höndum þingmanna og stjórnmálaflokkanna en á bak við þá standi peningamennirnir, hin- ir raunverulegu valda- menn, og kippa í spott- ana. Þessir sömu pen- ingamenn standa á bak við Morgunblaðið og stýra pennum ritstjór- anna.“ greiðsla er auðveld í framkvæmd í tæknisamfélagi og skapar engan glundroða eins og sannast hefur í Sviss sem býr við eitt stöðugasta stjómkerfi í Evrópu. Andlýðræðislegar hugmyndir Ritstjórinn gefur í skyn að fram- boð Sigrúnar hafi ekki verið alvöru- framboð, þótt hún hafi fengið svipað fylgi og Gísli Sveinsson, fyrrum for- seti efri deildar Alþingis fékk í fram- boði sínu, á móti Asgeiri Ásgeirssyni á sínum tíma. Morgunblaðið sér einnig ofsjónir yfir þeim möguleika að venjulegt fólk geti boðið sig fram til forseta og vill að fjöldi meðmælenda yrði aukinn. Slíkar hugmyndir eru mjög andlýðræðislegar og ætti frekar að greiða fyrir því, að þeir sem vilja bjóða fram þjónustu sína, til þessa æðsta embættis landsins, geti gert það. Morgunblaðið Hugmyndir ritstjórans um að Sigrún hafi viljað auka vald forseta íslands, eru úr lausu lofti gripnar, og settar fram til þess að villa um fyrir fólki. Enn einu sinni er nauð- synlegt að ítreka, að Sigrún hefur aldrei sett fram þessa hugmynd, heldur aðeins að forseti íslands beiti því valdi sem hann þegar hefur, til þess að vísa málum til þjóðarinnar, skv. 26. grein stjórnarskrárinnar. Fólk hefur ekki verið upplýst af fjöl- miðlum um stjómarskrána og þau stórkostlegu lýðréttindi sem hun hefur að geyma fyrir fólkið í landinu. Morgunblaðið er víðlesnasta blað landsins. Þegar það fer með rangt mál og gefur villandi upplýsingar um mikilvæg mál, eins og kosningu til æðsta embættis landsins og inni- hald stjómarskrárinnar, bregst það skyldu sinni um heiðarlega og mál- efnalega blaðamennsku. Hættulegast lýðræðinu er hins vegar það sem gefið er í skyn í lok leiðarans. Þar er rætt um endurskoð- un stjórnarskrárinnar í tengslum við það að þjóðin hafi hafnað þeim mál- stað að vísa skuli málum til þjóðar- innar. Þetta er skýr vísbending um að andstæðingar lýðræðisins, sem Helga Gísladóttir Morgunblaðið er talsmaður fyrir, muni beita sér fýrir því að 26. grein- in verði felld út úr stjómarskránni. Með því væri lýðveldinu ísland breytt í þingveldið Island. 26. greinin er eina haldreipi lýðræðissinnans í stjómarskránni. Pólsk kosning Til allra hamingju var stuðningur- inn við Vigdísi Finnbogadóttur og það valdakerfi sem hún tilheyrir ekki eins afgerandi og Morgunblaðið vill vera láta. Stuðningsmenn hennar stefndu að rússneskri kosningu þar sem 98% kjósa sama valdakerfið en reyndin varð pólsk kosnig þar sem 72% kjósenda skiluð sér á kjörstað og aðeins 65% sýndu stuðning við starfandi forseta. Kosningarnar bám því með sér skýr skilaboð um andúð stórs hluta þjóðarinnar á ríkjandi valdhöfum. Höfundur er kennari og varkosn- ingastjóri Sigrúnar Þorsteinsdóttur. UPPLYSINGAFULLTRU- AR VALDAKERFISINS eftirÁshildi Jónsdóttur í nýliðnum forsetakosningum kom vel í Ijós hve §ölmiðlar landsins em nátengdir því valdakerfí sem ríkir hjá okkur. Kosningamar vom um það hver skyldi skipa æðsta embætti landsins og það var fólkið, hinn breiði fjöldi, sem átti að velja á milli frambjóð- enda. Annar frambjóðandanna var vel þekktur vegna 8 ára starfa í for- setaembættinu og langvarandi kynn- ingar. Hinn frambjóðandinn var all- sendis óþekktur. • BV Rafmagns oghond- lyrharar Liprirog handhægir. Lyftigeta: 500-2000 kíló. Lyftihæð upp í 6 metra. Mjóar aksturs- leiðir. Veitum fúslega allar upplýsingar. BlLDSHÖFÐA 16 SlMI.672444 Skylda fjölmiðla Ætla mætti að það væri skylda fjölmiðlanna að kynna valkosti ræki- lega fyrir kjósendum þannig að hver og einn hefði skýrar hugmyndir um þær persónur sem í framboði vom og einnig um þau málefni sem þær höfðu fram að færa. Reyndin var hins vegar sú að flest- ir flölmiðlamir þögðu þunnu hljóði og þeir áhrifamestu þeirra, sjón- varpsstöðvamar, vörðu samtals 1 klst. og 5 mínútum í að kynna fram- boðin af þeim 450 klst. sem þær senda út í reglulegum útsendinga- tíma á mánuði. Sjónvarpskynningin var eingöngu síðustu dagana fyrir kosningamar. Þessum kosningum má því líkja við knattspymuleik þar sem annað liðið fengi aðeins að koma inn á völl- inn í sfðari hluta seinni hálfleiks. Kerfið skalf Ég held aðT>esta skýringin á þess- ari framkomu fjölmiðlanna hafi kom- ið fram í útvarpsþætti nú á dögunum þar sem nokkrir fjölmiðlamenn komu saman að afioknum kosningum. Einn þeirra sem er fréttamaður á ríkis- fjölmiðli lýsti ástandinu þannig að það hefði komið mikill skjálfti í kerf- ið með framboði Sigrúnar Þorsteins- dóttur. Það hefði verið greinilegt að Vigdís hefði átt að vinnaþessar kosn- ingar hvað sem það kostaði og stuðn- ingsmenn Vigdísar hefðu séð til þess að fjölmiðlapólitíkin væri í samræmi við það. Þegar fjölmiðlamaðurinn hafði lokið máli sínu sagði hann eitt- hvað á þessa leið: „Ég verð örugg- lega tekinn á teppið fyrir þetta.“ Þess vegna nefni ég ekki nafnið hans hér. Ríkisútvarpið þjónn fámennisveldisins Ráðsmennska fárra valdamikilla manna með alla þjóðina kemur mjög vel fram í þessu. Ríkisútvarpið er f éigu allra landsmanna en því er beitt til að þjóna þessu fámennisveldi í stað þess að vera þjónn fólksins og gefa undanbragðalaust þær upplýs- ingar sem eru nauðsynlegar fyrir fólk til þess að geta myndað sér skoðanir um mikilvæg mál. Ríkis- sjónvarpið varði litlum tíma í kynn- ingu og þær upplýsingar sem það gaf með tæplega einnar klukku- stundar skýringarþætti á forseta- embættinu voru stórlega hlutdrægar og studdu nær eingöngu ríkjandi kerfi. Þessi þáttur var kærður yfir hlutleysisbrot til hins flokkspólitíska útvarpsráðs sem auðvitað vísaði kærunni á bug. Þar voru einungis þingræðissinnar sem höfðu engan áhuga á lýðræðishugmyndum Sig- rúnar Þorsteinsdóttur um völd til fólksins og þaðan af síður vildu þeir aðhald á þingmönnunum (sjálfúm sér) og fannst sjálfsagt að mismuna þótt það bryti útvarpslögin. Framlag starfsmanna jákvætt Það sem var hins vegar mjög já- kvætt við þátt Ríkissjónvarpsins var framlag starfsmannanna sjálfra. Þeir sýndu mikla hjálpsemi við gerð sjón- varpsþáttanna. Þeirra framlag var jákvætt og skapandi og eiga þeir þakkir skildar. Þáttur Stöðvar 2 í forsetakosning- unum var til hreinnar skammar. Þeir vörðu samtals 20 mínútum í viðtöl við frambjóðendur. Þetta er nú öll siðgæðisvitund „fijálsu" stöðv- arinnar. Nauðsyn á ríkisfjölmiðli • Þetta kennir manni að vera þakk- látur fyrir að hafa ríkisfjölmiðla sem þurfa að standa ábyrgir samkvæmt lögum gagnvart þjóðinni, Eini gallinn við ríkissjónvarpið er hið flokkspó- litíska útvarpsráð sem ætti að leggja niður án tafar. Ástæða er til að bregðast hart við hugmyndum pen- ingaaflanna á bak við Sjálfstæðis- flokkínn sem er að reyna að rífa nið- ur starfsemi ríkissjónvarpsins og gera rekstur þess erfíðan með kröpp- um íjárveitingum til þess eins að geta réttlætt sölu þess til einkaaðila. Frjálsa sjónvarpsstöðin Stöð 2 starfar eingöngu á bissniss grundvelli. Framboð Sigrúnar gat Áshildur Jónsdóttir „Þetta ættu allir frelsis- unnandi Islendingar að íhuga því það er niður- lægjandi og forheimsk- andi að vera neyslu- þræll slíkra voldugra áhrifatækja um framtíð okkar og velferð.“ ekki keypt dýrar auglýsingar og þess vegna var ekki áhugi á því að kynna það. Þessi „fijálsa" sjónvarpsstöð hefur engan áhuga á hégóma eins og lýðræði og að hér búi sjálfstæð og vel upplýst þjóð. Fijálsu útvarpsstöðvarnar Þáttur „fijálsu" útvarpsstöðvanna var þó öllu betri. Að vísu reyndi Bylgjan í upphafi á mjög ósmekkvf- san hátt að bregða fæti fyrir fram- boð Sigrúnar með uppspuna um það að starfsfólk í Granda hefði gengið út af fundi Sigrúnar. Hið sanna var hins vegar að aðeins tveir útlending- ar yfirgáfu matsalinn því þeir skildu ekki tungumálið. Fundurinn endaði hins vegar með lófaklappi starfs- manna. Stjaman var mun jákvæðari og flutti allan tímann líflegar fréttir af kosningabaráttunni og erum við þakklát fyrir það. Framlag dagblaðanna Tfminn minntist ekki á það einu orði að kosningamar væru í landinu nema I einum leiðara sem var fullur af rangtúlkunum á framboðinu og stjómarskránni. Gámngamir hafa það á orði að þetta sé vegna þess að Steingrímur Hermannsson hafi orðið mjög móðgaður yfir því að Sigr- ún vogaði sér að bjóða fram því hann gangi sjálfúr með forsetann f magan- um, blessaður. Þjóðviljinn þagði þangað til þekkt- ir alþýðubandalagsmenn fóm að skrifa í blaðið og mæla með fram- boði Sigrúnar og síðan tóku þeir nokkkuð góðan endasprett. Morgunblaðið gerði framboðinu nokkur skil en gætti þess að koma ekki með neina hlutlausa kynningu á framboði Sigrúnar og birti ekki greinar fyrr en síðustu vikuna fyrir kosningar. Leiðaraskrifin vom hins vegar full af rangtúlkunum og vill- andi upplýsingum fyrir Iesendur blaðsins. Alþýðublaðið stóð sig nokkuð vel og kom með nokkrar góðar frétta- skýringar, eins Helgarpósturinn. Skiptar skoðanir á DV Dagblaðið birti langmest efni um framboðið og fyrirkomulag þess með kjallaragreinamar er til fyrirmyndar. Ritstjóramir vom hins vegar greini- lega með mjög skiptar skoðanir um framboðið. Ymist studdu leiðaramir málefni Sigrúnar eða börðust gegn þeim. Ljótur blettur á þætti Dag- blaðsins var hin fáránlega skoðana- könnún sem blaðið gerði og birti áður en nokkur kynning hafði farið fram á öðmm frambjóðandanum og til þess að bæta gráu ofan á svart gerði Dagblaðið þessa siðlausu og skoðanamyndandi könnun að tilefni til þess að fara fram á að Sigrún hætti við framboð sitt. Þetta var ódrengileg framkoma og tilræði við lýðræðið. Fjölmiðlarnir brugðust í heild má segja að fjölmiðlaheim- urinn hafi bmgðist skyldu sinni og sýnt það svo ekki var um villst að valdakerfíð hefur Qölmiðlana í hönd- um sér og notar þá til þess að standa vörð um völd sín. Þetta ættu allir frelsisunnandi íslendingar að íhuga því það er niðurlægjandi og for- heimskandi að vera neysluþræll slíkra voldugra áhrifatækja um framtíð okkar og velferð. Höfundurinn er verzlunarmaður og var fjölmiðlafulltrúi framboðs Sigrúnar Þorsteinsdóttur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.