Morgunblaðið - 12.07.1988, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.07.1988, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ 1988 Sljómlyndi gegn sjálfstæði eftirHarald Ölafsson Þegar menntamálaráðuneytið sendi frá sér hinn 30. júní tilkynn- ingu um að Hannesi H. Gissurar- syni hefði verið veitt staða lektors í stjómmálafræði við félagsvísinda- deild Háskóla íslands frá 1. ágúst nk. kom flestum er eitthvað þekkja til sögu háskólans í hug stöðuveit- ingar þar fyrir rúmlega hálfri öld. Umræðumar, er þá urðu um vald- níðslu að ekki sé talað um vald- hroka þáverandi kennslumálaráð- herra, áttu þátt í því, að settar voru reglur um undirbúning að skipan í slíkar stöður í framtíðinni. Atburðimir 1936 og 1937 voru áfall fyrir sjálfstæði háskólans, en um leið áminning til skólans að vera á verði gagnvart stjómlyndi þeirra, sem þurfa sífellt að minna á að þeir hafi völdin. Veiting lektorsstöðunnar nú og stöðuveitingar við lagadeild og guð- fræðideild fyrir ríflega fimm ára- tugum eru samkynja, nema hvað nú er valdhrokinn enn naktari og virðingin fyrir því, sem ráðherram- ir spara ekki að skjalla á hátíðlegum stundum, ristir ekki dýpra en svo, að tækifærið er notað til að snupra starfsmenn háskólans og gefa þeim í skyn, að veitingavaldið hyggist skipta sér enn meir en verið hefir af starfinu innan skólans, með því að endurskoða reglum um val manna til starfa. En þótt greinar- gerðin sem fylgir tilkynningunni um skipun Hannesar í stöðuna sé í flestu tilliti einkar athyglisverð, eínkum þó fyrir hve tekist hefir að koma þar fyrir svo mörgum álita- málum í ekki orðfleira plaggi, þá em ummæli hins stjómglaða ráð- herra í dagblöðum ekki síður fróð- leg. Lítum fyrst á greinargerðina. Réttilega er þar skýrt frá auglýs- ingunni um stöðuna og hvers kraf- ist er af væntanlegum kennara í greininni. Þremur vikum eftir að umsóknarfrestur rann út var skipuð dómnefnd á vegum háskólans, enda hefir það verið viðtekin regla í fé- lagsvísindadeild eftir að hún var formlega stofnuð. Að venju var tal- ið rétt að prófessor í viðkomandi grein eða forstöðumaður greinar tæki sæti í nefndinni, enda að öllu jöfnu jim að ræða þá aðila, sem hafa mjög góða þekkingu á viðkom- andi fræðigrein. Auk þess vom svo dósentinn í stjórnmálafræði og stjómmálafræðingur skipaðir í nefndina. Þarna virtist vel hafa skipast. En rúmum mánuði eftir að dómnefndin var skipuð barst bréf frá lögmanni, sem mótmælti skipan í dómnefndina fyrir hönd skjólstæð- ings síns, Hannesar H. Gissurarson- ar. Þessi nýstárlegu vinnubrögð umsækjanda komu nokkuð flatt upp á deildarmenn, enda flestir vanist því, að ræðast við án afskipta lög- manna. í bréfinu vom rakin einhver köpuryrði, sem fallið höfðu í blaða- skrifum umsækjandans og eins dómnefndarmannsins, en aðrir dómnefndarmenn vom taldir of miklir persónulegir vinir eins um- sækjenda. Deildin sá ekki ástæðu til að sinna þessu kvabbi lögmannsins. Prófessorinn í stjómmálafræði, Ólafur R. Grímsson, sagði sig úr nefndinni, og í hans stað var settur Sigurður Líndal, prófessor, og um líkt leyti var óskað eftir því, að rektor skipaði íjórða mann í dóm- nefndina, svo ekki væri unnt að halda því fram, að ekki væri reynt að hafa nefndina svo velskipaða, að ekki gæti minnsti vafi leikið á því að hún mæti verk umsækjenda á hlutlægan hátt og í samræmi við þá auglýsingu, er lá til gmndvallar umsóknunum. Það hlýtur að vera nokkurt um- hugsunarefni, að frá upphafi skuli einn umsækjenda lýsa yfir að hann vantreysti einhveijum dómnefndar- mönnum, og gefa þar með í skyn, að hann mæti einhveijum Ijandskap innan deildarinnar. Ráðherra tekur svo undir þessar haldvillur Hannes- ar á ósmekklegan hátt er hann seg- ir í viðtali við Morgunblaðið 1. júlí sl. að „Öll saga og meðferð málsins í Háskólanum gaf sérstakt tilefni til þess að málið fengi sérstaka skoðun hér í ráðuneytinu." í grein- argerðinni segir. „Að mati ráðu- neytisins gefa deilumar um dóm- nefndina tilefni til þess að fram fari sérstök athugun á reglum um skipan dómnefnda um kennaraemb- ætti við Háskóla íslands." Deilumar um dómnefndina voru ekki aðrar en þær, sem Hannes H. Gissurarson vakti með því að fela lögmanni sínum að kvarta yfir (ímyndaðri?) óvináttu dómnefndarmanns í sinn garð, og bamalegum fullyrðingum um vináttu annarra manna. í stuttu máli var þá krafa lögmannsins sú, að óvinir Hannesar mættu ekki dæma um hæfni hans, og vinir Ólafs Þ. Harðarsonar mættu ekki dæma um hæfni Ólafs. „Hvort ég ber eða barinn er, barið er sér yfir mér,“ stundi Pétur Gautur þegar Ása gamla jós yfír hann skömmunum. I beinu framhaldi af samsæriskenn- ingum Hannesar Gissurarsonar og menntamálaráðherra er ekki úr vegi að spyija hvers virði séu um- sagnir þeirra umsjónarkennara Hannesar, þeirra dr. Gray og dr. Barry. Um miðbik greinargerðar menntamálaráðherra er kjarni alls málsins fólginn í setningunum „en nefndin taldi að ékki væri hægt að ráða það af námsferli hans (þ.e. Hannesar) né heldur hefði hann sýnt fram á það með ritverkum sínum, að hann hafí þá þekkingu á helstu kenningum og rannsóknar- aðferðum í stjómmálafræði að hann teldist hæfur til að kenna undir- stöðugreinar hennar". Þama stendur hnífurinn í kúnni. Af þeim verkum, sem umsækjand- inn Hannes leggur fram getur dóm- nefndin ekki ráðið, að hann hafi þá þekkingu á undirstöðugreinum, sem krafist er í auglýsingunni. Menntamálaráðuneytið, eða réttara sagt, menntamálaráðherra segist ekki geta fallist á þá niðurstöðu, og segir: „Maður sem lokið hefur prófí í stjómmálafræði hjýtur að teijast hæfur til að kenna byijend- um almenn atriði fræðigreinarinn- ar.“ Hér er um fullyrðingu að ræða sem ekki er sönnuð á annan hátt en með því að vísa til þess háskóla, sem umsækjandi varði doktorsrit- gerð sína við, og svo ummæla þriggja manna. Þetta eru haldlítið rök. I fyrsta lagi geta menn skrifað doktorsritgerð um svo sértækt efni, að það snerti ekkert ýmsar undir- stöðugreinar viðkomandi fræða. Doktor í geðsýkisfræðum þarf ekki endilega að vera hæfur til að kenna líffærafræði eða skurðlækningar, doktor í kirkjusögu er ekki endilega fær um að kenna grísku, og svo mætti lengi telja. í öðru lagi kemur ekki fram hvort menntamálaráð- herra byggir niðurstöðu sína um hæfni Hannesar á þeim verkum, er hann lagði fram með umsókn sinni um títtnefnda stöðu, eða hvort hann hefir einhver önnur gögn í höndunum en dómnefndin, eða hvort þeir dr. Gray og dr. Barry hafa staðfest yfirlýsingar sínar með einhveijum gögnum, sem aðrir hafa ekki aðgang að. Gunnar Pálsson hefir skilað „ýtarlegri" umsögn um hæfni Hannesar til ráðherra. Hann hefir því augljóslega lesið yfir verk Hannesar, og ef til vill einhver þau önnur, sem öðrum eru hulin? Um doktorsritgerð Hannesar hefír ekki verið deilt, en aðrir um- sækjendur hafa skilað veigamiklum verkum og stundað víðtækar rann- Sóknir. í greinargerð ráðherrans er ekkert gert úr því, sem þeir hafa lagt af mörkum til fræðanna. í ákafa sínum að upphefja einn um- sækjanda er hinum gleymt. Það er ekkert á það minnst, að Ólafur Þ. Harðarson vinni að viðamiklum rannsóknum, sem hann hefir starf- að að um hríð og undirbúið af kost- gæfni. Þessar rannsóknir ná yfir langan tíma, og til að þær nýtist verður að halda þeim áfram. Með því að hunsa niðurstöður dómnefnd- ar, með því að segja þetta eitt: mitt er valdið, þá er ráðherrann að lýsa yfir að þessar rannsóknir séu einskis virði, þær megi missa sig, það sé allt í lagi að höggva að rót- um þeirra. Gunnar Helgi Kristins- son fær einnig ótvíræðan hæfnis- dóm enda þegar búinn að skipa sér á bekk með færum fræðimönnum á sviði stjórnmálafræði. Hann hringir ekki í kennara og leiðbein- endur þeirra til að fá staðfestingu á hæfni þeirra. Kennarar þeirra hérlendis eru taldir vanhæfir af því að þeir hafa jagast um pólitík við Hannes Gissurarson og neyðst til að svara honum vegna opinberra ummæla hans. Kennarar Ölafs og Gunnars Helga erlendis og sam- starfsmenn í öðrum löndum eru ekki spurðir. En þetta eru líka ung- ir menn, sem ekki hafa ennþá lært að auglýsa hveija hreyfingu sína, hvert orð og hvert félag sem þeir eru í eða halda fyrirlestur hjá. Hin fijálsa samkeppni hugmynda er ekki hvað síst á auglýsingamarkað- inum. En allt er þetta þó léttvægt gagn- vart þeirri hættu, sem háskólinn kemst í ef ráðherravaldið, veitinga- valdið, eins og það kallaði sig 1937, ætlar að taka af þann rétt háskól- ans að stjórna sjálfur innri málum sínum. Meðal þess, sem okkur há- skólakennurum er falið, er að kenna í fullu frelsi og stunda okkar störf, skriftir og rannsóknir eftir því, sem við sjálfir ákveðum. Ríkisvald, sem ætlar sér að skipta sér beinlínis af því, sem hér er fengist við, er að gera að engu þá skyldu hákólans að vera sjálfstæður. í þessu sjálf- Haraldur Ólafsson „ Alveg er þetta með eindæmum. Maður stendur gáttaður gagn- vart þessari tilraun ráð- herrans til að hverfa fimmtíu ár aftur í tímann. Þetta verður á engan hátt skilið öðru vísi en sem árás á sjálfsákvörðunarrétt háskólans. Samtímis boðar hann nýskipan stöðuveitinga við skól- ann. Háskóiinn hlýtur að krefjast þess, að sú regla verði lögfest, að ekki verði skipað í stöð- ur kennara nema að til- lögum hans, enda tryggir það eitt hið margrómaða frelsi, sem slíkri menntastofn- un er nauðsynlegt til að geta gegnt hlutverki sínu á sviði kennslu og rannsókna.“ stæði felst öðru fremur, að við ber- um ábyrgð á gerðum okkar, störf- um okkar, verkum okkar, ekki gagnvart ráðherrum eða valda- mönnum öðrum fremur, heldur gagnvart nemendum okkar, þjóð- inni allri. Ráðherrann segir í viðtali við DV föstudaginn 1. júlí sl.: „Háskólinn hefur meðhöndlað málið á mjög gagnrýnisverðan hát og gagnrýnin byijaði um leið og dómnefndin var skipuð. Háskólinn hefði því átt að sjá það fyrir að áliti dómnefndarinn- ar yrði tekið með fyrirvara." Þetta vekur ýmsar spumingar. Var ráðherrann þá þegar ákveðinn Eyvindarstaða- og Auðkúluheiði: Áburðardreifingu að ljúka Sauðárkróki. SAMKVÆMT ákvæðum Blöndusamnings, sem gerður var árið 1980, hófust miklar uppgræðslutilraunir á Eyvindarstaða- og Auðkúluheið- um árið 1981, sem bætur fyrir það land sem fer undir uppistöðulón Blönduvirkjunar, þegar hún verður í notkun. Arið 1983 hófst svo uppgræðsla í stórum stíl og hefur henni verið haldið áfram á hverju ári síðan. Flugvél Landgræðslunnar. Morgunblaðið/BjömBjömsson í samtali við Svein Runólfsson kom fram að í ár er dreift 222 tonn- um af áburði með flugvél Land- græðslunnar, Páli Sveinssyni, en heimamenn munu annast dreifingu á 35 tonnum. Öll þessi framkvæmd er á vegum Landsvirkjunar. Á þeim tíma frá því að upp- græðsla hófst, hefur myndast gróð- urþelq'a á öllum svasðum sem borið hefur á, en þó lökust á þeim sem hæst eru yfir sjávarmáli. Sagði Sveinn að ljóst væri að uppgræðsla örfoka lands á Eyvindarstaða- og Auðkúlheiði hafi tekist framar öll- um vonum. Þó bæri að hafa í huga að á þessu tímabili hafi veðurfar oft verið kalt og óhagstætt hálend- isgróðri, sérstaklega fyrstu fjögur árin. Sáð hefur verið í 760 hektara örfoka lands og borið á 72 hektara af grónu landi á Auðkúluheiði. Þá hefur verið sáð í 417 hektara á Eyvindarstaðaheiði. Uppgrætt land erþvíorðið um þaðbil 1.177 hektar- ar samtals og til viðbótar 72 hektar- ar af grónu ábomu landi. í samráði við samstarfsnefndir og sveitastjórnir Austur-Húna- vatnssýslu svo og starfsmenn Landsvirkjunar hefur verið sáð í tiltölulega stærra svæði á Eyvindar- staðaheiði, en á Auðkúiuheiði, en hlutfallið á milli uppgræðslusvæð- anna verður jafnað á næstu árum í samræmi við Blöndusamninginn. Beitarþolstilraunir sem gerðar hafa verið á Auðkúluheiði benda til þess að árlega verði að bera á upp- græðslusvæðin til þess að um nýt- anlega uppskeru verði að ræða, og er það í fullu samræmi við fyrra álit og reynslu Landgræðslunnar. í nýútkominni Áfangaskýrslu Rannsóknarstofnunar landbúnaðar- ins, mars 1988, þar sem gerð er úttekt á flestum eða öllum þeim þáttum sem hugsanlega hafa áhrif á gróður á umræddum svæðum, segir í lokakafla um Yfirlit og álykt- anin „Á öllum reitum nema þeim, sem engan áburð hafa fengið síðan 1984, og þeim beittu reitum sem aðeins hafa fengið 100 kg/ha annað hvert ár, var fóðurframleiðsla meiri en úthagi á heiðunum er talinn geta gefið af sér í meðalárferði og við gott ástand landsins. Beitarálag var mikið á uppgræðslusvæðunum, og kom það meðal annars fram í því að yfir 90% af uppskerunni eru fjarlægð með beit, þar sem hún er mest. Hið mikla beitarálag dregur úr uppskeru og veldur því jafnframt að uppgræðslan gengur mun hægar en á friðuðum reitum. Það er ljóst að græða má upp land með áburðar- gjöf samfara beit, en árangur verð- ur mun betri ef beitarálagið er lítið, sérstaklega meðan gróðurþekjan er að þéttast." Frá Sauðárkróksflugvelli hófst dreifíng 21. júní og og lýkur henni 1. júlí. Nokkuð hefur verið um úr- tök við dreifinguna, meðal annars varð bilun f rafkerfi Páls Sveinsson- ar, sem orsakaði tveggja daga töf, en einnig setti sunnan rok svo og lélegt skyggni strik í reikninginn þegar átti að fljúga, þannig að verk- inu hefur miðað hægar en ella hefði verið. Sveinn Runólfsson sagði að há- lendissvæðin hafi komið nokkuð vel undan vetri og uppgræðslusvæðin litu vel út. Nokkuð hafí borið á sandfoki, sérstaklega á sunnan- verðri Eyvindarstaðaheiði, í óveðr- inu sem var fyrri hluta júnímánað- ar, en það væri þó ekkert viðlíka og á Mývatnsöræfum. Næsta verkefni Landgræðslunn- ar er áburðardreifing á ýmis friðuð landgræðuslusvæði í Þingeyjarsýsl- um, og verður það gert frá Aðal- dalsflugvelli. Þar verður dreift 250 tonnum, en en sú framkvæmd og dreifingin frá Sauðárkróksflugvelli eru tvö stærstu verkefni Land- græðslunnar á Norðurlandi í ár. - BB
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.