Morgunblaðið - 12.07.1988, Qupperneq 61

Morgunblaðið - 12.07.1988, Qupperneq 61
t tt'tt or pTyr->a fT ttí^TVM d\n /, Tqi/TTr>íií>V MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ 1988 03 61 Sauðárkrókur: Sj álf stæðiskonur í gróðursetningu Sauðárkróki. KONUR úr Sjálfstæðiskvenna- félagi Sauðárkróks tóku sig til og gróðursettu á annað hundr- að tijáplöntur í Grænuklauf, ofan íþróttasvæðis bæjarins, nú fyrir skömmu. Grænaklaufin var, sérstaklega hér áður fyrr, notuð til útisam- komuhalds, þó á síðari árum hafi oftar verið brugðið á það ráð að halda skemmtanir á íþróttavellin- um, þegar mikið hefur staðið til, svo sem á 17. júní eða á viðlíka hátíðisdögum. Oft hefur þó viljað brenna við, ef verðurfar hefur ekki verið því betra, að kaldsamt hefur orðið á íþróttasvæðinu svo færri hafa lagt leið sína þangað en ella á slíkum dögum. Ymsir hafa viljað endur- vekja þann sið að halda úti- skemmtanir í Grænuklauf, en þar er skjólgott fyrir norðanáttinni, og kominn þónokkur gróður, og er þetta framtak þeirra sjálfstæð- iskvenna þáttur í þeim áformum. Gróðursettar voru 120 lerki- og 40 birkiplöntur undir umsjón Pálma Sighvatssonar sem hefur umsjón með þeim svæðum í bæn- um sem tilheyra íþrótta og útivist- armálum. - BB Stefna stjórnvalda í heil- brigðismálum í anda Nátt- úrulækningaf élagsins STEFNA stjórnvalda í heilbrigð- ismálum, heilbrigði fyrir alla árið 2000, er að sögn forsvars- manna Náttúrulækningafélags- ins mjög i anda stefnu og starfs félagsins, þá sérstaklega varð- andi mikilvægi forvamarstarfs. Náttúrulækningafélagið varð 50 ára á síðasta ári og að sögn Jónas- ar Bjamasonar forseta félagsins er starf þess margbreytilegra en flesta grunar og starfsemi heilsuhælisins mjög víðtæk. Fyrirhugað er að byggja á næstu árum fleiri hús við heilsuhælið í Hveragerði, þar á meðal heilsuskóla. Jónas sagði að kenningar sem þóttu í tíð Jónasar Kristjánssonar skurðlæknis, sem var frumkvöðull stefnunnar hér, mjög nýstárlegar væru nú flestum kunnar. Félagið hefur gert myndband um starfsemi sína. Kemur þar meðal annars fram að hjá félaginu er lögð áhersla á að koma í veg fyrir sjúk- dóma, einkum þá sem eru bein af- leiðing neyslu ónáttúrulegra og óhollra efna í fæðu og óskynsam- legra lifnaðarhátta. Anna Ólafsdóttir Bjömsson hefur verið ráðin ritstjóri Heilsuvemdar, sem félagið hefur í 43 ár gefið út. Tímaritið kemur nú út endurbætt og er ætlað að vera leiðandi blað í heilsuvernd. Að sögn ritstjóra er fjallað á öfgalausan hátt um heilsu- rækt atmennings og þá sérstaklega um hollt matarræði. Eiríkur Ragnarsson er fram- kvæmdastjóri heilsuhælisins í Hveragerði og að hans sögn dvelja 180 dvalargestir á hælinu í einu en starfsmenn em 90. Rekstur hælis- ins hefur verið erfiður síðastliðin tíu ár en á síðasta ári var tekjuaf- gangur 2 milljónir. Aðsókn að hæl- inu er mikil og eru að jafnaði Morgunblaðið/Árni Sœbcrg Eiríkur Ragnarsson framkvæmdastjóri heilsuhælisins við teikningu af framtíðarskipulagi á lóð hælisins. fjögur ný hús á lóðinni. Nýtt eldhús verður í einni byggingunni og mun matur þaðan verða seldur út til gesta og gangandi. Fram til þessa hefur eftirspurn eftir mat frá hæl- inu verið nokkur. Einnig verður byggð ný endurhæfingarstöð heilsuskóli. I heilsuskólanum verður fræðsla um heilbrigði og holla lifn- aðarhætti. í fjórða húsinu verða rúm fyrir 40 dvalargesti. Að sögn Eiríks er mjög mikilvægt fyrir starf- semina að húsin verði byggð og tekin í notkun næstu árin. Við Þelamörk er fyrirhugað að koma upp gistiaðstöðu og heilsu- rækt fyrir ferðamenn í framtíðinni. Einnig er áætlað að byggja smáíbúðir fyrir almenna borgara sem geta þá keypt fæði frá hælinu-r-' stundað heilsurækt og farið á nám- skeið í heilsuskólanum. Öll þessi starfsemi fyrir almenna borgara yrði óháð heilbrigðiskerfinu en nú greiða tryggingar um 80 af hundraði að meðaltali af dvalar- kostnaði. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Jónas Bjarnason forseti Náttúru- lækningafélagsins. 800—1200 manns á biðlista en á hveiju ári dvelja um 2000 dvalar- gestir á hælinu og eru þar 4—6 vikur að meðaltali. Við hlið eldra hælisins hefur hús fyrir 80 dvalargesti verið tekið í notkun en til stendur að byggja Fréttabréf frá Kaupmannahöfn: Haukur Dór málar myndir í skip DFDS Jónshúsi, Kaupmannahöfn. Kirkjukór íslenzka safnaðarins í Kaupmannahöfn ásamt prestshjónunum. Morgunbiaðíð/Aðaibjörg Jónsdóttir Hátíðahöld íslendingafélagsins í Kaupmannahöfn á þjóðhátíðardag- inn fóru fram með hefðbundnum hætti í Austurgarði. Formaður fé- Iagsins, Bergþóra Kristjánsdóttir, setti samkomuna, sendiráðsprestur- inn flutti hugvekju og kór íslenzka safnaðarins í Kaupmannahöfn söng undir stjórn Ólafs Einarssonar. Fjallkona var Ása Gunnarsdóttir og las hún ljóð Jóhannesar úr Kötlum. Fjölmenni var í garðinum í sumar- hitanum og einnig komu fjölmargir landar í kaffíð í félagsheimilinu og í Safn Jóns Sigurðssonar. Kirkju- kórinn hefur nýlega kvatt söng- stjóra sinn undanfarin ár, Maríu Ágústsdóttur, sem flutt er heim til íslands til guðfræðináms. Mun María Anna Garðarsdóttir taka við starfi hennar. Litla hafmeyjan 75 ára Litla hafmeyjan er þekktasta myndastytta í Kaupmannahöfn og tákn Danmerkur um víða veröld. Nú eru 75 ár síðan, að henni var komið fyrir á steininum við Löngu- línu, og óteljandi ferðamenn hafa skoðað hana og myndað á þeim tlma. Edvard Eriksen myndhöggv- ari, höfundur hennar, sótti auðvitað hugmyndina til ævintýris H.C. And- ersens, og minnast má þess, að móðir listamannsins var íslenzk, Svanfríður Magnúsdóttir. Eriksen átti frægðarferil sem myndhöggvari hér í Danmörku ogskal aðeins nefnt hér minnismerki hans í dómkirkj- unni í Hróarskeldu, en það er yfir Kristjáni konungi IX og Lovísu drottningu, 3 líkneski, er hann nefn- ir Minningu, Ást og Sorg. Mynd- höggvarinn lézt árið 1953. í tilefni af afmæli hinnar heimsþekktu styttu er sérstæð sýning í Galleri Palmer skammt frá henni, en af- mæli litlu hafmeyjarinnar er minnzt árlega í ágúst á Löngulínu. Haukur Dór málar mynd fyrir DFDS Margir íslendingar ferðast með DFDS til Ósló frá Kaupmannahöfn og njóta sem von er þeirrar sjóferð- ar. Óslóbátamir, sem leggja frá' Skt. Annæplads daglega kl. 17, eru stórar ferjur, þekktar fyrir þæg- indi, fínan mat og skemmtilega sigl- ingu. Nylega fékk DFDS góða hug- mynd, sem eykur enn á ánægju faþega, en útgerðarfélagið bað Hauk Dór listmálara um að mála mynd sérstaklega fyrir skipin. Prýð- ir litógrafía hans „Á leið til elskunn- ar minnar“ nú veggi þar, en nafnið er fengið frá meistara Þórbergi. Þá myndin á bæklingi, sem fylgir matseðlum, prýddur myndum af listamanninum að störfum og með yfirskriftinnni: Góður matur og góð listaverk eiga saman. Haukur Dór hefur framleitt 250 áritaðar litó- grafíur af listaverkinu. Eru far- þegum boðnar þær til kaups á pönt- unarlista, sem ber mjög lofsamleg ummæli um Hauk Dór. Einstök auglýsing fyrir íslenzkan mynd- listamann erlendis og vekur athygli. Dagur eldra fólksins Dagur eldra fólksins íslenzka í Kaupmannahöfn var fyrir skemmstu og hófst með guðsþjón- ustu i Skt. Pálskirkjunni. Bauð sendiherrann, Hörður Helgason, öll- um kirkjugestum til kaffídrykkj- unnar hjá Bergljótu Skúladóttur gestgjafa í Jónshúsi á eftir. Þar sýndi Snorri Þorsteinsson fræðslu- stjóri fallega kvikmynd um Vestur- land og mikið var sungið af ættjarð- arlögum. Snorri, sem dvalizt hefur í fræðimannsíbúðinni ásamt konu sinni, Eygló Guðmundsdóttur, hélt hér tvö afar fróðleg erindi, hið fyrra að tilhlutan stjórnar námsmannafé- lagsins um áhrif danskra lýðskóla á íslenzkt skóla- og menningarlíf, en hið síðara um nýmæli í íslenskum skólamálum að beiðni íslendingafé- lagsins. Hátíðarguðsþjónusta í Malmö Á hvítasunnudag var íslenzk guðsþjónusta í Vestri Skrávlinge kirkju í Malmö, þar sem 2 börn voru skírð, 4 ungmenni fermd og hjónavígsla fór fram. Prestur var sr. Ágúst Sigurðsson, organisti Ann Louise Jónsson og söngfólkið bæði úr íslenzka kórnum í Lundi og frá Malmö. Fermingarbömin heita Ágústa Arnardóttir Forberg, Aak- arp, Bjartmar Þrastarson, Staffans- torp, Jóhanna Þórisdóttir, Lundi og Rakel Bára Davíðsdóttir, Aaby, en nöfn brúðhjónanna eru Jón Loftsson og Jóhanna P. Björgvinsdóttir, Svedala. Eftir athöfnina var að venju sameiginleg veizla í safnaðar- heimilinu, sem formaður ÍMON, Georg Franklínsson, og Margrét Jóhannesdóttir, kona hans, stóðu fyrir, en aðstandendur barnanna og brúðhjónin lögðu til kaffibrauðið af miklum myndarskap. * Islenzkur happdrættisvinn- ingur hjá Sokkelund Radio íslenzka útvarpssendingin hér í Höfn heitir Útrás og sendir um Sokkelund-útvarpsstöðina á FM 98,9 á laugardagskvöldum í veturv vor og haust. Margir útlendir hópar og aðrir sérhópar nota þessa stöð, sem nú heldur upp á 5 ára afmæli sitt, m.a. með happdrætti og er vinningurinn í júní ferð fyrir 2 til Færeyja, en í júlí 2 miðar til ís- lands í boð Flugleiða. Þátttakendur greiða peningaupphæð inn á gíró- reikning vinafélags Sokkelund- stöðvarinnar. G.L.Ásg.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.