Morgunblaðið - 12.07.1988, Side 16

Morgunblaðið - 12.07.1988, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ 1988 Greinargerð frá kenn- urum Ölduselsskóla Veldu Steinvara 2000 gegn steypu- skemmdum málningt Blaðinu hefur borist eftirfar- andi frá kennurum við Oldusels- skóla: Vegna ráðningar í embætti skólastjóra við Ólduselsskóla í Reykjavík vilja kennarar skólans gera grein fyrir sjónarmiðum sínum. Eins og flestir vita voru tveir umsækjendur um stöðu skólastjóra við Ölduselsskóla, báðir með full kennsluréttindi. Annar umsækj- andinn Sjöfn Sigurbjömsdóttir, hafði verið starfandi unglinga- kennari í 9 ár en ekki starfað á grunnskólastigi síðastliðin þrettán ár. Hún hefur því lítið eða ekkert unnið við grunnskóla síðan lög um grunnskóla frá 1974 tóku gildi. Það ætti að gefa auga leið að margt hefur breyst í skólastarfí á þessum þrettán árum ekki síst með tilkomu nýju grunnskólalaganna. Með þessum orðum er ekki verið að gera lítið úr störfum Sjafn- ar Sigurbjömsdóttur síðustu þrett- án árin. Við erum einungis að benda á þá staðreynd að starfs- reynsla hennar þessi ár hefur ekki verið í grunnskólanum. Það er mikill munur á þeirri reynslu að stjóma yfír 800 nemenda grunn- skóla eða að hafa með höndum sviðsstjórn í fjölbrautarskóla. Hinn umsækjandinn, Daníel Gunnarsson, hefur verið yfírkenn- ari í Ölduselsskóla undanfarin þijú ár, kennt alls átta ár við þann skóla og að auki verið starfandi gmnnskólakennari í sjö ár þar á undan. Áður en hann hóf störf í grunnskólanum hafði hann aflað sér kennararéttinda með ijögurra ára kennaranámi við Kennaraskóla íslands. Hann hefur fylgst vel með í sínu fagi, sótt fjölda kennaranám- skeiða og var síðastliðin tvö sumur við enskunám í Englandi þar sem hann kynnti sér einnig fíkniefna- vamir. Slík viðbótarmenntun hefur hvergi sést tíunduð honum í hag. Daníel hefur með kennaranámi sínu og störfum við grunnskólann öðlast mikla reynslu í því marg- Eigendur og útgefendur skuldabréfa Vegna mikillar eftirspurnar óskum við eftir góðum skuldabréfum í umboðssölu. Helstu skuldabréf í sölu hjá Verðbréfaviðskiptum Samvinnubankans Ný spariskírteini 7,2-8,5% ávöxtun umfram Eldri spariskírteini 8,5-8,8% ávöxtun umfram Veðdeild Samvinnubankans 10,0% ávöxtun umfram Samvinnusjóður íslands hf.* 10,5% ávöxtun umfram Lind hf.* 11.5% ávöxtun umfram Glitnirhf. 11,0% ávöxtun umfram önnur örugg skuldabréf 9,5-12,0% ávöxtun umfram Fasteignatryggð skuldabréf 12-15,0% ávöxtun umfram * Með endursöluábyrgð Samvinnubanka íslands hf. • Við innleysum spariskírtcini ríkissjóðs fyrir viðskiptavini okkar Nánari upplýsingar í Bankastræti 7, Reykjavík, 3. @ 91 - 20700 verðbólgu verðbólgu verðbólgu verðbólgu verðbólgu verðbólgu verðbólgu verðbólgu hæð, W verðbréfavhiskipti fjármál eru samvinnubankans okkar fag þætta og viðkvæma starfi sem fram fer í slíkri stofnun. Eftir að hafa litið á starfs- reynslu þessara tveggja umsækj- enda er ekki óeðlilegt að menn spyiji hvor þeirra hafi lengri og ferskari starfsreynslu innan grunnskólans. Svörin ættu tæpast að vefjast fyrir fólki ef heiðarlega og grannt er skoðað. í framhaldi af þessu má einnig spyija hvor þessara umsækjenda þekki betur til stjórnunarstarfa í Ölduselsskóla. Sá skóli er einn af stærstu grunn- skólum landsins með á níunda- hundrað nemendur og milli 60 og 70 manna starfslið. Mjög marg- þætt starfsemi fer fram innan skól- ans auk kennslunnar, t.d. er öflugt félagsstarf bama og unglinga í skólanum og hefur Daníel átt dijúgan þátt í uppbyggingu þess og eytt í það ómældum kröftum. Hann er mikill og góður skólamað- ur, afbragðs kennari og nýtur trausts allra sem þekkja vel til starfa hans. Það er því ekki að undra að starfsfólk skólans og for- eldrar hafi viljað styðja Daníel með traustsyfirlýsingum til fræðsluyfir- valda sem fylgt var eftir með und- irskriftum. Menntamálaráðherra hefur op- inberlega átalið okkur fyrir þessi skilaboð og jafnvel kallað slíkar undirskriftir mannréttindabrot. Þess vegna spyiju við: „Hvaða leið á hinn almenni borgari að ráða- mönnum til þess að láta óskir sínar og skoðanir í ljós? Hvar er hinn margumræddi lýðræðislegi réttur til þess að láta raddir sínar heyr- ast þegar í húfi eru málefni sem miklu skipta?" Um leið og Mennta- málaráðherra átelur þá sem stóðu að undirskriftunum og lætur að því liggja að þær hafi fremur skað- að Daníel en hitt, segir hann í út- varpsviðtali orðrétt daginn eftir að hann veitti stöðuna „Við fáum hér mikið af ályktunum af ýmsu tagi og eitt af því sem að mjög kemur til okkar eru ályktanir þar sem verið er að hvetja til þess að fjölga konum í stjórnunarstörfum. Margvísleg samtök sem kenna sig við jafnrétti senda slíkar ályktanir mjög frá sér til ráðherra og ég verð að viðurkenna að þetta hefur haft áhrif á mig einnig.“ Við spyij- um aftur: „Hvers vegna var hlust- að á þær raddir fremur en okkar?" Enn er menntamálaráðherra ósamkvæmur sjálfum sér. Þeirri skoðun vex mjög fylgi að auka sjálfstæði skóla og að leggja beri meiri rækt við samstarf heimila og skóla. Menntamálaráðherra viðraði þær skoðanir sínar í langri grein sem birtist í Morgunblaðinu í vor að hann væri mjög fylgjandi þessari stefnu og hygðist beita sér fyrir framgangi hennar. Væri hann samkvæmur sjálfum sér hefði hann séð sér leik á borði að styðja þess- ar hugmyndir með því að láta óskir foreldra, starfsfólks og fráfarandi skólastjóra vega þyngra en fjögur atkvæði pólitísks kjörins fræðslu- ráðs. Og við spyijum enn: „í hverra þágu var þessi ákvörðun tekin?“ Menntamálaráðherra hefur m.a. rökstutt veitingu sína með faglegu mati fræðsluráðs þar sem atkvæði féllu fjögur eitt Sjöfn í vil. Við teljum það orka tvímælis að slíkt faglegt mat hafi farið fram. Fag- legt mat þarf að vera mjög vel grundað og rökstutt. Hluti af fag- legur mati ætti að vera að kanna aðstæður í viðkomandi skóla. Það var ekki gert. Rökstuðningur fræðsluráðs kom fram í málflutningi Siguijóns Fjeldsteds fræðslufulltrúa á borg- arstjómarfundi 16. júní sl. þar sem ráðning í skólastjórastöðu Öldus- elsskóla kom til umræðu. Rök- semdir fólust aðallega í því að umsækjendur hefðu verið tveir og báðir hæfír. í slíku tilfelli yrði eðli- lega að velja annan, það yrðu menn að skilja! Auk þess hefði Sjöfn Sigurbjömsdóttir meiri reynslu af stjórnunarstörfum, þess vegna hefði hann greitt henni at- kvæði sitt. Það sem aldrei kom fram og hefur enn ekki komið fram er hver þessi stjórnunarstörf em og að hvaða leyti þau vega þyngra en stjórnunarstörf Daníels Gunn- arssonar sem em óumdeilanlega raunhæf reynsla í því starfi sem um er deilt. Hér hefur verið gengið fram hjá mjög hæfum skólamanni. Frá sjón- armiði gmnnskólakennara sýna fræðsluyfírvöld, með þessari emb- ættisveitingu, þeim mikla lítilsvirð- ingu sem mennta sig til starfa í grunnskólanum og helga honum krafta sína óslitið. Slíkt er ekki hvatning þeim sem hyggja á menntum og störf á þessum vett- vangi. Sú ólga sem þessi stöðuveiting veldur snertir marga og við teljum það mjög ómaklegt af ráðamönn- um að kenna kennurum Öldusels- skóla um það hvemig komið er og að nú sé það þeirra að axla ábyrgð- ina og gera gott úr öllu. Við lýsum því fullri ábyrgð á hendur þeim sem tóku ákvörðun í þessu máli ef skólastarf Ölduselsskóla raskast. Að lokum viljum við ítreka að óánægja okkar beinist fyrst og fremst að eftirtöldum atriðum: 1. Stöðuveitingin er lítilsvirðing við þá grunnskólakennara sem hafa aflað sér hefðbundinnar kennaramenntunar og starfað eingöngu innan grunnskólans. 2. Við teljum niðurstöður fræðslu- ráðs ekki byggðar á ábyrgu faglegu mati. 3. Við áteljum að ráðherra skuli fara eftir áliti og óskum allra annarra en þeirra sem málið snertir þ.e.a.s. foreldra og starfsfólks skólans og hunsa um leið samstarf heimila og skóla. 4. Við álítum að þau atriði sem fram hafa komið í málflutningi menntamálaráðherra til rétt- lætingar stöðuveitingunni séu hvergi rökstudd á fullnægjandi hátt. Klukkan o Lœkjartorgi - er svo til beint ó móti nýju söluskrifstofunni okkor ■ Hún er öð Austurstrœti 22 sími 623060.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.