Morgunblaðið - 12.07.1988, Page 18

Morgunblaðið - 12.07.1988, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ 1988 Lerki og birki geta spilað fallega saman í haustlitunum. Ljósm.: S. Biondal Skógrækt og ferðamál Kæliskápar fyrir minni heimili frá Blomberq Meira en 20 gerðir Verð við allra hæfi Einar Farestveit&Co.hf. ■OMOAKTUN SS. WMAMi |*1| IMM OO UIMO - NMO llUITAM Leið 4 stoppar við dymar ÁTAK í LANDGRÆÐSLU LAUGAVEG1120,105 REYKJAVfK SÍMI: (91)29711 Hlauparelknlngur 251200 Búna&arbankinn Hellu eftir Philip Vogler Einn og einn landsmann hef ég heyrt halda því fram að Islendingar megi ekki fara út í skógrækt, því að hún geri landið minna aðlaðandi fyrir erlenda ferðamenn. Nú vill svo til að ég á sjálfur hlut að þessu máli frá ýmsum hliðum: ég er nefni- lega virkur félagi eða stjórnarmað- ur í félögum bæði um skógrækt og ferðamál og það sem meira er, ég hef bæði verið erlendur ferðamaður og er nú orðinn Islendingur. Þar að auki vinn ég í ferðaþjónustunni sem leiðsögumaður. Því vil ég gera betur grein fyrir hvemig þessi mál horfa við frá öllum þessum sjónar- miðum. Fyrst er það að segja um það fé sem íslendingar græða á ferða- mönnum að það kemur oftast frá landanum sjálfum. Þetta er auðvit- að misjafnt eftir þjónustugrein og árstíma, en við höfum t.d. hér í Ferðamálafélagi Fljótsdalshéraðs og nágrennis, sem ég tilheyri, haft það fyrir satt að íslendingar gefi okkur miklu meira í aðra hönd en útlendingar. (Kjaminn í ferðamála- félögum eru þjónustuaðilar eins og bílaleigur, gistihús, ferðaskrifstof- ur, sveitarfélög o.s.frv.) íslendingar koma með börnin sín, skemmta sér á skemmtistöðum, fara á íþrótta- mót, eyða dagpeningum sínum, dvelja í heila viku í sumarbústað, fara í sunnudagsbíltúra, sjást bæði sumar og vetur og svo fram eftir götum. Um íslendinga er það að segja að sumir hafa flust á Héraðið m.a. vegna skóganna hér. Þeir eru auð- vitað yfirleitt ekki sjálfír á móti meiri skógi, enda rómuðu forfeður þeirra landið fyrir að smjör drypi af hveíju strái, þ.e.a.s. áður en skógurinn sem þá þakti um Ijórð- ung landsins hvarf að mestu leyti. Þeir skilja flestir að fólkið skuldar landinu þennan gróður aftur. Auk þess hafa þeir oft fengið nóg af því að tjalda í roki á berangri og una sér vel í skjóli tíjáa í Atlavík, Skaftafelli, Ásbyrgi eða á Þingvöll- um. Þeir hafa einmitt sett alla þijá þjóðgarða sína þar sem er góður skógur. Skógur er kærkomin til- breyting fyrir landann miðað við móana annars staðar. En snúum okkur að erlendum ferðamönnum. Auðvitað á ferða- þjónustan einnig að afla okkur gjaldeyris, eins og hún gerir nú þegar, en ekki bara veita okkur sjálfum afþreyingu! Nú segi ég fyr- ir mitt leyti sem fyrrverandi útlend- ingur að þegar ég fór fyrst um íslenskar sveitir fyrir 13 árum, í langferðabíl frá Reykjavík til Akur- eyrar, voru mér strax famir að leið- ast móamir við Hrútafjörð, þegar ég var varla kominn hálfa leið. Samt var veðrið nokkuð bjart. Að vísu var þetta áætlunarbíll og eng- inn leiðsögumaður til að gera lands- lagið lifandi jarðfræðilega, sögu- lega o.s.frv., en þetta var samt ekki stór hluti af hringveginum sem ég hafði að baki. Nu vinn ég sem leiðsögumaður og ef það sést ekki til fjalla í marga daga á hringferð þá má ég bóka það að fólk kvartar um að landslagið sé einhæft — bara móar, tún og stundum girðingar og hús á löngum köflum. Nú er ég hræddur um að þeir sem halda því fram að skógrækt skaði ferðamennsku hafi ekki kynnt sér áform um hana, því jafnvel allra bjartsýnustu áætlanir gera ekki ráð fyrir að rækta nytjaskóg nema á litlum blettum landsins. Og jafnvel þó að bændum yrði einhvem tímann kleift í draumaframtíð að skiptast á með afgirtum beitihólfum á ára- tugafresti og þannig leyfa skógi að koma aftur upp (og um leið betra beitarlandi, eins og tilraunir sýna) á flestum láglendissvæðum þá yrði sá skógur oftast bara þetta íslenska kjarr, sem skaðar alls ekki útsýni og sem útlendingum þykir varla hæfa að kalla skóg. Útlendingar taka oft ekki einu sinni eftir því og ef leiðsögumaður fer allt í einu að tala um skóginn halda þeir að þeir séu að horfa í vitlausa átt. Jafnvel þessi dvergtré eða kjarr myndi þó aldrei þekja landið. Fyrir utan að 20% þess eru þakin nýlegu hrauni eða jökli þá er íslenska veð- urfarið þannig, að strax skamma leið upp fjallshlíðina hverfur allur trjágróður og em aðeins eftir lág- vaxnar plöntur og síðan bara gijó- tið. Það er alveg gulltryggt að fjall- konan verður fjölskrúðug til fram- búðar, þ.e.a.s. ef við bemm gæfu til að rækta skóg. Fjölbreytnin var einmitt orðin hverfandi lítil t.d. á síðustu öld, þegar uppblástur og skógleysi vom hvað mest. Haldi þau áfram, þá yrði fjölbreytninni fyrst virkilega komið fyrir kattamef — þá yrði allt landið ein öræfi, má segja. Einu vildi ég ennþá miðla af reynslu minni sem leiðsögumaður, og það er að mörgum erlendum ferðamönnum jjykir afar sorglegt að sjá hvernig Islendingar hafa far- ið með svo fallegt og gjöfult land. Plastmslið stingur þá í augun hvar sem er og allsstaðar, þeir hneyksl- ast af að sjá bíla ganga lengi á bílastæðum og pústa út í andrúms- loftið og svo þykir þeim flestum uppblásturinn og hjólför á víða- vangi hörmung, eins og okkur sjálf- um. Þar til viðbótar em þeir oftast vel menntaðir og koma frá löndum sem leggja talsverðar fjárhæðir í að bjarga jarðvegi og endurrækta skóg, og þeir skilja ekki, eins og ástandið er augljóslega slæmt hér, að við skulum ekki hafa lagt meiri metnað í landgræðslu síðan á ámn- um eftir 1974. Sem leiðsögumaður get ég ekki heldur útskýrt hvers vegna við eig- um ekki meira aflögu í svo brýnt verk, því farþegar sem koma frá Keflavík um Reykjavík hafa þegar séð steinsteypuhallimar þar, og töl- ur um myndbandstækja- og tölvu- eign okkar em óyggjandi. Á vel- megun okkar sést að við neitum okkur ekki um neinar vömr sem aðrar þjóðir hafa stórspillt um- hverfi sínu til að framleiða, en við á útkjálkanum höfum aðeins keypt þær og notið góðs af. Staðan í þessu máli við hátalarann frammi í rút- unni er því veik, dirfist leiðsögu- maðurinn að veija þjóðina gagnvart ásökunum farþega. Það er eins gott að farþegamir lesi ekki íslensk dagblöð, þar sem landsmenn harma útrýmingu skóga í hitabeltislönd- um. Það er því einu sinni svó að jafnvel okkar skógar skapa mun meira súrefni en einfaldir móar, og ég veit ekki um neina aðra þjóð sem hefur gengið eins nálægt sínum skógarsjóði eins og við. Enda er varla hægt að ganga nær honum heldur en við höfum gert síðustu 1100 ár — hann er næstum alveg horfinn. En slík vandamál gleymast líka fljótt — kannski sést allt í einu fugl við veginn, sem farþegar hafa ekki í heimalandi sínu. Og í því sam- bandi minni ég nú á að stækkur íslenskra skóga myndi ekki aðeins verja jarðveg og bæta loftslag á viðkomandi svæðum heldur einnig skapa heim fyrir enn fleiri fuglateg- undir. Strax með uppvexti Hall- ormsstaðarskógar sjást fuglar sem annars áttu ekki heima hérlendis. Það eru ekki aðeins þeir fuglar sem lifa yfirleitt í eða af trjám sem þurfa skóg; á hörðum vetrum sést glöggt að jafnvel harðgerðustu íslenskir fuglar eins og rjúpan geta ekki án skógar eða kjarrs verið þegar snjóa- lög þéttast. Það er heldur ekki neinn smáhópur erlendra ferðamanna sem kemur hingað að miklu eða mestu leyti vegna fuglaskoðunar og þeim er mjög kærkomið að teg- undir fjölgi sér eða bætist við. Að sjá marga og margskonar fugla gerir farþegana yfirleitt mjög ánægða með ferðina, þeir þakka í lokin með látum og senda jafnvel leiðsögumanninum bréf eftir heim- komu — og margir fara jafnvel aft- ur þessa dýru leið til íslands. Þann- ig streyma auðvitað peningar í þjóð- arbúið. Ef við bærum nú aðeins gæfu til að nota hluta af peningun- um til uppgræðslu, uppbyggingar og viðhalds á helstu ferðamanna- stöðum. Hingað til höfum við mjólk- að þá og úttroðið til stundargróða en höfum oftast ekki gefið neitt aftur. Nú, fyrst ég er að tala um pen- inga, þá vil ég hefja upp sýn af framtíðarmöguleika skógarins til að afla þeirra, fyrir utan þá peninga sem koma með timbursölu. Til þess vil ég benda á sumarbústaðamark- aðinn. Gagnvart honum er ljóst af fyrirmyndum um land allt að flestir eigendur og útleigjendur sumarbú- staða vilja skóg í kring og rækta hann upp ef þarf. Þau svæði sem vel eru fallin til skógræktar eru í góðri aðstöðu til að græða á þess- ari löngun fólks eftir skjóli og blíðu. Blómlegur trjágróður myndi skapa slíka hlýju á stórum svæðum þar sem engum dettur einu sinni í hug að staldra við í dag. Og vist er að það væri hægt að bjóða upp á nógu margar og fjölbreytilegar leiðir til skoðunar þar í kring. Ekki bara í skógi, heldur einnig fyrir ofan skóg- armörk. Island er einmitt þannig að það er hvergi langt til fjalla. ísland er prýðisland, það er og get- ur orðið enn meiri ferðamanna- paradís.__________________________ Höfundur er búsetturá Egilsstöð- um. Gabriel HÖGGDEYFAR STERKIR, ORUGGIR ÓDÝRIR! G ” SKEIFUNNI 5A, SIMI: 91-8 47 88 #000? ...ímyndaðu þér mjúkt, oíboðslega gott kex. ...ímyndaðu þér bragðmikið appelsínuhlaup og ekta hnausþykka súkkulaðihúð. ...ímyndaðu þér PIMS frá LU, ólýsanlega gott kex. Ummm... að ímynda sér. E4 EGGERT KRISTJÁNSSON H/F SÍMI 6-85-300

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.