Morgunblaðið - 12.07.1988, Page 20

Morgunblaðið - 12.07.1988, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ 1988 NORRÆN KONKRETLIST Myndlist Bragi Ásgeirsson Það er mikil sýning, sem Lista- safn íslands býður uppá af þróun flatar- og rúmfræðilistar á Norð- urlöndum, er spannar tímabiiið 1907-1960. Frekar lítið fór fyrir því, að þessi sýning væri auglýst fyrir- fram, sé tekið mið af Chagall- sýningunni, og hélt ég satt að segja, að um frekar litla sýningu væri að ræða. En raunin er sú, að þessi sýning er í þrem af fjór- um sýningarsölum safnsins auk annars tilfallandi rýmis í fordyr- inu og stigagöngunum. Gekk þó heilmikið af, sem ekki er til sýn- is, og mun einnig hafa gert ann- ars staðar á Norðurlöndum, en hér er um farandsýningu að ræða og næst síðasti áfangastaður. Hin svonefnda konkret-list byggist framar öðru á mynd- byggingarlögmálum og innbyrðis samspili lita. Atriðum, sem nauð- synlegt er, að allir læri að ein- hverju leyti, er í listaskóla koma, því að hér er um grundvallarlög- mál að ræða. Kannski var það einmitt þess vegna, sem fæstir bjuggust við, að slík list gæti orðið tískufarald- ur, list dagsins og yfirgnæfa flest annað í heiminum um árabil. Vera svo rikjandi afl, að margur varð til að leggja frá sér penslana um stund, en hóf svo að mála aftur, er aðrar stefnur ruddu sér til rúms. Mörgum sveið svo undan þessu einhæfa, harða og óvæga tíma- bili, að þeir vildu helst gleyma því, og útskúfun „geometríunnar" varð næstum jafn alger og upp- hafning hennar áður. Þannig hurfu myndir áður heimsþekktra myndlistarmanna af veggjum safna og nöfn sumra þeirra, sem mikið hafði borið á, gleymdust um stund. En hér er það gamla sagan, að þegar list einstakra ágætra myndlistarmanna verður ofaná um skeið og mest áberandi í virt- um sýningarsölum listaborganna, þá finna margir hjá sér köllun til að vera með í leiknum. Þessir sömu ágætu listamenn halda svo áfram að vinna að list sinni eins og ekkert hafi í skorist, þótt sviðs- ljósið beinist að öðrum og þannig hefur konkret-stefnan lifað góðu lífi í list sannra áhangenda sinna allan tímann og fram á daginn í dag, er hún aftur hefur rutt sér rúms í sýningarsölum heims- borganna. Nákvæmlega eins og t.d. var um fígúruna, eða mann- inn í listinni. Hér er einungis um eðlileg lögmál listamarkaðarins að ræða og þess, sem menn telja helst í takt við framþróunina og sér í hag að halda á lofti. Hitt verður að telja til hálf- gerðrar vanmáttarkenndar eða misskilnings að álíta skyldu sína að fylgja jafnan því, sem efst er á baugi án tillits til þess, hvort það falli að listrænu upplagi þeirra. Þannig er það hálf neyðar- legt að sjá mennvinna samkvæmt stefnum og stílum án þess að hafa tilfinningu fyrir hlutunum né gera sér grein fyrir hinu raun- sanna eðli þeirra og upp úr hvaða jarðvegi þeir eru sprottnir. Með merkilegri sýningum, sem ég hefi séð, tel ég ótvírætt hina miklu Kandinsky-sýningu í Zúrich 1984 vegna þess hve þró- uninni voru gerð frábær skil. Sýndar voru einnig myndir eftir rússneska félaga hans svo og samstarfsmenn og nemendur Bauhaus-skólans. Hér voru sýnd og útskýrð víxlaáhrif á milli og hef ég sjaldan séð skilmerkilegri né áhrifaríkari sýningu á þróun óhlutlægrar listar né krufningu á eðli hennar og bakgrunni. Gjörbreyttar þjóðfélagsástæð- ur kröfðust að sjálfsögðu nýrra og ferskra hugmynda, og það er til umhugsunar, að Kandinsky, sem var orðinn hálærður vísinda- maður og eftirsóttur í æðstu stöð- ur við vísindastofnanir í Rúss- landi, skyidi einmitt er mikill frami blasti við gefa vísindin upp á bátinn og snúa sér að mynd- list. Hann efaðist einfaldlega stórlega um óskeikulleika vísind- anna, en trúði á mátt listarinnar og að þar hefði hann báða fæ- tuma á jörðinni — hinnar hrein- ræktuðu listar, sem hann taldi réttilega að hefði mikla þýðingu fyrir framtíðarþjóðfélagið. Hér var einfaldlega um að ræða að takast á við heim í örri framþróun — heim véla og tækni, sem bauð upp á ótalmarga mynd- ræna möguleika og úrlausnar- efni. Þessir frumkvöðlar núlista voru þannig með báða fæturna í samtíð sinni og list þeirra ein- kenndist af mikilii þekkingu á því, sem þeir vom að gera. Mögu- leikar myndflatarins vom rann- sakaðir af vísindalegri nákvæmni svo og byggingarfræðilegt eðli myndlistarinnar, — jafnt málara- listar og mótlistar, auk þess sem sálfræðileg áhrif litanna vom virk í spilinu. Sérstök þjóðlég einkenni komu og greinilega fram í konkret list ekki síður en öðmm listastefnum, sem hver og einn getur sann- færst um, ef vill. Væri nærtæk- ast að bera saman Miðevrópu- þjóðirnar svo og Rússland og Bandaríkin. I þessum múgþjóðfélögum, þar sem tæknin og vélamar áttu upp- mna sinn, var slík rannsókn myndflatarins og litanna nauð- synleg, enda hafði myndlistin gríðarleg áhrif á listiðnað og hönnun, og þessar listgreinar fylgdust bróðurlega að frá fyrstu ámm aldarinnar, eins og þær gera enn, þótt konkret listin yrði ekki að múgsefjun meðal mynd- listarmanna og eins konar al- þjóðamál listarinnar fyrr en löngu seinna. Þetta er og einnig ástæðan fyrir því, að hvers konar iðn- vamingur, sem flæddi yfir Norð- urlönd frá meginlandinu og bar keim af þessum áhrifum, hafði haslað sér völl langt á undan myndlistarviðhorfunum. Er svo konkret-listin varð að áberandi staðreynd á Norðurlöndum, þá minnti hún sjálfgefið fólk á hvers konar iðnvaming t.d. gluggatjöld og konkret-mynstur í textílum! En að sjálfsögðu vom þessi áhrif einmitt komin frá tilraunum myndlistarmanna á meginl- andinu, en ekki öfugt. En lengi vel og eiginlega allt þar til kon- kret-list varð list dagsins, „la mode du jour“ eða „la grande mode“ í háborg listarinnar í þá daga, París, var hún lítið útbreidd á Norðurlöndum, sem skiljanlegt var vegna eðlis hennar og sér- stöðu landanna. Eg reifa þetta hér, vegna þess að vissa mín er sú, að norrænir myndlistarmenn hafi upplifað þessa tegund myndlistar á allt annan hátt en myndlistarmenn Miðevrópu, Rússlands og Banda- ríkjanna — þeir hafa verið meiri þiggjendur og þá öðru fremur vegna þess, að löndin em lítil og um margt einangmð og mynd- hugsunin átti því rökrétt að vera nokkuð önnur. Ég tel, að norrænir myndlistar- menn hafi tekið flatarmálslistinni sem nýjum stórsannleik, enda var einstefnan og trúarharkan þar meiri meðal iðkenda hennar en víðast hvar annars staðar og þá ekki síst í París sjálfri. Víðast hvar varð þessi lista- stefna að trúarbrögðum og þá róttækum mjög, þannig að öll önnur list dagsins var léttvæg fundin, úrelt. En það er þó nokk- uð langsótt, enda stenst engan veginn, að þessi róttækni hafi verið af pólitískum toga einvörð- ungu. Rannsókn myndflatarins hefur ekkert með pólitík að gera í sjálfu sér, en vissulega vom listamenn nýrra viðhorfa yfirleitt róttækir, vegna þess að þeir vom að bijóta niður eldri hefðir og mættu andstöðu þeirra, er halda vildu í borgaralegar hefðir og þá fyrri viðhorf í listum um leið. Menn litu vonaraugum til nýrri tíma og réttlátara þjóðskipulags. En framfarirnar í heiminum em öðm fremur afkvæmi iðnbylting- arinnar og tækninnar og hins mikla umróts, sem fylgt hefur í kjölfarið. Lítilmagninn hafði ekki getað risið upp án fulltingis tækn- innar og þeirra möguleika, sem hún lagði honum í hendur. Tækn- in er svo hugvit örfáira manna en hvorki stjórnmálaafla né múgsins. Þrífst þó ófrávíkjanlega best, þar sem frelsi og skilyrði em til athafna. Að þessu öllu er einungis vikið til glöggvunar og vegna þess, að ég get ómögulega verið sammála söguskoðun ýmissa fræðinga á tímabilinu, svo sem hún kemur fram í formála sýningarskrár. Þá má og víkja að því, að það ofstæki, sem einkenndi marga myndlistarmenn konkret-tíma,- bilsins á Norðurlöndum, bar vott um rangar forsendur og misskiln- ing á listastefnunni. Þetta, að rífa ætti allt niður og brenna söfn svo og eldri menningarverðmæti, var pólitísk bábilja á borð við menn- ingarbyltinguna í Kína, nema að ekki tókst að framkvæma hana á Vesturlöndum, sem betur fer. Að sjálfsögðu lét þetta fólk ekki sjá sig á listasöfnum og sýn- ingum á tímabilinu, nema ef eitt- hvað, sem að því sneri, var til sýnis. En nú vil ég álíta, að marg- ur meistari strangflatalistarinnar hafi borið ótakmarkaða virðingu fyrir eldri list og ekki komið til hugar að líta málin sömu augum og ýmsir sporgöngumenn þeirra. Minnist ég þess, er ég nam hjá hinum mikla rökfræðingi, Jean Jaques Deyrolle í Múnchen, að hann talaði a.ldrei illa um eldri list. Og þegar hluti nemendanna voru í heimsókn hjá honum í Gordes í Provence, S-Frakklandi, þá hafði hann mestan áhuga á því að sýna okkur ýmis náttúru- fyrirbæri, gamlar kirkjur og byggingar, leifar frá rómverska tímabilinu og eiginlega allt það, sem norrænir harðlínumen vildu helst rífa niður. Fornar rústir voru fyrir þeim ýmsum, sem ómerkilegar gijóthrúgur, sem réttast væri að nota í nýjar bygg- ingar — helst kassalaga .. . Hér hef ég leitt fram ýmis rök fyrir því, að ég telji hugsunina á bak við konkret-list nokkuð aðra á Norðurlöndum en á megin- landinu enda aðrar þjóðfélags- forsendur. Einkum í ljósi skil- greiningu ýmissa listsagnfræð- inga á tímabilinu. Veigamikið er einnig að líta til þess, að þrátt fyrir allt ofstæki og trúarhita þá varaði tímabil fjölda norrænna listamanna innan þessararar listastefnu einungis nokkur ár, á meðan hann varaði yfirleitt allan lífsferil margra frumkvöðlanna eða var afleiðing þróunar sem endaði í einfaldri strangflatalist. Um sýninguna „Norræn konkretlist" mætti auðvitað skrifa margar greinar, nálgast hana frá mörgum hliðum og ég valdi þessa heildarskilgreiningu þótt vafalaust finnist á henni ýmsir hnökrar. Alveg er ljóst, að gerð hafa verið ágæt verk innarí stefnunnar meðal allra þjóðanna, sem hafa haft mikil og merkileg áhrif í framþróun listar þeirra og þá einkum af þeim, sem lifðu og hrærðust á brennipunkti hennar, París. En annamarkar sýningar- innar eru einnig augljósir og þá helst þeir, hve mikið kapp hefur verið lagt í það að tengja hana alþjóðlegum viðhorfum, en minna, hvað menn hafa unnið úr strangflata- og rúmfræðilist á persónulegan hátt og gjalda t.d. Islendingarnir þess einna greini- legast. Hér er verið að sýna fyrstu verk þeirra sumra og um leið þau ópersónulegustu, er frá þeim hafa komið. Ljóst er þó, að t.d. Valtýr Pétursson hefur fundið sig strax á þessum vettvangi og er eigin- lega synd, að hann skyldi ekki rannsaka möguleikana í kjölinn — vinna miklu lengur innan list- stefnunnar eins og t.d. Þorvald- ur Skúlason og Karl Kvaran. Þá er það mikill ljóður á sýn- ingunni, hve margir eiga einungis eitt verk, sem í jafn mörgum til- vikum gefur enga hugmynd um list þeirra og bitnar enda illa á sumum og gerir lítið úr þeim. Hvað segir t.d. ein lítil mynd um list manna eins og Gunnars Aagaard Andersen, Poul Gade- gaard og Preben Hornung, svo nokkrir séu nefndir? Styrkur sýningarinnar felst hins vegar í því, að hún gefur til kynna, á hve fjölþættan hátt nor- rænir listamenn hafa nálgast konkret listina. Ljóðrænni og kúbískri flatalist og jafnvel súrrrealískri eru þannig gerð skil innan um kalda rökhyggjulist og myndir einstakra málara skera sig úr fyrir skynrænan og upplif- aðan myndheim og ættu því jafn- vel að margra hyggju ekki heima á sýningunni. Danirnir Robert Jacobsen og Richard Mortens- en standa fyrir sínu, sem frum- kvöðlar norrænnar konkret-listar á seinni tímum, enda tóku þeir út þroska sinn til úrslita í París — lifðu þar og hrærðust um fjölda ára. Og ekki ber að gleyma mönn- um eins og Lars Gunnar Nord- ström frá Finnlandi, sem alla tíð hefur verið vígður þessari list svo og Sam Vanni og Ernst Mether Borgström. Svíar hafa og fylgst mjög vel með framvindu ^nála í þessari listgrein enda mesta iðn- aðar og framleiðslulandið. Má nefna hér menn eins og Olle Bonnier, Olle Bæertling og Otto C. Carlslund. í Noregi telj- ast m.a. til brautryðjenda Thor- vald Hellesen, Jakob Weidem- ann og Gunnar S. Gundersen. Merkilegt þykir mér það til frá- sagnar, að margt þessa listafólks og fjölda annarra frá Norður- löndum, skyldi helst dýrka eitt gallerí í París, á árunum um og eftir 1950, sem var Gallerí Denise Réne, og kom hún sumum þeirra á framfæri. Margt fleira og stór- merkilegt var þó að gerast á þess- um tímum sem mönnum þó yfirs- ást. Denise Réne stundaði harðs- víraða lista- og fjármálapólitík, sem sést á því að er löngu seinna áraði illa hjá henni, setti hún dauða Richards Mortenssens á svið, sem varð til snöggra og harðra viðbragða frá hans hálfu. Þetta sýnir listheiminn í hnot- skum og að farsælast sé að halda vöku sinni í lífi og list. Sýningarskráin er stór og mik- il og fróðlegt uppsláttarrit fyrir þá, sem vilja kynna sér þessa hlið norrænnar myndlistar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.