Morgunblaðið - 12.07.1988, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 12.07.1988, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ 1988 Útgefandi MtWUlfetfe Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, ÁrniJörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst IngiJónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 70 kr. eintakið. Svona viljum við ekki hafa heiminn! Míkhaíl Gorbatsjov, aðalrit- ari kommúnistaflokks Sovétríkjanna, hóf í gær opin- bera heimsókn til Póllands. Er þetta í fyrsta sinn, sem sovésk- ur leiðtogi kemur þangað í slíka för síðan 1972. Frá þeim tíma hefur mikið vatn runnið til sjávar í samskiptum Pól- veija og Sovétmanna. í raun hefiir það gerst í Póllandi, að kommúnistaflokkur landsins gafst upp við að stjóma landinu vegna krafna fólksins undir forystu Lechs Walesa og ann- arra leiðtoga Samstöðu um betri kjör. íferinn tók völdin í Póllandi. Á sínum tíma var sagt, að til þess hefði komið í því skyni að bjarga Pólveijum undan sovéskri innrás. Á meðan Gorbatsjov dvelst í Póllandi á hann eftir að kom- ast að raun um að talið um glasnost og perestrojku hefur vakið vonir þegna í leppríkjum Sovétríkjanna í Austur-Evrópu um nýja og betri tíma. Frjáls- huga Pólveijar vilja til að mynda að Gorbatsjov segi sannleikann um griðasáttmála þeirra Hitlers og Stalíns frá 1939, sem leiddi til skiptingar Póllands. Þeir vilja einnig að upplýst sé um ijöldamorðin á pólskum herforingjum í Kat- yn-skógi. Til að samskipti þjóða geti þróast með eðlileg- um hætti er nauðsynlegt að þær standi frammi fyrir sann- leikanum um óhæfuverk, sem varpa skugga á samskipti þeirra. Alexander Dubcek, sem var leiðtogi kommúnista í Tékkó- slóvakíu, fyrir réttum 20 árum, þegar herafli frá Varsjár- bandalagslöndum undir for- ystu Sovétmanna ruddist inn í landið og batt enda á „vorið í Prag“, lét nýlega orð falla á þann veg, að hann teldi stefnu Gorbatsjovs útiloka sambæri- lega valdbeitingu nú á tímum. Nikolaj Ryzhkov, forsætisráð- herra Sovétríkjanna, vildi ekki fallast á það og leitaðist við að réttlæta hina freklegu íhlut- un í nafni sósíalismans; Brez- hnev-kenningin um takmark- aða sjálfsstjórn sósíalískra rílg'a er Iífsseig. Innan Sovétríkjanna sjálfra takast þjóðir nú á með þeim hætti, að sumir telja að vegið sé að samheldni ríkisins. Lýs- ingar á blóðugum átökum Armena og Azerbajdzhana eru hryllilegar. Herflokkar hafa og verið kallaðir út til að halda uppi lögum og reglu í Jerevan höfuðborg Armeníu. Um helg- ina gerðist það svo, að í Lithá- en, við Eystrasalt, beitti hópur, sem segist starfa í anda Gorb- atsjovs og til stuðnings honum, sér fyrir aðgerðum í þágu Arm- ena, kristinna manna, í deilu þeirra við múslima í Az- erbajdzhan. Rúmenar og Ungveijar hafa deilt harkalega undanfarna daga og vikur. Ungverskur minnihlutahópur innan Rúm- eníu er beittur harðræði, jafn- vel meiru en aðrir þegnar þess lánlausa ríkis, þar sem er nú einhver versta ofstækisstjórn í veröldinni og allt til alls er skammtað, þótt ekki hafi bor- ist fréttir þaðan um að tann- krem sé skammtað þar með sama hætti og á Kúbu. Virðist litlu hafa munað, að gripið hafi verið til vopna í deilum Ungveija og Rúmena og er óvíst um framhaldið. Vigdís Finnbogadóttir, for- seti Islands, fór nýlega að landamærum austurs og vest- urs í Berlín. Hún sagði í Morg- unblaðssamtali, að sér féllust hendur í hvert sinn sem hún kæmi að múrnum, sem komm- únistar reistu í Berlín til að hindra ferðir fólks frá austur- hluta Berlínar til hins fijálsa hluta borgarinnar í vestri. „Að það skuli vera hægt í upplýstu þjóðfélagi að hafa þennan múr milli manna er þyngra en tár- um taki,“ sagði forsetinn og lýsti aðdáun sinni á hugrekki Berlínarbúa. Hún taldi þá hafa tekið rétta stefnu með því að gera Berlín að háborg menn- ingar og kalla þannig á fjölda gesta. „Það er sterkasta vopn- ið sem þeir geta beitt til að minna á sjálfa sig á þessari eyju mitt inni í Austur-Þýska- landi. Fólk kemur þangað og sér þennan múr. Hann hlýtur að vekja alla til umhugsunar um að svona viljum við ekki hafa heiminn." Orð forseta um Berlínar- múrinn má nota almennt um stjómarfarið í kommúnista- löndunum: Svona viljum við ekki hafa heiminn. Nú eru það ekki aðeins við sem njótum frelsis sem segjum þetta svo heyrist og eftir er tekið heldur einnig þeir, sem búa handan múrsins. Fylgst verður náið með því, hvemig Gorbatsjov bregst við sanngjörnum óskum um breytingar frá Pólveijum, sem segja einfaldlega: Svona viljum við ekki hafa heiminn! Framkvæmdastjóri Evrópuráðsins á íslandi: Mikilvægast að var sérstöðu einstakra Strassborg, frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. MARCELINO Oreja Aguirre, framkvæmdastjóri Evrópuráðs- ins kom í opinbera heimsókn til íslands í gær. Fréttaritari Morg- unblaðsins átti nýlega viðtal við Oreja um starfsemi og framtíð Evrópuráðsins og heimsókn hans til íslands. Oreja, sem var áður utanríkisráðherra Spánar m.a. meðan aðildarsamningar þess við EB stóðu yfir, hefur verið fram- kvæmdastjóri Evrópuráðsins síðan 1984. Fréttaritari hitti framkvæmda- stjórann í Evrópuhöllinni í Strass- borg en þar eru höfuðstöðvar Evr- ópuráðsins. Jafnframt Evrópuráð- inu hefur þing Evrópubandalagsins þar aðstöðu fyrir þingfundi sína. Þetta sambýli hefur oft á tíðum valdið misskilningi og ruglingi með- al almennings um það hver er hvað í evrópskri samvinnu. Það lá því beint við að spyija framkvæmda- stjórann hvernig Evrópuráðið hygð- ist tryggja sjálfstæða tilveru sína í hugum Evrópumanna í framtíðinni. Oreja sagðist hafa meiri áhyggj- ur af ímynd Evrópu en Evrópuráðs- ins en mikið vantaði á að Evrópu- menn, almennt litu á sig sem borg- ara Evrópu, Evrópubandalagið tengist mjög umræðunni um innri markaðinn árið 1992, sagði Oreja og kvaðst telja að Evrópuráðið ætti eftir megni að samsama sig hug- sjónum frelsis og einingar í álf- unni. „Ef okkur tekst að ná réttum áherslum þá er vandi sjálfstæðrar ímyndar úr sögunni." Oreja var næst spurður um af- stöðu hans til samtaka annars veg- ar 12 Evrópuþjóða og hins vegar 21, mögulega samvinnu og pólitíska framtíð Evrópuráðsins í skugga Evrópubandalagsins. „Því lengra sem Evrópubanda- lagið nær á leið sinni til evrópskrar sameiningar því mikilvægara verð- ur samband þess við önnur Evrópu- ríki“, sagði Oija; „Samvinna á milli Evrópuríkjanna er nauðsynleg og ætti að vera sjálfsagður hlutur. Evrópuráðið á í framtíðinni að ein- beita sér að tilverugrundvelli sínum, þ.e. mannréttindum, lýðræði, ein- ingu og menningarlegri sérstöðu. Evrópuráðið á að vera vettvangur fyrir Evrópuríkin til að finna sam- eiginlega lausnir á vandamálum nútímasamfélags, s.s atvinnuleysi, eiturlyíjanotkun, kynþáttamisrétti, mengun, ofbeldi o.s.frv. Það er metnaðarmál mitt sem fram- kvæmdastjóra að Evrópuráðið ein- beiti sér að þessum málum.“ En hvers konar verkaskiptingu á milli EB og Evrópuráðsins sér fram- kvæmdastjórinn fyrir sér? „Það er ekki í mínum verkahring að segja Evrópubandalaginu fyrir verkum", sagði Oreja; „Hlutverk mitt er að leggja fram tillögur um mögulegan samstarfsvettvang ríkisstjóma innan Evrópuráðsins. Frá því ég tók við embætti hef ég lagt áherslu á að Evrópuráðið ein- beiti sér að fáum forgangsverkefn- um og þá sérstaklega þeim sem það hefur þekkingu á og umboð til að fjalla um. Þá á ég fyrst og fremst við mannréttindi, lýðræði, félags- lega einingu og menningarlega sér- stöðu Evrópuríkjanna. Auðvitað er markmið Evrópubandalagsins og Evrópuráðsins að mörgu leyti hin sömu en aðferðirnar eru ólíkar. Evrópubandalagið leggur áherslu á að ná markmiðum sínum með sam- einingu en Evrópuráðið með sam- vinnu. Best er að þessi bandalög séu sem mest samstíga og vissulega hafa þau unnið formlega saman t.d. að evrópsku tónlistarári og sömu- leiðis að umhverfisvemd. Nýjasta dæmið um samvinnu af þessu tagi er Norður-Suður átakið í ár. Full- trúi Evrópubandalagsins hefur möguleika á að fylgjast með starf- semi okkar, að vísu ekki með at- kvæðisrétti en málfrelsi." Nú er unnið að samkomulagi um sjónvarp og útvarp án landamæra í Evrópu bæði innan Evrópuráðsins og Evrópubandalagsins. Væri ekki betra að hafa einhvers konar sam- komulag um verkaskiptingu? „Það verður að hafa það í huga að aðferðimar em ólíkar. EB leggur megináherslu á frelsi í fiarskiptum en okkar áherslur liggja frekar í því að varðveita sérstöðu smáþjóða og minnihlutahópa. Við vonumst til þess að geta undirritað sáttmála um þetta fyrir árslok en óneitanlega em mörg ljón í veginum. Ég held að samkomulag um þetta efni á milli 23 þjóða sé betra en á milli 12. Það verður að hafa það í huga að viðleitnin innan Evrópubanda- lagsins er frekar í þá átt að draga úr mismun þjóða á meðan Evrópu- ráðið leggur áherslu á að varðveita sérstöðu aðildarríkja sinna.“ Er ekki rödd smáþjóða á borð við ísland mjóróma í samfélagi við stórar þjóðir? „Hugtakið lftið ríki, stórt ríki er ekki til innan Evrópuráðsins. Sér- hvert aðildarríkjanna hefur sama rétt og sömu skyldur. A ráðherra- fundum em allar ákvarðanir teknar samhljóða. Innan skamms verða aðildarríkin 23 þegar Finnland og eitt minnsta ríki veraldar San Mar- inó gerast aðilar." Fyrir hveiju getur Evrópuráðið beitt sér til að draga úr atvinnu- leysi? „Evrópuráðið gegnir engu meg- inhlutverki í baráttunni við atvinnu- leysi, vandamálið er fyrst og fremst af efnahagslegum toga og á því sviði starfar Evrópuráðið ekki. En auðvitað er atvinnuleysi jafnframt félagslegt vandamál. A sviði mennt- Marcelino Oreja Agnirre, framl dvelst um þessar mundir hér á lai unar og þjálfunar ungs fólks getur og vill Evrópuráðið gera eitthvað. Því betur sem við menntum ungt fólk því minni líkur em á því að það verði atvinnulaust, Evrópuráðið hefur á þessu sviði þá pólitísku
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.