Morgunblaðið - 12.07.1988, Page 36

Morgunblaðið - 12.07.1988, Page 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, VEDSHPn/IŒVINNULÍF ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ 1988 Bílar Blikurá lofti íbúaiðnaði í Vestur—Þýskalandi Búist við samdrætti hjá VW og Daimler en BMW eykur umsvifin NÚ er farið að sjá fyrir endann á aukningunni í evrópskri bílasölu og vegna þess m.a. eru vestur-þýskir bílaframleiðendur farnir að spyija sig ýmissa mikilvægra spurninga. Hve mikil verður eftirspurn- in á næstu fimm árum? Hefur framleiðslukostnaðurinn farið úr böndunum og hvað gerist ef settar verða skorður við bílasölu Japana í Evróou eftir 1992? Varðandi fyrsta atriðið eru flest- ir sammála um, að þetta ár verði heldur lakara en verið hefur þótt eftirspurnin verði áfram allmikil. I fyrra jókst bílaframleiðsla í Vest- ur-Þýskalandi um 1,5% og hefur aldrei verið meiri, 4,37 milljónir ein- inga, en því er spáð að hún minnki um 5% á árinu og dragist enn sam- an á því næsta. Edzard Reuter, stjómarformaður Daimler-Benz, segir t.d. raunhæft að gera ráð fyr- ir að samdráttur verði á heima- markaði og í útflutningi einnig. Dregið úr kostnaði í ljósi þessara horfa reyna vest- ur-þýskir bílaframleiðendur hvað þeir geta til að draga úr tilkostnað- inum. Á þessu ári ætla Volks- wagen-verksmiðjurnar að fækka starfsmönnum um 3.000 með því að ráða ekki nýja í stað þeirra, sem hætta, en Carl Hahn, stjórnarfor- maður verksmiðjanna, segir, að grípa verði til annars sparnaðar einnig ef þeir eigi að standast keppi- nautunum snúning. Á hann þá fyrst og fremst við bílaframleiðendur í Frakklandi og á Ítalíu þar sem framleiðslukostnaðurinn er lægri. Fiat hefur t.d. hleypt af stokkunum Tipo-inum, sem að vísu er ekki enn kominn á markað í Vestur-Þýska- landi, en hann er sérstaklega settur til höfuðs hinum vinsæla og meðal- stóra Golf. Telja sérfróðir menn að Italir standi að því leyti betur að vígi, að framleiðslukostnaður þeirra á sambærilegum bílum sé 250—500 dollurum lægri en Vestur-Þjóðveija. Golfinn er samt ekki árennilegur andstæðingur og hann átti mestan þátt í söluaukningunni á fyrstu fjór- um mánuðum þessa árs og hagnað- araukningunni sem þá var þótt lítil væri. Þá eru Seat-verksmiðjur Volkswagens á Spáni famar að skila hagnaði og tapið af framleiðsl- unni í Suður-Ameríku minnkaði mikið í fyrra. Reksturinn í Banda- ríkjunum hefur gengið illa en nú á að stemma þá á að ósi með því að loka verksmiðjunni í Pennsylvaníu. Passatinum vel tekið John Lawson, starfsmaður No- mura-rannsóknarstofnunarinnar í London, segir, að eftir sem áður standi mikill framleiðslukostnaður VW-verksmiðjunum fyrir þrifum. Nýi Passatinn höfðar þó greinilega til miklu breiðari hóps en fyrirrenn- arinn og honum hefur verið mjög vel tekið á markaðnum. Ekki verður alveg það sama sagt um Audiinn en stóru, sjálfskiptu bílarnir í þeim flokki settu mjög ofan í Banda- ríkjunum þegar í ljós kom, að þeir tóku stundum upp á því að hraða ferðinni upp á eigin spýtur. Nýjustu bílarnir af þessari tegund seljast þó vel í Vestur-Þýskalandi. Þegar á allt er litið virðist næsta framtíð ætla að bjóða Volkswagen jafnt upp á skin og sem skúrir. Eftir mikinn hagnað síðastliðin tvö ár er almennt. búist við, að þetta ár komi út á sléttu. Renate Braun-Reiber, markaðs- sérfræðingur við Metzler-bankann í Frankfurt, telur að næsta ár, 1989, geti orðið erfítt vestur-þýsk- um bílaframleiðendum. Þá verður samdrátturinn í sölunni kominn á annað árið en eins og jafnan við þær aðstæður eykst samkeppnin í lúxusbílaflokknum um allan helm- ing. Daimler ætlar að draga úr framleiðslunni og Volkswagen að fækka fólki en BMW ætlar að gera hvorugt. Á þeim bæ á að fjölga starfsmönnum um 2.000 og auka framleiðsluna um 4%. BMW stendur vel að vígi Stephen Reitman, starfsmaður breska verðbréfafyrirtækisins Phillips and Drew og maður sér- fróður um bílaiðnaðinn, segir, að BMW standi mjög vel að vígi. Þeir komu með 7-gerðina, dýrustu bílana, seint á árinu 1986 og nú nýlega 5-gerðina, sem er í milli- flokki, og hafa þessar gerðir fengið ákaflega góðar viðtökur. Þrengir þessi staða verulega að Daimler, sem kemur ekki fram með S- línuna, nýju lúxusgerðina, fyrr en árið 1990. Þegar þar að kemur verður BMW kominn með nýja útgáfu af 3- línunni, minni bílunum, á markað- inn en þessi gerð hefur notið góðs af velgengni stóru bílanna. Á síðasta ári minnkaði hagnaður BMW nokkuð en búið er við, að hann aukist aftur á þessu ári. Á síðasta ári minnkaði hagnaður Daimler-Benz í fyrsta sinn í 17 ár og er það ekki síst rakið til þess hve Mercedes 190-gerðimar hafa Iðnadur Spáð vaxandi eftirspurn eftiráli EFTIRSPURN eftir áli í Evrópu mun fara vaxandi í ár og verða meiri en í fyrra sem var metár að mati Theodors Tschopps formanns Álsamtaka Evrópu. Hann teiur að þessari auknu eft- irspurn verði aðeins mætt með innflutningi áls til Evrópu. Evrópubúar notuðu 4,1 milljón tonna af áli í fyrra sem var 600 þúsund tonnum meira en framleitt var í álfunni. Samtökin telja að eft- irspumin í ár verði um 2% meiri en í fyrra. Tschopp sagði að engin langtímaáform væru uppi um að auka afkastagetu evrópsks áliðnað- ar svo að neinu næmi enda væri hagkvæmast fyrir Evrópubúa að framleiða um 80% af því áli sem þeir nota en mæta sveiflum í eftir- spum með innflutningi. Að mati Tschopps er kostnaður við álfram- leiðslu í Evrópu orðinn það hár að meira fall dollarans en þegar hefur orðið gæti komið mörgum framleið- endanna í alvarleg vandræði. Verð á áli er yfírleitt miðað við dollara. Jochen Schimer varaformaður samtakanna sagðist þó ekki búast við að mörgum álverum yrði lokað. Hann taldi að sameining markaða Evrópubandalagsríkja og aukin samvinna EFTA ríkja við EB myndi verða til þess að raforkuverð í álf- unni lækkaði og það kæmi álfram- leiðendum til góða. átt erfitt uppdráttar í samkeppninni við BMW. Spá því sumir, að hagn- aður Daimlers muni enn minnka á þessu ári og því næsta en aðrir segja, að Daimler hafi samt ýmis góð spil á hendinni. Á næsta ári kemur t.d. frá þeim nýr sportbíll, ný útfærsla á S-línunni í kjölfarið og til stendur einnig að hressa upp á 190-gerðina. Hvað gerist árið 1992? Eins og aðrir bílaframleiðendur hafa forráðamenn Daimlers mikinn áhuga á stöðunni, sem kemur upp þegar innri markaður Evrópu- bandalagsins verður að veruleika árið 1992. Vestur-þýski markaður- inn er öllum opinn og bílasala Jap- ana er nú sem svarar til 15% mark- aðarins. Áhyggjumar snúast hins vegar um það, að verði komið upp viðskiptamúmm eins og þeim, sem nú eru í Frakklandi, Ítalíu og Bret- landi, er líklegt að Japanir setji upp verksmiðjur í Evrópu. Hár fram- leiðslukostnaður í Vestur-Þýska- landi ætti þó fremur að fæla frá en hitt en Reuter, stjómarformaður Daimler-Benz, fínnst samt ástæða til að vara Evrópubandalagsríkin við afleiðingum hugsanlegra toll- múra. „Vemdarstefna," sagði hann, „leiðir ávallt til þess að framleiðslu- getan fer langt fram úr eðlilegri þörf.“ BILAFRAMLEIÐSLA — V-þýskir bílaframleiðendur velta því fyrir sér um þessar mundir hvað muni gerast 1992 þegar Evrópu- bandalagið verður einn markaður. Verður komið upp viðskiptamúrum? Munu Japanir setja upp eigin verksmiðjur í Evrópu? Þessum og fleiri spumingum er ósvarað ennþá. Tölvur Mömmudrengurinn “Lalli lafmóði“ í stórborginni Kaupmannahöfn. Frá Grími Friðgeirssyni fréttaritara Morgunblaðsins Höfundar tölvuleiksins þekkta KINGS QUEST hafa slegið í gegn í annað sinn. Nýjasti tölvuleikur þeirra um Lalla lafmóða er skemmtun í „þrívídd". Þar fylgj- umst við með þessum 38 ára mömmudreng eina nótt í heims- borginni Lost Wages. Larrý ætlar að taka stórborgina með stæl, en sveitamanninum reynist erfitt að upplifa allar lystisemdir lífsins á einum sólarhring. Fram að þessu hefur Lariý, eins og hann heitir á frummálinu, unað sér best heima hjá móður sinni. Hann hefur verið ánægður með þau sam- skipti sem hann hefur haft í gegnum RS-232 raðtengið á tölvunni og það hefur haldið honum vakandi um nætur hingað til. Dag einn vaknar Lalli upp við það að tækifæri hans til að lifa hinu ljúfa lífí í stórborginni eru að líða hjá, svo að hann drífur sig af stað. Tölvuspil fyrir fullorðna „Larrý Laffer" er tölvuspil fyrir fullorðna, og áður en sjálft spilið getur hafist þarf viðkomandi að segja til um aldur og svara nokkrum spurn- ingum í samræmi við það. Fólk und- ir átján ára aldri fær ekki að taka þátt í leiknum, og ef þátttakandinn er orðinn sextíu ára eða eldri fær hann aðvörun þess efnis að fólk á þessum aldri þurfí að hafa hjarta í lagi til þess að þola álagið. Ekki dugir að Ijúga til um aldur. Þátttakandinn verður að svara fímm spumingum sem eiga við aldur hans, áður en fjörið hefst. Spumingamar eru að visu að mestu miðaðar við menningarlífið í Bandaríkjunum, þannig að það getur verið erfítt fyr- ir okkur hin að svara þeim. Þegar spumingunum hefur verið svarað rétt, sem getur tekið all- nokkum tíma, er Lalli til í tuskið og felst verkefnið fyrst og fremst í því að losna út úr félagsskap hreinna sveina. Lalli er glerfínn í hvitu jakka- fötum sínum og ballskónum og legg- ur því óhræddur af stað út í næt- urlíf Lost Wages borgar. I upphafí leiks er vinur vor stadd- ur fyrir framan Leftys Bar. Lalli tók með sér armbandsúrið sitt, 94 doll- ara og munnúðara. Lalli getur feng- ið sér bjór eða einhvem annan drykk áður en hann freistar gæfunnar á diskótekum eða spilavitum borgar- innar. Á bamum situr kvenmaður sem hótar þeim sem nálgast hana að hún kalli á eiginmann sinn en hann hafði bmgðið sér á snyrting- una. Barþjónninn er- hreint ótrúlega þreytandi og ekkert fyndinn. Á snyrtingunni liggur maður ofur- ölvi, og er ekki hægt að ímynda sér að hann geti orðið konunni við barinn til mikillar aðstoðar ef þörf krefur, en aftur á móti kemur í Ijós að Lalli getur notið aðstoðar hans ef rétt er að farið. N æturævintýrið Nú hefst næturæfíntýrið og ef rétt er spilað kemst Lalli í náin kynni við þijár glæsikonur áður en sólin kemur upp. Það átakaniega við þetta er að verkefnið er ekki svo auðvelt. Það þarf ótal ferðir fram og til baka með leigubílum út um alla borg í hinum og þessum erindagjörðum. Þegar dömumar eru orðnar eitthvað þreyttar á t.d. ráðaleysi Lalla, þá notar hann bara munnúðarann og bros færist yfir andlit kvennanna að nýju. Vandamál verða þó þegar það klárast úr brúsanum og þá hefst ein bæjarferðin enn til að útvega nýjan. Keynið ekki að sleppa við að borga leigubílstjóranum, því að það getur haft alvarlegar afleiðingar. Takist aumingja Lalla ekki að leysa þetta verkefni áður en dagur rís, er lífínu lokið að hans mati og ekki nema eitt til ráða!!! Leikurinn er skemmtilegur og skal þetta látið gott heita um gang hans til að eyðileggja ekki spennuna fyrir þeim sem vilja fylgja Lalla Iafmóða á ferðum hans um næturlíf heims- borgarinnar. Noregur Enn tapa bankamir SPÁÐ er tapi allt að 2,9 milljörð- um n. kr. (um 20 milljörðum ísl. kr.) á þessu ári hjá 30 helztu við- skiptabönkum Noregs. Er það litlu minna en tapið í fyrra. Kemur þetta fram f skýrslu, sem norska bankaeftirlitið lét frá sér fara fyrir skömmu. Tap varð hjá mörgum norskum viðskiptabönkum í fyrra, aðallega á kauphallar- og gjaldeyrisviðskiptum, en einnig vegna of lágrar gjaldtöku fyrir þjónustu. í skýrslu norska bankaeftirlitsins er mælt með ströng- um aðhaldsaðgerðum og óskað eftir stuðningi flármálaráðuneytisins. Þrír helztu viðskiptabankar Nor- egs, Christiania, Bergens Bank og Den norske Creditbank hafa þegar gripið til aðhaldsaðgerða, með því m.a. að fækka starfsfólki sínu erlend- is, og snúið sér á ný að hefðbund- inni bankastarfsemi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.