Morgunblaðið - 12.07.1988, Síða 21

Morgunblaðið - 12.07.1988, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ 1988 21 IÐNLÁNASJOÐUR ÚTVEGAR FJÁRMAGNIÐ! Kaupmannahöfn: Islenskir tónleikar í ráðhúsi Oðinsvéa KaupmannahCfn. Eins og mörgum lesendum Morgunblaðsins er kunnugt er 1.000 ára afmæli Óðinsvéa haldið hátíðlegt i ár. Einn þáttur hátíðarhald- anna er níunda tónlistarhátið Norræna alþýðutónlistarsambandsins, NASOM, og settu norrænir tónlistarmenn, þeirra á meðal um 80 íslenzkir, svip á borgina í nokkra daga. Nutu borgarbúar og gestir hijómleika þeirra innan húss sem og á götum úti í sumarhitanum. Samkór Trésmíðafélags Reykjavíkur var stofnaður 1972 og er Guðjón Böðvar Jónsson stjórn- andi hans og hefur verið um ára- bil. Dvelja kórfélagarnir ásamt fylgdarliði í sumarhúsum í Kertem- inde á Pjóni, en stór hópur fer síðan í ferðalag til Frakklands. Samkór- inn hefur sungið á mótum NASOM í Ósló og Pori í Finnlandi og einnig söng kórinn í Stokkhólmi, þegar sænska alþýðukórasambandið hélt upp á 40 ára afmæli sitt í fyrra. Formaður Samkórs Trésmíðafélags Reykjavíkur er Guðmundur Guð- mundsson og eru félagar um 50 talsins. Stjórnandi RARIK-kórsins er Violetta Smid, en hún var nýkomin úr tónleikaferð með Skagfirzku söngsveitinni til Barcelona, þar sem hún lék undir á hljómleikum henn- ar. Það gerði hún einnig við sum lögin í ráðhússalnum í Oðinsvéum og var frábærlega tekið, er hún stjórnaði sameiginlega lokaatriðinu. Violettu finnst gott að starfa með íslendingum og segir að félagar RARIK-kórsins séu duglegir og áhugasamir, en þeir eru 32. Kórinn söng 2 lög fyrir Islands hönd við opnun norræna mótsins og einnig á veitingastað í bænum. Kórinn, sem stofnaður var 1980, hefur ekki sungið á kóramóti erlendis fyrr og tókst frumraunin prýðilega. For- maður RARIK-kórsins er Sigrún Gunnarsdóttir. Lúðrasveit verkalýðsins þarf ekki að kynna, svo fjölþætt sem starf- semi hennar hefur verið í 35 ár. Þetta er í annað sinn, sem hún tek- ur þátt í móti NASOM, hið fyrra var í Ósló. Stjórnandi sveitarinnar síðustu 10 árin hefur verið Ellert Karlsson, en formaður er Torfi Karl. Tókst hinum 16 félögum „Brassbandsins" sérstaklega vel að ná til áhorfenda og var mikið fjör og klapp í salnum. Léku þeir víðar í borginni næstu daga. Mótinu lauk sunnudaginn 3. júlí með skrúðgöngu allra þátttakenda inn á íþróttaleikvang Óðinsvéa. Þar sungu íslenzku kórarnir saman m.a. „Úr útsæ rísa íslands' fjöll“ undir stjórn Guðjóns B. Jónssonar. í lok athafnarinnar söng svo allt nor- ræna tónlistarfólkið, um 6.000 manns, lagið „Det er Norden" eftir Oskar Gyldmark við undirleik finnskrar lúðrasveitar. Er lagið Samkór Trésmíðafélags Reykjavíkur, RARIK-kórinn og Lúðrasveit verkalýðsins í ráðhúsi Óðinsvéa. Þann 30. júní var nafn íslands á hvers manns vörum í höfuðborg Fjóns. Þá héldu fulltrúar Tónlistar- sambands alþýðu, TÓNAL, sem stofnað var 1976, tónleika fyrir fullu húsi í ráðhússalnum. Þar var Lúðrasveit verkalýðsins, Samkór Trésmíðafélags Reykjavíkur; sem bæði voru meðal stofnenda TÓNAL, og RARIK-kórinn, sem gekk í sam- bandið í fyrrahaust. Söng hvor kór- inn hálftíma dagskrá aðallega með íslenzkum lögum. Var þeim fagnað innilega í þétt setnum salnum og sungu báðir aukalög. í öðru auka- laginu, sem RARIK-kórinn söng, var Guðrún Lóa Jónsdóttir ein- söngvari með mikilli prýði. Hluti af Lúðrasveit verkalýðsins lék fjöl- breytt lagaval við mikinn fögnuð áheyrenda, en nær eingöngu var um málmblásturshljóðfæri að ræða, þar sem einungis 16 af 40 meðlim- um hljómsveitarinnar voru með í för. að lokum sungu báðir kórarnir við undirleik lúðrasveitarinnar „Öx- ar við ána“ og er meðfylgjandi mynd frá því. Kynnir á hljómleikun- um var formaður TÓNAL, Torfi Karl Antonsson. ætíð flutt á tónlistarmótum NASOM, „Nordisk Arbeider og Musiker Forbund", en þau eru hald- in á 4-5 ára fresti víðs vegar á Norðurlöndunum og er ætlunin, að tíunda mót sambandsins verði hald- ið á íslandi í júlí 1992. - G.L. Ásg. í síharðnandi samkeppni verða framleiðslufyrirtæki að geta lagað sig að nýjum aðstæðum og breyttri eftirspurn. Þá reynir á tækjabúnaðinn hvort unnt er að framleiða eftir þeirri forskrift sem gefur hæst markaðsverð hverju sinni. Iðnlánasjóður veitir hagkvæm lán til kaupa á fram- leiðslutækjum. Lánin taka jafnt til fjárfestingar í stærstu vélum og kaupa á minnstu tækjum. Kjörin eru aðgengileg, afgreiðsla hröð og lánshlutfall er allt að 60% af f.o.b. verði vélarinnar. Lánshæf eru öll fyrirtæki og einstaklingar sem stunda iðnrekstur á íslandi. Hafðu samband við okkur sem fyrst. Kynntu þér nánar lánin sem við bjóðum,fyrirtæki þínu til framdráttar! IÐNLÁNASJÓÐUR IÐNAÐARBANKINN LÆKJARGÖTU 12, 101 REYKJAVÍK, SlMl 691800 GÆTU NÝJAR VÉLAR RÁÐIÐ ÚRSLITUM UM VELGENGNI FYRIRTÆKIS ÞÍNS?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.