Morgunblaðið - 12.07.1988, Side 51

Morgunblaðið - 12.07.1988, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ 1988 51 Holmfríður B. Petersen - Minning Fædd 9. febrúar 1902 Dáin 30. júní 1988 Þessi orð eru tileinkuð ömmu og langömmu, Hólmfríði Benedikts- dóttur Petersen, sem lést 30. júlí síðastliðinn, 86 ára gömul. Þrátt fyrir líkamleg ellimerki síðustu árin var ekki að sjá að andlega hliðin legðist í elli. Allt fram á síðustu daga spjallaði hún um allt milli him- ins og jarðar, enda fylgdist hún vel með því sem var að gerast í þjóð- félaginu. Smáatriði eins og krónu- tölur og ártöl, bæði gömul og ný, hafði hún á hreinu. Sýnir það ef til vill hve skörp og minnug hún var alla tíð. Hún giftist afa, Adolf J.E. Pet- ersen, 29. október 1927 og áttu þau saman tvo syni, þá Emil, föður undirritaðs, og Gunnar. Sem lítill snáði og langt fram eftir árum var ég tíður gestur á heimili þeirra, fyrst í Blesugrófinni, þaðan sem ég á mínar fyrstu minn- ingar og síðar í stóra húsinu við Hrauntungu í Kópavogi. Margar urðu þær sögumar sem hún sagði mér frá því hún var lítil stúlka vest- ur í Miðdölum. Heimsóknimar voru oft gerðar gagngert til að fá að heyra sögumar aftur, þó svo að sveinninn færi einnig til að metta gogginn. Sumar þeirra vora ævin- týram líkastar fyrir dreng sem alinn er upp í steinsteypu. Eitthvað virt- ist mér þær ótrúlegar, var mér tjáð að ég hafi oft sagt að ég tryði ekki sögunum, en vissi þó að amma plat- aði aldrei. Nokkuð sem ég hafði sjájfur gleymt. í gegnum fjölmargar bækur afa safnaði amma að sér mörgum fróð- leiksmolum og ber þar hæst að nefna ættfræðina. Satt að segja gat hún rakið heilu ættirnar eftir pönt- un svo til átakalaust. Fyrir þremur áram missti hún afa og tók því með miklu hug- rekki. Hún hélt m.a. ótrauð áfram að stunda jóla- og afmælisboð þar til nú síðla vetrar að heilsan leyfði það ekki. Síðasta árið gisti hún á samtíýli aldraðra við Skjólbraut í Kópavogi og fékk þá umönnun sem hún þurfti. Hún verður lögð til hinstu hvíldar í dag í kirkjugarðinum að Mosfelli við hlið afa. Höfðu þau pantað þar reit af tveimur ástæðum; annars vegar lágu leiðir þeirra fyrst saman í Mosfellssveitinni fyrir rúmum 60 áram og hins vegar hvílir Guðrún, föðursystir ömmu, við hlið þessa reits, en þau kynntust í gegnum hana. Hvernig það bar að veit ég ekki í smáatriðum, en ég minnist þess eitt sinn að hafa spurt. Forvit- inn drengur fékk litlu ágengt, enda þeirra einkamál sem þau hafa nú tekið með sér saman inn í hið óend- anlega. Við kveðjum ömmu og lang- ömmu. Bestu þakkir fyrir allt sem hún gaf. Hvíli hún í friði við hlið afa. Adolf H. Petersen og fjölskylda. Jafnvel þótt talað sé um að í vor og sumar hafi verið óvenju mikið um dauðsföll fínnst manni að slíkt sé vandamál einhverra annarra og muni alls ekki snerta fjölskyldu manns sjálfs. En allt í einu deyr amma. Hún gekk að vísu ekki heil til skógar hin síðar ár en samt bregður manni. Dauðinn er alltaf svo víðs fjarri. Minningamar rifjast upp. Flestar era þær tengdar bernskudögunum þegar amma og afi bjuggu inná „Víði“ við Blesugróf — þegar barna- barnahrúgan kom í heimsókn á næstum hverjum sunnudagsmorgni og lagði undir sig stofuna. Þar var ekki hægt að láta sér leiðast. Alltaf fjör. Amma átti nefnilega kynstrin öll af dúkkum, bílum og litabókum að ógleymdum öllum legó-kubbun- um. Þá var það óvenjulegt að við bömin voram ekki bara sett út í horn með allt dótið heldur lék amma sér við okkur eða fylgdist vandlega með. Hún spilaði, byggði hús og litaði í litabækurnar. Um leið sagði hún okkur sögur úr sveitinni þegar hún var lítil og lék sér að leggjum og skeljum og þótt okkur hafi þótt það lítið leikfangaúrval fundum við að þegar amma talaði um sveitina var hún að tala um minningar sem vora henni afar kærar. Amma var bam síns tíma, hús- móðir og eiginkona fram í fingur- góma. Andstætt við afa var hún alls ekki mannblendin en studdi hann samt í öllu hans félagsstarfí og mannamótum. Þau vora bæði mikið fyrir bækur enda töldu þau bæði menntun vera gulls ígildi. Við barnabömin fóram ekki varhluta af því. Það var fylgst vel með ár- angri okkar í skóla og við eindregið studd til náms. Þegar við stækkuð- um fengum við alltaf þær bækur í afmælis- og jólagjafír sem auðvelda mættu okkur námið. Annars vora uppáhaldsbækur ömmu ætt- fræðibækur. Það þurfti varla annað en að nefna nafn á bóndabæ þá vissi hún allt um ættina í þeirri sveit. Ennfremur þekkti hún landið mjög vel. Afí og amrha nutu sín líka best þegar þau ferðuðust um ísland. Amma og afí skipulögðu í nokkur ár í röð stór fjölskylduferða- lög um ísland — þá fannst mér þau einmitt vera að sameina það tvennt sem var þeim mikið mál: að styrkja fjölskylduböndin og mennta okkur yngra fólkið í sögu og landafræði enda var ekki hægt að hugsa sér betri leiðsögumenn en afa og ömmu. Afi, Adolf J.E. Petersen, dó fyrir þremur árum. Eftir það fannst mér heilsu ömmu hraka veraléga. Hún var þó andlega hress og fylgdist vel með fjölskyldu- og þjóðmálum alveg fram í andlátið. Hennar fram- lag til fjölskyldunnar og þjóðfélags- ins var unnið af mikilli samvisku- og ræktarsemi. Megi amma eiga þökk okkar og blessun skilið. Barnabarn Hólmfríður fæddist í Kirkjuskógi í Miðdalahreppi, Dalasýslu. Þar bjuggu foreldrar hennar, Benedikt Snorrason, fæddur 6. apríl 1878, og Guðrún Guðmundsdóttir, fædd 9. ágúst 1879. Þau hjón bjuggu fyrst á Kirkjuskógi, síðar á Erps- stöðum í sömu sveit og þar ólu þau upp sinn stóra bamahóp, sjö dætur og einn son, auk tveggja fóstur- bama. Benedikt og Guðrún bjuggu þannig á Erpsstöðum að landið hef- ir verið nýtt til þess ýtrasta. Sam- kvæmt fasteignamati 1942, fóðraði túnið fjórar kýr og þar vora þá 120 fjár og 8 hestar, líklegt er að við líkan bústofn hafi þau bjargast af foreldrar Hólmfríðar. Helftinni af ánum hefir verið fært frá fyrstu búskaparárin og því viðhaldið fram á þriðja tug þessarar aldar og því hafa syskinin kynnst af eigin raun búskaparháttum feðra sinna, enda kunni Hólmfríður frá öllum þeim vinnubrögðum að segja. Rúmlega tvítug að aldri hefir Hólmfríður farið að heiman og þá til Reykjavíkur, þá var föðursystir hennar farin suður, Guðrún Snorra- dóttir, síðar ráðskona hjá Halli Jónssyni bónda á Bringum í Mos- fellssveit. Sumarið 1926 var Hólmfríður kaupakona á Bringum, það ár var Adolf — bróðir minn — þar vinnu- maður, 21 árs fullhugi, hafði þá verið vetrarmaður á Arbæ í Olfusi, veturinn þar áður til sjós frá Straumsvík og eitt sumar í Hafnar- firði. Sumarið sem þau Hólmfríður og Adolf vora samtíða á Bringum og unnu þar að heyskap og skyldum störfum, felldu þau hugi saman og bundust þeim tryggðaböndum sem entust þeim ævilangt. Næsta vetup var Hólmfríður í Reykjavík, Adolf hirti skepnurHalls á Bringum. Á vordögum 1927 voru þau bæði laus úr vistum, þá tóku þau saman föggur sínar og fluttu til Akureyrar. Þar fengu þau inni á Melbrekku í Glerárþorpi hjá kunn- ingjum Ádolfs. Þegar Adolf tók sig upp frá Ak- ureyri haustið 1925 fór hann rak- leiðis suður í Garðahrepp og réð sig á bát sem réri frá Straumi, þá var hann 19 ára, öllu óvanur sem að sjósókn laut og skyldum störfum, vakti það fyrir honum að leita sér varanlegrar atvinnu, sú leit bar lítinn árangur, en það að hann dreif sig suður, varð til þess að hann kynntist Hólmfríði. Það var erfítt að fá húsaskjól fyrir sunnan og því fór hann norður. Á vetumóttum 1927, þann 29. október, gengu þau Hólmfríður og Adolf fyrir Akureyrarprest og létu hann gefa sig saman í hjónaband. Um sumarið hafði Adolf orðið vel tll um vinnu og því litu þau ungu hjónin björtum augum til framtíð- arinnar. Þau voru kyrr í Melbrekku, Adolf stundaði hlaupavinnu og Hólmfríður sá að mestu um að- drætti til heimilisins og henni tókst þá sem ætíð síðan að búa þeim notalegt og hreinlegt heimili. Vorið 1928, þann 17. maí, fædd- ist þeim hjónum sonur, sem hlaut nafn föður okkar Adolfs, Emil H.P. Petersen. Hann er nú bygginga- meistari í Reykjavík. Nú verð ég að nefna að vorið 1928 hóf ég búskap í Bakkaseli í Öxnadal. Allt fór þar vel á stað, vorverk og heyskapur gekk að ósk- um. En um haustið síðla veiktist ég af berklum, fyrst lengi vel með brjósthimnubólgu og graftarkýlum í andliti. Þar með var mér svo til kippt inn í rúm frá útiverkum og aðdráttum. Þegar leið að áramótum náði ég sambandi við Adolf bróður minn með hjálp farandmanns, sem varð til þess að hann og Hólmfríður tóku sig upp úr Glerárþorpinu og lögðu leið sína fram að Bakkaseli ásamt Emil, sem þá var enn á brjóstum og höndum. Það var bóndinn í Gloppu, Jón Ólafsson, sem flutti þau á hestum fram dalinn og léði mér son sinn til að annast skepnuhirðingu á meðan. Það var fagnaðarfundur þegar þau ungu hjónin gengu í bæinn og Emil lét í sér heyra. Rúm- föt bára þau í baðstofuna og dót sitt nauðsynlegt og settust að til vors. Strax tók Adolf að sér útiverk- um og Hólmfríður lagðist á eitt með Steinunni að annast bæjar- verkin og þá gesti sem að garði komu. Við Steinunn voram vel birg með hey og haustmat sem nauðsyn krafði í Bakkaseli þar sem sú kvöð hvíldi á heiðarbýlinu að hýsa póst- inn sem þá fór mánaðarlega vestur að Stað í Hrútafirði oft með marga hesta, allt að 20, og var kröfuharð- ur um úrvals hey og hirðingu. Þá varð að vaka og vinna. Eins var um aðbúnað og mat í stofu, allt var gert til þess að þjóna póstinum sem best og þeim sem vora með honum, þreyttir menn og mikils þurfandi. Þá kom strax fram hve Hólmfríður var mikil matreiðslukona og varð því önnur hönd Steinunnar. Með komu Hólmfríðar og Adolfs færðist nýtt líf í tilverana í Bakka- seli þar sem mæðgurnar Steinunn og Fanney, þriggja ára, vora fyrir með bóndann oft fársjúkan, áhyggj- ur vegna skepnuhirðingar og gesta- móttöku voru svo til úr sögunni og það var lagst á eitt með að gera baðstofulífíð eins líflegt og framast var unnt. Adolf hafði bækur í sínu fartesti sem lesnar vora og ræddar, hann var frá unga aldri vandur að bókum og því var það sem hann bar í bæinn okkur Steinunni nýtt lesefni. Þannig leið veturinn að búpening varð bjargað fram úr, tíðarfar var með besta móti. Seint í apríl fór Adolf, þar sem fréttir bárast af all- góðri atvinnu á Akureyri. Hólm- fríður og Emil vora fram í maímán- uð og undu vel hag sínum, en þá barst bréf frá Adolf þar sem hann fór þess á leit að ég sæi um að Hólmfríður fengi flutning inn eftir. Þá var ég allhress orðinn og fór strax að fínna Gloppubóndann sem tók að sér að annast flutninginn. Eg setti hest undir Hólmfríði og hún reiddi soninn á hnakknefinu, nema hvað Jón bóndi tók hann á sitt hnakknef við og við. Við Steinunn og Fanney kvödd- um Hólmfríði með kærleikum og þökkuðum fyrir vel unnin störf og góða framkomu svo af bar, hún kvartaði aldrei og var alla daga sama prúðmennið í allri framkomu. Enn munu þau hafa búið í Mel- brekku um skeið og á Akureyri vora þau fram á vor 1931 að þau kvöddu Norðurland og fluttu suður til Reykjavíkur. Að sjálfsögðu urðu þau að sætta sig við leiguíbúðir næstu árin. Árið 1934 vora þau á Bragagöt- unni, þann 3. febrúar það ár fædd- ist þeim annar sonur, Gunnar Bene- dikt Adolfsson. Báðir þessir dreng- ir, Emil og Gunnar, ólust upp með foreldram sínum, vora hraustir og hugþekkir og auðguðu líf foreldra sinna. Sem fyrr er nefnt lærði Emil húsasmíði, og Gunnar lærði rennismíði og bifvélavirkjun og er nú starfsmaður Bifreiðaeftirlits ríkisins. Á þeim kreppuáram sem gengu yfír fjórða áratuginn, var við sífellt atvinnuleysi að etja og því engum verkamanni fært að koma yfír sig þaki. Krafa verkamanna um vinnu, atvinnubótavinnu, varð til þess meðal annars, að stofnað var til Flóaáveitunnar, þar fékk Adolf vinnu, í fyrstu viku í senn en þar varð hann fljótlega flokksstjóri sem leiddi til þess að þar með lauk at- vinnuleysisgöngu Adolfs. Hann gerðist aðstoðarverkstjóri hjá Vegagerðinni og aðalverkstjóri 1941. Við Flóaáveituna sáu konur um matareldun og þar var Hólmfríður eitt sumar, alla aðra daga þessi ár þegar Adolf var fyrir austan fjall, var hún heima með drengina sína, sem þó vora oft í sveit á sumrin. Á árinu 1937 byggði Adolf sér sumarbústað við Nýbýlaveg í Kópa- vogi, þar áttu þau samastað um árabil, grófu brann í holtinu fyrir ofan skúrinn og sprengdu sig niður í klöpp sem varð til þess að þar spratt fram vatn sem Adolf leiddi í pípum heim í hús. Þá reysti hann trönur fyrir vindrafstöð sem tókst vel og því höfðu þau vatn og ljós í sumarbústaðnum sínum sem þess- vegna var notalegur og sem varð til þess að þegar frá leið bjuggu þau stundum árlangt í þessum bú- stað. Þegar ég skrapp til Reykjavíkur á árinu 1944, bjuggu þau Adolf og Hólmfríður á Kjartansgötunni, höfðu þá fest kaup þar á góðri íbúð. Þar var mér vel tekið, og þar sat ég að veisluborði hvern dag. Þá átti Adolf bíl og á honum fórum við til Þingvalla, það var ánægjuleg ferð. Þá voru þau hjón orðin kunn- ug landslagi og sögu þess. Skömmu þar á eftir munu þau hafa eignast fólksbíl og þá keyrðu þau flestar helgar vítt um landið, þá höfðu þau þann háttinn á að Hólmfríður sat með landakortið og því urðu þau þaulkunnug því iandsvæði, þau lögðu á minnið nöfn á ám og fljót- um, vötnum og landinu, fjöllum þess og hæðum, túnum og engjum og bæjum. Þannig var skemmtilegt að ferðast og njóta landsins. Þegar við ræddum um öll þessi landsvæði Islands, laut ég höfði og undraðist þá þekkingu. Bæði höfðu þau gott g minni og bættu hvort annað upp. Nokkur síðustu árin bjuggu þau I Hólmfríður og Adolf á Hrauntungu | 15 í einbýlishúsi sem þau byggðu frá granni, hlúðu að tijágróðri kringum húsið og ekki síður að öllu innanstokks og þá sérstaklega að ■ menntunar- og menningarþörfum. Með tímanum varð húsið að bóka- safni, bókum sem þau lásu og ræddu um. Auk þess er í húsinu þeirra safn fjölbreytilegra náttúra- undra, steina sem þau söfnuðu á ferðalögum um landið, göngum um fjöll og fjörar, hver steinn þjónaði þeim tilgangi að minna á staðinn þar sem hann var fundinn, slíkir steinar era dýrgripir, og húsprýði. Eins og kunnugt er tók Adolf mikinn og virkan þátt í félagsstörf- um verkstjóra, hann var ritstjóri blaðsins „Verkstjórinn" um árabil og skrifaði mikið í blaðið, sá um útgáfu þess. Hólmfríður tók einnig mjög virkan þátt í þeim störfum öllum, og það var hún sem öðram fremur las prófarkir að blaðinu. Þá las hún og prófarkir að þeim bókum sem Adolf sá um útgáfu á, svo sem bókinni „Verkstjóm og verkmenn- ing“ 1968, „Verkstjóm" sem út kom á 60 ára afmæli Verkstjórafé- lagsins 1979. Og loks að sögu Kópavogs 1983. Allt þetta starf lék henni í hendi. Svo þegar verkstjórar byggðu sér sumarbústað við Skorravatn, var Hólmfríði falið að gefa húsinu nafn sem hún gerði. Það nafn er „Einisfold" sem festist við bústaðinn. Þegar Hólmfríðar er minnst hlýt- ur Adolfs að vera minnst ,svo var lífsferill þeirra samtvinnaður, svo vora þau samhent í öllum sínum áformum og athöfnum og því var mjög ánægjulegt að koma í húsið þeirra, hvort sem um var að ræða timburskúr við Nýbýlaveg forðum eða einbýlishúsið þeirra á Hraun- tungu 15 þar sem allt var á seinni áram þakið bókum og fagursköpuð- um steinum. Viðtökurnar vora þær sömu, sama alúðin, það var fræð- andi að eiga við þau samtöl um dægurmálin og það sem sagan geymir. Hólmfríður og Adolf vora mjög samhent í allri sinni lífsbaráttu og þau nutu þess bæði af heilum hug sem ávannst. Adolf féll frá á vor- dögum 1985. Nokkram dögum áður áttum við tal saman þar sem hann sat enn við skriftir, og þá barst tal að vökustarfí Hólmfríðar og ég man orðrétt það sem Adolf sagði við mig: „Hólmfríður mín gleymdi aldr- ei að trekkja heimilisklukkuna." Milli þeirra hjóna ríkti gagn- kvæm virðing og órofa vinátta sem aldrei bar skugga á, þar vora mað- urinn og konan eitt. Að endingu kveð ég Hólmfríði með heitum þökkum fyrir öll góðu kynnin á langri lífsgöngu. Ég sendi sonum hennar, konum þeirra og afkomend- um hugheilar samúðarkveðjur. ' Tryggvi Emilsson Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tek- in til birtingar framort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.