Morgunblaðið - 12.07.1988, Side 15

Morgunblaðið - 12.07.1988, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ 1988 15 íslandsmeistarinn í vélflugi 1988 SIGURVEGARINN á íslandsmóti Flugmálafélags íslands í vélflugi 1988, sem haldið var samhliða Norðurlandamótinu, er 23ja ára gam- all verkfræðinemi frá Akureyri, Orri Eiríksson. Orri lauk atvinnu- flugmanns- og flugkennaraprófum sl. vetur og er með um 400 flug- stundir að baki. Fyrstu kynni Orra af flugíþrótt- um var í módelflugi en hann hefur einnig stundað svifflug frá Melgerð- ismelum. Orri hefur verið virkur þátttakandi í vélflugmótum frá 1985, en það ár varð hann annar á Islandsmóti Fmí sem haldið var á Selfossi. Orri varð íslandsmeistari í vélflugi árið 1986 og hefur haldið titlinum síðan. Hann hefur einnig unnið keppni Flugklúbbs Reykjavíkur um Haraldarbikarinn tvisvar í röð, árið 1987 og 1988, en sú keppni er einskonar minni útgáfa af íslandsmóti Fmí. Árið 1987 tók Orri þátt í Norðurlanda- móti í vélflugi sem haldið var í Finn- landi og var það í fyrsta sinn í tólf ár sem Islendingar sendu keppanda á þetta mót. Þar hafnaði Orri í ell- efta sæti. Árangur Orra á NM88 verður að teljast mjög góður. Eru þeir sem til þekkja sammála um að við eigum keppanda sem við getum verið stolt- ir af þar sem Orri er, því það sýndi sig á NM á Hellu að hann gaf margreyndum keppendum frá hin- um_ Norðurlöndunum ekkert eftir. Á sumrin starfar Orri við máln- ingavinnu á heimaslóðum en á vet- urna stundar hann nám við Há- skóla íslands. Hann hefur verið virkur þátttakandi í félagsstarfi flugáhugamanna í höfuðborginni og m.a. setið í stjóm Flugklúbbs Reykjavíkur. Morgunblaðið/PPJ Orrí Eiríksson íslandsmeistari í vélflugi 1988 við flugvél sína Piper PA-22-150 Tri-Pacer TF-TOM Síðasta mót Norð- urlandameistarans Dan Hedström hefur tekið þátt í vélflugkeppnum frá því árið 1960 og í Norðurlandamótum frá því 1968. Hann hefur tvívegis orðið Svíþjóðarmeistari í vélflugi og árið 1986 varð hann Norðurlandameist- ari. í byrjun þessa árs ákvað Hedström að NM í ár yrði síðasta flugkeppnin sem hann tæki þátt í, en nýjast áhugamál hans eru sigl- ingar. Á sumrin eru Dan og eigin- kona hans í áhöfn á þriggja mastra barkskipi, „Statsraad Lemkuhl", sem er gert út frá Noregi. Skip þetta, sem er elsta sinna gerðar, smíðað árið 1914, er í eigu sjálfs- eignarstofnunar og notað sem skólaskip fyrir fólk á öllum aldri sem vill læra að sigla eins og gert var á ámm áður. Aðspurður um Norðurlandamótið sagði Dan Hedström að sér hafi fundist yfirlandsflugið auðvelt og vildi þakka það hvað skyggnið væri gott hér og auðvelt að finna hom- punkta og kennileiti. „Mér fannst mótið mjög vel skipulagt. Ég var hrifinn af því hvað það tókst vel og þá sérstak- lega vegna þess að þið hafið svo takmarkaða reynslu af slíku móta- haldi sem NM er. Starfsmennimir lögðu allir á sig mikla vinnu til að allt gengi sem best og það tókst. Strax við komuna til íslands leið mér eins og ég væri heima hjá mér. Mér líkaði mjög vel við fólkið og fannst það vingjarlegt. Landið finnst mér fallegt og útsýni alls- staðar gott. ísland minnir mig svo- lítið á Alaska, það er e.t.v. vegna þess hvað óbyggðir eru víða.“ Að lokum kvaðst Dan ætla að eyða hér nokkrum dögum að skoða landið ásamt eiginkonu sinni áður en þau héldu til síns heima og bark- skipsins góða. Bror-Eric Hjulstad frá Noregi reyndist bestur keppenda í lendingum, Morgunblaðið/PPJ Morgunblaðið/PPJ Norðurlandameistarinn Dan Hedström keppti á Cessna 150 TF-TEE, en langflestir þátttakendur á NM 88 kusu að nota þessa flugvélar- gerð í keppninni. ■*»- Sigurvegari Norðurlandamótsins í vélflugi 1988 varð Svíinn Dan Hedström frá Stokkhólmi. Hedström, sem er 48 ára gamall einkaflugmaður með um 1500 flug- stundir að baki, starfar sem jarð- boranaverkfræðingur og hefur starfað víða um lönd við að bora eftir vatni. Svifflugnám hóf hann árið 1956 og tveimur árum síðar var hann kominn með einkaflug- mannsréttindi og það áður en hann fékk bflprófið. Kvennalista- konur gegn nýju álveri Kvennalistakonur í Reykjanes- kjördæmi samþykktu ályktun gegn hugmyndum um nýtt álver á félagsfundi 5. júlí. í ályktun- inni segir m.a.: „Valdhafar gætu varið tíma sinum, fé og orku á farsælli hátt en að auka á erlend- ar skuldir þjóðarinnar í þessu skyni.“ Þá segir í ályktun kvennalista- kvenna á Reykjanesi að „stóriðju- þráhyggja stjórnvalda“ hafi leitt til ótímabærra virkjanaframkvæmda og skuldasöfnunar erlendis. Líklegt megi teljast að raforkuverð til nýs álvers tengdist heimsmarkaðsverði áls en það sé nú á niðurleið. Ekk- ert bendi til að nýtt álver myndi létta bagga hins almenna raforku- notanda. Óskiljanlegt sé að stjóm- völd stuðli að aukinni þenslu á höf- uðborgarsvæðinu þar sem þörf fyr- ir uppbyggingu sé mest utan þess. Sjálfsbjörg: Vilja ijúfa einangrun heyrnarlausra Framkvæmdastjórn Sjálfs- bjargar, landssambands fatlaðra hefur sent frá sér samþykkt þar sem skorað er á stjórnvöld að sjá til þess að félagsleg einangrun heyrnarlausra verði rofin m.a. með því að gera islenskt efni í sjónvarpi skiljanlegt heyrnar- lausum. í samþykktinni segir orðrétt: „Framkvæmdastjórn Sjálfsbjargar l.s.f. skorar á stjómvöld að gera stórátak í því að ijúfa nú þegar félagslega einangmn heymar- lausra. Sjálfsbjörg leggur áherslu á að tölvur, sem koma í stað text- asíma verði almenningseign og að heymarlausum verði tryggð þjón- usta táknmálstúlka. Sjálfsbjörg tel- ur eðlilegt að íslenskt efni í sjón- varpi sé gert öllum skiljanlegt - einnig heymarlausum". Ný bílastæði í Kringlunni BÍLASTÆÐUM fjölgar í Kringl- unni í haust, þar sem nú eru í byggingu 400 ný stæði sem verða tekin í notkun í október nk. Verslanir i Kringlunni, sem hafa verið opnar á laugardögum það sem af er sumri, verða áfram opnar í júlí. Það eru eigendur verlananna og venslafólk þeirra sem sjá um afgreiðsluna, þar sem félagar í Verslunarfélagi Reykjavíkur vinna ekki á laugar- dögum yfir sumarmánuðina. Þegar nýju bílastæðin em tilbúin verður hægt að leggja nálægt 1500 bílum í Kringlunni, en þar em fyrir um 1100 stæði. Nýju bflastæðin em staðsett norðvestan við húsið, ná- lægt Miklubraut. Að sögn Einars Halldórssonar, framkvæmdastjóra Kringlunnar er búið að byggja bíla- geymslur fyrir um 340 milljónir króna, ef nýju stæðin em talin með. Það em verslunareigendur í Kringlunni sem fjármagna fram- kvæmdimar. Þær verslanir sem hingað til að hafa verið opnar á laugardögum í sumar verða áfram opnar í júlí, nema laugardaginn 30., sem er frídagur verslunarmanna. Það em einungis eigendur verslana og skyldulið þeirra sem afgreiða á laugardögum, enda segir í samning- um verslunarmanna að ekki skuli unnið á laugardögum yfir sumar- mánuðina, að sögn Einars. Hann sagði einnig að það væri ágætis verslun þessa daga, þó auðvitað 'hefði það áhrif að ekki em allar verslanir opnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.