Morgunblaðið - 12.07.1988, Síða 13

Morgunblaðið - 12.07.1988, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ 1988 13 Höfrungur AK frá Akranesi í gagngerum endurbótum Akranesi. NÚ standa yfir gagng-erar end- urbætur á Höfrungi AK 91 í skip- asmiðastöð í Bremerhaven i Þýskalandi og er áætlað að þeim verði lokið um mánaðamót júlí og ágúst nk. Meðal þeirra framkvæmda sem unnið er að eru vélaskipti og verður sett stærri og afkastameiri vél í skipið, þá verða gerðar ýmsar breytingar á skrokkinum, sett verð- ur skutrenna og perustefni og við þær framkvæmdir lengist skipið um tvo metra. „Þessar breytingar sem unnið er að munu kosta um 100 milljónir króna og skipið verður sem Innbrot: Gjaldeyri stol- ið úr Aðal- stræti 16 NOKKUR hundruð dollurum var stolið í innbroti í Aðalstræti 16 aðfararnótt sunnudagsins. Á þessum stað eru skrifstofur Hollywood, Broadway, Hótel ís- lands og Ferðaskrifstofu Reykjavikur. Málið er i rann- sókn. Nokkur önnur smáinnbrot urðu um helgina. Brotist var inn í Breið- holtsapótek en ekki höfðu þeir sem það gerðu mikið upp úr krafsinu og er talið að þjófavarnabjalla sem fór í gang hafi fælt þá á brott. Brotist var inn í sundlaugina í Mosfellsbæ á sunnudagskvöld og þaðan stolið innkomu dagsins. Einnig var brotist inn á Freddabar í Tryggvagötu aðfararnótt sunnu- dagsins og einhveiju af skiptimynt stolið. Á sunnudag var brotinn útstill- ingarglugginn hjá Jens gullsmið í Pósthússtræti og þaðan tekið eitt- hvað af módel skartgripum en ekki er vitað hve mikið. Öll þessi mál eru í rannsókn. Ekið á kyrr- stæðan bíl EKIÐ var á kyrrstæðan Datsun leigubíl síðastliðinn föstudag, 8. júlí, þar sem honum hafði verið lagt fyrir utan Flókagötu 55. Bíllinn er grár og svartur að lit og ber einkennisstafina R-7091. Atvikið átti sér stað í hádeginu, milli klukkan 12.00 og 13.00. Þeir sem kunna að hafa orðið vitni að árekstrinum eru beðnir að hafa samband við lögregluna í Reykjavík. áleggshnífar og eldhústæki • » Fagleg ráðgjöf. HEILDVERSLUN HF. Reykjavfkurvegi 66, Hafnarfirði, simar: 91-652012 og 652008. nýtt og mun afkastameira," sagði Sturlaugur Sturlaugsson hjá HB og Co hf. á Akranesi en þeir eiga Höfrung AK. Skipið hefur á undanförnum árum aðallega stundað loðnuveiðar og svo rækjuveiðar hluta ársins. Að sögn Sturlaugs er skipinu nú ætlað stærra verkefni. Það mun væntanlega veiða loðnukvóta Rauðseyjar AK auk síns eigin kvóta. Að auki mun skipið svo stunda rækjuveiðar eða aðrar veiðar sem til falla. Skipstjóri á Höfrungi er Guðjón Bergþórsson og nú mun Marteinn Einarsson, sem verið hef- ur skipstjóri á Rauðsey AK, einnig verða skipstjóri á Höfrungi til skipt- is við Guðjón. Kristófer Bjarnason sem verið hefur skipstjóri á Skírni AK mun taka við Rauðsey en fyrir- tækið hefur nú selt Skírni AK til Sandgerðis. - JG Lokum vegna sumarleyfa um næstu helgi Vinsamlegast sendið inn pantanir á lagervörum sem allra fyrst. '. Jónsson og Co. hf., heildverslun, sími 24-333. Sparifé þitt rýrnar ekki ef þú f járfestir ríkissjóðs Það eru margar ástæður fyrir því að spariskírteini ríkissjóðs eru einn vænlegasti kostur sparifjáreig- enda í dag. Spariskírteini ríkissjóðs eru einföld og jafnframt ein öruggasta ávöxtunarleið, sem völ er á. Spariskírteinin eru verðtryggð, sem kernur í veg fy rir að sparifé þitt rýrni og bera auk þess allt að 8,5% vexti. Og ekki má gleyma að spariskírteinin eru tekju- og eignaskattsfrjáls eins og sparifé í bönkum. Spariskírteini ríkissjóðs eru því án efa rétti kosturinn fyrir þig. Verðtryggð spariskírteini til sölu núna: FI.OKKUR LÁNSTÍMI ÁVOXTUN GJAI.DDAGI l.fl.D 3 ár 8,5% 1. feb 91 1. fl. A 6/10 ár 7,2% 1. feb ’94—’98 Avöxtun ríkisvixla er allt að 43,13% á ári. Nú eru forvextir á ríkisvíxlum 34,3% sem jafngildir 43,13% eftirá greiddum vöxtum miðað við 90 daga lánstíma. Ríkisvíxlar eru örugg og arðbær leið til að ávaxta skammtímafjármuni. Spariskírteini ríkissjóðs fást í Seðlabanka íslands og hjá löggiltum verðbréfasölum, sem m.a. eru við- skiptabankarnir, ýmsir sparisjóðir, pósthús um land allt og aðrir verðbréfamiðlarar. Ríkisvíxlar fást í Seðlabanka íslands. Einnig er hægt að panta þá þar, svo og spariskírteinin, í síma 91-699863, greiða með C-gíróseðli og fá víxlana og spariskírteinin síð- an send í ábyrgðarpósti. RIKISSJOÐUR ÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.