Morgunblaðið - 12.07.1988, Page 43

Morgunblaðið - 12.07.1988, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ 1988 4$ gangi sögunnar frekar en frásögn- inni sjálfri, því þær gefí verkinu fyrst og fremst gildi. Svo leikstjórinn mætti fullgera draum sinn fékk Bille August sænsku kempuna Max von Sydow í hlutverk Lassa, hins ein- falda föður og sveitamanns. FVammistaða þessa einstaka leikara gerir myndina eflaust að þeirri eftir- minnilegustu mynd sem Danir hafa gert á síðustu árum. Mörgum er enn í fersku minni leikur Max í Vestur- förum Jan Troells hér um árið og virðist sem hann hafi brugðið sér í gervi Karls Óskars á nýjan leik til þess að leika Lassefar, án þess þó að trufla áhorfandann hið minnsta. Leikurinn er svo einlægur, hreinn og mikill galdur að enginn efast um að hann sé trúr hlutverkinu. Liggur nær að álykta að Max von Sydow hafi alla tíð staðið í landflutningum síðan í lok síðustu aldar, — að vísu stundum siglt í vestur og stundum austur en alltaf samur við sig og þó nýr maður hveiju sinni. Hetja af yngri kynslóðinni Ungur Kaupmannahafnarbúi, Pelle Hvenegaard, leikur nafna sinn í myndinni. Pelle er aðeins 11 ára og reyndar skírður í höfuðið á drengnum í bókinni. Þeir Max mynda sketnmtilegan samhljóm í leik sínum. í augum drengsins lifir ávallt hin eilífa spurn um undur tilve- runnar en úr augum föðurins skín deyfðin og minnimáttarkenndin. Saman eru þeir eitt og mynda þéttan kjama sögunnar. Aðrir eftirminnilegir í myndinni eru Björn Granath í hlutverki Eriks og Erik Paaske í hlutverki ráðs- mannsins — að ógleymdum Troels Asmussen sem lék Rúð mjög vel og fellur að ósekju í skuggann fyrir jafnaldra sínum Pelle Hvenegaard. Kvikmyndataka var í höndum Svíans Jörgens Persson og er fátt annað en gott um hana að segja. Janus Billeskov Jansen klippti mynd- ina mjög „hratt“ og hélt henni alltaf á mikilli ferð — myndskeiðin stutt og mikil hreyfing á hveiju þeirra. Leikmynd og tónlist Enda þótt „Pelle sigurvegari" ger- ist á Borgundarhólmi er myndin að- eins að litlu leyti tekin þar. Hún er fyrst og fremst tekin á Suður-Sjál-. andi og sá sænski leikmyndahönnuð- urinn Anna Asp um að breyta þar- lendu eyðibýli í sögusvið bókarinnar. Erik (Björn Granath) og Pelle (Pelle Hvenegaard) ætla til Ameríku um leið og vistarbandinu lýkur. Lassi (Max von Sydow) á góðri Ólsen (Karen Wegener). brott, — enginn veit hvert. Pelle tek- ur brottför Eriks mjög nærri sér og ákveður að yfirgefa Steinbæinn. Hann kveður föður sinn í birtingu á frostbitnum akrinum við bæinn og heldur af stað, einn síns liðs, burt — að sigra heiminn. Að kvikmynda skáldsögu Engan þarf að undra þótt þessi mikla örlagasaga skuli hafa snert streng í bijósti lesenda og ekki síst stundu ásamt ekkjunni, maddömu í bijósti þeirra sem fást við kvik- myndagerð. Bille August, leikstjóri myndarinnar og handritshöfundur, var þó strax í upphafi þeirrar skoð- unar að ekki mætti kvikmynda bók- ina eins og hún kemur fyrir sjónir lesandans, heldur ætti aðeins að nota hana sem grunn að mikilli epískri frásögn um manninn í sinni upprunalegu mynd. Hann segir markmið sitt hafa verið að koma til skila þeim tilfinningum sem ráða Leikmyndin virtist hönduglega gerð og ekki áberandi stílbrot í henni. Hins vegar má deila um það hvort tónlistin hafi átt heima í myndinni, enda þótt hún hafi verið ágætlega samin. Hún er eftir enn einn Svíann, Steffan Nilsson, en frekari deili á manninum eru á huldu. Tónlistin er í síðrómantískum stíl, minnir á Grieg eða öllu heldur á Síbelíus og leikin af voldugri sinfóníuhljómsveit. Eftir því sem líður á myndina minnkar hlutverk tónlistarinnar og í lokin er það orðið svo lítið að ekkert stendur eftir nema eitt visið píanó. Ekki verð- ur betur séð en hér sé um „anti- klimax" að ræða — tónlistin lognast út af í hreinni andstöðu við máttugan endi myndarinnar, þegar Pelle slítur af sér hlekki þrældómsins og brýst út í hinn stóra heim. Ef hins vegar er litið á skáldsög- una í bókmenntasögulegu samhengi þá er „Pelle sigurvegari" hrópandi andstæða gegn rómantískum bók- menntum 19. aldar. Lesandinn líður ekki lengur um laufskála hefðarfólks heldur horfist í augu við nakta neyð alþýðunnar. Tónlistin er því í heild sinni hálfgerð tímaskekkja í þessu tilliti. Stefið sem leikið er á píanó í lok myndarinnar nálgast næstum því að vera expressíónískt og því sam- svarar það þrátt fyrir allt miklu bet- ur byltingarkenndum anda bókarinn- ar — og þá um leið myndarinnar — heldur en rómantíski hljómsveitar- leikurinn sem ríkir mestalían timann. Leikstjóri og norræn sam- vinna Sigurvegari myndarinnar — ef svo mætti að orði komast — er leikstjór- inn Bille August. Hann stendur á fertugu um þessar mundir og á að baki litríkan feril sem kvikmynda- gerðarmaður. Hann er menntaður við Danska kvikmyndaskólann en vann síðan um árabil í Svíþjóð við kvikmyndatöku. Helstu myndir hans eru „Hunangstungl" (Honningmáne, 1978), Zappa (1983), Trú, von og kærleikur“ (Tro, háb og kærlighed, 1984) og loks „Pelle sigurvegari (Pelle Erobreren, 1987). Hann hefur vakið mikla athygli í heimalandi sínu fyrir kvikmyndagerð og „Pelle“ á eflaust eftir að bera hróður hans um víða veröld. Höfundur stundar nám í tónsmíð- um og iiljóms vcitarstjórn í Frei- burgí Vestur-Þýskalandi. Ferðamenn: Bandaríkja- menn flest- • p • p p ir í jum AF ÞEIM erlendu ferðamönn- um sem komu til landsins í júní voru Bandaríkjamenn flestir eða um þijú þúsund. Samkvæmt upplýsingum frá útlendingaeft- irlitinu kom 18.431 útlendingur til landsins í júní en 18.921 úp“ lendingur á sama tíma í fyrra. Frá áramótum til 30. júní hafa 50.459 útlendingar komið til landsins og er um að ræða ör- litla fölgun frá því í fyrra en þá komu á sama tíma 50.385. Þá fjölgaði komum Islendinga og voru þær 57.787 talsins frá áramótum til 30. júní í ár en 50.382 á sama tíma í fyrra. Danir sem heimsóttu landið í júní voru tæplega þijú þúsund talsins en næstir á eftir þeim í §ölda voru Svíar en þeir voru unmj 2.500 talsins. Norðmenn sem komu hingað í júnímánuði voru rúmlega tvö þúsund en Finnar rúmlega eitt þúsund. Þjóðveijar voru um 2.300 en Bretar, sem dvöldu hér í júní, voru um þrettán hundruð. Frakkar sem heimsóttu Island í júní voru tæp- lega sjö hundruð en frá Sviss komu um sex hundruð manns. Milli tvö og þijú hundruð Hollendingar lögðu leið sína hingað í júní. Um tvö hundruð manns komu frá Kandada, Póllandi og Ítalíu. Belgar sem heimsóttu landið voru um eitt hundrað talsins. Færri komu frá öðrum löndum en alls komu menn af 67 þjóðernum til landsins í júní. (Úr fréttatilkynningu) sinnt. Þess vegna þarf Davíð borga- stjóri nú að beijast fyrir erfiðum málstað. Ég get í þriðja og síðasta lagi tekið undir þau ummæli B.J., að opinberar byggingar hafa fyrr verið umdeildar þótt ekki viljum við án þeirra vera. Að því er varðar Þjóð- leikhúsið og Hallgrímskirkju vil ég minna á, að þessi hús voru upphaf- leg hluti af skipulegri háborg Reykjavíkur, sem Guðjón Samúels- son teiknaði og gerði af líkan það, er við fengum að sjá í sjónvarpi í vetur. Það má telja nokkum veginn víst, að almenningur hafi ekki séð þetta líkan fyrr en nú og jafnvel ekkert um það vitað. Það hefur því varla verið reykvískur almenningur sem sundraði hugmynd Guðjóns Samúelsson um háborg Reykjavík- ur og setti þessi tilteknu hús niður í núverandi stöðum, sem menn nú gagnrýna, heldur þáverandi ráða- menn Reykjavíkur í umboði Sjálf- stæðisflokksins. Þannig getur B.J. rakið flestan vanda Reykjavíkur- borgar til sinna flokkslegu föður- húsa. B.J. nefnir seðlabankahúsið sem umdeilda en fallega byggingu. Það er eflaust umdeildasta bygging á íslandi ásamt með ráðhúsi Reykjavíkur. En ég minni á og undirstrika, að í báðum þessum til- vikum er það staðarvalið, sem deiit er um en ekki húsin sjálf eða fegurð þeirra. Ég leyfi mér að undrast stórlega þennan hug- takarugling B.J. Seðlabankahúsið er úr svo fögru efni, að það getur aldrei orðið Ijótt hús. En það er og verður um alla framtíð hinn stóri þymir umhverfis síns. Því er það, að þótt menn horfi á hús þetta í þögn eða öllu heldur líti undan í þögn þá merkir sú þögn ekki sam- þykki heldur ævarandi hryggð yfir þessum mannlegum mistökum, sem ekki verða jöfnuð við jörðu né á brott numin. Þar sem Jóhannes Norðdal komst upp með að skyggja á Ingólf Amarson og gera Arnar- hól að hundaþúfu við hlið Seðla- bankans má vera að Davíð Odds- syni þyki við hæfi að yfirskyggja Reykjavíkurtjörn. En vemm minn- ug þess, að einn fordæmanlegur verknaður helgar ekki annan. B.J. ræðir um að viðhalda gamla miðbænum sem sameiningarkjama borgarbúa. Þar emm við mjög sam- mála. En hún mælir þar í rauninni gegn efni greinar sinnar. Sú eina stílmynd, sem enn stendur af Reykjavík fyrri daga er einmitt Reykjavíkurtjörn og umhverfi hennar. Ráðhús af enn óþekktri stærð mun eyðileggja þessa stílmynd að fullu, því það geta aldr- ei myndast þau tengsl fortíðar og nútíðar, sem B.J. talar um, milli braggabálksins fyrirhugaða og hús- anna við tjörnina. Og ráðhús á hvaða stað sem er verður aldrei samfélagsstaður borgarbúa. Það er borin von B.J. Greinarhöfundur telur fram ýmis atriði til huggunar og stuðnings við byggingu ráðhúss í Reykjavíkur- tjörn, svo sem fegmn tjarnarbakk- ans (eins og Davíð borgarstjóri), heilsusamlegar gönguferðir að og frá bílastæðum, að byggingartími hússins muni verða stuttur (þetta hlýtur að vera goðsvar), að góðæri sé í borgarsjóði, það kemur skatt- greiðendum ekki á óvart, og svo orðrétt: „Um þensluna má segja að teikn em á lofti um samdrátt í byggingariðnaði þannig að auknar líkur em á hagkvæmni við bygging- una.“ Þetta er býsna langsótt hugg- •un og öll em þessi stuðningsatriði lýr í roðinu svo ekki sé meira sagt. B.J. leggur mikla alúð við að mæra Davíð Oddson sem afburða- mann við stjómun og uppbyggingu borgarinnar og það skilst vel á orð- anna hljóðan, að þess vegna skulum við Reykvíkingar hlíta ráðum hans möglunarlaust. Ég dreg ekki í efa að hann sé knár og ósérplæginn starfsmaður hvar sem hann leggur hönd á plóg. En að þakka honum einum uppbyggingu Reykjavíkur er auðvitað fjarstæða. Það er því líkast sem B.J. viti ekki þann alkunna sannleik, að með lögum um bindi- skyldu hefur ómældu fé frá öllum landshlutum verið beint til Seðla- bankans í Reykjavík þar sem póli- tískir gæðingar ráða ferð fjármuna. Og þeir renna með stórstreymi óbeint til Reykjavíkurborgar gegn- um braskara, verktaka, veslun og opinberar stofnanir svo eitthvað sé nefnt, e.t.v. má einnig telja Lista- hátíð í Reykjavík þama með. Þá hafa ríkisstjómarhættir valdið sívaxandi streymi fólks og fjármuna þess frá landsbyggð til höfuðborg- arinnar. Þetta tvennt, er ég nú hef nefnt, hefur valdið meiru um upp- byggingu Reykjavíkur en stjómun hennar, góð eða slæm. Það jaðrar við lága greindarvísi- tölu að bregða landsbyggðarfólki um öfundsemi við Reykvíkinga vegna vaxtarhraða borgarinnar. Allir heilbrigðir menn vita, að of- vöxtur er óhollur hvort sem hann fer fram í mannslíkama eða þjóð- arlíkama. B.J. lofar mjög leiðtogahæfni Davíðs Oddssonar, kjark hans og harða málafylgju. Þessa sömu eig- inleika mundi „Húsmóðir" Morgun- blaðsins trúlega kalla yfirgang og valdahroka hjá pólitískum andstæð- ingum sinum. Því er ekki að leyna, að þeir setja ærinn svip á stjórnun Davíðs Oddssonar sem borgar- stjóra. Hann „talar niður" til and- stæðinga sinna, ekki síst andstæð- inga í ráðhúsmálinu, á svo áberandi og auðmýkjandi hátt, að líkast er því sem þeir séu ormar í mold en ekki uppréttir menn. B.J. ætti að vita, að samkvæmt sagnfræði varð- ar slík háttsemi ekki veginn til þess að stýra almennings heill. Davíð Oddsson hefur, í áheym alþjóðar, afneitað hlutdeild allra byggðarlaga utan Reykjavíkur í höfuðborg Is- lands og sagt, að þeim komi hún ekkert við. Þetta er háalvarlegur atburður, sem þarf meiri umræðu við en hér er kostur á. Svo dettur B.J. í hug að allir landsmenn lúti höfði í aðdáun á Davíð Oddssyni. Það er síður en svo þótt síst sé það ætlan mín að gera lítið úr fylgi manna við hann. Þangað leitar, meðal annarra, sé stóri hópur með- aljóna með smákóngaþrá, sem öll þjóðfélög eru býsna auðug af. B.J. ver nokkru af grein sinni til þess að víta andstæðinga Davíðs Oddssonar og einkum þá, sem andvígir eru fyrirhuguðu staðarvali ráðhúss. Hún nefnir í því sambandi persónulegar ofsóknir, hávaða, skítkast, ofstæki og tækifærissinn- uð tilþrif pólitískra öfgahópa. Ég hef sótt flesta eða alla auglýsta fundi samtakanna Tjörnin lifi og það fólk, sem þar ber mér jafnan fyrst fyrir sjónir eru afkomendur reykvískra sjálfstæðismanna gam- algróinna í marga ættliði. Þetta er hámenningarfólk og ekki heimaríkt í husi Davíðs. I grein B.J. er hjartnæm tilvitnun í gamla vinkonu, er ólst upp í torf- bæ og gleðst þess vegna yfir því að fá „fallegt ráðhús við Tjörnina." Þetta er stórmerkileg huggun og kemur væntanlega einhveijum að gagni. Ég ólst einnig upp í torfbæ og ég finn ekki að það hafi nokkur áhrif á þá virðingu og væntum- þykju, er ég ber til þeirrar kyrrlátu stílmyndar, sem enn býr í umhverfí Reykjavíkurtjamar og ég vil ekki láta hrófla við. Á hinn bóginn get ég frætt B.J. um það, að þegar torfbæjum var valið staður vaf6* ávallt hugað gaumgæfílega að um- hverfi og línum landslagsins. Það hefur jafnan vakið athygli listrænna manna hversu íslensku torfbæirnir og umhverfí þeirra féllu fagurlega saman. Þessi mikilsverði þáttur hefur gleymst eða verið látinn falla niður í allri umræðu ráðhúsbyggj- enda í Reykjavíkurtjöm. B.J. talar um mismunandi smekk manna á húsum og húsagerðarlist og tekur sjálfa sig til vitnis. Hún hefur nú ákveðið að fyrirhugað ráð- hús verði fallegt. Samkvæmt opin- berum fréttum virðist mér sem end- anleg stærð þess sé enn á huldu og þannig endaleg gerð þess utan braggaþak og súlur. A árum síðari heimsstyijaldar var kunnur þýzkur listamaður, Kurt Zier, myndlistarkennari við Kenn- araskóla íslands. Hann flutti þar m.a. þijú erindi um húsagerðarlist og hvemig hún geymir hug og sál samfélagsins á hveijum tíma. Hann nefndi til þess opinberar byggingar og þá einkum kirkjur. Þessi stór- kostlégu erindi hafa ekki liðið mér úr minni og þar sem ég hef ferðast hef ég skoðað þessi hús með opnum augum og hliðsjón af tíma þeirra í sögunni. Mér verður hugsað til þess, er listræn sagnfræði síðari tíma tekur að íhuga samfélagsandann í fyrir- huguðu ráðhúsi Reykjavíkur, þar sem það ber sitt braggaþak á háum súlum. 3.-5. júlí 1988 Höfundur er kennari.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.