Morgunblaðið - 12.07.1988, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ 1988
35’
Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson
Dauðir fuglar í fjörunni undir Vogastapa.
Dráp á bjargfug'li
við V ogastapa
Vogum.
„ÞAÐ ER alveg forkastanlegt, en
er þvf miður alltaf að gerast f
nánd við þéttbýli," sagði Ævar
Petersen hjá Náttúrufræðistofnun
f samtali við Morgunblaðið um
dráp á bjargfugli f Vogastapa.
Nýlega voru 60—70 dauðir fuglar
taldir á tuttugu til þijátfu metra
svæði í fjörunni undir berginu.
Að auki sáust þrir særðir fuglar
f fjörunni sem varð að aflífa og
nokkrum dögum seinna sást einn
særður fugl en ekki náðist f hann.
Það er aðallega fýll sem verpir í
Vogastapa, en fyrir nokkrum árum
var talið að þar yrpu um 200 pör,
það er því stór hluti fuglanna í bjarg-
inu sem hefur verið drepinn. Auk
ffls verpir lundi í Vogastapa, en að
sögn Hafþórs Jónssonar hefur lunda
flölgað frá því í fyrra, en þá sá hann
í fyrsta skipti lunda þar. Lundi var
hins vegar algengur varpfugl um
1930—1940 og var hann þó veiddur
og var algeng veiði 40—60 fuglar á
klukkustund og gat farið upp í 100,
en lunda fækkaði á stríðsárunum.
Rita og svartfugl hafa einnig verpt
í Vogastapa, á árum árum.
Karl Hermannsson aðstoðaryfír-
lögregluþjónn sagði í samtali við
Morgunblaðið að öll notkun skot-
vopna væri bönnuð í umdæminu
nema með sérstöku leyfi frá sýslu-
manni og þá á sérstökum svæðum.
Hann sagði að lögreglunni hefði bo-
rist fjöldi kvartana að undanfömu
vegna manna með skotvopn og lög-
reglan myndi herða eftirlitið.
Þá er bannað samkvæmt fugla-
friðunarlögum að skjóta fyi og það
er einnig bannað að skjóta í fugla-
björgum.
- E.G.
Morgunblaðið/Styrmir Sigurðsson
Skemmdirá brúnniyfir Far
BRÚIN yfir ána Far sem rennur úr Hagavatni við Langjökul hefur farið úr skorðum í vorleysingunum.
Þegar hópur á vegum Ferðafélags íslands kom að ánni um helgina höfðu festingar brúarinnar sem borað-
ar voru í klöpp losnað upp og tröppur beggja vegna vom horfnar. Brot úr tréverkinu gaf þó að líta í
gljúfrinu fyrir neðan, þannig að ekki er langt um liðið síðan skemmdimar urðu. Eina leiðin yfir Far er
við upptökin. Þessi brú er nýleg, en sú sem áður var mun hafa skolast burt í leysingum. Tíu manns voru
í tjöldum við Hagavatn um helgina, en fimmtán göngumenn lögðu leið sína suður að Hlöðufelli og enduðu
ferðina í Haukadal.
Núpsskóli í Dýrafirði:
Starfræksla héraðsskólans
mun styrkja byggðirnar
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
að byggðimar hérna í kring geti
lokið skólaskyldunni með 9. bekk. Á
Suðureyri, Þingeyri, Bíldudal og
Tálknafirði er ekki starfræktur 9.
bekkur og það er hvergi heimavistar-
aðstaða nema héma. Áður en 9.
bekkurinn kom til hér á Núpi var
krökkunum komið í skóla vítt og
breitt um landið. Starfræksla skól-
ans gefur því fólki kost á því að
krakkarnir séu lengur í heimabyggð-
inni. Þannig styrkir starfræksla
skólans byggðimar."
Ríkið á og rekur skólann á Núpi
og Kári segir að hjá menntamála-
ráðuneytinu sé skilningur fyrir því
að hann starfi. Skólastarfið lá niðri
í eitt ár og rekstrarfé þess árs hefur
verið notað í uppbygginguna.
Á sumrin er heilmikil starfsemi á
Núpi. Stærsti liðurinn í því efni eru
sumarbúðir Héraðssambands Vest-
ur-ísfirðinga og Æskulýðssambands
kirkjunnar. Þessar sumarbúðir era
starfræktar í fjórar vikur í júní og
hefur aðsókn verið góð. Á Núpi er
mjög góð aðstaða til slíkrar starf-
semi, en þar er hægt að hýsa 80
manns í svefnpokagistingu.
Auk sumarbúðanna er heilmikið
um það að fólk komi saman til ættar-
móta á Núpi og standa slík mót í
nokkra daga. Þá eru þar oft haldnir
stórir fundir og ýmsar samkomur. Á
staðnum er mötuneyti með góðri
aðstöðu og borðsalurinn þar oft not-
aður undir samkomur því ekki er
annar jafn stór fáanlegur á stóra
svæði.
Að sögn Kára er það eindreginn
vilji heimamanna að skólinn byggist
upp á Núpi og helst að koma þar
upp sumarhóteli að loknum sumar-
búðunum í júní. „Það myndi skapa
vinnu og veita ungu fólki hér um
slóðir fjölbreyttari tækifæri til at-
vinnu,“ sagði Kári Jónsson skóla-
stjóri.
- sagði Bergþór Guðjónsson rallkappi
Torfærukeppni Bifreiðaíþróttaklúbbs Reykjavíkur var haldin á sunnu-
daginn í Jósepsdal og var hún spennandi í báðum flokkum. Keppnin
fór fram í malargryfjum í nýstárlegum þrautum og gilti til íslands-
meistara í torfæruakstri. Bergþór Guðjónsson á Willys vann flokk
sérútbúinna jeppa eftir mikla keppni við Guðbjörn Grímsson og Har-
ald Ásgeirsson. Gunnar Hafdal frá Skagaströnd vann flokk óbreyttra
jeppa eftir jafna keppni við Þórð Gunnarsson og Jón Valgeir Krist-
enssen.
„Þetta var svo skemmtileg keppni
að ég hefði alveg verið sáttur við
að tapa, en það var samt ánægjulegt
að vinna,“ sagði Bergþór Guðjóns-
son. „Þrautimar komu sumar hveij-
ar á óvart, og ég var stundum
hræddur við að velta, tímdi því ekki
núna og var því ekki alltaf nógu
ákveðinn."
Bergþór skiptist á að hafa forystu
við Guðbjörn Grímsson, sem sýndi
oft ævintýraleg tilþrif í þrautunum
og hafði nauma forystu þar til hann
ofkeyrði í tímabraut. „Ég ætlaði mér
of mikið og tapaði þess vegna.
Bíllinn drap á sér eftir að ég hafði
nærri kollsteypt honum eftir stökk.
Jeppi Bergþórs hentaði mjög vel í
þrautirnar sem voru skemmtilegar
og þetta er ein mest spennandi
keppni sem ég hef tekið þátt í. Jepp-
inn hélst loks í góðu lagi, eftir breyt-
ingar sem ég gerði. Ég get nú farið
að einbeita mér að akstrinum á
mótunum sem eftir era,“ sagði Guð-
bjöm.
Með þessum árangri drógu Berg-
þór og Guðbjöm á forskot Haraldar
Ásgeirssonar í baráttunni um ís-
landsmeistaratitilinn, en hann varð
þriðji í keppninni. „Ég er ánægður
með stigin, þetta var hörð keppni
og mér gekk ekki sem best. Það
skorti afl í vélasalinn í fyrrihluta
keppninnar, en ég náði að vinna á
í lokin, en ekki nóg,“ sagði Harald-
ur, sem hefur tvo sigra í farteskinu
eins og Bergþór eftir að þremur
mótum af sex er lokið.
Það var engu minni keppni í flokki
óbreyttra jeppa, en íslandsmeistari
flokksins frá því í fyrra, Gunnar
Hafdal, stóð uppi sem sigurvegari.
„Þetta var stórkostleg keppni og
brautirnar til fyrirmyndar. Þetta er
í fyrsta skipti sem ég kem með því
hugarfari að sigra. Eg hef passað
of mikið upp á lakkið og því ekki
náð almennilegum árangri fyrr en
núna. Þórður var hættulegasti and-
stæðingurinn og ég mun beijast við
hann um Islandsmeistaratitilinn,“
sagði Gunnar, en Þórður hefur for-
ystu í stigakeppni um titil óbreyttra
jeppa.
„Ég hef hug á að ná í titilinn.
Ég hef sæmilega forystu ennþá og
ætla í öll mótin sem eftir era. Ég
er ánægður með að ná þriðja sæti
í þessari keppni, þar sem ég velti í
lokin. Ég kom á of mikilli ferð í
beygju, smá hóll setti mig útaf lag-
inu og á tímabili hélt ég að bíllinn
myndi endastingast eftir veltuna.
Framdekk fór af felgunni og kannski
á það sinn þátt í veltunni," sagði
Þórður.
Lokastaðan í Torfæru-
keppni BÍKR
Sérútbúnir jeppar:
1. Bergþór Guðjónsson, Willys 939.99
2. Guðbjöm Grímsson, Willys 919.99
3. Haraldur Ásgeirsson, Jeepster 871.64
4. HjörturÓskarsson, Willys 838.31
5. Gunnar Guðmundsson, Willys 784.98
Óbreyttir jeppar:
1. Gunnar Hafdal, Willys 930.41
2. Jón ValgeirKristenssen, Willys 884.99
3. ÞórðurGunnarsson, Willys 881.26
4. Stefán Gunnarsson, Willys 837.49
5. Ámi Kópsson, Izuzu Bronco 831.25
6. Stefán A. Thorsteinsson, Willys 749.99
Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson
Torfærukapparnir sem berjast um íslandsmeistaratitilinn í flokki
sérútbúinna jeppa og óbreyttra. Gunnar Hafdal (l.t.v.) vann óbreytta
flokkinn í Jósepsdal, Jón Valgeir Kristenssen varð annar. Haraldur
Ásgeirsson og Guðbjörn Grímsson brosa sínu blíðasta við hlið Berg-
þórs Guðjónssonar sem vann sérútbúinn flokk jeppa. Fyrir aftan
hann stendur Þórður Gunnarsson sem leiðir íslandsmeistarakeppni
óbreyttra jeppa.
Torfærukeppni BÍKR:
-segir Kári Jóns-
son skólastjóri
SKÓLINN á Núpi við Dýrafjörð
mun á komandi vetri starfrækja
9. bekk og fornám framhalds-
deilda. Boðið verður upp á
kennslu á íþróttabraut, heilsu-
gæslubraut, viðskiptabraut og
tæknibraut. í fyrra var starf-
ræksla skólans hafin aftur eftir
eins árs hlé og voru nemendur
þar samtals 40.
Unnið hefur verið að endurbótum
á húsakosti skólans, heimavistir hafa
verið endurnýjaðar og fyrirhugað er
að lagfæra kennsluaðstöðuna. Verið
er að ganga frá heilsuræktaraðstöðu
þar sem verður gufubað, lyftinga-
tæki auk aðgangs að sundlaug stað-
arins. Aðstaða til kennslu í hand-
mennt hefur verið sett upp, smíða-
stofa og handavinnustofa stúlkna.
Búið er að ráða kennara að skól-
anum og er einn þeirra tónlistar-
kennari. I vetur verður því nemend-
um boðið upp á kennslu á hljóðfæri
sem Kári Jónsson skólastjóri sagðist
Séð heim að Núpi.
gera fastlega ráð fyrir að nemendur
nýttu sér.
„Skólanum hefur verið tekið mjög
vel,“ sagði Kári skólastjóri, „aðsókn-
in er af öllum Vestfjörðum og auð-
séð að Vestfirðingar ætla að not-
færa sér skólann. Heimamenn hafa
sýnt hug sinn til skólans með fram-
lögum til framkvæmda við hann og
ég held að menn geri sér grein fyrir
að skólinn er nauðsynlegur til þess
Mjög ánægjulegt að virnia sigur