Morgunblaðið - 12.07.1988, Side 9

Morgunblaðið - 12.07.1988, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ 1988 9 Selst ódýrt Búðarinnrétting með speglum, skúffum og grindum til að hengja á. Hentug fyrir barnaföt og smávörur. Upplýsingar í síma 15960. Kœru œttingjar og vinir! Innilegar þakkir fyrir hlýjar kveðjur, heimsóknir og höföinglegar gjafir í tilefni 60 ára afmcela okkar, 22. mars og 15. júní. LifiÖ heil. Guðfinna Sveinsdóttir og Sigurður Eiríksson, Garðafelli, Eyrarbakka. ÚTSALA Afsláttur af öllum karlmannafötum, jökkum, terylenebuxum og ýmsum öðrum vörum. * Karlmannaföt kr. 3.995 — 5.500 — 8.900 og 9.900. k Jakkar kr. 4.995. k Terylenebuxur frá kr. 1.095 — 1.595 og 1.795. Andrés, Skólavörðustíg 22, sími 18250. Bviðgerðar- og VATNSÞÉTTINGAR- EFNI SEM GERA MEIRA EN AÐ DUGA THORITE Framúrskarandi viðgerðar- efni fyrir steypugalla. Þannig sparar það bæði tíma og fyrirhöfn við móta- uppslátt ofl. Thorite er til- valið til viðgerða á rennum ofL ACRYL60 Eftir blöndun hefur efnið tvöfaldan þenslueiginleika, tvöfaldan þrýstieiginleika, þrefaldan sveigjanleika og áttfalda viðloðun miðað við venjulega steypu. WATERPLUG Sementsefni sem stöðvar rennandi vatn. Þenst út við hörnun og rýrnar ekki. Þetta efni er talið alger bylt- ing. THOROGRIP Thorogrip er sementsefni, rýrnar ekki, fljótharðnandi. Þenst út við þornun og er ætlað til að festa ýmsa málmhluti í stein og stein- steypu. EE BYGGINGAVÖKUR HF Suðurlandsbraut 4, Slmi 33331 og Nethyl 2, Ártúnsholti, Slmi 671440 Utanríkisráðherra: Friðsamlegur fundur með Grænfriðungum Hvalir, Grænfriðungar og Tíminn Vegna heimsóknar Vigdísar Finnbogadóttur, forseta íslands, komust hvalamál og ágreiningur okkar við Grænfriðunga enn á dagskrá. Fór svo að Steingrímur Hermannsson, utanríkisráð- herra, ræddi við Grænfriðunga í Hamborg. Spurning er hvort málgagn Steingríms og Framsóknarflokksins, Tíminn, getur ver- ið sátt við þann fund. I Staksteinum í dag er birtur kafli úr helg- arblaði Tímans um Grænfriðunga. Er það Steingrími Hermanns- syni sæmandi að ræða við það lið, hljóta menn að spyrja eftir lesturinn. „Skeggjað lið“ í Tímabréfi um helg- ina segir meðal annars: „En það eru ekki grænf riðungar einir sem hafa mestan áhuga á hvölum á meðan jörðin brennur. Bandarisk stjómvöld hafa að ein- hverju leyti tekið undir við kokkteilkerlingar i Washington, sem hafa komið upp áróðursstöðv- um i kjöllurum einbýlis- húsa sinna og fyUt þá af skeggjuðu Uði, sem á svo að fara um heiminn til að banna viðskipti við Islendinga af því þeir veiða um hundrað hvaU á ári undir ströngu eftir- Uti. Nú sólbrenna sköU- óttir akrar á kombeltinu í guðs eigin landi, sem guðs eigin kokkteilkerl- ingar varðar ekkert um. Þær hafa fundið sitt guðs eigið viðfangsefni, sem em hvalveiðar við Island, og fá eitthvert stjómar- skrifstofuUð tíl að vinna með sér að því að ófrægja þessar veiðar að ástæðulasu. Þjóð sem drap Indíána eins og sauðfé ætti sem minnst að segja um hvalveiðar, og stundar að auki hval- veiðar i stórum stU i guðs eigin sjó. Þegar það skeggjaða Uð, sem hangir á upp- skipunarkrönum og ferðst með Greyhound- bUum fyrir mjólkurpen- inga kokkteilkerling- anna tíl að bera spjöld fyrir utan skyndibita- staði sem djúpsteikja islenskan fisk oni gesti, þar sem letrað stendur að eigi skuU kaupa fisk af fslendingum, hleypur ógreindur vökvi fyrir hjartað á tveimur blöðum á íslandi, ÞjóðvUja og Morgunblaði. Segja má að merarhjarta ÞjóðvUj- ans sé honum áskapað. Hann aðhyllist jafnvel bandarisk sjónarmið séu þau gegn íslendingum. Morgunblaðið er aftur á móti „heimsblað" og fínt blað og hálfgert New York Times Norður- landa, eða vUl vera það. Mbl. hefur það á tilfinn- ingunni að ekki sé gott að það spyrjist i útlönd- um að blaðið taki ekki tilUt tU friðunarsjónar- miða, hvað sem þau eru heimskuleg og hvaða snobbrætur sem að þeim sjónarmiðum kunna að liggja. það er t.d. ekki Utið mál þegar sjálfur Walther Scott bölsótast út í hvalveiðar. Snobb- gUdið i slíkum manni fer beint á síður Mbl. Þessi sami Scott naut gistivin- áttu íslendinga hér á árum áður þegar hann var að elta grágses á Þjórsárverum, hrella þennan saklausa fugl, sem eflaust hefur næst- um mannamál eins og hvalurinn, merkja hann í bak og fyrir og djöflast i ungahjörðinni í sama skyni. Ekki er vitað til að grágæsin hafi beðið um þessar hantéringar. Nei, menn ættu að fara sér hægt í þessum mál- um, einkum íslendingar. Ottinn við áUt útlcndinga á íslendingum er ástæðu- laus. Við höfum komið fram af fullum dreng- skap við útlendinga i þessum málum undir for- ystu HaUdórs Ásgrims- sonar, sjávarútvegsráð- herra, og þurfum engan að biðja afsökunar. Vel má vera að þeir skeggj- uðu skuggabaldrar, sem þeysa um viðskiptalönd okkar tíl að rægja okkur og niða, þurfi einhveija talsmenn hér á landi, eða þá aðila sem vegna sjálfs- áUts halda að þeir verði að fylgja útlendingum að málum, með þvi að reka leyndan og ljósan áróður gegn hvalveiðum i bak- garði okkar. En á þá ber að lita eins og það flð- urfé sem gjarnan er geymt i bakgörðum." Vanþekking leiðrétt í Tímabréfi er maður nefndur Walther Scott, en þar hlýtur að vera átt við Sir Peter Scott, forvigismann náttúru- verndar í Bretlandi, sem hefur áunnið sér alþjóð- lega viðurkenningu og var á sínum tima sæmdur íslensku fálkaorðunni, en sá ástæðu til að skila henni vegna stefnu ís- lendinga í hvalamálum. Það er rétt þjá Timanum, að frá þeim atburði var sagt eins og hverri ann- arri frétt hér í Morgun- blaðinu og fuU ástæða tíl þess. Sir Peter kom við sögu hér, þegar rætt var um örlög grágæsarinnar og virkjanir í Þjórsá. Var það viðkvæmt mál á sínum tíma, sem tókst að leysa með rannsóknum og viðræðum. Þá var þeim sem ferðinni stjórn- uðu hér á landi kappsmál að halda þannig á mál- um, að ekki kæmist óorð á land og þjóð fyrir niðingsskap i náttúru- vernd. Staðreynd er, að áhersla á umhyggju fyrir náttúrunni og málstaður fiskvemdar dugðu okkur best i málefnalegri bar- áttu fyrir yfirráðum yfir fiskimiðunum umhverfis landið. Grænfriðungar reyndu sitt til að varpa skugga á heimsókn Vigdísar Finnbogadótt- ur, forseta íslands, til Vestur-Þýskalands. Það tókst ekki og það var rétt ákvörðun hjá Steingrimi Hermanns- syni, utanríkisráðherra, að hitta fulltrúa Græn- friðunga á fundi í Ham- borg. Þeir þurfa að átta sig á þvi, að stefna ís- lands í hvalamálum byggist á þeim grunni að lífkeðja sjávar raskist ekki og í ljósi þess sé heimilt að nýta hvali eins og önnur sjávardýr. Mál- flutningur Timans er ekki tíl þess falinn að vinna þessum málstað fylgi. Hvad geri ég? „Ég á 400 þúsund krónur og get ávaxtad 200 þúsund í 4 ár en þarf að hafa 200 þúsund lausar eftir 6 mánuði ...“ Með skuldabréfum Glitnis er unnt að tryggja fasta 11,1% ávöxtun yfir verð- bólgu allt til gjalddaga bréfanna. Til sex mánaða er hentugast að fá sér Sjóðsbréf 3 en ávöxtun á þeim er um 9- 11% yfir verðbólgu. VIB VERÐBRÉFAMARKAÐUR IÐNAÐARBANKANS HF Ármúla 7, 108 Reykjavik. Simi68 1530

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.