Morgunblaðið - 12.07.1988, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 12.07.1988, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, VIDSKIPn/JflVINNUIÍF ÞRIÐJUDAGUR 12, JÚLÍ 1988 37 Verslun Strikamerki ryðja sér tilrúms Hafa mikla hagræðingu í för með sér STRIKAMERKI hafa viðskipta- vinir verslana haft fyrir augnm í nokkur ár, en þó er ekki langt um liðið síðan verslunarmenn byijuðu að nýta sér hagræðing- una sem felst í þessum merkjum. Verslunardeild Sambandsins hefur nú tengst um 30 samvinnu- verslunum um land allt í gegnum strikamerkjakerfi, auk þess sem ýmsar verslanir hafa tekið strikamerkin í notkun innanhúss. Má þar nefna verslun ÁTVR í Kringlunni. Verslunardeild Sambandsins er sá aðili sem best hefur nýtt sér kosti strikamerkjanna hér á landi enn sem komið er, samkvæmt upp- lýsingum Iðntæknistofnunar, sem annast eftirlit með strikamerkinga- kerfinu hérlendis. Þeir segja, að þó sé enn langt í land að Verslunar- deildin fullnýti möguleika kerfisins. Fyrirkomulagið er þannig að strika- merki eru sett á hillubrúnir við all- ar vörutegundir í versluninni, þ.e. eitt strikamerki við hverja vöruteg- und. Strikamerkið er uppbyggt á þann hátt, að á því kemur fram nafn vörunnar og númer, auk núm- ers framleiðsluaðilans. Starfsmenn verslunarinnar ganga svo um versl- unina með litlar handtölvur sem hafa áfastan lestrarpenna, en þegar honum er strokið yfir strikamerkið fær tölvan strax allar upplýsingar um vöruna. Starfsmaðurinn stimpl- ar þá inn fjölda viðkomandi vöruein- inga sem vantar í hilluna, og heldur svo áfram að næstu vörutegund o.s.frv. Að sögn Arnar Arnaldsson- ar hjá Einari J. Skúlasyni hf., sem seldi Verslunardeildinni þetta kerfi, er minni svona smátölvu svo öflugt að þó að hún þyrfti að geyma upp- lýsingar um allar vörutegundir samtímis í verslun eins og Mikla- garði nægði það ekki til að fylla minni tölvunnar. Næsta skref starfsmannsins í versluninni er að tengja tölvuna við sérstakt símtengi. Þar með er þætti Iðnaður starfsmannsins í vörupöntun lokið, því tölvan sér nú um að hringja í Verslunardeild Sambandsins við Holtagarða, þar sem önnur tölva tekur á móti pöntuninni. Sú er svo aftur tengd prentara, sem prentar lista yfir þær vörur sem veslunin pantaði, raðar þeim í þá röð sem hentugast er fyrir starfsmenn lag- ersins að safna þeim saman, og prentar auk þess strikamerki fyrir allar vörutegundimar í pöntuninni. Auðveldar verðbreytingar Þegar verð á áfengi breytist þarf ATVR að loka verslunum sínum í einn dag vegna verðbreyt- inga. Þó eru tvær verslanir ÁTVR sem eru undanþegnar þessari kvöð, þ.e. verslanirnar í Kringlunni og í Ólafsvík, en þar er verslunin rekin af einkaaðila. I þessum verslunum er notast við tölvutengt strika- merkjakerfi, sem er þannig upp- byggt að þegar sendingar berast í verslanirnar eru vörueiningarnar merktar með strikamerki í stað venjulegs verðmiða. Leysilesarar eru svo tengdir afgreiðslukössum verslananna, og þegar þeir lesa strikamerki vömeiningar fletta þeir upp í skrám tölvunnar, og gefa svo kassanum upp verð vörunnar. Þeg- ar verðbreytingar eiga sér stað þarf því ekki að skipta um miða á hverri einustu vörueiningu, heldur aðeins að breyta verði númersins í skrá tölvunnar, og ef sama prósentu- hækkun gengur yfir allar vömteg- undir þarf bara að gefa tölvunni upp hækkunina, og þá breytir hún skránni sjálf. Þetta tekur u.þ.b. fimm mínútur. Strikamerkjakerfið sem notað er á íslandi er byggt á alþjóðlegum staðli, og hefur Rekstrartæknideild Iðntæknistofnunar íslands séð um eftirlit og stjómun þess. Forstöðu- maður hennai- er Haukur Alfreðs- son, en hann nefndi ÁTVR verslun- ina í Ólafsvík sem dæmi um þá hagræðingu sem strikamerkjakerf- Vífilfell og Sól undirbúa bjórframleiðslu VERKSMIÐJAN Vífilfell hefur hafið undirbúning að því að tappa á bjór i nýrri dósaverk- smiðju fyrirtækisins. Áætlað er að bjórinn verði fyrst um sinn fluttur hingað til lands í tank- gámum og lokið við bruggunina hér heima. í þessum áfanga verð- ur aðeins um átöppun að ræða en síðar þegar ljóst er orðið hve stór markaðurinn er verður farið út í bruggun. Þá eru uppi hug- myndir hjá Sól hf. um að nýta gosdrykkjaverksmiðju fyrirtæk- isins til bjórframleiðslu. Lýður Friðjónsson, fram- kvæmdastjóri Vífílfells sagði í sam- tali við Morgunblaðið, að dósalína fyrirtækisins gerði ráð fyrir áfyll- ingu á bjór. Hluti af henni væru tæki sem þyrfti til að hægt væri að fylla á bjór. Ekki hefði verið ákveðið undir hvaða merki yrði framleitt. Aðspurður um innflutning á Pripps bjór, sem fyrirtækið hefur umboð fyrir, sagðist Lýður gera sér vonir um að fyrirtækið fengi heim- ild til að flytja hann inn þar sem Pripps væri langmest seldi pilsner- inn hér á landi. Neytendur væru mjög ánægðir með hann og sterki bjórinn væri ekki talinn síðri. „Við erum mjög að hugsa um það,“ sagði Davíð Scheving Thor- steinsson framkvæmdastjóri Sólar hf. þegar hann var spurður hvort fyrirtækið ætlaði út í bjórfram- leiðslu. „Verksmiðjan og allar vél- arnar eru upphaflega ætlaðar til bjórátöppunnar og við gætum vel bætt henni við okkur.“ Davíð segir að Sól hafí átt í viðræðum við nokk- ur erlend stórfyrirtæki á sviði bjór- framleiðslu um framleiðslu á þeirra bjór en að enn hafi ekki verið geng- ið frá neinum samningum og það verði vart gert fyrr en undir lok næsta mánaðar. Morgunblaðið/Júlíus SAMSTARF — Frá blaðamannafundi um strikamerkjanotkun á íslandi. F.v. Örn Arnaldsson frá Einari J. Skúlasyni, Haukur Alfreðsson frá Iðntæknistofnun íslands hf., Þórir Magnússon frá Hug hf., Eið- ur Valgarðsson frá Verslunardeild Sambandsins, Sigurður Jónsson frá Versl.d. Sambandsins og Grétar J. Sveinbjarnarson frá Einari J. Skúlasyni hf. ið hefði í för með sér. Þar væri sala mjög svipuð og í verslun ÁTVR á Siglufirði, en munurinn væri sá að í Ölafsvík væri einn starfsmaður í versluninni, en fjórir á Siglufirði. Forsenda þess að strikakerfíð nýtist til fulls er að allar vörur frá öllum framleiðendum og innflutn- ingsaðilum séu strikamerktár, en enn sem komið er er nokkuð langt í land með að svo sé hérlendis. Sumstaðar erlendis er bannað að markaðssetja óstrikamerkta vöru, eða þá að verslunareigendur neita að selja slíka vöru. Hér er nú unnið hörðum höndum að því að kynna strikamerkin fyrir þeim framleið- endum sem ekki hafa þau enn á umbúðum vara sinna. Á næstu dög- um eða vikum munu strikamerktar afurðir Mjólkursamsölunnar líta dagsins ljós. Eins og fyrr segir var það Einar J. Skúlason hf. sem seldi Samband- inu það kerfi sem það notar í Versl- unardeildinni, en það samstarf komst á eftir að Sambandið hafði gert útboð á verkinu. Tölvubúnað- urinn er af gerðinni Victor/Micr- onics. Síðar kom hugbúnaðarfyrir- tækið Hug hf. inn i samstarfið, en það fýrirtæki sá um að gera hluta hugbúnaðarins sem kerfið notar. Ertu tryggður gegn verðbólgu? í óðaverðbólgu átta sig ekki allir á því, að jafnvel himinháir vextir geta í raun verið neikvæðir, eða rétt skriðið yfir raungiídi. Pá skiptir máli að ávaxta sparifé sitt með fullri verðtryggingu. Liggur þú með fé á lausu? Við bendum sparifjáreigendum því á, að ÁVÖXTUNARBRÉF og REKSTRARBRÉF - hafa skilað eigendum sínum verulegri ávöxtun umfram verðbólgu. ÁVÖXTUNARBRÉF eru óbundin og hægt að öllu jöfnu, að innleysa hvenær sem er án alls aukakostnaðar. ÁVÖXTlINSf^ Fjármálaráögjöf - Ávöxtunarþjónusta - Verðbréfamarkaður LAUGAVEGl 97 - SÍMl 621660 ÁVÖXTUNARBRÉF VEXTIR UMFRAM VERÐBÓLGU: SÍÐUSTU 3 6 12 MÁNUÐI % REKSTRARBRÉF - MEÐ 6 MAN UPPSAGNARFR. VEXTIR UMFRAM VERÐBÓLGU: SÍÐIJSTU li q n 1 ^ mm MÁNUÐI o/ /o
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.