Morgunblaðið - 12.07.1988, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.07.1988, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ 1988 Bl Austur-Þýskaland: Ævilangt fangelsi fyrir stríðs- glæpi Austur-Berlín, Reuter. YFIRVÖLD í Austur-Þýskalandi dæmdu í gær mann, sem starfaði með þýsku nasistalögreglunni i seinni heimstyijöldinni, til ævi- langrar fangelsisvistar fyrir þátt- töku í fjöldamorðum nasista í Sov- étríkjunum. Maðurinn, sem heitir Manfred Pö- hlig, starfaði sem foringi í hinum ill- ræmdu 304 sveitum nasistalögregl- unnar. Sveit hans tók m.a. þátt í innrásinni í Sovétríkin árið 1941 og átti þátt í fjöldamorðum sem framin voru á gyðingumí Úkraínu. Að sögn austur-þýsku fréttastofunnar ADN þá tók Pöhlig þátt í því með eigin hendi að skjóta fómarlömb. Við rétt- arhöldin í Austur-Þýskalandi bám bæði Sovétmenn og Austur-Þjóðvetj- ar vitni. Dómurinn jrfir Pöhlig er sá harð- asti sem hægt er að dæma fólk til í Austur-Þýskalandi en þar tíðkast ekki dauðarefsingar. Mannkynssagan endurskoðuð: Reuter Fylgst með kosningum í Chile Evrópuþingið hefur ákveðið að senda fulltrúa til að fylgjast með þjóðaratkvæðagreiðslu vegna forsetakosninga sem Augusto Pinochet, forseti Chile, hefur tilkynnt að fari fram i október. Atkvæðagreiðslan fer þannig fram að Chilebúar munu merkja já eða nei við forsetaframbjóðanda, sem enn er ekki ákveðið hver verður. Fastlega er þó búist við að það verði Pinochet sjálf- ur, en hann er nú 72 ára. Pinochet sagði á fjöldafundi á sunnu- dag að það að senda fulltrúana jafnist á við íhlutun í málefni Chile. Sextán stjórnarandstöðuflokkar reyna að sigra Pinochet í forsetakosningunum og knýja fram fijálsar kosningar, þær fyrstu síðan herinn kom til valda árið 1973. Stjórnarandstaðan hefur boðið hundruðum erlendra gesta að fylgjast með kosningunum til að tryggja að ekki verði brögð í tafli. Búkharín fær uppreisn æru í Sovétríkjunum Moskvu, Daily Telegraph og Reuter. NÍKOLAJ Búkharín hefur fengið uppreisn æru og aðild að komm- únistaflokk Sovetrílganna, fimmtíu árum eftir dauða sinn. Talið er að þessi framkvæmd sé liður í endurritun Sovétmanna á mannkynssögunni. Búkharín, Alexej Rykov og 14 aðrir bolsévikkar hafa nýlega fengið uppreisn æru en þeir voru allir tekn- ir af lífi að skipun Stalíns á fjórða áratugnum. Búkharín var skotinn eftir sýndarréttarhöld þar sem hann var fundinn sekur um ýmsa glæpi svo sem njósnir, skemmdarverk, and- flokkslegt athæfi, rógburð, árásir á flokkinn og baráttu gegn Lenín. Hann hefur nú verið sýknaður af þessum kærum. í opinberri yfirlýsingu sagði að Búkharín og Rykov hefðu gert pólitísk mistök en að þeir fengju aðild að flokknum vegna þess hve tilhæfulausar þær ásakanir voru sem leiddu til þess að þeir voru reknir úr flokknum. Einnig fyrir störf sín í þágu flokksins og ríkisins og vegna þess að þeir hefðu fengið uppreisn æru. Ekkja Búkharíns, Anna Larína, hafði heitið manni sínum því skömmu fyrir handtöku hans, að reyna að sanna sakleysi hans, svo lengi sem hún lifði. Hún er nú 74 ára gömul og gleðst mjög yfir þessum málalok- um. Stattu þig, Míkhaíl gat að lesa á spjöldum Varsjárbúa Varsjá.Reuter. MÍKAÍL Gorbatsjov, leiðtogi Sovétríkjanna, sem í gær kom í fyrstu opinberu heimsókn sína til Póllands, sagði fagnandi mannfjölda að samskipti þjóð- anna myndu stórbatna á næst- unni. A leið sinni frá flugvellin- um inn i borgina stansaði leið- toginn oft til að spjalla við pólska borgara og gerði sér far um að vinna hugi þeirra. Kona hans, Raísa, deildi út bók leiðtogans „Perestrojku“ og minnti mann sinn á að árita eintökin. Gorbatsjov, sem verður sex daga í Póllandi, var heilsað með hvatn- ingarorðum á borðum og spjöldum þar sem Perestrojka, umbótastefna Gorbatsjovs, var hyllt með slagorð- um er stundum áttu sér fyrirmynd í vestrænum auglýsingum. Á fors- íðu unglingablaðsins Sztandar Mlodyeh stóð einfaldlega með risav- öxnum bókstöfum: „Velkominn, Míkhaíl." Á spjaldi við gatnamót í borginni stóð: „Stattu þig, Míkhaíl." Það hefur vakið athygli erlendra fréttaritara hve hjartanlega og óhátíðlega meðhöndlun Gorbatsjov Reuter Á myndinni sjást Sovétleið- toginn Míkhaíl Gorbatsjov (t. v.), og Wojciech Jaruzelski, leiðtogi Pólveija, á leið til að kanna heið- ursvörð pólskra hermanna á Okecie-flugvellinum við Varsjá er opinber heimsókn Gorbatsjovs hófst í gær. Gorbatsjov og fylgd- arlið hans verður fjóra daga í Póllandi. fær í pólskum fjölmiðlum; í Sov- étríkjunum er formfesta í umfjöllun um leiðtogana enn í hávegum höfð. Málgagn pólska kommúnistaflokks- ins, Trybuna Ludu, lýsti ferli Sovét- leiðtogans og sagði m.a. að hann hefði verið „ódæll í skóla.“ Pólskur blaðamaður var furðu lostinn. „Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt. Okk- ur hefði aldrei komið til hugar að fjalla á svona léttúðugan hátt um sovéskan leiðtoga áður fyrr. Það eykur trúna á fijálsræðisstefnu hans að fjölmiðlafólk hér skuli telja að þeim leyfist þetta," sagði blaða- maðurinn. Jafnvel fæðingarblettur- inn á enni leiðtogans, sem jafnan er fjarlægður á myndum af honum í Sovétrikjunum, birtist óstyttur á mynd leiðtogans á forsíðu dagblaðs pólska hersins, Zolnierz Wolnosci. Með Gorbatsjov í Póllandsförinni eru, auk eiginkonu hans, Eduard Shevardnadze, utanríkisráðherra, og fleiri háttsettir ráðamenn. Woj- ciech Jaruzelski, leiðtogi Póllands, tók á móti sovésku gestunum á flugvellinum og heilsaði Gorbatsjov með kossum á báðar kinnar. Jaruz- elski er talinn einn dyggasti stuðn- ingsmaður umbótastefnu Gor- batsjovs meðal leiðtoga Austur- Evrópuríkjanna. FLUGLEIDIR Við höfum nú opnað sjö nýjar úrvals biðstofur fyrir SAGA CLASS farþega á eftirtöldum flugvöllum: KAUPMANNAHOFN - MAIRMAID LOUNGE KEFLAVÍK - SAGA CLASS BOSTON -AIRLINGUS CHICAGO - SCANORAMA NEW YORK - SAGA CLASS STOKKHOLMI - LOUNGE LINNÉ FRANKFURT -EUROLOUNGE SAGA CLASS farþegar fá all staðarúrvals þjónustu, þægilegt and- rúmsloft, úrvals lesefni, símaþjónustu, léttar veit- ingar o.fl. o.fl. AUar nánari upplýsingar um SAGA CLASS veita söluskrifstofur Flugleiða og ferðaskrifstofurnar. FLUGLEIDIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.