Morgunblaðið - 12.07.1988, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 12.07.1988, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ 1988 7 Verðið hækkaði um 30% á sex mánuðum Verðkönnun a brauði og kökum: VERÐ í brauðgerðarhúsum hefur hækkað að meðaltali um 25-30% undanfarna sex mánuði. Ráðstafanir stjórnvalda um síðustu áramót gáfu tilefni til 10,3% verðhækkunar og hafa brauðgerðarhús þvi hækkað verð að meðaltali um 14-18% til viðbótar. Á sama tíma hef- ur framfærsluvísitalan hækkað um 13%. Þetta kemur fram i verð- könnun, sem Verðlagsstofnun gerði í flestum brauðgerðarhúsum landsins síðari hluta júnímánaðar. Þá kom einnig í ljós að verðmun- ur á brauðum er mestur á höfuðborgarsvæðinu. Meðalverð reyndist lægst á Vestfjörðum, en hæst á Vesturlandi. Innkaupakarfa af sneiddu brauði var 44% dýrari í því brauðgerðar- húsi á höfuðborgarsvæðinu sem seldi hana við hæsta verði en þar sem hún var ódýrust. Enn meiri munur var á ósneiddu brauði, eða 56%, á smábrauðum munaði mest 94% og. á kökum 34%. í frétt frá Verðlagsstofnun segir, að hinn mikli verðmunur á bra.uðum á höf- Framkvæmdastjóri Evrópur- áðsins, hr. Marcelino Oreja og frú komu hingað til lands á sunnudag í opinbera heimsókn í boði utanríkisráðherra. í gærmorgun átti Marcelino Oreja viðræður við Steingrím Hermannsson utanríkisráðherra og Þorstein Pálsson forsætisráðherra, en síðdegis í gær hitti hann að máli Birgi Isleif Gunnarsson menntamálaráðherra og Jón Sig- urðsson dómsmálaráðherra. Jafn- framt heimsótti Oreja Alþingi í boði Þorvalds Garðars Kristjánssonar forseta Sameinaðs þings og ræddi hann þar meðal annars við fulltrúa íslands á ráðgjafarþingi Evrópu- ráðsins. Síðdegis í gær átti svo framkvæmdastjórinn viðræður við Vigdísi Finnbogadóttur forseta ís- lands. í dag mun Marcelino Oreja og kona hans heimsækja Vestmanna- uðborgarsvæðinu veki athygli, þar sem þar séu nær helmingur brauð- gerðarhúsa landsins. Sá Qöldi ætti að leiða til verðsamkeppni, en niður- stöður könnunarinnar bendi til að henni sé ekki til að dreifa. Þá valdi ónóg verðmerking á brauðum því að erfítt sé um vik fyrir neytendur að gera verðsamanburð og þess vegna m.a. verði verðsamkeppni Morgunblaðið/Sverrir Marcelino Oreja framkvæmda- stjóri Evrópuráðsins. eyjar og Þingvelli, en þau munu halda af landi brott á morgun. Sjá viðtal við Oreja á miðopnu. lítil. Meðalverð í brauðgerðarhúsum á Vesturlandi, þar sem það er hæst á landinu, er rúmlega 13% hærra en á Vestfjörðum og kemur fram að ástæða þess sé m.a. hátt verð á brauðum í Borgamesi. Ódýrustu brauðin í brauðgerðarhúsum lands- ins reyndust vera óskorin normal- brauð, maltbrauð og seytt rúgbrauð og af hvítum brauðum er fransk- brauðið ódýrast, en snittubrauðið dýrast. Fjögur brauðgerðarhús selja skorin og óskorin brauð við sama verði, en hæsta verð á brauðskurði er 18 krónur. Mikill verðmunur var á einstök- um vörutegundum. Á hæsta og lægsta verði munaði mestu á tvíbökum og rúnnstykkjum, eða um 400% og á grófum brauðum og samlokubrauði munaði allt að 245%. í frétt Verðlagsstofnunar segir, að í framhaldi af verðkönnun þessari muni stofnunin ganga hart eftir því að reglur um verð- og þyngdarmerkingar á brauðum verði virtar. Niðurstöður könnunarinnar eru birtar á bls. 50 Flatey á Breiðafirði: SímaMefinn í samt lag FERÐAMENN jafnt og fasta- gestir í Flatey á Breiðafirði eru nú loksins komnir í traust símasamband við meginlandið eftir að kortasjálfsali var sett- ur upp í símaklefanum á eyj- unni nú um síðustu helgi. Hægt er að festa kaup á síma- kortum í Flatey, þannig að allir ættu að geta notið góðs af þess- ari þjónustu. Fyrir var í síma- klefanum myntsjálfsali, en sá var dyntóttur og yfirleitt bilaður og átti það til að gleypa skipti- mynt fólks án þess að láta í té þá þjónustu sem greitt var fyrir. Evrópuráðið: Framkvæmdastj ór- inn í heimsókn Morgunblaðid/Guðjón Guðmundsson. Eins og sjá má urðu töluverðar skemmdir á bílunum við áreksturinn á Holtavörðuheiðinni. Atta bíla árekstur á Holtavörðuheiði: Framúrakstur í niðaþoku olli slysinu ÁTTA bílar skullu saman i árekstri á Holtavörðuheiðinni á sunnudaginn. Niðaþoka var er þetta slys átti sér stað. Árekstur- inn varð með þeim hætti að bíll ætlaði framúr öðrum. Við fram- úraksturinn rakst hann á bil sem kom úr gagnstæðri átt og kast- aðist við það á bilinn sem hann ætlaði framúr. í sömu andrá og þessir þrír bílar lentu saman kom sá Qórði að. Bílstjóri þess btls reyndi að forðast árekstur en án árangurs. Næstu fjórir bílar lentu einnig í hrúgunni. Slys á fólki urðu minni en áhorfð- ist. Aðeins tveir voru fluttir á slysa- deild og meiðsli þeirra ekki alvar- leg. Sem fyrr segir var niðaþoka er þetta óhapp gerðist og að sögn lögreglunnar í Borgamesi sýndu þessir ökumenn ekki nægilega að- gát í akstri miðað við þær aðstæð- ur er voru á heiðinni. Töluverðar skemmdir urðu á bílnum átta. Frumathuganir vegna jarðgangna undir Hvalfjörð Grundartangi ■ Ytri-Galtarvík. Innri-Hólmur Útskála- hamar . Kiðafell 1000 m i MorgunblatiW GOI Athuganir beinast einkum Saurbær þessum stöðum Hvalfjörður: Rannsaka möguleika á gerð jarðgangna A næstunm verður byrjað á rann- sóknum í Hvalfirði með tilliti til hugsanlegrar gerðar jarðgangna undir fjörðinn. Svæðið sem rann- sakað verður nær frá Hvaleyri og út fyrir Saurbæ, en sérstök áhersla verður lögð á þijá ákveðna staði á þessu svæði. Rannsóknirnar sem byijað verð- ur á eru fólgnar í bergmálsmæl- ingum á þykkt og dreifingu jarð- Iaga og dýpi á klöpp. Jón Rögnvaldsson forstöðumaður áætlanadeildar Vegagerðar ríkisins sagði í samtali við Morgunblaðið að hér væri um að ræða algjörar frumrannsóknir á þessu svæði, og þær væru einungis einn liður í því að afla vitneskju um hvort jarðgöng undir fjörðinn væru hugsanlegur valkostur, en ennþá hefðu ekki ver- ið teknar neinar ákvarðanir varð- andi gerð jarðgangna. Jón sagði að nú væri verið að kanna ýmsar hug- myndir varðandi vegalagningu um Hvalfjörð, og yrðu niðurstöður set- lagarannsóknanna bornar saman við þann möguleika að fara með veginn inn fyrir Hvalfjörðinn og þá hugsanlega yfir Botnsvog. Það er Hafrannsóknastofnun sem vinnur að setlagarannsóknun- um fýrir Vegagerð ríkisins með þeim tækjabúnaði sem stofnunin hefur yfir að ráða til mælinga af þessu tagi. Kísilmálmvinnslan kostaðiríkið 185 milljónir á núvirði ALLS voru greiddar tæplega 133 milljónir króna úr ríkissjóði, á verðlagi í desember 1986, vegna undirbúningsvinnu við kísil- málmverksmiðju á Reyðarfirði sem aldrei var reist. Upphæðin jafngildir 185,5 milljónum á nú- virði. / Eins og greint hefur verið frá í blaðinu var hlutafélagi um rekstur verksmiðjunnar, Kísilmálmvinnsl- unni hf., formlega slitið í lok júní þar sem arðsemi hennar hefði reynst ófullnægjandi. Að sögn Guð- rúnar Zoéga, aðstoðarmanns iðnað- arráðherra, var kostnaður ríkisins vegna forvinnu frá árinu 1982 til ársloka 1986 132,8 milljónir króna á verðlagi í desember 1986, en 185,5 milljónir á núvirði. Guðrún segir kostnaðinn hafa verið greidd- an jafn óðum. Upphæðin skiptist í eftirtalda þætti eins og fram kemur í skýrslu iðnaðarráðherra til Alþingis er lögð var fram síðastliðið ár: Rekstur 41,4 milljónir, um er að ræða laun og launatengd gjöld auk húsnæðis- kostnaðar. Hönnun verksmiðju, út- boð, samningar o.fl. 37,2 milljónir. Eignaraðild 13,6 milljónir, átt er við allan kostnað vegna leitar að erlendum eignaraðilum. Greiðslur til erlends fyrirtækis fyrir forhönn- un 13,8 milljónir. Stjómarkostnað- ur hlutafélagsins 8,1 milljón. Rann- sóknir á Reyðarfirði 9,6 milljónir. Arðsemis- og markaðskönnun 7,8 milljónir. Opinber gjöld 1,3 milljón- ir. Samtals 132,8 milljónir króna. Próflaus sextán ára ökuníðingur LÖGREGLAN handtók á laugar- dagsmorguninn ökuníðing þann á vélhjóli sem stakk lögregluna tvi- svar af á hjólinu á Vesturlandsvegi fyrir helgina. Reyndist hann vera 16 ára gamall próflaus unglingur og hafði fengið hjólið að láni hjá föður sínum. í frétt Morgunblaðsins af eltingar- leik lögreglunnar á föstudag sagði að unglingurinn hefði ekið hjólinu á 134 km hraðaeftir Vesturlandsvegin- um. Lögreglan elti hann í tvígang en í báðum tilvikunum tókst honum að sleppa. Skráningamúmer hjólsins náðist og tók lögreglan unglinginn til yfirheyrslu á laugardagsmorgun- inn. Þar viðurkenndi hann verknað- inn. Þetta mun ekki vera í fyrsta skipti sem unglingurinn fær hjólið lánað hjá föður sínum og telur lögreglan það mikið ábyrgðarleysi af hendi föð- urins að hafa lánað syninum hjól sitt þar sem hann hefur ekki próf á það.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.