Morgunblaðið - 12.07.1988, Page 54

Morgunblaðið - 12.07.1988, Page 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ 1988 félk f fréttum Michael Jackson keyrir um í brynvörðum bíl ásamt lífvörðum sinum en er dauðhræddur samt sem áður. Katie Jackson hefur lifað i ótta siðan ókunnugum manni tókst að brjótast inn á heimili hennar. Hann fór í gegnum öflugt öryggi- skerfi og skildi eftir ástarbréf til hennar. HOLLYWOOD Stjörnurnar óttast um líf sitt F rægir leikarar í Holly- wood hafa flestir komið upp svo öflugu öryggiskerfi í kringum heimili sín að þeir eru nánast orðnir fangar á eigin heimilum. Glæpir eru nú orðnir svo tíðir í Los Angeles að erfitt getur reynst að horfa framhjá þeim. Glæpagengi úr suður- hluta Los Angeles hafa fært starfsemi sína í miklum mæli yfír í fínni hverfín í vesturhluta borgarinnar þar sem margir frægir leikarar búa. Þegar eiturlyfjasala er annars vegar, eru mannslíf ekki hátt metin. Stundum verða saklausir vegfarendur fyrir barðinu á eiturlyfj- aklíkum sem eiga það til að hefja skotbardaga um- svifalaust á götum úti. Ný- lega lést ung kona í einum slíkum bardaga. Fyrirtæki sem sérhæfa sig í öryggismálum eru í miklum uppgangi. Frægir leikarar og aðrir fjársterkir aðilar eru helstu viðskipta- vinirnir. Sylvester Stallone er t.d. mjög var um sig eftir að hann varð heimsfrægur fyr- ir leik sinn í Rocky- og Rambomyndunum. Hann þarf að hafa marga lífverði í kringum sig hvert sem hann fer til að verja sig fyrir bijálæðingum sem þætti ægilega flott að geta skotið á þessa frægu kvik- myndahetju. Síðan glæpagengin fóru að flytja sig yfir í vestur- hluta borgarinnar hefur ástandið versnað. Leikkonan Kate Jackson sem lék í þáttunum „Charli- es Angels“ hefur lifað í ótta síðan ókunnugum manni tókst að komast inn á heim- ili hennar. Hann komst í gegnum öflugt öryggiskerfi og skildi eftir ástarbréf til hennar. Hún býr ein og finnur til öryggisleysis. Hugsunin um að glæpaklíkurnar hafa flust inn í hverfið gerir hana enn hræddari og hún eyðir sem minnstum tíma heima hjá sér. Eddie Murphie er einnig mjög lífhræddur. Hann ótt- ast að verða fórnarlamb kynþáttahatara og fer aldr- ei út fyrir hússins dyr án þess að hafa hóp af stórum og sterkum lífvörðum í för með sér. Reyndin er sú að því meiri harðjaxla sem menn leika á hvíta tjaldinu, því meiri peningum eyða þeir í öryggismál. Victoria Principal er nú hætt að leika í „Dallasþáttunum" en hún er svo hrædd við glæpageng- in að hún hefur eytt svimandi háum upphæðum í að gera heim- ili sitt sem rammgerðast. Eddie Murphie óttast að verða fórnarlamb kynþáttahatara. Sylvester Stallone og fyrrverandi eiginkona hans, Birgitte, um- kringd fjölda lífvarða. Audrey Land- ers gekk ný- lega í hjóna- band með millj- ónamæringn- um Donald Berkowitz. AUDREY LANDERS Nýgift Dallasstjarna Leikkonan Audrey Landers, sem er þekktust fyrir leik sinn í „Dallasþáttunum", gekk nýlega í hjónaband með milljónamær- ingnum Donald Berkovitz. Audrey og Donald hittust fyrst fyrir fímm árum í samkvæmi og það var ást við fyrstu sýn. Don- ald segir: „Um leið og ég sá Au- drey, vissi ég að hún var sú eina rétta fyrir mig.“ í þijú ár voru þau saman en síðan tók samband þeirra skyndi- lega endi. Astæðan var sú að þau unnu bæði svo mikið að þau gátu hist alltof sjaldan. Donald er með stórt fyrirtæki í New York sem selur pappír til ijölda dagblaða í Bandaríkjunum. Audrey bjó hinsvegar í Hollywood og einbeitti sér að frama sínum. Þegar sambandinu lauk sagði Audrey að þau hefðu hist alltof sjaldan og sambandið hefði ekki þolað það. Ekki leið þó á löngu áður en þau voru farin að hittast á ný og fljótlega upp úr því trúlofuðu þau sig. Þau ætluðu að gifta sig við fyrsta tækifæri en þá var Audrey boðið hlutverk í kvikmynd sem hún gat ekki hafnað. Það var ekki fyrr en fyrir nokkrum vikum sem þau höfðu tækifæri til að gifta sig. Brúð- kaupið var haldið í New York og síðan drifu hjónakomin sig í brúð- kaupsferð til Italíu og Þýskalands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.