Morgunblaðið - 20.09.1988, Page 45

Morgunblaðið - 20.09.1988, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20 SEPTEMBER 1988 45 Guðbergur Þorsteins- son - Minningarorð Fæddur 24. ágúst 1922 Dáinn 11. september 1988 Guðbergur var fæddur í Mýrar- koti á Álftanesi. Foreldrar hans hétu Þóra Jónsdóttir og Þorsteinn Brandsson, hann var næst yngstur af 9 systkinum og eru 4 þeirra á lífi. Á fyrsta ári fluttist hann til Hafn- arfjarðar og bjó þar alla sína tíð. Þegar við stöndum frammi fyrir því að kveðja ástkæran eiginmann og foður kemur svo margt upp í hug- ann að við vitum varla hvar byija skal. Slíkt var viðmót Begga og ástríki og bar þar aldrei skugga á trúmennsku hans við heimilið og fjölskylduna. Bar þess víða vott í listrænum hæfileikum og alúð í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Elja hans og dugnaður gekk langt fram úr hans takmörkuðu heilsu. En við vitum það að slíkur maður getur ekki átt annað en góða heimkomu hjá þeim sem öllu ræður og það mun styrkja okkur í þessari þungbæru sorg því slíkan fjársjóð gaf hann okkur í samfylgdinni í gegnum lífíð. Megi Drottinn varðveita hann og blessa. Ó blessuð stund er stillast skulu sárin og stöðvast óp og kvein hins þjáða manns og loksins þverra þungu sorgar tárin og þoma fyrir geislum kærleikans. (Matthías Jochumsson.) Margrét Þ. Sigurðardóttír, Sigríður Guðbergsdóttír, Steinþóra Guðbergsdóttír, Margrét Guðbergsdóttír. Hjartkærum tengdaföður, afa og langafa langar okkur að þakka samfylgdina sem var þó svo stutt. Að hafa átt slíkan tengdaföður og afa mun verða okkur fjársjóður út í lífið sem ekki verður frá okkur tekinn. Minningin um hann fyllir okkar sorgmæddu hjörtu gleði á þessari erfiðu stundu. Öll orð verða svo lítil þegar lýsa á hlýju og ástríki hans við okkur en henni sáði hann viða til sam- ferðamanna sinna í gegnum lífið. Við sjáum það á öllum þeim fjölda vina og samferðamanna sem komið hafa og vottað elsku tengdamömmu og ömmu samúð sína á þessari erf- iðu stundu. Megi Drottinn styrkja hana og leiða á þessum e'rfiðu tímum því slíkur er missir á svo ástkærum eiginmanni að ekki verður með orð- um lýst. Tengdasynir, börn og barnaböm. * •• > Omar Orn Olafs- son — Kveðjuorð Ómar Öm Ólafsson hefur stigið yfir þröskuldinn. Það hefur dregið ský fyrir sólu. Við Ómar vorum saman í mörg sumur í Reykjadal í Mosfellssveit, þegar við hjónin unn- um þar við sumardvalarheimili fatl- aðra og Iamaðra. Ómar var alltaf sami gleðigjafinn. Mig langar að þakka honum allt sólskinið sem hann gaf okkur, hlýjuna og traustið sem hann sýndi okkur. Heilsan var ekki sterk, en hann vildi vinna og það gerði hann meðan kraftar ent- ust. Kærleikurinn er sterkasta aflið sem við þekkjum, án hans væri veröldin snauð. Af honum átti hann nóg. Hann kenndi okkur margt. Þessvegna er erfitt að fylla skarðið sem hann skilur eftir. Guðrún og Ólafur, foreldrar hans, ólu hann upp með ástúð og skilningi. Öll fjölskyldan stóð vörð um hann að honum mætti líða sem best. Það tókst vel. Hann var ham- ingjusamur þegar hann talaði um ijölskyldu sína. Það var gott að kynnast henni gegnum Ómar. Við hjónin vottum fjölskyldunni samúð okkar. Guð blessi fjölskyldu Ómars Amar. Magnea og Friðrik Með þessum orðum langar mig til að kveðja Ómar Öm Olafsson. Svo lengi sem ég man eftir mér, var hann tíður gestur á heimili ömmu minnar og afa, þeirra Hönnu og Steina; en þau vom góðir vinir foreldra Omars. Þegar ég var lítil lékum við okkur oft saman, tímun- um saman gátum við dundað okkur við að spila og hlusta á plötur og þar sem ég var mjög tapsár leyfði hann mér oft að vinna. Seinna sýndi hann. mér stoltur öll verðlaunin sem hann hafði unnið til í íþróttum. Ég man að ég hugs- aði með mér að margir mættu taka sér til fyrirmyndar hversu hreinskil- inn og óþvingaður hann var, ekki bundinn af ströngu aðhaldi almenn- ingsálitsins eins og við hin. Ómar var í orðsins fyllstu merkingu góður drengur og að hafa kynnst honum skilur mikið eftir. Innilegar samúð- arkveðjur færi ég foreldmm hans, öðrum ættingjum og vinum. Sigríður Guðjónsdóttir Úr söngleiknum Oklahoma. Morgunblaðifl/Svemr Hótel ísland: Amerísk- ir dagar AMERÍSKIR dagar eru um þess- ar mundir haldnir á vegum Hót- els íslands. í kvöld, þriðjudags- kvöld, verða þeir á Hótel Is- landi, miðvikudags- og fimmtu- dagskvöld i Sjallanum á Akur- eyri og svo á Hótel íslandi á föstudags- og taugardagskvöld. Kynnir verður Bjarni Dagur Jonsson. Boðið verður upp á nautasteik að amerískum hætti frá kl. 20 en kl. 22 hefst síðan 90 mín. stórsýn- ing sem byggð er á völdum köflum úr söngleiknum Oklahoma ásamt villta vestrinu með tilheyrandi döns- um, kúrekaleikjum og sveitasöngv- um. Fjórtán manna hópur listamanna frá Oklahoma í Bandarílq'unum kemur til íslands sérstaklega vegna Amerískra daga en hópur þessi hefur farið sigurför um öll Banda- ríkin. Með skemmtun þessari er vetrar- dagskrá Hótels Islands formlega hafin. Ferðaskrifstofa Reykjavíkur mun í samvinnu við Hótel Island bjóða landsmönnum utan Reykjavíkur sérstök tilboðsverð til Reykjavíkur alla daga vikunnar. (Fréttatilkynning) Upprifjun fyrir leiðbeinendur í skyndihjálp Rauði kross íslands stendur fyrir endurmenntun- artímum í hjartahnoði fyrir leiðbeinendur í skyndi- hjálpfimmtudaginn 29. septemberkl. 16.00-17.30 í fundarsal Rauða kross íslands, Rauðarárstíg 18, Reykjavík. Þátttökugjald er kr. 600,-. Innritun fer fram á skrifstofu Rauða kross íslands, Rauðar- árstíg 18, dagana 20.-23. september frá kl. 9-17. Nánari uplýsingar veittar í stma 91-26722. IRauöi Krosslslands ÓKEYPIS BÆKLINGUR Starfsframi, betri vinna, betri laun Eftir nám í ICS-bréfaskólanum átt þú möguleika á auknum starfsf rama og betur launaðri vinnu. Þú stundar námiö heima hjá þór á þeim hraöa sem þér hentar. Nú stunda rúmar 8 milljón- ir manna nám í gegnum ICS-bréfaskólann! Líttu á listann og sjáðu öll þau tækifæri sem þér gefast. ICS-brófaskólinn hefur örugglega námskeiö sem hæf ir áhuga þínum og getu. Prófskír- teini í lok námskeiöa. Sendu miöann strax í dag og þú færð ÓKEYPIS B/EKLINGsendaníflugþósti.(Setjiðkrossíaöeins einn reit). Námskeiðin eru öll á ensku. □ Tölvuforritun □ Rafvirkjun □ Ritstörf □ Bókhald □ Vélvirkjun □ Almenntnim □ Bitvélavírkjun □ Nytjalist □ Stjórnun tyrirtækja □ Garóyrkja □ Kjólasaumur O Innanhús- arkitektúr □ Stjórnun hótela og veitingastaöa □ Blaöamennska □ Kælitnkni og loftræsting Nafn: Heimilisfang:............................I..............r.... ICS International Correspondence schools Dept. YYS, 312/314 High Street, Sutton, Surrey SM11PR, England. BAÐSÖNGVARAR! BLÖNDUNARTÆKIN SEM FULLKOMNA ÁNÆGJUNA! Danfoss baðblöndunartækin eru hitastillt. Þú ákveður hitastigið og skrúfar frá - Dan- foss heldur hitanum stöðugum. Danfoss blöndunartækin eru stílhrein og þau er auðvelt að þrífa. Danfoss fæst í helstu byggingavöruversl- unum um allt land. = HEÐINN = SEUAVEGI 2, SÍMI 624260 LAGER-SÉRPANTANIR-ÞJÓNUSTA Afmællsreikningur JL íclanH! 15 mánaða binditími. 7,25% ársvextir umfram verðtryggingu. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.