Morgunblaðið - 20.09.1988, Page 49

Morgunblaðið - 20.09.1988, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20 SEPTEMBER 1988 49 Karla Montana og Lou Phillips í myndinni „ Að duga eða drepast“. „Að duga eða drepast“ í Bíóhöllinni BÍÓHÖLLIN hefur tekið til sýn- inga kvikmyndina „Að duga eða drepast" (Stand And Deliver) með Edward Olmos, Virginia Paris o.ll. í aðalhlutverkum. Leikstjóri er Ramon Menendez og framleiðandi Tom Musica. Myndin fjallar um stærðfræði- kennarann Jaime Escalante (Edward Olmos) sem er mjög fær og áhuga- samur í starfí en nemendur hans koma úr lélegasta fátækrahverfi borgarinnar. Eiginlega gerir enginn ráð fyrir að honum takist að koma stærðfræðinni inn í kollinn á þeim en hann notar sínar aðferðir, svo kennsla hans ber tilætlaðan árangur. Stykkishólmur: „Heimshlaupiðu gekk vel og þátt- taka sæmileg Stykkishólmi. EINS OG víðar á landinu var heimshlaupið haldið hér á Stykk- ishólmi sunnudaginn 11. sept. sl. Stór og mikill borði með áletrun á var strengdur við aðalgötu bæjarins svo þessi mikli við- burður færi ekki framhjá nein- um sem á ferli voru, enda voru það 244 sem beinlínis og óbeinlín- is tóku þátt í þessari athöfh. Mæður með bamavagna iétu sig ekki muna um að ýta þeim á undan sér með upprennandi Hólmara í ballest. Og svo var gengið og hlaup- ið 4 km, en það voru tveir hringir- um bæinn, og var það virkilega skemmtilegt. Pálmi Frímannsson héraðslækn- ir, sem var í fararbroddi, en hann er einnig framarlega í deild Rauða krossins hér sem stóð fyrir hlaup- inu, sagði fréttaritara að hann væri mjög ánægður með árangurinn, það hefðu safnast við þetta tækifæri um 50 þúsund krónur hér í bænum. Elsti þátttakandi mun hafa verið um 75 ára. - Ámi GODAR FREGNIR AF RYÐfRIU STAU! Markvisst samstarf viö Damstahl A/S eykur styrk okkar í birgðahaldi á ryöfríu stáli. Meö stærsta lager- fyrirtæki Noröurlanda aö bakhjarli tryggir Sindra Stál viðskiptavinum sínum örugga þjónustu. Skjót afgreiösla á sérpöntunum vegna ýmissa verkefna. Damstahl Ryðfrítt stál er okkar mál! SINDRA/S;>\STAL HF BORGAFmJNI 31, SlMAR 27222 & 21684 k KAUPÞING HF Húsi verslunarinnar, sími 686988 C ^Jkammtímabréf — fjárfesting þeirra sem nýta þurfa fé sitt áður en lartgt um líður. 8-9% vextir umfram verðbólgu — fyrirhafnarlaus innlausn — enginn kostnaður. Alhliða ráðgjöf á verðbréfa-, peninga- og fjárfestingamarkaði. 8^9°/ 8-^90/ Vextir 8^90/ Ve*tir ________________________8^Qos VeAt/i,________________

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.