Morgunblaðið - 20.09.1988, Síða 64
64
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20 SEPTEMBER 1988
Mjnning:
Kristín Ólafsdóttir
Minning:
Ira Martin Cela
Látin er í Reykjavík Kristín
Ólafsdóttir, Hátúni 12. Hún fæddist
á Hvammstanga 20. maí 1918. For-
eldrar hennar voru Ólafur Gunnars-
son læknir, ættaður frá Ási í Hegra-
nesi, og Ragna Gunnarsdóttir,
Gunnarssonar sem var umsvifamik-
ill kaupmaður í Reykjavík á sínum
tíma og átti meðal annars stórhýsin
Hafnarstræti 8 og Austurstræti 7.
Ólafur lést árið 1927, 41 árs að
aldri, frá sex ungum bömum.
Eldri systur Kristínar eru Nanna
magister og Sigrún handavinnu-
kennari. Yngri voru þrír bræður sem
allir dóu af hjartaslagi í blóma
lífsins, Bjöm tæknifræðingur 48
ára, Gunnar tæknifræðingur 53 ára
og yngstur var Ólafur læknir sem
dó 41 árs, eða á sama aldri og fað-
ir hans og einnig frá sex bömum.
Ég man fyrst eftir Kiddu í bama-
skólaportinu með barðastóran hatt
sem var einsog geislabaugur kring-
um jarpt hrokkið hárið. Seinna urð-
um við bekkjarsystur og vinkonur.
Við héldum hópinn fímm saman frá
þrettán ára aldri og alla tíð síðan.
Ein úr hópnum er farin á undan
Kristínu: Ida Fenger sem lést á
síðastliðnu ári í Danmörku þar sem
hún hafði sest að.
Þegar ég nefndi það við sameigin-
lega vinkonu, hvort við ættum að
senda nokkur kveðjuorð, spurði hún
hvort ég treysti mér til að skrifa um
þjáninguna. Ekki er ég maður til
þess, og Kristín þoldi heldur aldrei
neitt víl. En oft hefur maður spurt
sjálfan sig: Hvers átti hún að gjalda.
Þessi káta og mannkostum prýdda
stúlka átti eftir að verða sjúklingur
í meira en hálfa öld. Við áttum sam-
an skemmtilega æsku, ekki síst á
mjög svo gestrisnu heimili sem móð-
ir hennar rak ein með börnum sínum
eftir að hún varð ekkja. Þar var aldr-
ei spurt hvort maður vildi traktering-
ar, heldur umsvifalaust lagt á borð,
oft fyrir íjölda manns. Frú Ragna
var hnarreist og ákveðin og hlýtur
að hafa verið feiknamikil húsmóðir
þó maður hugsaði aldrei útí það á
þeim árum.
Strax á skólaárum fór að bera á
því hvað Kiddu var hætt við fóta-
skorti, en þrátt fyrir það hafði hún
yndi af að dansa og var eftirsótt á
dansæfíngum.
Hún vann við verslunarstörf í
nokkur ár, en nú fór þessi sérkenni-
legi sjúkdómur að færast í aukana
og enginn vissi hvað var að. Ragna
móðir hennar lagði sig alla fram um
að fá úr því skorið, bæði hérlendis
og erlendis. Úrskurðurinn var MS-
sjúkdómur og ólæknandi. Enginn
okkar hafði heyrt hans getið fyrr.
Þá man ég að Rögnu var brugðið
og hún dó árið eftir, 1944, úr hjart-
veiki.
Um það bil sem við vinkonumar
vomm að festa okkur í sessi í hjóna-
böndum og framtíðarstörfum hóf
Kristín baráttuna við þennan sjúk-
dóm. Ég minnist hennar þar sem
við sátum á gangstéttarbekk í
Stokkhólmi. Þetta var sumarið 1946.
Við höfðum mælt okkur mót þama.
Ég var á ferðalagi, nýgift. Hún var
komin til lækninga, gekk þá við tvo
stafí og var að búa sig undir spítala-
vist. Kidda var þeirrar gerðar að hún
lét aldrei neinn eiga neitt hjá sér.
Þama rétti hún mér brúðargjöf,
öskju með tveim stómm og þungum
silfurspöðum. Eftir spítalaleguna
varð hún að fara í hjólastól tíma-
bundið, en hún hélt áfram að ganga
og standa eins lengi og stætt var.
Þrautseigjan var gífurleg og enn
hélt hún í vonina.
Árið 1950 fóra þær systur Nanna
og Kristín til Kaupmannahafnar og
héldu þar hús í eitt ár. Landinn rat-
aði rétta leið á gestrisni og góðar
viðtökur, og það var haft á orði
hversu Kidda var hress í máli og
hélt margrómaðri glettni sinni. Hún
var komin þangað að leita sér lækn-
inga hjá Mogens Fogh á Militer-
spítalanum, en árangur varð enginn.
Kidda lærði bókband og stundaði
það eins lengi og hún hafði hand-
styrk til. í Kaupmannahöfn kynntist
hún Júlíönu Sveinsdóttur listmálara
sem bauðst til að kenna henni mynd-
vefnað. Kidda náði mjög góðum ár-
angri því hún var bæði smekkleg
og listræn. Júlíana fylgdist vel með
henni og hjálpaði á alla lund svo hún
gat stundað þessa listiðju af áhuga
í nokkur ár. En nú syrti í álinn. Það
fékk ósegjanlega mikið á hana að
missa bræður sína, á nokkram áram,
og mág, mann Sigrúnar sem dó um
svipað leyti. Vonleysi setti að henni
eftir því sem sjúkdómurinn ágerðist.
Við vinkonur hennar gátum lítið
gert fyrir hana, en ein var sú sem
var henni eitt og allt og það var
Nanna systir hennar. Fyrir hönd
Önnu, Bryndísar og Ásdísar sendi
ég fjölskyldu Kristínar vinkonu okk-
ar innilegar samúðarkveðjur.
Auður Sveinsdóttir
Fæddur 21. desember 1948
Dáinn 13. september 1988
Mann setur óneitanlega hljóðan
þegar góður samstarfsmaður og
félagi til margra ára hverfur
skyndilega á braut.
Leiðir okkar Ira lágu fyrst saman
þegar hann hóf störf hjá fyrirtæki
því, sem ég veiti forstöðu árið 1975,
en þá var hann tiltölulega nýfluttur
hingað til lands, að því ég best veit,
fullur eldmóðs og starfsgleði með
framandi anda frá hinni stóra
Ameríku. Bandaríkm vora hans
fæðingarland, en á íslandi langaði
hann til að búa og starfa. Ira var
á þessum áram ekki bara vandvirk-
ur fagmaður, hann var hugmynda-
ríkur svo af bar og starfsmaður
hinn mesti. Því kaus hann eftir um
árs starfstíma með okkur þegar
tímabundin lægð kom í starfsem-
ina, að hasla sér völl í eigin fyrir-
tæki.
Því miður er ísland oft vægðar-
laust land, einkum og sérílagi fyrir
þá, sem ekki kunna á kerfíð og við
tökum oft betur á móti útlendingum
ef þeir era gestir heldur en þegar
þeir kjósa að lifa hér hjá okkur.
Þetta rak Ira sig illilega á og þrátt
fyrir óaðfínnanlega fagmennsku
sem leitun var að hér á landi gekk
fyrirtækið ekki með öllum þeim
persónulegu ósigram sem slíkt hef-
ur í för með sér. Það var því að
mörgu leyti breyttur maður, sem
kom til mín síðla síðasta árs og
óskaði eftir endumýjuðu samstarfí.
Okkur var þó mikill fengur að því
að fá hann aftur í hópinn og alltaf
var hann að leita að leiðum til þess
að bæta fyrirtækið og framleiðsl-
una. Það var einnig ánægjulegt að
fylgjast með hve vel hann reyndist
öðram „útlendingi" sem starfaði hér
hjá okkur síðasta vetur og fékk
nokkuð að kenna á kerfínu íslenska.
Þrátt fyrir óveralegan aldursmun
reyndist hann henni sem faðir í
ókunnu landi. Á árshátíðum og
skemmtunum fyrirtækisins var Ira
hrókur alls fagnaðar og á skák-
kvöldum var hann frumkvöðull og
slyngur andstæðingur. Þar verður
skarð fyrir skildi.
Enda þótt fjárhagur Ira hafí ver-
ið meira og minna í rúst eftir
skakkaföll liðinna ára virtist mér
sem rofaði til upp á síðkastið, en
hversu lítið vitum við ekki um sam-
starfs- og samferðafólk okkar.
Við Ira áttum nokkram sinnum
tal um hin óskyldustu málefni, en
• TTll Pnnhefur áratuga reynslu i framleiöslu
voga fyrir kjötvinnslu.
• Kjötkrókavogin er snögg í inn og út vigtunum.
• Það er auðvelt að byggja hana inn í brautakerfi, sem er
fyrir hendi.
Toledo hefur einnig sérhæft
sig í framleiðslu á gólfvogum
fyrir sláturhús og kjötvinnslu.
• Hún er ryðfríu stáli og þarf lítið viðhald.
• Vogin ertengjanleg við tölvukerfi.
Nánari upplýsingar gefa sölumenn okkar.
Kaisúswö
KRÓKHÁLSI 6
SÍMI 671900
t
Eiginmaður minn, faöir og stjúpfaðir,
ÞRÁINN M. INGIMARSSON
pípulagningameistari,
Nönnugötu 6,
andaðist á heimili sfnu miðvikudaginn 14. september. Jarðarförin
fer fram frá Fríkirkjunni föstudaginn 23. september kl. 15.00.
Marfa Ingvarsdóttir,
Marfa Jórunn Þráinsdóttlr, Hulda Helga Þráinsdóttir,
Ragnar M. Halldórsson.
t
Þökkum innilega samúð og vinarhug við fráfall og útför bróður
okkar, mágs og fraenda,
EIRÍKS GUÐJÓNSSONAR
ÍÁsl.
Guðrún Hlff Guðjónsdóttir,
Ingveldur Guðjónsdóttir, Magnús Jónasson,
Hermann Guðjónsson, Laufey Helgadóttir,
Jón Haukur Guðjónsson
og systkinabörn.
t
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför
móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
ELÍNAR J. G. HAFSTEIN,
Fjölnisvegi 12,
Reykjavfk.
Sigríður Ásgelrsdóttir, Hafstelnn Baldvinsson,
Ragnheiður G. Ásgeirsdóttir, Guðmundur H. Garðarsson,
Þorstelnn Á. Asgeirsson, Vilhelmfna S. Sveinsdóttir
og fjölskyldur.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall föð-
ur míns, tengdaföður og afa,
JÓHANNESAR GUÐMUNDSSONAR
frá Seli.
Einnig þökkum við.umönnun starfsfólks á deild 1A Landakotsspít-
ala.
Helgi S. Jóhannesson
og fjölskylda.