Morgunblaðið - 20.09.1988, Page 73

Morgunblaðið - 20.09.1988, Page 73
7S* KNATTSPYRNA / ISLANDSMOTIÐ - 2. DEILD MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 20 SEPTEMBER 1988 PINB® á tilboðsverði ÁVALLT FYRIRLIGGJANDI PINB golfsett einnig Beryllium Copper PINB puttera (margar gerðir) PINB kylfuhlífar PINB poka (margar gerðir) Kerrur íslensk///// TUNGUHÁLS 11. SÍMI 82700 Valur sigraði Allt upp á gátt í 4. deild EINS og áður hefur komið fram úrskurðaði dómstóll KSÍ á síðasta föstudag að leikur Leiknis og Vals frá Reyðarfirði í 3. umferð Austfjarðariðils 4. deildar væri ógildur. Leiknir vann þann leik 2:1, en vegna úrskurðarins var spilaður ann- ar leikur síðasta sunnudag og í þetta sinn sigraði Valur 2:0. Vegna þessa máls voru úrslit í 4. deild hvergi nærri ráðin þegar leikurinn fór fram á sunnu- dag, og því mikil spenna í mönnum bæði innan vallar og utan. Leikurinn var jafn og harður, en Valur hafði frum- kvæðið lengst af. Emil Bjömsson skrífarfrá Fáskrúðsfirði Gauti Marínóson og Aðalsteinn Böðvarsson gerðu mörk Vals, en þau komu bæði í lok fyrri hálfleiks. Við þessi úrslit raskast staða .r'stu liða í Austijarðariðlinum. Austri missir efsta sætið til Vals, sem kemur því til með að leika við' Kormák, sigurvegara D-riðrils sem er í Norðurlandi eystra. Liðið sem sigrar í þeirri viðureign er öruggt í 3. deild og leikur til úrslita við BÍ um sigur í 4. deild. BÍ hefur reyndar þegar leikið úrslitaleik við Austra og sigrað — leikurinn var bara við rangt lið sam- kvæmt úrskurði dómstóls KSÍ og leikmenn Austra sitja því eftir í 4. deild með sárt ennið. Sigurjón Krlstjánsson er marka- hæstur í 1. deild með 13 mörk. íslandsmótið 1. deild (SL-deild) VÍKINGUR- VÖLSUNGUR .....5:2 LEIFTUR- FRAM...........0:3 ÞÓR- (BK................2:2 lA- KA..................2:2 VALUR - KR...............3:2 Fj. leikja U i r Mörk Stlg fram 17 15 1 1 35: 6 46 VALUR 17 12 2 3 35: 15 38 ÍA 17 9 5 3 30: 22 32 KA 17 8 3 6 31: 28 27 KR 17 7 3 7 25: 23 24 ÞÓR 17 5 6 6 23: 27 21 VÍKINGUR 17 5 3 9 19: 28 18 ÍBK 17 3 6 8 19: 31 15 LEIFTUR 17 1 5 11 11: 25 8 VÖLSUNGUR17 2 2 13 12: 35 8 Markahæstir í 1. deild: Siguijón Kristjánsson, Val.....13 Guðmundur Steinsson, Fram......12 Þorvaldur Örlygsson, KA.........9 Aðalsteinn Vfgiundsson, ÍA......9 Pétur Ormslev, Fram...........8/2 2. DEILD EH- SELFOSS ..................1:5 ÞRÓTTUR- KS...................3:1 IBV- VÍÐIR..............i......2:1 TINDASTÓLL- ÍR.................1:0 FYLKIR- U8K...................2:3 FJ.Ieikja u J T Mörk Stig FH 17 13 2 2 46: 20 41 FYLKIR 17 9 6 2 39: 27 33 VÍÐIR 17 8 2 7 35: 28 26 ÍR 17 8 2 7 31: 34 26 TINDASTÓLL 17 7 2 8 26: 29 23 SELFOSS 17 6 4 7 26: 26 22 ÍBV 17 6 2 9 29: 35 20 UBK 17 5 5 7 25: 32 20 KS 17 4 4 9 35:46 16 ÞRÓTTUR 17 2 5 10 24: 39 11 Eyjamenn sloppnir Sigfús G. Gunnarsson skrífar Eyjamenn eru nú endanlega úr allri fallhættu eftir sigur á Víði, 2:1. Leikurinn var fjörugur og jafn, en Ingi Sigurðsson tryggði IBV sig- ur fimm mínútum fyrir leikslok. Hlynur Elísson náði forystunni fyrir ÍBV á 10. mínútu með góðu skoti frá vítateig. Björg- vin Björgvinson jafnaði svo fyrir Víði í síðari hálfleik með góðum skalla eftir fyrirgjöf frá Hafþóri Sveinjónssyni. í síðari hálfleik fengu bæði lið góð færi og Heimir Karlsson átti t.a.m. þrumuskot í þverslá. En fimmm mínútum fyrir leikslok komst Ingi inn í sendingu til mark- varðar og skoraði af öryggi og sig- ur Eyjamanna í höfn. IBV-Víðir 2 : 1 (1:0) Mörk ÍBV: Hlynur Elfsson (10.) og fngi Sigurðsson (85.) Mark Víðis: Björgvin Björgvinsson (54.) Maður leiksins: FYiðrik Sœbjömsson, ÍBV. Blikar forðuðu sérfráfaili c BREIÐABLIKSMENN unnu Fylki 3:2 á sunnudag og björg- uðu sér þar með frá falli í 3. deild. Liðið hefur nú 20 stig þegar ein umferð er eftir en KS aðeins 16 stig og er því Ijóst að Siglfirðingar eru fallnir í 3. deild ásamt Þrótti. Sterkur hliðarvindur setti svip sinn á leikinn. Blikar voru mun sterkari í fyrri hálfleik-. Jón Þórir Jónsson skoraði fyrsta markið úr víti eftir að honum hafði verið brugðið innan vítateigs snemma í leiknum og Grétar Steindórs- son bætti nokkru síðar við öðru marki eftir þunga sókn Blika. Fylkismenn mættu mun ákveðn- ari til seinni hálfleiks og jafnaðist leikurinn. Grétar Steindórsson kom Blikum í 3:0 eftir vamarmistök Fylkismanna og var fögnuður Guðmundur Johannsson sknfar Kópavogsbúa mikill. En leikurinn var ekki búinn. Eiríkur Þorvarðar- son þurfti oft að taka á honum stóra sínum í marki UBK, því að sókn Fylkismanna var þung. Undir lok leiksins brast hins vegar stíflan og skoruðu Baldur Bjamason og Gúst- af Vífilsson sitt markið hvor. Sigur UBK var sanngjam og lið- ið lék vel þangað til á lokamínútun- um. Jón Þórir Jónsson og Grétar Steindórsson áttu mjög góðan leiks* Fylkismenn léku undir getu enda skiptu úrslit leiksins þá engu máli. Fylkir-UBK 2:3 (0:2) Mörk Fylkis: Baldur Bjarnason (85.), Gústaf Vífilsson (88.). Möi4l UBK: Jón Þórir Jónsson (8.,víti), Grétar Steindórsson (32., 71.). Maður leiksins: Grétar Steindórsson, UBK. Morgunblaðiö/Bjami Siglfirðingar, sem léku í Frambúning, sóttu ekki gull í greipar Þróttara á Valbjamarvelli á laugardaginn. Guðmund- ur Erlingsson, markvörður Þróttar, stóð sig vel 1 leiknum og bjargaði liði sínu hvað eftir annað. Þróttur tók KS með sér niður í 3. deild ÞRÓTT ARAR tóku Siglfirðinga með sér niður í 3. deild með því að vinna þá 3:1 á Valbjarn- an/elli á laugardaginn f næst síðustu umferð 2. deildar. Sigurður Hallvarðsson skoraði fyrsta markið fyrir Þrótt með skalla um miðjan fyrri hálfleik, en áður höfðu Þróttar átt mörg tæki- færi. Aðeins einni mínútu síðar jafnaði Tómas Kárason fyrir KS með hörku skoti eftir góðan undirbúnig frá Þróttur-KS 3 : 1 (1:1) Mörk Þróttar. Sigurður Hallvarðsson (25. og 88. mín.) og Ásmundur Vil- helmsson (76. mín) Mark KS: Tómas Kárason (26. mín.) Maður leiksins: Guðmundur Erlings- son, Þrótti. Paul Frier og þannig var staðan í hálfleik. Siglfírðingar sóttu nær látlaust fyrstu 30 mínútur síðari hálfleiks og þrátt fyrir mörg hættuleg mark- tækifæri tókst þeim ekki að skora. Guðmundur Erlingsson, markvörð- ur Þróttar, varði oft frábærlega á þessum kafla. Oddur Hafsteinsson fékk besta færi þeirra er hann stóð einn og óvaldaður fyrir opnu marki en klúðraði. Þróttur gaf svo Siglfirðingum endanlegt rothögg er þeir skoruðu tvö mörk á síðustu mínútunum. Fyrst skoraði Ásmundur Vilhlems- son af stuttu færi eftir skyndisókn og síðan Sigurður Hallvarðsson með skalla rétt fyrir leikslok. Naumur sigur Tindastóls Tindastóll sigraði ÍR naumlega á laugardaginn. Leikurinn var jafn en skömmu fyrir leikslok tryggði Eysteinn Kristinsson heimamönnum sigur með skalla eftir aukaspymu frá Sverri Sverris- syni. Leikurinn var opinn og nokkuð skemmtilegur. Bæði lið fengu Bjöm Bjömsson skrífarfrá Sauðárkróki ágæt marktækifæri. Bragi Bjömsson fékk tvívegis góð tæki- færi til að koma ÍR-ingum yfír en fór illa að ráði sínu við mark- ið. Guðbrandur Guðbrandsson átti einnig gott færi. Heimamenn fengu tækifæri til að bæta við öðm marki en skot Stefáns Péturssonar fór í stöngina rétt fyrir leikslok og þar við sat. Tindastóll-IR 1 : 0(0 : 0) Mark Tindastóls: Eysteinn Kristins- son (85.). Maður leiksins: Bjöm Sverrisson, Tindastóli. KNATTSPYRNA / 4. DEILD

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.