Morgunblaðið - 20.09.1988, Page 75

Morgunblaðið - 20.09.1988, Page 75
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞREJUDAGUR 20 SEPTEMBER 1988 75^ KNATTSPYRNA / NOREGUR Brann ömggt í Evrópukeppni Brann, lið Bjama Sigurðssonar og Teits Þórðarsonar, sigraði Moss, lið Gunnars Gíslasonar 1:0 í undanúrslitum norsku bikarkeppn- innar um helgina. Atle Torvanger skoraði mark Brann á 27. mínútu. Moss sótti stíft eftir það en traust vöm Brann og góð mar- kvarzla Bjama Sigurðssonar komu í veg fyrir að Moss næði að skora. Gunnar Gíslason átti hörkuskot að marki Brann þegar tíu mínútur voru til leiksloka en Bjami varði Frá Sigurjóni Einarssyni i Noregi glæsilega. Brann er nú komið í úrslit bikar- keppninnar og mætir deildarmeist- urum Rosenborg á Ulleval leikvang- inum 23. október. Brann hefur nú þegar tryggt sér þáttökurétt í Evr- ópukeppni bikarhafa næsta ár, vegna þess að Rosenborg tekur þátt í Evrópukeppni meistaraliða. Leikur íslendingaliðanna fór fram í Moss en fjölmargir áhang- endur Brann komu þangað og hróp- uðu„Teitur, Teitur..." í leikslok, greinilega ánægðir með gang mála. Wfc,.. . Bjami Sigurðsson stóð sig mjög vel gegn Moss. GOLF / HM AHUGAMANNA íslendingar dæmdir ur leik Tvenn mistök í HM í golfi komu íslendingum í koll ÍSLENSKA golfsveitin var dœmd úr leik á laugardag á heimsmeistaramóti áhuga- manna í golfi sem fram fór í Sviþjóð. Tveimur íslenskum keppendum var vísað úr keppni. Hilmari Björgvins- syni, fyrír að gleyma að skila skorkortinu sinu strax að lok- inni keppni, og Birni Knúts- syni, fyrir að sleppa bolta ólöglega. Ef aðeins öðrum hefði veríð vikið úr keppni hefði íslenska sveitin getað haldið áfram, en þar sem keppendurnir voru tveir urðu fslendingar að hætta keppni á næst síðasta degi. Mikið hefur verið deilt um þessa dóma, einkum þó í máli Hilmars. f reglunum segin „Skila skal skorkorti eins fljótt og mögulegt er." Ekki eru tekin fram neina tímamörk. Hilmar fékk sér hinsvegar snarl er hann kom inn og skilaði svo kortinu um 20 mínútum síðar. Þessar mínútur urðu íslenska liðinu dýrkeuptar. Dómurinn í máli Björns mun þó vera réttur, þrátt fyrir að fram- kvæmdin hafi komið mönnum spánskt fyrir sjónir. Bjöm var á næst siðustu holu og boltinn lá að stóru skilti. Eftir að hafa feng- ið ráðleggingar frá starfsmanni ákvað Bjöm að sleppa boltanum. Síðar kom í ljós að það var ólög- legt, enda segir skýrt og greini- lega í reglunum að skiltin séu hluti af vellinum. „Mjög strangt" „Þetta er, að okkar mati, mjög strangur dómur í máli Hilmars ,“ sagði Konráð R. Bjamason, for- seti Golfsambands Islands í sam- tali við Morgunblaðið. „Síðara atvikið er kannski skiljanlegt, en bæði málin em leiðinleg og slæmt að lenda í þessu. Við emm heldur ekki sáttir við framkvæmdina og teljum að það hefði mátt standa betur að þessu," sagði Konráð. Bretar og Írar unnu Sameiginleg sveit Breta og íra sigraði á mótinu, lék á 882 högg- um en næstir komu Bandaríkja- menn á 887 höggum, þá Ástralíu- menn á 895 höggum , Svíar á 897, Frakkar á 899 og Danir á 906. Sveit Breta og íra náði þriggja högga forystu á Banda- ríkjamenn eftir annan dag og jók hana í sex högg eftir þriðja dag en að lokum skildu fimm högg sveitinar að. Heimamenn höfðu fimm högga forystu eftir fyrsta daginn en döluðu síðan og lentu f fjórða sæti. HANDKNATTLEIKUR / ALÞJOÐLEGT MOT KVENNALANDSLIÐA íslenskur sigur ÍSLENZKA kvennalandsliðið sigraði Spánverja 21:17 í síðasta leik alþjóðlegs móts í handknattleik, sem fór fram um helgina hór á landi. ís- lenzka A-landsliðið varð því sigurvegari á mótinu, Spán- verjar í öðru sæti, Portúgalir í því þriðja en íslenzka B-lands- liðiðífjórðasæti. Leikur íslendinga og Spánveija var í raun úrslitaleikur um ÚrslH á mótinu Ísland-Portúgal......18:14 ísland B-Spánn.......17:24 ísland A-ísland B....24:11 Spánn-Portúgal.......24:12 Portúgal-ísland B....23:1 Ísland-Spánn.........21:1 England l.deild ARSENAL- SOUTHAMPTON......2:2 COVENTRY - CHARLTON.......3:0 UVERPOOL- TOTTENHAM ......1:1 LUTON- MAN.UTD............0:2 MIDDLESBROUGH- WIMBLEDON .1:0 MILLWALL- EVERTON ........2:1 NEWCASTLE - NORWICH..... 0:2 FJ.MkJa u J T Mörk Stlg NORWiCH 4 4 0 0 8:3 12 SOUTHAMPT. 4 3 1 0 9: 3 10 millwall 4 3 1 0 8: 3 10 liverpool 4 2 2 0 6:2 8 arsenal 4 2 1 1 12:8 7 EVERTON 4 2 1 1 7: 3 7 derby 4 2 1 1 4:2 7 man. utd. 4 2 1 1 3:1 7 COVENTRY 3 2 0 1 6: 2 6 ASTON VILLA 4 1 3 0 8: 7 6 QPR 4 1 1 2 2:2 4 SHEFF. WED. 4 1 1 2 3: 6 4 WESTHAM 4 1 1 2 4: 9 4 NOTT. FOR. 4 0 3 1 4:6 3 MIDDLESBRO. 4 1 0 3 3:5 3 CHARLTON 4 1 0 3 3: 10 3 TOTTENHAM 3 0 2 1 5: 6 2 LUTON 4 0 i 3 3:7 i WIMBLEDON 4 0 1 3 3: 9 1 NEWCASTLE 4 0 1 3 2: 10 1 Guðmundur Jóhannsson skrifar efsta sætið á mótinu. íslenzku stúlkumar byijuðu vel og vömin var sterk. Þær kom- ust í 9:4 og 12:7 en slökuðu síðan örlítið á og var staðan 12:9 í hálfleik. í upphafi síðari halfieiks kom síðan afleitur kafli hjá íslenzka liðinu. Það var einkum sóknin sem gekk ekki upp og gengu Spánveijar á lagið og jöfnuðu 13:13. Þá tóku íslendingar aftur við sér og sigu örugglega fram úr. Margrét Theodórsdóttir og Guðríður Guðjónsdóttir áttu góða kafla í leiknum en duttu niður þess á milli. Rut Baldursdóttir var traust í vöminni og lífaði upp á sókarleik- inn í síðari hálfleik. Kristín Péturs- dóttir átti góðan leik í hominu og Halla Geirsdóttir, markvörður, varði vel. Lánumaðurinn Gomez var yfirburðaleikmaður í liði Spánveija. Ísland-Spánn 21 : 17 íþróttahúsið við Seljaskóla, alþjóðlegt handknattleiksmót kvenna, þriðjudag- inn 19. október 1988. Gangur leiksina: 1:0, 1:1, 5:1, 5:2, 6:2, 6:3, 7:3, 7:4, 9:4, 9:6, 10:6, 10:7, 12:7, 12:9, 13:9, 13:13, 17:13, 17:14, 19:14, 19:15, 20:15, 20:16, 21:16 21:17. Mörk ístands: Margrét Theodórsdóttir 6/3, Guðriður Guðjónsdóttir 6/2, Rut Baldursdóttir 3, Kristfn Pétursdóttir 3, Ema Lúðvfksdóttir 1, Guðný Gunn- steinsdóttir 1, Katrfn Friðriksen 1, Ama Steinsen 1. Mðrk Spánar: Gomez 8/2, Arranz 3, Cruzsanchez 2/1, Uizcaino 1, Ba- issacederes 1, Garcia 1, Ugarte 1. Morgunblaðiö/Þorkell GuðríAur Guðjónsdóttlr fylgist einbeitt með skoti sínu yfir spænsku vöm- ina í leiknum í gær. Skömmu síðar söng knötturinn í netinu. KNATTSPYRNA / ENGLAND Norwich á toppinn! NORWICH er komið í efsta sæti ensku 1. deildarinnar eftir sigur á Newcastle. Reyndar virðast ekki fara saman frægð og velgengi þessa dagana því auk Nor- wich hafa Millwall og Sout- hampton raðað sár í þrjú efstu sætin. orwich hefur sigrað í fyrstu flóram leikjum sínum í vetur og þar með slegið 68 ára gamalt met félagsins. Dale Gordon og Robert Fleck skoraðu mörk Nor- wich en markvörður Newcastle, Dave Beasent bjargaði liði sínu frá stærra tapi. Millwall er nú komið í þriðja sæti deildarinnar eftir sigur á Everton, 2:1. Tony Cascarino skoraði bæði mörk Millwall og hefur nú skorað fimm mörk í fjór- um leikjum. Everton náði svo að minnka muninn á 82. mínútu er Alan McLeary skoraði sjálfsmark eftir homspymu. Slagsmál Það gekk mikið á í leik Arse- nal og Southampton á Highbury. Southampton komst í 2:0 eftir aðeins 25 mínútur með mörkum frá Matthew Le Tissier og Rodney Wallace. En leikmenn Arsenal gáfust ekki upp og Brian Mar- wood minnkaði muninn úr víta- spymu á 82. mínútu. Þegar sjö mínútur vora komnar fram yfir venjulegan leiktíma jafnaði Alan Smith. Leikmönnum beggja liða var heitt í hamsi og miðvörður Saut- hampton, Glenn Cockerill, fékk þungt högg frá Paul Davis þegar boltinn var víðsQarri. Cockerill var borinn útaf kjálkabrotinn. Dómar- in sá ekki atvikið, en það sást greinilega í sjónvarpi og Davis því líklega í vondum málum. Liverpool varð að sætta sig við jafntefli gegn Tottenham 1:1 á Anfield, þrátt fyrir að vera einum leikmanni fleiri síðustu mínútum- ar. Peter Beardsley náði forys- tunni fyrir Liverpool á 78. mínútu en Terry Fénwick jafnaði tveimur mínútum síðar. Þá var Chris Fair- clough vikið af leikvelli fyrir að slá John Aldridge. Liveipool sótti stíft síðustu mínútumar en Ian Rush skaut framhjá af þriggja metra færi, rétt fyrir leikslok. Peter Davenport og Bryan Rob- son skoraðu mörk Manchester United gegn Luton. Liðið lék þó mjög illa, enda margir bestu leik- menn liðsins meiddir. OL/SUND Bryndís sigraði Í2. riðli Bryndís Ólafsdóttir sigraði í 2. riðli í 200 metra skriðsundi kvenna á Ólympíuleikunum í Seoul í gærkvöldi. Bryndís synti á 2:07,11 sek. sem er 0,9 sek. frá íslandsmeti hennar. Þrátt fyrir sigurinn í riðlinum komst Bryndís ekki í úrslit í þess- ari grein. FELAGSLIF Aðalfundur Aðalfundur handknattleiks- deildar Víkings fer fram í kvöld kl. 20.30 í félagsheimilinu við Hæðargarð. LOTTO: 2 16 28 36 37 + BONUS: 32

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.