Morgunblaðið - 15.12.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.12.1988, Blaðsíða 1
96 SIÐUR B 287. tbl. 76. árg. FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1988 Prentsmiðja Morgunblaðsins Armenía: Óttast farsótt á slgálftasvæðunum Spítak. Moskvu. London. Reuter. STARFSMENN vestrænna hjálparstofiiana segjast óttast að farsótt breiðist út í rústum bæjarins Spítak í Armeníu eftir jarðskjálftann mikla á miðvikudagsmorgun í síðustu viku. Að þeirra sögn liggja opnar líkkistur með fórnarlömbum náttúruhamfaranna á víð og dreif um bæinn. Jevgeníj Tsjasov, heilbrigðismálaráðherra Sovétríkj- anna, sagði á blaðamannafúndi í Moskvu í gær að verið væri að senda greltrunarsveitir til Armeniu til að hindra útbreiðslu farsóttar. Yfirvöld segja að 55.000 manns hafí týnt lífí í náttúruhamförunum og 500.000 manns hafi misst heim- ili sín. 5.400 manns hafa fundist á lífí í rústunum, þar af 60 undanfar- inn sólarhring. Tsjasov tók fram að af skiljanlegum ástæðum hefðu fómarlömb skjálftans ekki verið send á sjúkrahús í Azerbajdzhan þótt mikill skortur væri á skjúkra- rými í Armeníu en miklar væringar hafa verið með Armenum og Azer- um á þessu ári. Tsjasov bar til baka fréttir í Moskvuútvarpinu um að hann teldi að almannavarnir hefðu gersamlega brugðist við björgun- störf en lagði til að neyðarsveitum lækna yrði komið á fót í Sovétríkj- unum til að bregðast við náttúru- hamförum af þessu tagi. Moskvuútvarpið greindi frá því í gær að neyðarlög ríktu bæði í Arm- eníu og Azerbajdzhan vegna óeirða sem brotist hafa út að nýju milli Azera og Armena. Útgöngubann er í gildi eftir miðnætti í Armeníu. Hjálpargögn streyma til Armeníu og hafa yfirvöld hert öryggisgæslu við birgðimar til að stemma stigu við þjófnaði. Stærsta flugvél heims, Antonov-124, flaug í gær frá Lond- on með hjálpargögn. Þar á meðal var mikið magn af eggjum en eggjasala hefur hrapað á Bretlands- eyjum eftir ummæli heilbrigðisráð- herra Bretlands um að þau væru sýkt af salmonellu. Eggjaframleið- endur segja að ekkert sé að eggjun- Sparað í Danmörku Kaupmannahöfn. Reuter. DANSKA ríkisstjórnin lagði firam fjárlagafrumvarp sitt fyrir árið 1989 í gær. Þar er gert ráð fyrir samdrætti í rikisútgjöldum um 67 milljarða ísl. kr. einkum í heil- brigðis- og félagsmálum. I frumvarpi ríkisstjómarinnar er gert ráð fyrir að framlög ríkisins til lyfla- og sjúkrakostnaðar verði skor- in niður og að atvinnuleysisbætur til þeirra sem tímabundið em frá vinnu verði felldar niður. Reikna stjómvöld með þvi að danska lottóið sem tekur til starfa 1. október 1989 færi ríkinu 268-670 milljónir ísl. kr. árlega. Ungar hetjur Tilkynnt hefúr verið að tveir enskir skólapiltar, Peter Pantechi (til vinstri) og Terry Stopani, verði heiðraðir fyrir hefjulega fram- göngu við björgun farþega í lestarslysinu í London á mánudag. Pantechi, 14 ára gamall, og Stopani, sem er 12 ára, klifiruðu inn um glugga á lestunum til að hjálpa slösuðum farþegum út. . iteuier Hermenn og sknðdrekar eru nú á hveiju strái í Armeníu og Azerbajdzhan til að halda uppi röð og reglu, bæði vegna átaka milli Armena og Azera og jarðskjálftans í Armeníu í síðustu viku. Þessi mynd var tekin í gær í Jerevan, höfúðborg Armeníu. Yfirlýsing Ronalds Reagans Bandaríkjaforseta: Baudaríkj astj óra hyggst hefja viðræður við PLO Genf. Reuter. RONALD Reagan Bandaríkjaforseti gaf út yfírlýsingu í gærkvöldi þar sem sagði að Frelsissamtök Palestínu, PLO, hefðu fullnægt þeim skilyrðum sem sett hefðu verið fyrir beinum viðræðum Bandaríkja- stjórnar við samtökin. í tilkynningu forsetans sagði að ljóst væri af yfirlýsingu Yassers Arafat, formanns PLO, fyrr um kvöldið að samtökin hefðu viðurkennt tilverurétt ísraels, fordæmt hryðjuverk og samþykkt ályktanir Sameinuðu þjóðanna númer 242 og 338. George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði á frétta- mannafúndi í gærkvöldi að hann hefði falið sendiherra Banda- ríkjanna í TÚnis að hefja viðræður við fúlltrúa PLO. Yasser Arafat hélt blaðamanna- fund í Genf í gærkvöldi þar sem hann las yfírlýsingu í framhaldi af ræðu sinni á þriðjudag í allsherjar- þingi Sameinuðu þjóðanna. Hann kvaðst vilja skýra afstöðu PLO enn frekar til friðarumleitana í Miðaust- urlöndum en Bandaríkjastjóm hafði sagt að í ræðunni á þriðjudag væri ekki nógu skýr viðurkenning á til- verurétti ísraels. Arafat sagði að samtökin legðust gegn hryðjuverk- um af öllu tagi og ítrekaði rétt allra deiluaðilja til að búa í friði og ör- yggi, þar á meðal ríkja ísraela og Palestínumanna. í þriðja lagi sagð- ist hann skilyrðislaust styðja álykt- anir Öryggisráðs Sameinuðu þjóð- anna númer 242 og 338 sem grund- völl alþjóðlegrar friðarráðstefnu. Shultz tók skýrt fram að í stefnu- breytingu Bandaríkjastjómar fælist ekki viðurkenning á sjálfstæðu ríki Palestínumanna auk þess sem Bandaríkjunum væri jafn umhugað um öryggi ísraels og áður. Shultz, sem kom í veg fyrir að Yasser Ara- fat ávarpaði allsheijarþing Samein- uðu þjóðanna í New York, sagði að hann hefði ekki skipt um skoðun á réttmæti þeirrar ákvörðunar. Hins vegar hefði afstaða PLO skýrst síðan þá og það réttlætti beinar viðræður við samtökin. Hann til- greindi ekki hvenær slíkar viðræður yrðu en sagði að þær væru fyrst og fremst í verkahring ríkisstjórnar George Bush, sem tekur við í næsta mánuði. Bandaríkjastjóm hefur ekki átt bein samskipti við PLO frá árinu 1982 þegar samtökin sáu um eftirlit í Vestur-Beirút. I rískum gyðingum við breyttri af- Stjómmálaskýrendur sögðu í stöðu Bandaríkjastjórnar en engin gærkvöldi að búast rnætti við hörð- yfírlýsing hafði borist frá ísraels- um viðbrögðum frá ísrael og banda- I stjóm er blaðið fór í prentun í nótt. Morðið á Olof Palme: Dæmdur morðiugi liggur undir grun Morgunblaðsins. Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara LÖGREGLAN í Stokkhólmi handtók í gærkvöldi 41 árs gamlan mann, sem grunaður er um morðið á Olof Palme, forsætisráðherra Svíþjóðar. Nafii mannsins hefúr ekki verið gefíð upp en að sögn sænska útvarpsins verður hann ákærð- ur ef honum tekst ekki að verða sér úti um fjarvistarsönnun. Maðurinn var færður til yfir- heyrslu i gær og játaði hann að hafa verið nærri morðstaðn- um að kvöldi 28. febrúar 1986 en neitaði að hafa myrt Palme. Taka verður ákvörðun um að hneppa hinn grunaða í gæslu- varðhald innan tveggja sólar- hringa eða sleppa honum ella. Ríkissaksóknari í Svíþjóð sagði að maðurinn ætti langan afbrota- feril að baki og hefði verið dæmd- ur fyrir morð og tilraunir til mann- drápa. Arið 1970 hefði hann ban- að ungum eiturlyfjaneytanda með byssusting í myrkvuðum bakgarði við Kungsgatan nærri Sveavegen þar sem Palme var skotinn til bana. Sænskir fjölmiðlar segja að þá hafí hann notað sömu flótta- leið og morðingi Palme. Hinn grunaði hefur margsinnis lýst hatri sínu á Palme og skammbyss- ur fundust í íbúð hans í gær sem ekki hafði fengist leyfi fyrir og segja fjölmiðlar að þær séu sömu gerðar og morðvopnið. Sænskir fjölmiðlar segja að lög- regla hafi fylgst með manninum nótt og dag undanfarna mánuði. Einnig kom fram að hann hefði verið vistaður á geðdeild öðru hveiju og átt við drykkjuvanda- mál að stríða. Undanfarið hefði hann verið atvinnulaus en um það leyti sem morðið var framið hefði hann starfað sem útkastari í næt- urklúbbi nærri morðstaðnum. Maðurinn, sem handtekinn var í gær, var yfirheyrður skömmu eftir morðið á Palme en þá gengu yfírmenn morðrannsóknarinnar út frá því að pólitísk ástæða lægi að baki morðinu og honum var ekki veitt sérstök athygli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.