Morgunblaðið - 15.12.1988, Blaðsíða 52
52
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1988
V
6UESBJE6
nkáOftM
MC-E92
Hún er glæsileg
Panasonic ryksugufjölskyldan enda af
góðum og traustum ættum. PanasonÍC býður
ryksugur við allra hæfi, stórar, litlar, kröftugar,
traustar, hljóðlátar
og meðfærilegar.
MC-E61.
850 vött. Lítil og kraftmikil, tilvalin fyrir litlar íbúðir,
bílínn og jafnvel sumarbústaðinn.
VERÐ AÐEINS KR. 5.690,
MC-E89
1000 vött. Margir telja þetta bestu ryksugukaupin í dag.
Hörkukraftur, tvískiptur veltihaus, rykmælir,
inndraganleg snúra, stiglaus styrkstillir og
innbyggt hólf fyrir fylgihluti.
VERÐ AÐEINS KR. 7.980,-
1200 vött. Höfuð fjölskyldunnar. Ofurkraftur einkennir þessa fjölhæfu
og sterku ryksugu sem gerir þrif á stórum íbúðum að barnaleik.
Tvískiptur veltihaus, rykmælir, hljóðmerki sem lætur vita ef poki lekur,
stiglaus styrkstillir, inndraganleg
snúra og innbyggt hólf fyrir fylgihluti.
VERÐ AÐEINS KR. 9.980,-
JAPISS
■ BRAUTARHOLT 2 ■ KRINGLAN ■
• SÍMI 27133 ■
■ AKUREYRI ■ SKIPAGATA 1 ■
■ SlMI 96-25611 ■
Vitni vantar
Rannsóknarlögreglan í Hafn-
arfirði skorar á ökumann rauðr-
ar bifreiðar sem ekið var á
brúnsanseraða Saab-bifreið
síðdegis í gær að gefa sig fram.
Atburðurinn átti sér stað við
Reykjavíkurveg 62. Ökumaður
bílsins fór af vetvangi án þess að
gera vart um tjónið en skemmdim-
ar sem hann olli eru umtalsverðar.
Þá fer rannsóknarlögreglan fram
á að vitni að árekstrinum hafi við
sig samband.
Afmælisrit
Landssam-
bands lög-
reglumanna
Afmælisrit Landssambands lög-
reglumanna er komið út. Ritið er
gefið út í tilefhi 20 ára afinælis
sambandsins og er helgað málefii-
um lögreglumanna.
Ávarp Halldórs Ásgrímssonar
dómsmalaráðherra í blaðinu er til-
einkað menntunarmálum lögreglu-
manna. Þá ritar Gylfi Thorlacius hrl
um bótarétt lögreglumanna og Hjalti
Zóphaniasson skrifstofustjóri í dóms-
málaráðuneyti ritar um bifreiðamál.
Auk stuttra kynninga á öllum aðild-
arfélögum sambandsins er í ritinu
ávörp frá erlendum og innlendum
samstarfs- og vináttufélögum.
Gerð er grein fyrir ýmsum nýjung-
um I starfi lögreglunnar og ýmsum
málum sem á félögum landssam-
bandsins brenna. Ritstjóri og ábyrgð-
armaður afmælisritsins er Theódór
Þórðarson.
Lenging greiðslu-
kortatímabils:
Hefur rugl-
andi áhrif á
heimildir .
korthafa
„VIÐ höfúm látið það átölulaust
þó kaupmenn hafi þjófstartað á
þennan hátt, en þetta er vissulega
ekki samkvæmt stífustu reglum
um greiðslukortaviðskipti. Þetta
hefúr ruglandi áhrif á útttektar-
heimildir fólks, og á vissan hátt
geta kaupmenn bakað sér ábyrgð
með þessu, t.d. með þvi að dag-
setja nótur fram i tímann," segir
Einar S. Einarsson framkvæmda-
stjóri Visa-ísland. Margar versl-
anir hafa auglýst að nýtt greiðslu-
kortatímabil hafi hafist hjá þeim
12. desember.
„Við teljum það á margan hátt
óheppilegt þegar verið er að hreyfa
hlutina svona til. Kaupmenn ýmist
dagsetja nótumar fram í tímann eða
geyma þær, þannig að korthafinn
veit raunverulega ekki hvað kemur
til greiðslu f janúarbyijun og hvað
í febrúar. Þetta er þó ekki ólöglegt,
þar sem kaupmenn hafa viku til 10
daga skilafrest á nótunum, þó við
óskum hins vegar eftir því að þeim
sé skilað daglega," sagði Einar S.
Einarsson.
Til jólanna
Mikið úrval af inni- og útiserí-
um, kertum, servíettum o.fl.
Verðið kemur á óvart.
Furuvöllum 1, Reynishúsinu,
600 Akureyri. S. 96-27788.