Morgunblaðið - 15.12.1988, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 15.12.1988, Blaðsíða 43
M 42 nttmnrmin nm; nt ítt rrr* ntt wmt«n • imwwnimtmmwnitnnn tm »titiumw ■ »iiMnn MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1988 msnsni MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1988 43 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fróttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, ÁrniJörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. BaldvinJónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 70 kr. eintakið. Innantóm orð frá ráðherrum Aþeim tíma sem Alþingi hefur setið nú í haust hefur ekki enn reynt á það, hvort ríkisstjórnin getur komið málum í gegnum neðri deild þingsins. Þar skortir hana styrk og hún þarf að semja við einhvem eða einhverja úr stjómar- andstöðunni. Við stjórnar- myndunina var í því sam- bandi rætt um huldufólk Stefáns Valgeirssonar. Ríkisstjórnin hefur form- lega styrk til þess að koma fjárlögum í gegnum þingið, enda eru þau til meðferðar í sameinuðu þingi. Fjárlögin eru hins vegar marklaus ef þeim fylgja ekki önnur al- menn lög til dæmis um skattamál. Hin almennu lög þarf að ræða og afgreiða í báðum deildum þingsins. í umræðum sem Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, stofnaði til á þingi í fyrradag kom fram, að engar efnislegar viðræð- ur hefðu farið fram við flokkinn um framgang og efni skattafrumvarpa ríkis- stjórnarinnar. Kristín Hall- dórsdóttir sagði, að ríkis- stjómin hefði ekki átt í nein- um viðræðum við Kvenna- listann. Albert Guðmunds- son tók í sama streng fyrir Borgaraflokkinn. Þannig hefur ekkert beinlínis á það reynt, hver afstaða stjómar- andstöðunnar er til ein- stakra brýnna úrlausnar- efna. Stjómarflokkamir hafa haft nóg með sjálfa sig og vandræðin innan eigin raða. Skattafrumvörp ríkis- stjórnarinnar sýnast nú öll komin fram. Með hliðsjón af yfírlýsingum sjálfstæðis- manna eru þeir nú reiðubún- ir að ræða við ríkisstjórnina um framgang einstakra mála og efnislegar forsend- ur fjárlagafrumvarpsins. A hið sama vafalaust við um aðra flokka í stjómarand- stöðunni. Þá vakna þessar einföldu spurningar: Koma stjórnarflokkamir fram sem ein heild í skattamálunum? Hefur fjármálaráðherra alla stjómarliða á bak við sig þegar hann leggur fram til- lögur sínar? Uppákoman í efri deild Alþingis á þriðjudag, þegar Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra ætlaði að reyna að tryggja stuðning við bráðabirgðalög með því áð afnema þaðan ákvæði, sem engu skiptir í raun, er einsdæmi. Hvaða stjómar- þingmenn eru það sem láta slíka gervimennsku villa sér sýn? Eru það einhverjir úr stjómarandstöðunni sem falla fyrir markleysu af þessu tagi? Er það þannig sem Ögmundur Jónasson, nýlq'örinn formaður BSRB, vill að staðið sé að kjarmál- um af ríkisstjórninni? A rúmlega klukkustund var sýnt fram á innihalds- leysi orða forsætisráðherra. Yfírlýsingar Ólafs Ragnars Grímssonar, fjármálaráð- herra, um hallann á ríkis- sjóði í ár hafa aðeins staðist í fáeina daga. Nú á eftir að sjá, hvort meira er að marka það sem hann segist ætla að gera til að ná hallanum niður og breyta stöðunni í allt að 1200 milljón króna tekjuafgang á næsta ári. Um leið og Tíminn, málgagn Framsóknarflokksins, segir frá þessu markmiði fjár- málaráðherra í gær, er þess- ari setningu bætt aftan við: „Vaxandi óánægju gætir nú innan Framsóknar og Al- þýðuflokks með það mark- mið fjármálaráðherra að af- greiða fjárlög með tekjuaf- gangi, vegna mjög versn- andi stöðu í efnahagsmálum þjóðarinnar.“ Ekki bendir þessi setning til þess að fj'ár- málaráðherrann hafi gengið frá öllum hnútum heima fyr- ir. Er hún ekki þvert á móti eindregin ábending til fjár- málaráðherra um að ríkis- stjómin hafi ekki styrk til að koma því fjárlagafrum- varpi í gegn sem er að hans skapi? Ur vandræðum á stjóm- arheimilinu geta þeir einir leyst sem þar eru. Heimilis- bölið þar er alls ekki sök stjómarandstöðunnar. Ef ráðherrar eða málgögn þeirra halda það er ekki von á skjótum heimilisfriði. Lífeyrissjóðirnir; Sjáum ekki vaxta- lækkim framundan - segir Þórarinn V. Þórarinsson framkvæmdastjóri VSÍ VAXTALÆKKUN þarf að koma fram á almennum markaði áður en lífeyrissjóðirnir semja um að lækka vexti af lánum sínum til Hús- næðisstofiiunar niður í 5%, segir Þórarinn V. Þórarinsson. Hann hefúr verið í viðræðum um þessi mál fyrir hönd almennra lifeyris- sjóða sem Vinnuveitendasambandið á aðild að. Hann segir að þau gögn sem stuðst er við I viðræðunum gefi ekki tilefni til að ætla að vextir muni iækka á næstunni, einkum styðst hann við spá Seðlabank- ans í þvi efni. „Við horfum til þess að í lögunum segir að ríkissjóður eigi að greiða þá vexti sem almennt gerast á lána- markaði í viðskiptum. Það er í sjálfu sér ekki okkar vilji, sem stöndum að lífeyrissjóðunum, að knýja á um vexti sem eru umfram það sem al- mennt gerist, heldur viljum við horfa til þess hvaða vextir eru á markaðnum hveiju sinni. Við sjáum hins vegar ekki þá vaxtalækkun framundan sem Qármálaráðuneytið er að boða. Við teljum að minnsta kosti eðlilegt að hún komi í ljós áður en lífeyrissjóðimir taka það á sig að lækka vexti af lánum til ríkis- ins til samræmis við hugsanlega vaxtalækkun. Almennu lífeyrissjóðimir hafa þá sérstöðu að þeir verða að bera ábyrgð á sínum loforðum og lífeyr- isgreiðslum gangvart sjóðsfélögun- um, sem og á iðgjöldum og þeim vaxtatekjum sem af þeim kunna að fást. Af því leiðir að sjóðastjóm- imar geta ekkert verið að leika sér með vextina bara eins og þeim sýn- ist. Lífeyrissjóðimir verða að fá þá hæstu vexti sem markaðurinn gefur tilefni til á hveijum tíma. Það er engin spuming um það. Málið horf- ir öðm vísi við með lífeyrissjóð opin- berra starfsmanna. Þar skipta vaxtatekjumar nákvæmlega engu máli af því að ríkissjóður ábyrgist beint greiðslu lífeyris." Þórarinn sagði að á fyrsta fundi um málið hafí verið kynnt spá Seðlabankans um efnahagslífið á næsta ári. „í þeirri spá kemur fram að Seðlabankinn treystir sér ekki til þess að gera ráð fyrir frekari raunvaxtalækkun á næsta ári held- ur en orðin er. Hvert eitt prósentu- stig í raunvöxtum þýðir einhveijar 400 til 500 milljónir í tekjum hjá lífeyrissjóðunum í heild. Þegar spá seðlabankans birtist með þessum hætti, þá er afskaplega örðugt fyr- ir okkur að leggja trúnað á spádóma fjármálaráðuneyt.isins um að það sé einhver vemleg vaxtalækkun framundan," sagði Þórarinn V. Þórarinsson. Morgunblaðið/Þorkell Laxfoss, skip Eimskipafélags íslands, við Kleppsbakka í Sundahöfii í gær. A myndinni sést eini sérhannaði gámakrani landsins, Jaki, sem er í eigu Eimskips. Kvennalistinn: Getur stutt hækkun á tekju- og eignarskatti fyrirtækja Efasemdir um gildi þess að hækka tekjuskatt einstaklinga KVENNLISTINN telur sig geta stutt þann hluta frumvarps um breyt- ingar á tekju- og eignaskatti, sem lítur að eignaskatti einstaklinga og fyrirtækja, og einnig breytingar á tekjuskatti fyrirtælqa. Hins vegar hafa kvennalistakonur efasemdir varðandi 2% hækkun tekju- skatts á einstaklinga, og telja að það myndi jafiivel skila sér betur með óbeinum hætti ef ráðstöfunartekjur almenningsmyndu yrðu ekki skertar á þennan hátt. Þórhildur Þorleifsdóttir þing- maður Kvennalistans sagði við Morgunblaðið að kvennalistakonur vildu jafnvel ganga lengra varðandi eignaskatt, en fmmvarpið gerir, og miða stóreignarskatt við fasteigna- mat en ekki skuldlausa eign, en hækka mörkin talsvert um leið. Neskaupstaður; Fhnm tonna frystigámur fauk á skip Neskaupstað. FRYSTIGÁMUR, fimm tonn að þyngd, tókst á loft i miklu roki hér á mánudagskvöld og fauk á togarann Súlnafell og skemmdi hann nokkuð. Gámurinn stóð á hafharuppfyllingunni og fauk því talsverðan spöl og enda- stakkst inn á skipið. Síðastliðið mánudagskvöld gerði hér mikið vestnorðvestan hvas- sviðri í einni af snörpustu hryðjun- um fauk 40 feta langur 5 tonna þungur frystigámur sem stóð á hafnamppfyllingunni við Egils- braut. Hafnaði á togaranum Súlna- felli frá Þórshöfn sem lá austan við uppfyllinguna. Talsverðar skemmdir urðu á brú togarans. Attaviti eyðilagðist, fremra mastur lagðist út af, loftnet og rekkverk Skemmdir kannaðar á brú Súlnafellsins daginn eftir óhappið. og fleira skemmdist. Gámurinn náðist ekki af skipinu fyrr en strandferðaskipið Esjan kom nótt- ina eftir og hífði hann lausan. Líklega hefði hann ekki náðst öðm vísi. Litlar skemmdir munu hafa orð- ið í bænum í veðrinu. Á vindhraða- mælum um borð í skipum í höfn- inni mældist á milli 14 og 15 vind- stig í næstu kviðunum. Veðrið stóð stutt yfir. Ágúst Um skattlagningu fyrirtækja sagði Þórhildur að Kvennalistinn gæti stutt ýmis hagræðingarmál sem sett em fram í fmmvarpinu. Þar væri að gert ráð fyrir 2% tekju- skattshækkun, sem yrði raunar eitt- Hvað meiri vegna breyttra fyrning- arákvæða, en fyrirtæki þyrftu ekki að greiða tekjuskatt fyrr en þau sýndu rekstrarhagnað, og því yrði ekki um að ræða aukna byrði á mjög illa stöddum fyrirtækjum. Þórhildur sagði síðan að Kvenna- listinn hefði talsverðar efasemdir um tekjuskatt einstaklinga. For- sendur útreikninga virtust vera vafasamar, þar sem svo virtist sem persónuafslátturinn og barnabæt- umar næðu því varla að mæta verð- lagshækkunum. Einnig væm efa- semdir um gildi þess að auka tekju- skattinn yfírleitt, og spuming hvort það kæmi ríkissjóði ekki betur með óbeinum hætti að skerða ekki ráð- stöfunartekjur almennings á þenn- an hátt. Morgunblaðið/Ágúst Fólk hvatttil að kaupa íslenskar vörur fyrir jólin FÉLAG íslenskra iðnrekenda stendur nú fyrir hvatningu til að fá fólk til að kaupa íslenskar vörur fyrir jólin. Arnþór Þórðarson verk- fræðingur hjá FÍI sem hefur umsjón með hvatningunni segir að með henni sé verið að vinna gegn samdrætti og atvinnuleysi í þjóðfélaginu. Gámurinn endastakkst inn á skipið og skorðaðist þar. Morgunblaðið/Hallur Gunnarsson Amþór kallar hvatninguna sem hófst í nóvember skyndiátak sem standa mun fram að jólum. Eftir áramótin er síðan ætlunin að halda verkinu áfram með langtímamark- mið í huga, það er fá fólk almennt til að velja íslenskar vömr séu þær betri og ódýrari en erlendar. „Ástæður þess að við fómm af stað með þetta eru ástandið sem nú blasir við í þjóðfélaginu, sam- dráttur og vaxandi atvinnuleysi. Með þessu viljum við leggja okkar af mörkum til að minnka viðskipta- hallann og gjaldeyrisútstreymið og sýna jafnframt fram á að þetta ástand og lausnir til að bæta það em ekki einkamál stjómmálamanna ,“ segir Amþór. Aðspurður um hvort þeir hafi þegar orðið varir við einhver við- brögð almennings, segir Amþór svo vera. Samkvæmt upplýsingum frá kaupmönnum em viðskiptavinir þeirra í auknum mæli farnir að spuija um hvort íslenskar vömr séu á borðstólum. Kaupmennirnir sjálfir em þar að auki famir að auglýsa sjálfir í meira mæli íslenskar vömr. Amþór sagði að það væri stórt atriði hvað varðar íslenskar vömr að þær væm undir strangara gæða- eftirliti hérlendis en erlendar vömr væru oft á tíðum. Meðal þeirra verslanna sem selja íslenskar vömr er tískuverslunin Púnkturinn á Laugavegi. Stefán Jömndsson einn af eigendum henn- ar segir að verslunin bjóði upp á tískufatnað frá saumastofunni Textíll hf. Fatnaðurinn er hannaður af þeim Valgerði Torfadóttur og Björgu Ingadóttur. „Við yfirtókum rekstur Quadro og höfum þvi verið að selja þann fatnað sem til staðar var meðfram íslenska fatnaðinum. Framtíðar- stefnan er hinsvegar sú að vera eingöngu með vömr sem em fram- leiddar hér heima,“ segir Stefán. Kleppsbakki í Sundahöfii: Hægft að losa 2 gáma- eða ekjuskíp samtímis KLEPPSBAKKI í Sundahöfii hefiir verið lengdur í 287 metra og nú er hægt að vinna samtímis að lestun og losun tveggja gáma- eða ekjuskipa við bakkann, að sögn Gunnars B. Guðmundssonar hafiiarsljóra Reykjavikurhafiiar. Kleppsbakkinn verður lengdur um 30 metra til viðbótar á næsta ári og að því verki loknu verður hann lengsti hafnarbakki landsins. Heildarlengd hafiiarbakka Reykjavíkurhafiiar eftir stækkun Kleppsbakka er 3.811 metrar, segir í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurhöfii. Reykjavíkurhöfn hefur á undan- fomum tveimur ámm unnið að stækkun hafnarsvæðis í Vatna- görðum í Sundahöfn, þar sem Eim- skipafélag íslands er með aðal- farmstöð og skipaafgreiðslu sína. Samhliða lengingu Kleppsbakka hefur verið unnið að lengingu skjólgarða út' frá Korngarði til að skapa viðunandi skjól í hafáttum við Kleppsbakka. Áætlað er að ljúka þessum framkvæmdum á næsta ári. Hafnarstjóm hefur þeg- ar varið 177 milljónum króna til þessara framkvæmda og áætlað er að kostnaður við að ljúka verk- inu á næsta ári verði um 100 millj- ónir króna. Morgunblaðið/Þorkell Laxfoss, hið nýja vöruflutningaskip Eimskipafélags íslands, við Kleppsbakka í Sundahöfii í gær. Laxfoss er listasjóskip - segir Hafsteinn Hafsteinsson 1. stýrimaður á skipinu „LAXFOSS er sterkt og gott skip og Iistasjóskip,“ sagði Haf- steinn Hafsteinsson, 1. stýri- maður á Laxfossi, í samtali við Morgunblaðið í gærmorgun. Laxfoss, hið nýja vöruflutninga- skip Eimskipafélags íslands, kom i fyrsta sinn til landsins í gær og lagðist að Kleppsbakka í Sundahöfh. Laxfoss er næst- stærsta skip íslendinga. Burðar- geta skipsins er 12.192 tonn en burðargeta Brúarfoss, sem Eim- skip keypti einnig nýlega og kemur til landsins í næstu viku, er 9.855 tonn, að sögn Þorkels Sigurlaugssonar hjá Eimskip. Burðargeta olíuflutningaskips- ins Hamrafells, sem selt var til Indlands árið 1966, var hins vegar 16.730 tonn, að sögn Ótt- ars Karlssonar skipaverkfræð- ings hjá skipadeild Sambands- ins. „Laxfoss og Brúarfoss vom smíðaðir í Vestur-Þýskalandi árið 1977 en keyptir frá Ítalíu. „Skipin kostuðu samtals 750 milljónir króna og breytingar á þeim sam- tals 150 milljónir króna. Ég er sannfærður um að við höfum gert góð kaup, þvi að verð á skipum hefur verið á uppleið og búast má við áframhaldandi verðhækkun á næstunni," sagði Þorkell Sigur- laugsson. Skipin voru afhent í nóv- Hafsteinn Hafsteinsson, 1. stýrimaður á Laxfossi, á þilfari skipsins. ember og þeim var breytt í Fred- rikshavn í Danmörku. „I Brúarfoss var sett bílaþilfar, gámafestingum var breytt í báðum skipunum og aðalvélar þeirra voru gerðar upp. Einnig voru innréttaðir sex tveggja manna farþegaklefar í sitt hvoru skipinu," sagði Þorkell. Laxfoss er 5.754 brúttórúmlest- ir. Skipið er 172 metrar að lengd, 21,74 metrar að breidd og 12,28 metrar að dýpt. Brúarfoss er 7.122 brúttórúmlestir. Skipið er 172,95 metrar að lengd, 21,74 metrar að breidd og 13,55 metrar að dýpt. Olíuflutningaskipið Hamrafell, sem keypt var til landsins árið 1956 og selt aftur í desember 1966, taldist vera 11.488 brúttór- úmlestir. Ef Laxfoss og Brúarfoss væru hins vegar mældir eins og Hamrafellið teldist Brúarfoss vera 14.448 brúttórúmlestir og Laxfoss 12.960 brúttórúmlestir, að sögn Magnúsar Kristjánssonar hjá Sigl- ingamálastofnun ríkisins. Hallgrímskirkjuturn, 76m hár MorgunblaÓHS/ GÓI BRÚARFOSS, skip Eimskipaiélags islands hf. Stærsta skip sem íslendingar hafa eignast. Mesta lengd: 172,95m Mesta breidd: 21,74m Dýpt: 13,55m Brúttólestir: 7.122,19m LAXFOSS, skip Eimskipafélags íslands hf. Næststæsta skip sem íslendingar hafa eignast. Mesta lengd: I72,00m Mesta breidd: 21,74m Dýpt: 12,28m Brúttólestir: 5.754,10m
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.