Morgunblaðið - 15.12.1988, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 15.12.1988, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1988 51 Hjálmarsson ræddi um og voru sniðnar eftir glímulög- um Bessastaðaskóla, sem Páll Melsteð fræddi Ármenn- ingana um. Bæði lög og regl- ur voru skráðar í fundar- gerðabækur þær sem týnd- ust við brottför ritara úr landi. 1900: Æft í Framfarafélagshúsinu fyrri hluta vetrar en síðari hluta í pakkhúsi. 1901: Æft í pakkhúsi. Kappglíma: 1. Ásgeir Gunnlaugsson; 2. Jónatan Þorsteinsson og 3. Bjamhéðinn Jónsson. 1902: Æft i vinnustofu í húsi Jón- atans Þorsteinssonar (stund- aði söðlasmíði). Ásgeir Gunnlaugsson tekur við af Bjarnhéðni Jónssyni í stjórn Ármanns, en þeir Pétur Jónsson og Jónatan annast stjóm æfínga. Kappglíma 2. águst: 1. Ásgeir Gunnlaugs- son og 2. Jónatan Þorsteins- son og 3. Ásgeir Gunnlaugs- son. 1904: Æft á sama stað og 1903. Fljótlega eftir stofnun fé- lagsins fóru utanbæjarmenn að sækja æfíngar hjá félag- inu en til kappglímunnar 2. ágúst þetta ár fjölmenntu utanbæjarmenn, svo keppni var fjörug og óvíst hvemig lyktaði. Fyrstur varð Jónat- an Þorsteinsson (Ármann), annar Guðmundur Erlends- son frá Hlíðarenda í Fljótshlíð og þriðji Valdimar Sigurðsson (Á). 1905: Æft á sama stað og 1904. Við hóp félagsmanna bætt- ust tveir menn á þessu starfsári, Guðmundur Þor- bjömsson múrarameistari Jens Guðbjörnsson formaður Ármanns í 33 ár, frá 1927—1960. ofan af Akranesi og Sigurjón Pétursson, verslunarmaður í Reykjavík, fæddur fyrir 17 árum á Skildinganesi. Guð- mundur varð hinn mikilhæfí leiðbeinandi og þjálfari við hlið Péturs blikksmiðs en Siguijón verður stórvirkur íþróttafrömuður og líkast til mesti íslenski íþróttamaður aldarinnar. Enginn fundur haldinn. Kappglíma 2. ágúst: 1. Jónatan Þorsteinsson; 2. óvitað og 3. Þórhallur Bjamason, Akureyringur, samstarfsmaður Jóhannesar Jósefssonar að stofnun UMFÍ. Á þessu ári fluttist Hallgnmur Benediktsson (20 ára) til Reykjavíkur, fæddur á Vestdalseyri við Seyðisijörð. Eyrbekkingur- inn Guðmundur Guðmunds- son (1876-1967) sem 1897 og 1899 brá sér gangandi til Reykjavíkur til að keppa við Ármenninga í glímu og varð fyrra sinnið í öðm sæti og hið síðara sigurvegari, flutti til Reykjavíkur þetta ár og leitaði uppi glímufé- laga, því að hann var félags- lyndur og undir áhrifum frá félagsskap um iðkun leikfími í heimabyggð sinni (forustu- maður Daninn E.P. Nielsen) og færir því, með þessum þremur síðasttöldu mönnum, að nýju eldmóð í raðir Ár- menninga. Það má geta þess um Hallgrím, sem var kom- inn af merkri glímumanna- . ætt, að hann mun hafa kynnst íþróttaáhuga á Seyð- isfirði sem rekja má til Áx- els Tuliniusar og þá mun Halldór Vilhjálmsson skóla- stjóri á Hvanneyri, sem Hallgrímur var um skeið samvistum með, eigi hafa dregið úr löngun hans til íþróttaiðkana. Siguijón, sem í formála bókarinnar „Mín aðferð" segir, að er hann var ungur drengur, átti hreystin fáa vini. Með því að gerast Ármenningur eignaðist hann vini, sem voru unnendur hreysti. 1906: Æft í vinnustofu Jónatans Þorsteinssonar. Þann 7. jan- úar var boðað til aðalfundar. Formaður var kosinn Guð- mundur Guðmundsson frá Eyrarbakka, ritari Jón Jóns- son Vaðnesi og gjaldkeri Guðmundur Þorbjömsson. Glímustjórar voru kosnir Pétur Jónsson og Jónatan Þorsteinsson, en fljótt var það Guðmundur Þorbjöms- son, sem fór að leiðbeina á glímuæfingum og ungir menn að hænast að honum, td. Siguijón, Hallgrímur og Guðmundur Stefánsson Reykvíkingur og múrari að starfí. Guðmundur fann að þeir yngri og óreyndari vom Helgi Pétur Hjálmarsson (1867— 1941) fæddur í Mývatnssveit og ólst þar upp. Prestur að Helga- stöðum í Reykdælahreppi og Grenjaðarstað í Aðaldælahreppi. Annar aðalstofhandi Glímufé- lagsins Armanns. feimnir og óframfæmir við þá eldri, svo að hann tók sig sérstaklega af þeim og út- vegaði staði til þess að æfa á, td. salthús, kaffí- og sam- komuhús, túnbletti í Skuggahverfi og í Bámbúð á sunnudagsmorgnum. Þetta fjör sem hljóp í menn, eldri og yngri, að æfa glímu 1906 fyrir aðgerðir þeirra nafnanna Guðmundar Guð- mundssonar og Þorbjöms- sonar, verkaði á suma sem um nýtt félag væri stofnað eða endurvakið. Slíkt álit hefur hérlendis myndast um starfsaldur margra ung- menna- og íþróttafélaga. Þessa hefi ég orðið tíðum var, er ég að undanfömu hefí unnið að upplýsingum um stofnár starfandi og nið- urlagðra félaga. Vorið 1906 kepptu 30 glímumenn í Bámbúð. Hallgrímur Bene- diktsson vann. Annar varð Jón Helgason, Akureyring- ur, sem varð í þriðja sæti ásamt öðmm í fyrstu ís- landsglímunni í ágústmánuði sama ár og síðar í för með Jóhannesi Jósefssyni erlend- is, en þriðji Jónatan Þor- steinsson. Degi síðar efndu Ármenningar til glímusýn- ingar, sem aðgangur var seldur að til öflunar fjár- til ekkna, sem skömmu áður misstu eiginmenn sína í sjó- slysi. Á þjóðminningardegin- um í ágúst er veðmálaglíma, sem Jónatan vann, Hallgrím- ur varð annar og Guðmund- ur Guðmundsson þriðji. Stjórn Ármanns er svo vak- andi í starfi um málefni glímu, að er Olafur V. Daví- ðsson var á ferð í Reykjavík í desember, hélt hún þessum fyrsta glímukappa íslands samsæti. I árslok voru Ár- menningar skráðir sextíu og í félagssjóði nær kr. 76.00, en þá voru daglaun 25—30 aurar. Nú þegar efnt er til fagnaðar til þess að minnast að Glímufélagið Ármann verður hundrað ára á þess- ari jólaföstu, þótti mér rétt að fá birta grein í blaði um þau sautján ár, sem voru milli þess að tveir áhugamenn um glímu náðu saman rúmlega tveimur tugum manna og í hléi milli viðureigna fékk annar þeirra iðkenduma til þess að sam- þykkja stofnun félags um glímuiðk- anir og að nefna það Ármann, — og til í ársbyijun 1906 að tveir ungir menn eru kosnir í stjóm fé- lagsins og annar þeirra tekur að sér að leiðbeina þeim yngri. Þessir yngri eru ákafamenn og halda sig sér við æfingar, því að þeir eru feimnir við hina eldri og glímuvan- ari. Þeim fínnst þeir beri uppi nýtt félag og skrifa í fyrstu fundargerð- ina að „7. janúar 1906 var glímufé- lagið Ármann stofnað í Reykjavík,“ samþykktu því lög og einnar krónu félagsgjald. Kusu stjóm. Formaður- inn og gjaldkerinn voru úr hópi þeirra yngri og nýfluttir til Reykjavíkur. Fundurinn kaus, úr hópi þeirra eldri, tvo glímustjóra og annan þeirra upphafsmanninn að félagsstofnun og nafni. Þeim hefur án efa fundist of mikil leynd yfir félagsskapnum og samþykktu í lok fundarins, að „ .. .fundarboð skyldi birt næsta ár í blaði.“ — Sama dag og hér um ræðir í sögu Ármanns er á Akreyri stofnað fyrsta ungmennafélagið. Undanfar- ar ungmennafélaga sem enn starfa vom t.d. stofnuð 1882. Gleðilegt að meðal félaga sem hófu störf á 19. öldinni er KR, sem fyrstu árin gekk undir nafninu Fótboltafélag Reykjavíkur, og starfar enn. Þjóðin var orðin félagslega þroskaðri en hún var um miðja 19. öldina. Þá voru stofnuð félög, sem störfuðu fá ár, en skildu eftir sig áhrif eða þörf, sem kallaði á félagsskap, td. Herfylkingin í Vestmannaeyjum (1956—69) Skotfélag Reykjavíkur (1866—87), Glímufélag Reykjavík- ur (1873—76), Sundfélag Reykja- víkur (1884—91) ogþá sú starfsemi sem var um iðkun leikfimi á Eyrar- bakka, Seyðisfírði, Eskifirði og Þingeyri. Bindindishreyfíngin hóf göngu sína með hefðbundið félags- starf 1884 og KFUM 1899. Glímu- félagið Ármann, sem rekur upphaf sitt til einnar stúku IOGT, naut styrks frá hinum félagslegu umsvif- um í þjóðfélaginu og íþróttalegum áhrifum erlendis frá. Einnig er vert að geta vaxandi íþróttakennslu í skólum (Lærðiskólinn í Reykjavík 1857, Kvennaskólinn 1883 o.s.frv.). Eigi er ætlunin að rekja sögu Glímufélagsins Ármanns hér frek- ar, en það er unnið að ritun þeirrar merku sögu. Fundargerðarbækur eru til frá 1906, svo að við ritun upphafsáranna sautján er stuðst við frásagnir sexmenninganna sem skráðar voru 1938, en þeir voru virkir félagar fyrir aldamót og með- al þeirra Helgi P. Hjálmarsson ann- ar stofnendanna. Eg tók að mér að aðstoða söguritarann, Lýð Björnsson, með samningu þessa upphafskafla og þessi drög að kafl- anum eru hér birt til þess að vekja athygli á aldarlöngu starfí íþrótta- félags og gefa þeim sem búa yfír frekari vitneskju, en hér er getið um upphafsár Glímufélagsins Ár- manns, tækifæri til þess að koma athugasemdum á framfæri. Til eru þeir, sem vilja gera lítið úr sautján ára kafla félagsins fyrir 1906. Bæta vil ég við framanskráð annaálabrot tveimur atriðum, sem varða þróun glímu, sem félagsskap- ur Ármenninga er æfa, sýna og keppa í glímu, koma til leiðar og með því staðfesta tilveru félagsins 1888—1906 enn frekar. Þórhallur Bjamason, náinn vinur Jóhannesar Jósefssonar á Oddeyri við Eyjafjörð, glímuiðkandi þar nyrðra dvelur í Reykjayík 1905 og keppir 2. ágúst við Ármenninga. Hann mun án efa hafa kynnt þeim glímuól þá, sem félagar hans nyrðra voru farnir að spenna um hægra læri, til þess að losna við hið oft erfíða tak í þykka og á stundum grófgerða buxnaskálm, sem gerði hnúa blóðuga og reif upp neglur, því að þegar Guðmundur Þorbjörns- son kom á fyrsta glímufund Ár- menninga, kynntist hann glímu- böndum, sem hann kallaði svo og taldi komin að norðan. Hann fagn- aði böndunum og sagði þau hafa breytt aðstöðu glímumanna stór- lega, gert hana að öllu leyti fijáls- mannlegri. Þeir félagar taka að hanna ólina eða böndin. Þeir nutu við það verk glímumannsins Jónat- ans Þorsteinssonar, sem var söðla- smiður. Þeirra verk er glímubeltið. Þeir gengu það langt í að auðvelda tök handa, að til urðu glímubelti með fjórum höldum eins og á þvottabala. Samtímis hönnun belt- anna, gerðu þeir tillögur um glímu- búning og Guðmundur Þorbjörns- son teiknaði myndir af félags- merki. Hinum nýju búningum (leistabrækur, ermalausir bolir og mittisskýlur) og beltum (ólar um bæði Jæri og tengd mittisól) klædd- ust Ármenningar, er þeir glímdu konungsglímu á Þingvöllum 1907. Fyrsta íslandsgliman, þar sem keppt var um silfurbúið belti Glímu- félagsins Grettis á Akureyri (stofn- að í ársbyijun 1906), fór fram í ágúst 1906 á Akureyri. í auglýs- ingu Grettisfélagsins um keppnina var tekið fram að reglur um hana og verðlauriin gætu menn kynnt sér hjá formanni félagsins, Vigfúsi veit- ingamanni Sigfússyni. I upphafí glímumótsins voru reglumar ekki lesnar upp eins og siður var. Glímu- menn úr Suður-Þingeyjarsýslu gerðu athugasemdir við störf dóm- nefndar meðan á keppni stóð og þá urðu aðfínnslur þeirra og fleiri háværar eftir Íslandsglímuna. Því miður fínnast eigi þessa reglur og eigi hafa þær verið færðar inn í fundargerðabók Grettisfélagsins. Á fundi Glímufélagsins Ármanns 9. janúar 1907 var lesin upp reglu- gjörð Grettisfélagsins á Akureyri um Íslandsglímuna, og þrír menn kosnir til að athuga skipulags- skrána og gera við hana þær at- hugasemdir er þeim þætti þurfa. í nefndina voru kosnir Pétur Jónsson, Jónatan Þorsteinsson og Guðmund- ur Guðmundsson. Þeir félagar skil- uðu nefndaráliti 24. sama mánaðar og kynntu breytingar sem þeir gerðu á þeim. Hvorki efni bréfs Grettisfélagsins né breytingar Ár- menninga á umræddum reglum voru færð inn í fundargerðabók Ármanns. Onnur Islandsglíman var háð á Akureyri 1. apríl 1907. Fyrir mótið voru tilbúnar prentaðar reglur um mótið og verðlaunin. Síðasta grein- in varðaði glímulög. Fram komu óánægjuraddir á þessu móti og eft- ir það um glímulögin. Þá urðu út af reglum og framkvæmd þriðju Íslandsgímunnar (1908), sem þrír glímumenn luku af 14, sem hófu keppni, enn háværari aðfinnslur. Fyrir fjórðu Íslandsglímuna á Akur- eyri 1909 voru prentaðar endur- skoðaðar reglur Islandsglímunnar. Var það skoðun norðlenskra glímu- manna, að þær væru „ .. .stórum mun betri en þær, sem gilt höfðu fyrir 1909 ...“ í þessari íslands- glímu kepptu tveir Ármenningar, Guðmundur Stefánsson og Sigutjón Pétursson, sem fóru landveg norður undir miðjan júní og höfðu gengið mest af leiðinni. Guðmundur vann Grettisbeitið. Lagði alla viðfangs- menn sína. Siguijón Pétursson kom næstur, lagði alla, nema Guðmund. í Akureyrarblaðinu Norðurlandi var þetta skráð: „Auðsætt var, að þeir Reykvíkingar voru fræknastir glímumenn. Eru þeir ágætlega vaxnir, kraftamenn miklir og fímir að sama skapi. Var sigurvegaran- um heilsað með dynjandi lófataki, sem maklegt var. „Á þessum vett- vangi kom ekki til ósamkomulags út af misjöfnu glímulagi né ósættis um ólíkan skilning á glímulögum. Enginn hætti af missætti. Suður til heimabyggðar sinnar, Reykjavíkur, héldu tveir Ármenningar með verð- launagrip, sem félag þeirra hafði stefnt að sem takmarki að vinna. Pétur Jónsson blikksmiður var lát- inn (1908). Helgi P. Hjálmarsson, þjónandi prestur á Norðurlandi og félagi í Grettisfélaginu, mun án efa hafa séð rösklega framgöngu Ár- menninganna tveggja. Guðmundur Þorbjömsson var fluttur til Austur- lands, er nemendur hans sóttu Grettisbeltið og gladdist mjög. Guðmundur lærði ungur glfmu í Borgarfirði og í minni geymdi hann sýn, er hann sá glíma í göngum f áningastað, gangnaforingjann Þor- stein Hjálmarsson, föður Jóns Þor- steinssonar íþróttakennara Glímu- félagsins Ármanns um 24 ár. Helgi P. Hjálmarsson úr Mývatnssveit og Pétur Jónsson úr Þingvallasveit, voru báðir uppaldir við glímu sem nauðsyn í daglegu lífi, til þess að taka úr sér hroll, td. við dorgveiði og sem leik, er tími gafst til í hópi leikfúsra félaga. Er þeir vildu kenna glímu í félagi sínu Ármanni, kölluðu þeir til sér til aðstoðar nemenda úr Bessastaðaskóla, Pál Melsteð. Þess- ir menn tömdu og innrættu þeim sem til þeirra sóttu glímuæfinga, það besta glímulag og þau réttustu lög í glímu, sem þeir höfðu numið af eldri kynslóðum. Megi Glímufélaginu Ármanni takast, að viðhalda iðkun og keppni í glímu eins og hún þekktist best og réttust, við hlið annarra ágætra íþrótta. Höfundur er fyrrverandi íþrótta fulitrúi ríkisins. Önnur útgáfa ljóða- bókar Ragnars Inga ÖNNUR útgáfa ljóðabókarinnar „En hitt veit ég“ eftir Ragnar Inga Aðalsteinsson frá Vað- brekku, er komin í bókaverslan- ir. Bókin var gefin út f 500 eintökum í sumar, en seldist upp. Hún skipt- ist f tvo kafla, Kvæði 1983-1988 og Torrek. Áður hafa komið út fjór- ar ljóðabækur eftir Ragnar Inga, „Hrafnkela", „Undir Hólmatindi", „Ég er alkohólisti" og „Dalavísur". I fyrra gaf hann út rit um brag- fræði. Tákn gefur ljóðabókina „En hitt veit ég“ út, en bókin er prentuð hjá Svansprenti. Ólafur Lárusson teikn- aði myndir og hannaði kápu bókar- innar. Ragnar Ingi Aðalsteinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.