Morgunblaðið - 15.12.1988, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.12.1988, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. tDESEMBER 1988 -- Innilegar þakkir sendi ég öllum þeim, sem glöddu mig á 85 ára afmœli mínu þann 24. nóvember sl. meÖ heimsóknum, blómum, kveöjum og gjöfum. Guö blessi ykkur öll! MeÖ bestu jólakveÖjum, Jón Kr. Elíasson frá Bolungarvík. Blaðbemr Síi na r354l )8 og 83033 AUSTURBÆR KÓPAVOGUR Sóleyjargata o.fl. Kársnesbraut 77-139 o.fl. Eskihlíð 5-15 Víðihvammur Laugarásvegur 39-75 Fífuhvammsvegur Dyngjuvegur GRAFARVOGUR ■ SELTJARNARNES Hverafold Hrólfsskálavör Wm fHttgtnll Áskriftarsíminn er 83033 Fóstrur og fóstruliðar eftir Guðmund Magnússon Síðastliðinn mánudag, 12. des- ember, gekk höfundur þessarar greinar ásamt Selmu Dóru Þor- steinsdóttur, formanni Fóstrufélags íslands, á fund Svavars Gestssonar, menntamálaráðherra, og afhenti honum niðurstöður svonefndrar Fósturskólanefndar. Það var Birgir ísleifur Gunnarsson, fyrrverandi menntamálaráðherra, sem skipaði nefndina og fól henni að gera tillög- ur um framtíðarskipan á menntun fóstra og annars starfsfólks er vinn- ur að uppeldisstörfum á dagvistar- heimilum. Ég var formaður nefnd- arinnar og auk okkar Selmu Dóru voru í nefndinni Anna K. Jónsdótt- ir, formaður stjómar Dagvistar bama í Reykjavík, Gyða Jóhanns- dóttir, skólastjóri Fósturskólans, Jónas Pálsson, rektor Kennarahá- skólans og skólameistarar Verk- menntaskólans á Akureyri, fyrst Bernharð Haraldsson og síðar Bald- vin J. Bjarnason. Með nefndinni starfaði Stefán Ólafur Jónsson, deildarstjóri í menntamálaráðu- neytinu, en hann þekkir skólakerfi okkar betur en flestir aðrir. Menntamálaráðherra kvaðst ætla að kynna sér tillögur nefndar- innar og taka afstöðu til þeirra fyr- ir áramót. í fæstum orðum sagt varð niður- staða meirihluta nefndarinnar sú, að leggja til að framvegis verði gert ráð fyrir tveimur starfsstétt- um til að annast böm á dagvistum. Annars vegar fóstrum og hins veg- ar fóstruliðum. Til fyrrnefnda hópsins teljast þeir sem lokið hafa námi frá Fósturskóla íslands og fyrirrennurum hans eða sambæri- legum skólum erlendis og síðar, ef farið er að tillögu nefndarinnar, fóstmdeild Kennaraháskóla ís- lands. Til síðamefnda hópsins telj- ast þeir sem ljúka námi á fóstruliða- brautum framhaldsskóla, verði þær stofnaðar eins og nefndin leggur til. Báðum þessum stéttum, fóstrum og fóstruliðum, er ætlað að sinna uppeldi og umönnun barna, en hug- myndin er sú að þær skipti verkum á milli sín og eftir nánari reglum svo sem alsiða er á vinnustöðum þar sem störfin em fjölbreytt. Má í þessu sambandi benda á vinnustað eins og sjúkrahús, þar sem fjöl- margir hópar með ólík starfsheiti og ólíka menntun hafa með höndum hjúkmn og umönnun sjúklinga. Nefndin gerir það að tillögu sinni að forstöðumenn dagvista og þeir starfsmenn er sjá um stjórnunar- og/eða skipulagsstörf hafi hlotið fóstmmenntun. Fóstmliðum er síðan ætlað að vinna að afmörkuð- um uppeldis- og kennsluverkefnum „Báðum þessum stétt- um, fóstrum og fóstru- liðum, er ætlað að sinna uppeldi og umönnun barna, en hugmyndin er sú að þær skipti verkum á milli sín og eftir nánari reglum svo sem alsiða er á vinnu- stöðum þar sem störfin eru Qölbreytt. Má í þessu sambandi benda á vinnustað eins og sjúkrahús, þar sem flöl- margir hópar með ólík starfsheiti og ólíka menntun hafa með höndum hjúkrun og umönnun sjúklinga." undir handleiðslu fóstra. Það þýðir að sjálfsögðu ekki að fóstmr verði framvegis aðeins skrifstofumenn eða eitthvað álíka, enda stendur hugur þeirra ekki til þess. Nær sanni er að segja að þetta skipulag gefi fóstmm fleiri tækifæri en nú til að huga að og sinna einstaklings- bundnum þörfum barna. Þetta skipulag ætti líka að geta gert upp- eldi og menntun bama á dagvistum markvissari, bömunum, fjölskyld- um þeirra og þjóðfélaginu öllu til heilla. Fósturskólinn sameinaður Kennaraháskólanum Nefndin gerir það að tillögu sinni að Fósturskóli íslands verði lagður niður innan fimm ára og sameinað- ur Kennaraháskóla Islands. Mennt- un fóstra verði framvegis innan sérstakrar fóstmdeildar í Kennara- háskólanum. Til þess liggja ýmis rök, ekki síst þau að störf kennara og fóstra em eðlislík og veigamikl- ir þættir í fræðilegum gmnni menntunar þeirra í höfuðatriðum hinir sömu. Að auki skarast störf þessara stétta nú þegar, þar sem bæði fóstmr og kennarar hafa rétt til að kenna 6 ára bömum í gmnn- skólum. Sameining skólanna ætti að geta komið Fósturskólanum út úr faglegri einangmn og leitt til margvíslegrar hagræðingar vegna sameiginlegrar nýtingar á húsnæði, bókasafni, kennumm, námskeiðum, vinnustofum o.þ.h. Verður að telja sérstaklega brýnt að hefja vinnu við sammna skólanna nú þegar, ef menn em á annað borð samþykkir tillögunni, þar sem um þessar mundir er verið að vinna að því að endurskipuleggja nám og kennslu í Kennaraháskólanum á gmndvelli nýrrar löggjafar um skólann. Rétt er að fram komi að skóla- nefnd Fósturskóla íslands er ein- dregið hlynnt sameiningu skólanna tveggja, sama er að segja um Fóstmfélag íslands og skólaráð Kennaraháskólans ályktaði fyrir skömmu að ekki væri óeðlilegt að hugsa sér sammna skólanna í framtíðinni. Ráðið taldi að slík sam- eining krefðist langs undirbúnings sem og þess að viðkomandi skólar fengju tíma til að þróa áfram starf- semi sína sem nú væri á margan hátt í endurskoðun. Að mati undir- ritaðs kemur tillaga fósturskóla- nefndar um fímm ára aðlögun- artíma til móts við þessi sjónarmið skólaráðsins. Hin jákvæða afstaða allra þess- ara aðila er mjög gleðileg og hlýtur að greiða fyrir framgangi málsins í menntamálaráðuneytinu og á Al- þingi. Að vísu verður að koma fram að skólastjóri Fósturskólans er bæði andvíg sammnanum við Kenn- araháskólann og stofnun fóstmliða- brautar í framhaldsskólum, en ætla verður að þar ráði einkum ferðinni misskilningur um eigin hagsmuni skólastjórans. Ég er sannfærður um að rómaðir hæfileikar hennar myndu ekki nýtast síður í upp- Uyggingu fóstmdeildar Kennarahá- skólans en í Fósturskólanum í nú- verandi mynd. Annars væri það mikil skammsýni ef sérhagsmuna- viðhorf eins einstaklings væm látin ráða ferðinni, þegar stefnan í þess- um mikilvæga málaflokki verður mörkuð í menntamálaráðuneytinu. Fóstruliðabraut í firamhaldsskólum Hin megintillaga nefndarinnar er að stofnað verði til starfsnáms fyrir svonefnda fóstmliða í fram- haldsskólum um land allt. Hér er um að ræða hóp sem áður hefur verið nefndur aðstoðarfólk á dag- vistarheimilum eða ófaglærðir starfsmenn. Hugmyndir hafa lengi verið uppi um að koma á fót fram- haldsskólanámi til uppeldisstarfa, en ekkert orðið úr framkvæmdum. Málið hefur tvívegis verið tekið upp á Alþingi fyrir fmmkvæði Kristínar Kvaran, en ekki hlotið stuðning. Hér er sérstaklega um mikið hagsmunamál landsbyggðarinnar að ræða, því það er ýmsum erfið- leikum bundið að þurfa að sækja 3 ára fóstmnám til Reykjavíkur. At- hugun fósturskólanefndar leiddi í ljós að dijúgur hluti nemenda Fóst- urskólans er af landsbyggðinni og meirihlutinn hefur á undanförnum ámm átt lögheimili utan Reykjavík- ur. Því miður er reyndin sú að fáar brautskráðar fóstmr af lands- byggðinni snúa aftur til heima- Stjórn Félags kvikmyndagerðarmanna um seinni fréttir: Skemmdarverk á kvikmyndum Kannað hvort hlé brýtur í bága við höfundarrétt segir útvarpsstjóri STJÓRN Félags kvikmyndagerð- armanna hefur ritað útvarps- stjóra, Markúsi Erni Antonssyni, bréf með gagnrýni á að útsend- ing kvikmynda er tíðum rofin í dagskrá Sjónvarpsins til þess að skjóta inn seinni fréttum. Þetta kalla stjórnarmennirnir skemmdarverk á kvikmyndum. í bréfínu segir svo: „I síðasta mánuði hefur borið við hjá Ríkisút- varpi-Sjónvarpi, að í miðri kvik- mynd er sýning stöðvuð, kannski í miðju atriði, til að koma að almenn- um fréttum og auglýsingum. Um það bil tuttugu mínútum síðar er svo tekið til við að sýna afganginn af myndinni." Stjóm FK hvetur útvarpsstjóra til að veita þessu athygli og sagt er að þetta sýningarrof stríði gegn hagsmunum bæði áhorfenda og höfunnda kvikmynda. „Að slíta þær úr eðlilegu samhengi eða búta þær í sundur með óskyldu efni flokkast undir skemmdarverk á kvikmynd- inni og gerir áhorfendum ómögu- legt að njóta þeirra á þann hátt sem höfundur ætlast til.“ Stjóm FK minnir á höfundalög og segir að þessi sýningaraðferð bijóti í bága við þau. „Stjóm Félags kvikmyndagerðarmanna skorar á þig að fela viðkomandi deild að endurskoða þetta fyrirkomulag," segir í lok bréfsin^ til útvarpsstjóra. Markús Öm Antonsson útvarps- stjóri sagði í gær, að hann hefði vísað málinu til framkvæmdastjóra Sjónvarpsins til athugunar og af- greiðslu. Hann hefur ekki skilað áliti sínu. Markús kvaðst ekki geta sagt hver niðurstaðan yrði, en at- huga þyrfti hvort slíkt hlé á sýningu kvikmynda bryti á einhvern hátt í bága við samninga eða lög um höf- undarétt. Hann minnti á að slík hlé væru á engan hátt einsdæmi, á Norðurlöndum tíðkist að senda út fréttir í hléum sem þessum og altítt sé að kvikmyndahús hafi hlé á sýn- ingum kvikmynda. Klukkubók fyrir börn Bókaútgáfan Setberg hefur endurútgefið Klukkubókina. í kynningu Setbergs segir m.a.: „Þetta er hai;ðspjaldabók með klukku og vísarnir hreyfanlegir. Klukkan átta fer ég á fætur, klukk- an níu borðum við öll morgunverð- inn, klukkan þijú leikum við okkur í sandkassanum og byggjum kast- ala og mjög falleg hús. Snati horfír á. Klukkan sjö fer ég í bað og borða kvöldmatinn. Klukkan átta fer ég að hátta og sofa. Þannig má stilla vísa klukkunnar allan sólarhring- inn.“ Vilbergur Júlíusson fyrrverandi skólastjóri endursagði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.