Morgunblaðið - 15.12.1988, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 15.12.1988, Blaðsíða 70
 1 I 70 I '.■>-- MORGUNBLADIÐ, FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1988 Margrét Jóns- dóttir - Kveðjuorð Fædd 30. maí 1927 Dáin 24. nóvember 1988 „Að hryggjast og gleðjast hér um fáa daga, að heilsast og kveðjast, - það er lífeins saga.“ (PJ. Árdal) Eitt ár er liðið frá því að við Margrét frá Gunnhildargerði mætt- umst og tókumst í hendur í fyrsta sinn með þeim hætti, að leiddi til traustrar vináttu. Og fðstudaginn 2. þ.m. var ég þar, sem hún með fullfallegri at- T höfn í Dómkirkjunni var sungin í faðm móður jarðar. Við andláts- fregn Margrétar var sem strengur brysti í bijósti mínu. Samfara því var sársauki, sem engin orð náð að lýsa. Á sjúkradeild Rauða kross- ins á Hótel Lind við Rauðarárstíg varð upphaf okkar kynna, — í októ- bermánuði 1987. í þeim hópi fólks, sem þá dvaldist þama, vakti hún mesta athygli mína, þeirra er ekki voru hér áður kunnir. En á þessum stað mætist sama fólkið gjaman mörgum sinnum ár eftir ár. Tengsl verða til og vináttubönd eru hnýtt. Ég tók strax eftir Margréti. Yfír henni var sérstæð reisn, tignarlegt og fast svipmót, sem vakti virðingu og traust. — Mér virtist sem Mar- grét gengi ein sína mörkuðu braut, að hún efndi ekki til kunnleika við þá, sem þama dvöldust og deildu kjömm. Eg hafði áhuga fyrir að ná sambandi við hana. En heil vika leið án þess að við næðum saman. Þá ákvað ég að svo skyldi ekki verða öllu lengur og fór því til fund- ar við hana. Við tókumst í hendur og kynnt- um okkur. Fljótlega fórum við svo að ræðast við, fyrst stutt og stop- ult, en innan tíðar lengur og ítarleg- ar. Fór svo að við sóttumst eftir að talast við og tókum fyrir að sitja saman þegar horft var á sjónvarp- ið. Og mér fannst mikið tóm væri Margrét ekki mér við hlið. Ég leit nokkmm sinnum inn á stofuna þar sem hún bjó og hún endurgalt heimsókn mína. Gmnnur var lagður að þeirri vináttu, sem átti eftir að gjöra okkur glatt í geði og hlýtt fyrir bijósti og gjöra þetta eina ár, sem við fengum að haldast í hendur, næsta minnilegt. Nefnt haust var ég nokkra daga inni á Landakoti og á meðan fór Margrét af sjúkradeild RKÍ og heim. Þegar ég kom aftur til míns góða samastaðar og fann hana ekki, fannst mér stórt hið auða rúm. Söknuður settist að mér og til að sefa hann greip ég símann og freistaði þess að ná sambandi. Það gekk greiðlega og ekki stóð á góð- um undirtektum. Ég sagði Mar- gréti, að ég hefði hringt til að kveðja hana og færa henni þakkir fyrir okkar hugþekku samveru. Hún svaraði með spumingu: „Stendurðu í nokkm sérstöku núna? Viltu ekki koma heim til mín og drekka með mér kvöldkaffíð? Ég skal sækja þig.“ Ég tók þessu boði fegins hug- ar og bjóst fljótt. Á þeirri mínútu, sem Margrét kvaðst myndi koma var hún mætt. Fagnaðarfundur. Síðan yndisstund á kyrru kveldi sem treysti mjög þau bönd, sem tengdu. Ég fór norður yfír heiðar og heim laust fyrir jólin þetta ár og vík skildi vini. En ég hef lengi stundað það það í allríkum mæli að beita símanum til að brúa djúpið. Og vin- ir og frændlið hafa tíðum komið til móts við mig og launað líku líkt. — Margrét var þeirra á meðal. AU- mörg samtöl í síma áttum við, og fyrir kom að bréf fóru á milli, þó að það þyki nú á öld hraðans og tækninnar heldur um of seinvirkt til samskipta. Samband okkar var mjög virkt, það var beggja vilji. — Svo vék vetur úr sæti og vorið heilsaði með „blóm í fangi og bros um vangann". Ég átti erindi til Reykjavíkur, þó nokkur og sum brýn, sem þau að ganga á fund lækna. Én líka stefndi ég að því að hitta vini og skyld- menni og eiga með þeim góðar stundir. Og eitt það fyrsta, sem ég gjörði í því sambandi, var að hringja til Margrétar Jónsdóttur og láta hana vita um mig. Seinna sama dag hringdi hún og bauð mér að koma til sín að kveldi. Að sjálfsögðu kom hún í bíl sinum að sækja mig. Allt stóð sem stafur á bók varðandi tímasetningu endur- fundanna, skeikaði ekki upi mínútu frá því, sem ákveðið hafði verið. Gullvæg regla, sem verðskuldar að vera mikilá metin. Á meðal manndyggða Margrétar voru stundvísi og orðheldni. Hjá henni voru það lög að orð skyldu standa. — Myndir minninganna birtast og eru greyptar í vitundina. Kvöldið, sem hér um ræðir, var fagurt og brugðið var á það ráð að aka út á Seltjamames og víðar var farið og litast um. Síðan var farið heim í Samtún 14. Húsmóðir- in bar fram valdar veitingar og það var hlýtt við arin heimilisins. Við Margrét ræddum saman í fyllsta næði. Ekkert varð til að trufla ánægju samvistanna og viðræðna, sem spönnuðu yfír vítt og fjölbreytt svið, og fullvíst má telja að móður- málinu var ekki misboðið í þessu samtali. Margrét talaði fallegt og þrótt- mikið mál og hafði mjög næma til- fínningu fyrir því, sem öðm, er vóg i Minning: * Margrét Arnadóttir frá Gunnarsstöðum \ t i % i I Fædd 28. september 1904 Dáin 2. nóvember 1988 Nýlega lést í allhárri elli hjá dótt- ur sinni í Toronto í Kanada heiðurs- konan Margrét Ámadóttir frá Gunnarsstöðum í Þistilfírði í Norð- ur-Þingeyjarsýslu. í dag, fímmtu- daginn 15. desember, kl. 13.30 fer fram í Dómkirkjunni í Reykjavík minningarathöfn um hana. Gunnarsstaðir standa í þjóðbraut við botn Þistilfjarðar, spölkom frá sjó. Áður en jörðinni var skipt niður í fleiri býli á fyrri hluta þessarar aldar var hún tvímælalaust ein hin landmesta í sveitinni, útbeit allgóð og jarðsælt, trjáreki í fjöru og veiði- von í Hafralónsá. Margrét fæddist á Gunnarsstöð- um 1904 og var yngst systkina sinna en átta þeirra komust til full- orðinsára. Foreldrarnir vom Ámi Davíðsson, f. 1855, d. 1912, og kona, hans Ambjörg Jóhannesdótt- ir, f. 1861, d. 1908. Að Gunnars- stöðum_bjuggu þau frá árinu 1888 og var Árni oddviti Svalbarðshrepps um skeið. Systkini Margrétar vom þessi í aldursröð: Ingiríður, húsfreyja í Holti í Þistilfírði, kona Kristjáns Þórarinssonar, bónda þar; Þuríður, húsfreyja á Gunnarsstöðum, kona Halldórs Ólasonar, bónda þar; Jó- hannes, bóndi á Gunnarsstöðum, tvíkvæntur, átti fyrr Önnu G. Stef- ánsdóttur, en eftir andlát hennar Aðalbjörgu Vilhjálmsdóttur; Davíð, starfsmaður Ríkisútvarpsins, átti fyrr Þórhöllu Benediktsdóttur en eftir lát hennar Þóm Steinadóttur; Sigríður, húsfreyja að Grýtubakka í Höfðahverfi, kona Ara Bjamason- ar, bónda þar; Guðbjörg, lengi mat- ráðskona við sjúkrahúsið á Akra- nesi, gift Jóni Karlssyni lækni; og Gunnar, skrifstofustjóri og gjald- keri Búnaðarfélags Islands, giftur Olgu Jenny f. Nygaard frá Noregi. — Nú em Gunnar og Guðbjörg ein á lífí þessara systkina. Margrét var fjögurra ára er hún missti móður sína og mundi vart eftir henni. Fjómm ámm síðar dó faðir hennar. Margrét ólst síðan upp hjá eldri systkinum sínum og má segja að Þuríður hafí gengið henni í móður stað. Margrét fékk ung ofurlitla tilsögn sem nægði henni til þess að komast 16 ára inn í 3. bekk Kvennaskólans í Reykjavík. Þá var ekki venja að stúlkur, síst úr sveit, væm til langframa í skóla, og að afloknum þessum námsvetri vann hún um skeið við afgreiðslu- störf í Reykjavík, bæði í hannyrða- búð og í bakaríi. Árið 1935 giftist Margrét Áma- dóttir Gísla Guðmundssyni, ritstjóra Tímans 1930-40 og alþingismanni frá 1934, en hann var frá Hóli á Langanesi, þannig að þau Margrét vom því sem næst sveitungar. Þau eignuðust eina dóttur barna, Kristínu, sem er læknir, nú búsett í Toronto í Kanada. Þann skugga bar að laust fyrir 1940, að Gísli veiktist af berklum. Um skeið var hann á Vífílsstöðum og hlaut nokkum bata, en síðan tóku veikindin sig upp og í fjögur ár lá hann heima fyrir í gipsi. í veikindunum hafði hann fádæma mikinn styrk af Margréti konu sinni, sem annaðist hann af stakri nærgætni. Gísli lét af þingmennsku vegna veikindanna 1945 og tók í rúmlegunni til við að þýða bækur, bæði úr ensku og Norðurlandamál- um, en Margrét vélritaði eftir hans fyrirsögn. Þessi samvinna hjónanna við erfíðar aðstæður var til mikillar fyrirmyndar. Það er m.a. í frásögur fært og sýnir þann hug sem Þingeyingar bám til þeirra hjóna, að Þingey- ingakórinn undir stjórn Ragnars H. Ragnar gerði sér ferð að sjúkra- beði Gísla á fertugsafmæli hans til að syngja fyrir hann. Svo vel tókst til, að Gísli endur- heimti heilsuna og var kjörinn á þing fyrir Norður-Þingeyjarsýslu að nýju 1949. Þingmennskunni gegndi hann síðan til dauðadags 1973. Meðan á veikindunum stóð bjuggu þau hjón á Eiríksgötu 27 í Reykjavík. Síðar, eða frá því um 1956, var heimili þeirra á Hring- braut 91. Ætíð stóð hús þeirra opið öllum Norður-Þingeyingum, sem komu til borgarinnar, svo og ætt- ingjum hjónanna beggja, og var þar um mikið Qölmenni að ræða. Éin frænka Margrétar, sem alloft kom í heimsókn, segist ekki muna eftir að hafa komið þangað svo að ekki væm aðrir gestir fyrir og segir það sína sögu. Að auki fékk venjulega á hveiju hausti inni í húsi þeirra einhver frændi eða frænka — stund- um fleiri en einn — kominn til náms að norðan. Meðal þeirra, sem þar komu við sögu, vom systur þess er þetta ritar. Undirritaður kom oft á Hring- braut 91 á ámnum 1962—70. Stundum var haft við mig samband undir því yfírskini að það vantaði fjórða mann í bridge eða — fyrir jólin — að skera þyrfti laufabrauð. Þetta vom ánægjuíegar stundir, og var það ekki síst fyrir tilstilli Mar- grétar frænku. Sérstaklega skal hér minnst með þakklæti prýðilegrar veislu, sem Margrét stóð fyrir 12. febrúar 1963 í tilefni af kandídats- prófí Kristínar. Margrét Árnadóttir var yfirleitt alltaf í góðu skapi, og hún vildi öllum vel. Hún var hófsöm kona og búin flestum þeim dyggðum, sem prýddu svonefnda aldamótakyn- slóð. Heimilið einkenndist af hinu góða samkomulagi á milli hennar og Gísla. Þeim var gefin sú gæfa að kunna að umgangast hvort ann- að með hæfílegri glaðværð og gagn- kvæmri virðingu. Hjónaband þeirra var því til óvenjulegrar fyrirmyndar. Eftir andlát Gísla fyrir fimmtán ámm var Margrét stundum í Tor- onto hjá dóttur sinni, en stundum heima á íslandi. Heilsu hennar hrakaði, og 1985 lamaðist hún að nokkm leyti. Hún fór síðast frá íslandi til Toronto í maí 1986. Kristínu em hér með sendar inni- legar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Margrétar Árnadóttur. Björn Teitsson Margrét Árnadóttir er látin. Hún fæddist að Gunnarsstöðum í Þistil- firði 28. sept. 1904. Foreldrar henn- ar vom Árni Davíðsson og Ambjörg Jóhannesdóttir. Árni fæddist 15. október 1855 í Sandvík í Bárðar- dal, sonur Davíðs Jónssonar og Þuríðar Ámadóttur frá Sveins- strönd í Mývatnssveit. Fluttist hann ungur með foreldmm sínum að Heiði á Langanesi og ólst þar upp. Arnbjörg, móðir Margrétar, fæddist 9. janúar 1861 á Víðihóli á Hóls- Qöllum. Foreldrar hennar vom Jó- hannes Árnason frá Víðihóli og Ingiríður Ásmundsdóttur frá Hóli í Köldukinn. Árni og Arnbjörg gift- ust árið 1884 og byijuðu búskap á Ytra-Álandi í Þistilfirði. Þau flutt- ust í Gunnarsstaði árið 1888 og bjuggu þar til æviloka. Ambjörg andaðist 24. nóvember 1908 en Árni 5. nóvember 1912. Börn þeirra voru: Þuríður, Jóhannes, Davíð, Sigríður, Guðbjörg, Gunnar og Margrét sem var yngst og aðeins fjögurra ára er hún missti móður sína og föður sinn aðeins fjórum ámm síðar. Bjuggu systkinin á Gunnarsstöðum eftir iát foreldra sinna og margir afkomendur þeirra síðan. Margrét fór ung að heiman til náms í Kvennaskólanum og síðar vinnu. Einnig dvaldi hún í Noregi þungt að gildi. Um margvísleg efni og á mörgum sviðum fóm skoðanir okkar mjög saman og ýmis áhuga- mál okkar áttu sér líkar rætur. Kæmu fram andstæður var þeim mætt af skilningi, og þannig komið í veg fyrir að skuggi félli á ánægju samræðnanna. Hvor okkar um sig hélt sínum hlut í fyllstu sátt. Kvöldsins var notið ríkulega og kynnin dýpkuðu að mun. Á kveðju- stund reyndi ég að á festi minninga minna hafði fjölgað perlum af dýr- ustu gerð. Fáeinum dögum síðar á þessu vori, eða nánar tiltekið þann 8. maí, sat ég inni á herbergi mínu á sjúkradeild Hótels Lindar, og var að taka á móti afmælisóskum í símanum. Þá var kvatt dyra — mildilega og inn kom Margrét Jóns- dóttir, broshýr og glöð og hafði ég ekki áður séð hana með svo björtu yfirbragði. Hlý og heilhuga bar hún mér óskir sínar og færði mér fagra gjöf. Áttum við saman stutta og ógleymanlega stund. En ein minning. Heima á Akur- eyri sl. sumar. Veður eins og það getur blíðast og fegurst orðið. Ég var að hugsa um að fara út til að njóta þessa yndis. En fór hvergi, því að það var líkt og mér bærist boð um að einhver væri í nánd, sem vildi vitja mín og ætti við mig er- indi. Ég tók mér því bók í hönd og bjóst til að lesa. En að andartaki Iiðnu var hringt í dyrasímann og þegar ég svaraði og nam rödd gests- ins varð ég harla glöð. Margrét frá Gunnhildargerði var komin í heim- sókn. Hún var á ferð um Norður- og Austurland ásamt Urði dóttur sinni, sem hafði brugðið sér annað um stund. Vel var nýttur til sam- ræðna sá tími sem gafst og allt um kring var birta, sem Ijúft var að njóta. Þegar Urði bar að var sest og Danmörku um hríð. Árið 1935 giftist Margrét Gísla Guðmundssyni frá Hóli á Langanesi, þá ritstjóra Tímans og síðar alþingismanni. Heimili þeirra varð miðstöð ætt- ingja og vina og þar var leyst úr mörgum vanda, ekki síst þeirra sem komnir voru um langan veg úr Norðursýslu. Tel ég að þar hafi hlutur Margrétar ekki verið minni en bónda hennar alþingismannsins. Margt ungt fólk sem komið var til Reykjavíkur til náms eða vinnu átti heimili hjá Margréti og Gísla um lengri eða skemmri tíma. Minn- ist ég sérstaklega gestafjölda á jól- um, stórkostlegrar risnu, leikja og söngs. Margrét Ámadóttir bar sterkan persónuleika og laðaðist fólk að henni. Hún var skarpskyggn kona, mikill mannþekkjari og kunni að greina kjarnann frá hisminu. Einnig var hún glaðlynd, bjartsýn og hrók- ur alls fagnaðar. Drengskapur var henni í blóð borinn. Segja má að Margrét hafí verið miðdepill í stór- um hópi fjölskyldu og vina um ára- tuga skeið. Margrét og Gísli eignuðust eina dóttur barna, Kristínu, lækni í Tor- onto, Kanada. Hjá henni var Mar- grét oft langdvölum á síðari árum. Naut hún þess mjög og kunni þar vel við sig. Þau Gísli vom mjög samhent hjón. Gísli átti löngum við heilsu- brest að stríða. Barðist Margrét við hlið eiginmanns síns og gætti heilsu hans eftir mætti, en með þeim hressileika sem henni var svo eigin- legur. Man ég eitt sinn er Kristín var komin í heimsókn frá Ameríku. Það var sunnudagur og Margrét bauð í kaffi vinum og vandamönn- um. Farið var út í garðinn og „hlaupið í skarðið". Margrét lagði svo fyrir að þegar Gílsi þyrfti að hlaupa hring yrði andstæðingurinn að hlaupa- tvo hringi. Allir vom glaðir og sólin skein. Gísli lést 4. nóvember 1973. Ég var svo lánsöm að geta heim- sótt Margréti síðastliðið vor. Hún dvaldi þá á yndislegu heimili Kristínar dóttur sinnar í Toronto. Þar bjó Margrét við mikla um- hyggju Kristínar og enn sem fyrr vinsældir allra sem henni kynntust. Góð kona er gengin. Ég þakka Margréti frænku minni langa samfylgd. Hólmfríður Jónsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.