Morgunblaðið - 15.12.1988, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 15.12.1988, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER Í988 Sigurbjörns saga biskups ________Bækur________________ HeimirSteinsson Sigurður A. Magnússon: Sigurbjðm biskup. Ævi og starf. Setberg 1988. Ritstjóri Morgunblaðsins, Matt- hías Johannessen, hefur beðið mig fara orðum um nýútkomna bók Sig- urðar A. Magnússonar: Sigurbjöm biskup. Ævi og starf. í þessu hlut- verki er mér a.m.k. tvíþættur vandi á höndum. Hinn fyrri er þessi: Um tíu ára bil átti ég mjög nána samvinnu við Sigurbjöm Einarsson um efni, sem honum var hugstætt. Fyrir þeim árum fóru önnur sjö til undirbúnings. Þennan tíma allan bar aldrei skugga á okkar skipti. Af sjálfu leiðir, að mat mitt á sögu- hetju Sigurðar A. Magnússonar er næsta flarri því að geta talizt hlut- laust. Reyndar mun mega segja hið sama um höfund bókarinnar. Næg- ir í því efni að vísa til inngangsorða verksins, en einnig má benda á ítrekaða samstöðu höfundar með Sigurbimi í mörgum kröppum dansi á síðum sögunnar. Þetta mun að sönnu óhjákvæmi- legt. Þeir menn, sem komið hafa við kirkjumál á Islandi undanfama áratugi, fá trauðla tekið fræði- mannsafstöðu til Sigurbjöms Ein- arssonar. Þess háttar uppgjör bíður annarra kynslóða, er stýra munu stílvopnum, þegar við njótum bú- staðar í moldu. Þar fyrir ætti mér að vera fært að skrifa lítils háttar umsögn um bók Sigurðar A. Majrnússonar, — sem ritsmíð hans. A því er hins vegar annar meinbugur, er varðar uppbyggingu verksins og skýrður verður von bráðar. Allt að einu skal þessa nú freistað. Mun þá einnig tæpt á söguþræðinum í heild. Arka verður að auðnu um hvort tveggja, hlut- lægnina og þá orðsins mennt, er efninu sæmir. í síðast greindu tilliti hafa sagnaritarinn og Sigurbjöm löngum haft sjö sverð á lofti, — báðir tveir. Skemmtileg bók Þar er þá enda fyrst til máls að taka, að bókin er að langmestu leyti einkar skemmtileg aflestrar. E.t.v. eru fyrstu fjórir kaflamir drýgstir til unaðsbótar. En síðari frásagnir af átökum um kirkjumál og pólitík halda lesandanum vel við efnið. Nær lokum verður krönikan áleitin. Er það að vonum. Fjallað er um meira en tveggja áratuga biskups- dóm Sigurbjöms í einum löngum bókarkafla og þó stiklað á flestum efnum, er hann lét til sín taka. Eigi að síður lánast höfundi að stýra hjá einfaldri skýrslugerð einnig hér. Verður biskupssagan furðu lifandi. Þó mætti þessi þáttur öðmm frem- ur heita hungurvaka, — og gæti verið ávísun á síðara bindi, ef svo vildi til takast. Ævisögur hafa löngum notið vin- sælda á Islandi. Er þessi gerð bók- mennta þó ákaflega misfríð. Veldur að jafnaði mestu, hver á heldur, þótt söguefni skipti vissulega nokkm. Sigurbjörns saga biskups er bók, sem fyllsta ástæða er til að mæla með. Eg efast um, að nokkur verði svikinn af henni í neinum skilningi. Það, sem á kann að vanta í sam- stöðu einstakra lesenda og höfund- ar, mun vinnast upp í gagnlegri sennu um sundurleitustu efni. Líklegt er, að bókin láti fáa óáreitta með öllu. Hæfileg áreitni er stund- um kölluð krydd lífsins. Aðrir segja, að hún sé lífið sjálft. Þessi bók er barmafull af lífi. Nú á dögum örlar á tilhneigingu til að auglýsa „metsölubækur" fyr- irfram. Eg slæst í þann leik og leyfi mér að geta þess til, að Sigurbjöms saga verði víðar á ferli en flestar jólabækur ársins aðrar. Reynist ég ekki sannspár í því efni er þjóðin á lægra menningarstigi en líkur benda til — og er þá að vísu allmik- ið sagt. Vandmeðfarin flétta í upphafi greinir höfundur frá vinnuaðferð þeirra Sigurbjörns. Kveður hann Sigurbjöm hafa geng- ið af litlum fúsleika til starfans, en „Iátið undan þrýstingi útgefanda með. því fororði að höfundur bæri veg og vanda af textanum, en sjálf- ur fyllti hann einungis út í eyður, þar sem ekki væm tiltækar skráðar heimildir". í bókarlok er að finna ýtarlega heimildaskrá. Fer þar að sjálfsögðu mest fyrir verkum Sigurbjöms Ein- arssonar. Víða getur höfundur sömu heimilda í meginmáli. Þó er hitt áberandi á síðum bókarinnar, að skotið er inn brotum úr ritum Sigurbjöms og annarra án þess að höfundur tilgreini uppmna textans. Tengir Sigurður A. Magnússon glefsumar umsvifalaust saman með eigin orðum. Úr þessu verður afar vandmeð- farin flétta. Þó heldur höfundur svo vel á spilum sínum, að samfelldur texti liggur yfírleitt á borðinu að lokinni hverri umferð. Bókin er og laus við þann sparðatíning neðan- málsgreina og innskota, sem ein- kennir fræðirit. Líkast til tekst höf- undi furðu fímlega að ná til les- enda, sem ekki em ýkja kunnugir ritverkum Sigurbjöms Einarssonar fyrir. Hinum, sem t.d. þekkja æsku- sögu Sigurbjöms eins og hana er að finna í „Játningum", kemur óneitanlega spánskt fyrir sjónir að lesa þann kynngimagnaða texta brotinn upp og dreifðan hér og hvar í fyrstu köflum bókarinnar, innan um frásögn Sigurðar A. Magnússonar. Umrædd æskusaga er sjálfstæð mynd og ótvírætt ein sérlegasta ritsmíð aldarinnar, furðulegur vefur skáldlegrar innlif- unar og glannalegs raunsæis, en umfram allt meistaraverk stílsnilld- ar. Það er ekki vandalaust að stykkja hana saman við annan texta og spuming, hvort-lesendum hefði ekki verið meiri greiði gerður með því að birta efnið í heild og samfellu. Ég nefni einungis þetta dæmi. Þau gætu verið fleiri. Enda er hér að finna þær stiklur, sem bókin stendur á, — og brýrnar milli þeirra, — m.ö.o. uppistöðu verksins og ívaf. Ég tel Sigurð A. Magnússon hafa farið á afar tæpu vaði yfir mikil vötn, — en náð landi heilu og höldnu. Umgetin flétta er hins vegar síðari ástæða þess, hve mér virðist örðugt að fjalla um bókina. Vand- séð á köflum, hver á hvað, Sigur- bjöm eðá Sigurður. Mestu varðar þó, að samhenginu er raunverulega til skila haldið. Bernska o g æska Líking miljilla vatna verður áleit- in, þegar horft er til bernsku Sigur- bjöms Einarssonar. í uppvexti hans vom Skaftafellssýslur flestum byggðum örðugri yfírferðar og bú- setu. Frásagnir af þessu föðurlandi Sigurbjöms ganga lesandanum krókalaust til hjarta. Fátækt og skelfilegt basl. Blautir fætur og þrældómur. Hér við bætist harmleikur Einars Sigurfínnssonar, er missti konu sína unga af slysförum. Sá atburður átti sér stað fyrir minni Sigur- bjöms, en greyptist svo mjög í vit- und hans, að biskup dró þau tíðindi fram á vígsludegi sínum og í ýmsan tíma annan. Frásögnin af dvöl drengins „hjá afa og ömmu“ geymir hugþekk dæmi um alþýðlega guðrækni á skaftfellskum heimilum í aldarbyij- un. Sú guðrækni virðist hafa haft misjöfn áhrif á böm. Þórbergur Þórðarson glataði sinni kristilegu glóru af hennar völdum, sbr. átak- anlega skrípisritsmíð hans „Lifandi kristindómur og ég“. Sama guð- rækni átti sinn þátt í að gera Sigur- bjöm að trúsnillingi. Árin „hjá pabba" bregða upp þjóðháttum. Margt er þar munn- tamt. Melskurðurinn í Meðallandinu má tæpast lengri vera, — og er þó fróðlegur á alla grein. Þama er og að finna elztu prent- aða ritsmíð Sigurbjöms Einarsson- Njörður P. Njarðvík sig og aðra eru á sveimi, ekki síst það stóra vandamál barnsins að læra á heiminn, verða hluti af honum. Bemskuminningabækur hinna yngri rithöfunda hafa farið nokkuð fyrir bijóstið á ýmsum hin síðari ár, en hér er komin ein slík bók í við- bót, ekki frá neinum nýgræðingi I rithöfundastétt raunar. Og ég fæ ekki betur séð en að enn „komi fortí- ðin til fundar við oss“ til að minna á að þótt allt sé breytingum undirorp- ið sé þó ætíð sama undrið að upp- götva heiminn. Sr. Sigurbjörn Einarsson ar. Þá var hann 11 ára. Síðar í kaflanum segir frá fyrstu skrefum Sigurbjöms á námsbraut. Þar eins og víðar í bókinni nýtur spaugilegra frásagna. Leiða þær hugann að efni, sem sjaldnar getur en skyldi, þegar rætt er um Sigurbjöm Ein- arsson: Hann býr yfír frábærri kímnigáfu, sem er honum ósjálfráð, eins og fleira. „Umbrotaskeið" er í senn aldar- farslýsing og æviskrá ungs manns. Miklir atburðir em á döfínni. Jónas frá Hriflu lætur gamminn geisa,- og góðir menn reyna að kveða hann í kútinn. Sigurbjöm gengur af trúnni, — og tekur trú að nýju. í þessum þætti gætir „Játninga", sem áður vom nefndar. Þar er frá- sagnarlist Sigurbjöms Einarssonar að verki. Jafnframt birtir bókar- höfundur að sínum hluta sannfær- andi lýsingu á sálarstríði ungs manns, — næsta sígildri baráttu, sem margir kristsmenn eflaust þekkja úr eigin hugskoti. Mótunarskeið Nú nálgast kirkjusaga, og ein- kennir hún bókina héðan í frá í vaxandi mæli. „Straumar" komast á dagskrá og þar með aldamótaguð- fræðin gamla eða „fijálslynda guð- fræðin", eins og hún var nefnd. Hún sat að völdum á íslandi langt fram eftir öldinni og lifír enn góðu lífi í breyttum flíkum, á sér enda fomar fyrirmyndir og nýjar: Kristinn dómur kvíslast á ótelj- andi vegu í aldanna rás. Meðal annars er auðvelt að greina tvo meginstrauma, sem nefna mætti „fijálslynda kristni“ og „róttæka kristni“. Að vísu hefur orðið „fijáls- lyndur" afar óljósa og léttvæga merkingu almennt talað. En í íslenzkri kirkjusögu 20. aldar hefur annar umræddra meginstrauma tekið sér þetta nafn. Mun það öf- undlaust af flestra hálfu. Orðið „róttækur“ er hér notað í upprunalegri merkingu en ekki stjómmálalegri. Það varðar gjör- breytingu á stöðu mannsins, um- skipti, er seilast til róta gjörvallrar veru hans og hinztu raka. Fijálslyndur kristindómur lætur til sín taka á ýmsum skeiðum sög- unnar. Nærtækt dæmi er „upplýs- ing“ 18. aldar. Einnig mætti nefna Erasmus frá Rotterdam og áhrif hans. Sízt skyldu gleymast ýmis öfl innan fomkirkjunnar, þótt ekki verði þau nefnd hér. í þessum garði eru lagðar aðrar áherzlur en meðal þeirra, sem að- hyllast róttækan kristindóm. Róttækur kristindómur einkenn- ist af sterkum andstæðum, hyldjúp- um álum og alskærum tindum. Hér á landi birtist hann skýrast í Passíu- sálmum: Drama mannlegra örlaga og guðlegrar baráttu er dregið skil- málalaust fyrir odd: Synd og náð, glötun og hjálpræði, krossfórn Krists og upprisa. Fijálslyndur kristindómur hefur tilhneigingu til að draga úr þessum ským línum og sterku litum, — en setja annað í þeirra stað, t.d. þroskamöguleika mannsins í tiltölu- lega meinlausum heimi. Jesús er hér og fremur fyrirmynd en frelsari. Sigurður A. Magnússon gerir reipdrætti róttækrar og fijálslyndr- ar kristni á íslandi 20. aldar umtals- verð skil. Hann dregur engar dulur Skáldminningar í myndbrotum Bókmenntir Friðrika Benónýs Njörður P. Njarðvík: í ilæðarmálinu Iðunn 1988 í flæðarmálinu er ekki skáldsaga. Varla heldur smásagnasafn. Þættir úr lífí drengs með sjálfsævisöguleg- um undirtón; skáldminningar sem birtast í myndbrotum, sem raðast upp og mynda nokkurs konar þroska- sögu. Ljóðrænir þættir sem varpa ljósi á það hvernig drengur verður að manni. Fýrsta stóráfallið, fyrsti dagurinn í gagnfræðaskóla, fyrsti vinnudagurinn, fyrsta ástin. Og í lok- in fer hann burt, er orðinn maður. Heimsækir flörðinn sinn sem gestur en engu að síður er fjörðurinn hluti af honum, óijúfanlegur og kannski sá gildasti. Höfundur segir í eftirmála að var- ast beri að líta á bókina sem sjálfsæ- visögulega, nema að litlu leyti. En Hannibal, Ragnar H., Kitti Gauj og ýmsar fleiri þjóðsagnapersónur úr ísfírskum veruleika eru ijóslifandi á síðum bókarinnar og lesanda sem þekkir örlítið til býður í grun að hér sé ekki meiru bætt við en almennt í minningabókum, minnið er jú ekki áreiðanlegasta heimild sem um get- ur. Enda ekki mergurinn málsins hvað er satt og hvað er logið. Merg- urinn er að Nirði tekst að skapa þann heim sem hæfír andblæ sög- unnar, hann er trúr sýn drengsins á lífíð í kringum sig með öllum þess undrum og ógnum. Textinn er ljóðrænn og einfaldur, raunsær og rómantískur á víxl eftir því hvort umfjöllunarefnið er stór- merki fjörunnar eða þungi hins dag- lega lífs við höfnina. Mannlýsingar einkennast nokkuð af þeim dýrðar- Ijóma sem þeir menn sveipast í minn- ingunni er einhvemtíma urðu miklar fyrirmyndir, en kemur þó ekki að sök, þar sem haldið er bamslegu við- horfí drengsins og tiltrú á mannfólk- ið. í flæðarmálinu er ekki stór bók. Þar er ekki verið að glíma við heims- vandamálin. En þau vandamál sem skapast í skiptum manna við sjálfa á þann andbyr, sem Sigurbjöm Ein- arsson sætti af hálfu aldamótaguð- fræðinga. Sjálfur er Sigurbjöm vitaskuld lýsandi fulltrúi klassískrar róttækrar kristni. Þó ítrekar bókar- höfundur, hversu Sigurbjörn hasl- aði sér völl að eigin hætti, kvað niður flokkadrætti fremur en að auka þá og mótaði stefnu, sem öðr- um þræði einkenndist af óvenjuleg- um náðargáfum hans sjálfs. „Lærdómsferillinn í Uppsölum var einungis einn þáttur í flóknum vef þroskasögunnar," segir Sigurð- ur Á. Magnússon. Feitt er á stykk- inu í þeim þáttum Sigurbjörns sögu, sem fjalla um árin á erlendri gmndu og um síðari námsvistir utan lands. Hér steypist umheimurinn yfir les- andann og þar með fremstu guð- fræðingar 20. aldarinnar. Sigur- björn velur úr og hefur heim með sér það, sem bezt gegnir til boðun- ar. Énn gef ég bókarhöfundi orðið: „í þessu samhengi uppgötvaði Sigurbjörn að nýju arf siðbótarinn- ar, þann lútherska arf, þarsem áherzlan er einmitt lögð á Guðs náð, á trúna eina. Það er það sem á verður byggt og ekki neitt áþreif- anlegt í okkur sjálfum. Við erum og verðum syndarar, en réttlæt- umst án allrar verðskuldunar. Krossinn og gildi hans varð með nýjum hætti lifandi fyrir honum." Prestur og lærimeistari I lýsingu á prestsþjónustu Sigur- bjöms að Breiðabólsstað nýtur sín ósvikin ást á náttúru landsins í unaði hennar og tröllskap. Ferfætl- ingar eru á kreiki, og presturinn ungi teygir hestinn Krumma til hlýðni. Hér birtist og geðgróin sam- staða Sigurbjöms með þeirri bændaalþýðu, sem hann rekur ræt- ur til. Frásögnin er hressileg og af og til gamansöm. Fjölskyldulíf gæðir hana yndi. Álengdar varpar heims- styijöldin skugga yfír sviðið. Rosknir menn hafa löngum á orði þau tíðindi, er Hallgrímssókn varð til og Sigurbjöm Einarsson fyllti Austurbæjarbamaskólann heilögum anda. Sigurður A. Magn- ússon skrifar sérstakan kafla um þetta upphaf. Verður tónn höfundar nú smám saman stríðari, enda gengur Sigurbjöm í vaxandi mæli fram í margvíslega baráttu: Bygg- ing Hallgrímskirkju kemst á dag- skrá og ástandsmálin hið sama. Umfram allt er Sigurbjörn þó prest- ur í stórum söfnuði, ötull sálusorg- ari, — og nú í fyrsta sinni predik- ari á landsvísu fyrir milligöngu ríkisútvarpsins. Hér kemur og að segja frá „kirkjupólitík", en hún er veigamik- ill liður í tveimur þáttum um „dós- entsmál“ og í lýsingu á störfum Sigurbjöms í guðfræðideild. Af- staða höfundar leynir sér hvergi, enda er hann sjálfur virkur aðili mála. Enn er of snemmt að greina hismið frá kjamanum í hinni „kirkjupólitísku" sögu þessara ára. Það bíður síns tíma, — eins og fleira, sem bók Sigurðar A. Magn- ússonar hefur að geyma. í kaflanum um kennaraár fjallar höfundur allýtarlega um ritverk Sigurbjöms. Sérstök ástæða er til að benda á athugagreinar hans um Skýringar við Opinberun Jóhannes- ar, en sú bók hefur tæpast borizt jafn víða og ýmis rit Sigurbjöms Einarssonar önnur. Að öðm leyti verður það ljóst, að störf Sigurbjöms „í guðfræði- deild“ skipta sköpum á æviferli hans. Þá mótast_ hið guðfræðilega viðhorf að fullu. Á þessum 16 ámm verður hann jafnframt til sá stuðn- ingsmannaskari, er bar hinn glæsi- lega lærimeistara upp í biskupsstól- inn. Þjóðvörn „Afskipti Sigurbjörns Einarsson- ar af stjómmálum vom bundin við tiltölulega stutt skeið í æviferli hans, en skildu eftir svo djúp spor í þjóðarsögunni, að óhjákvæmilegt er að helga þeim sérstakan kafla í þessari bók.“ Svo mælir Sigurður A. Magnús- son. í kjölfari þessara inngangsorða fer rækileg lýsing á baráttu Sigur- bjöms Einarssonar gegh hersetu á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.