Morgunblaðið - 15.12.1988, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1988
63
Fundur um skólamál í Strandasýslu:
Framhaldsdeild verði
sett á fót á Hólmavík
Lauparhóli, Bjarnarfírði.
FUNDUR um skólamál í Strandasýslu var nýlega haldinn í Grunn-
skólanum á Hólmavík af Fræðsluskrifstofu Vestfjarða og heima-
mönnum. Var þar mættur fræðslustjórinn, Pétur Bjarnason og
starfsfólk frá Fræðsluskrifstofunni á ísafírði, ásamt skólastjórum,
sveitarstjórum, oddvitum, kennurum og öðrum áhugamönnum um
skólamál í Strandasýslu.
Stefán Gíslason, sveitarstjóri á
Hólmavík sagði að nefnd á vegum
Fjórðungssambands Vestfjarða
hefði gert tillögu um að strax verði
komið á legg framhaldsdeild á
Hólmavík, sem hluta af „Fram-
haldsskóla Vestfjarða." Áætlað er
að slíkur skóli yrði með höfuð-
stöðvar á Isafirði. Þá gat bæði
hann og aðrir frummælendur um
að vistunarmál nemenda væru í
ólestri, þar sem engin heimavist
er við skólann á Hólmavík og hafa
böm verið vistuð á einkaheimilum
undanfarin ár. Nefndi hann þijá
möguleika til að leysa þessi mál
og taldi besta kostinn að byggja
nýja heimavist við skólann á
Hólmavík. Sýndi hann fundar-
mönnum tillögur Vilhjálms Hjálm-
arssonar, arkitekts, að lausn máls-
ins. Hann sagði að það vantaði
alveg leikfimi og íþróttaðstöðu við
skólann.
Pétur fræðslustjóri benti á að
nágrannasveitarfélögin verði að
leggja sitt að mörkum í heimavist-
armálum, enda velti þátttaka ríkis-
seven
SEAS
VÍTAMÍN
DAGLEGA
GERIÐ GÆÐA
SAMANBURÐ
Seven
!,l,»
jA
GÆÐAVITAMIN-E
öt
orenco
HEILDSOLUDREIFING
Laugavegi 16, sími 24057.
ins mikið á því. Þórir Haukur Ein-
arsson, oddviti Kaldrananeshrepps
og skólastjóri Drangsnesskóla,
kom með þá hugmynd, að athuga
ætti daglegan heimaakstur frá
Drangsnesi til Hólmavíkur. Sig-
urður H. Þorsteinsson, skólastjóri
Klúkuskóla benti á, að á Hólmavík
hlyti að rísa sá skóli er veitti þjón-
ustu byggðarlögum í kringum
Klipping fyrir
þroskahefta
Hárgreiðslustofan Salon a
Paris, Hafnarstræti 20, býður
öllum þroskaheftum ókeypis
klippingu mánudaginn 19. des-
ember.
Jólasveinar verða á stofunni með
góðgæti, gengið verður í kringum
jólatréð og fleira sér til gamans
gert. Allir þroskaheftir eru vel-
komnir.
(Fréttatilkynning)
Steingrímsfjörð. Aðalmálið væri
ef til vill að skólar á svæðinu sam-
ræmi námskrár sínar og kennslu
svo að nemendur komi sem líkast
undirbúnir til náms á Hólmavík.
- SHÞ
Morgunblaðið/Sigurður H. Þorsteinsson
I grunnskóla Hólmavíkur verður sú skólamiðstöð sem koma skal á
Ströndum.
HáUkragar Varmavottlingar
Hnjáhlífar
VARMAHUFAR
Medima varmahlrfamar eru áhrifarík hjálp til að viðhalda nauðsynleg-
um hita á veikum líkamshlutum eins og hálsi, öxlum, olnbogum, hnjám,
hrygg, fótum, úlnliðum, vöðvum, nýrum, blööruháiskirtli og blöðru.
Til notkunar í kulda höfum við einnig Medima nærfatnaö á böm og
fulloröna. Stuttar og síöar buxur. Stutterma og langerma boli.
Medima vörumar eru framleiddar úr blöndu af kaninuull (angóraull)
og lambsull. Til að auka á styrk og endingu er Polamyd styrktarþráður.
Medima vörumar eru vestur-þýsk hágæöavara flutt inn af Náttúrulækn-
ingabúöinni beint frá verksmiöju og er veröið sambærilegt við verðið
út úr búð í Vestur-Þýskalandi.
Náttúrulækningabúðin, Laugavegi 25, sími 10263.
Varmaskór Varmaakór
Varmaaokkar
Varmaaokkar
Varmaaokkar
Áskriflarsiminn er83033
Bókaflokkurinn
íslensk þj óðmenning
éIK I
mtf -
1. og 5. bindi
eru komin út.
í heild verður þetta
mikla yflrlitsverk samið af Í
40 íslenskum fræðimönnum.
er skipulagður sem níu binda
ritröð sem spannar yfir
rúm 1000 ár í íslenskri
menningarsögu.
, m?..
b,
H .
Helstu efnisflokkar eru þessir:
Uppruni og umhverfi íslenskrar þjóðar, Jarðyrkja og kvikfjárrækt, Sjávarhættir,
Heimilisstörf, Trúarhættir, Alþýðuvísindi, Kvæða- og
sagnaskemmtun, Sjónmenntir, Samgöngur, Félagslíf og fólkið í bændasamfélaginu
(mótun einstaklingsins, svipmót og daglegt líf).
SÍMAR 13510 - 17059, PÓSTHÓLF 147.